Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það var í blíðskaparveðri þann 27. maí sl. að blaðamanni Morgunblaðs- ins varð gengið upp á rishæð hússins að Vitastíg 20 í Reykjavík. Blaðamað- ur var í för með eiganda hússins, dr. Vilborgu Auði Ísleifsdóttur sagn- fræðingi, sem fyrir nokkru keypti þetta hús af samerfingjum sínum, en þar er hún fædd og uppalin. Þegar hún vildi ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni Bickel lögfræðingi, end- urnýja húseignina kom í ljós að hún þurfti svo gagngerra endurbóta við að ekki dugði minna en rífa allt inn- volsið úr húsinu sem er með steypt- um veggjum en úr timbri að innan. Segir nú ekki af verki smiðsins Stein- þórs Stefánssonar, frænda Vilborgar, sem hefur yfirumsjón með verkinu fyrr en einmitt þennan morgun sem fyrr var nefndur. Þá var hann að ljúka við að rífa þakið af húsinu en í lok þess verks kom mjög óvæntur fundur í ljós. „Hvað á ég að gera við þessi bein?“ sagði hann við Vilborgu þar sem hún stóð þarna ásamt blaðamanni og dáð- ist að útsýninu. „Ha, hvaða bein?“ sagði Vilborg. „Nú, beinin sem ég fann áðan undir þakskegginu milli ystu sperrunnar og gaflsins, norðaustan megin,“ sagði smiðurinn og mátaði um leið lær- leggsbein við lærlegg sjálfs síns. „Eru þetta mannabein?“ sagði Vil- borg mjög undrandi. „Ég fæ ekki betur séð,“ svaraði Steinþór og lagði frá sér lærlegginn og tók að handleika tvö önnur bein sem fundust hjá lærleggnum í eins konar stokki eða holrúmi í þakbrún- inni. „Það var þarna líka dúkkkuhaus, en ég hafði ekki rænu á að halda hon- um til haga en beinin tók ég þótt ég héldi fyrst að þau væru úr einhverju dýri. Því miður þá reif ég allt timb- urverk sem verið hafði í kringum beinin og einnig fór í gáminn sagið og hálmurinn sem lá í kringum beinin í stokknum.“ Dr. Vilborg og blaðamaður reikuðu út úr húsinu með beinin í hvítum plastpoka. Blaðamaður stakk upp á að grafa beinin umsvifalaust í vígðri mold, minnugur þjóðsagna sem lúta að þessu efni: „Gefðu mér beinið mitt, Gunna,“ o.s.frv. En kirkjugarðar og beinafundir voru tilefni margra draugasagna sem varðveittar eru í þjóðsagnasöfnum okkar. Vilborg vildi hins vegar vita hvort þetta væru raunveruleg mannabein og þá af hverjum. „Til að fá úr fyrra atriðinu skorið fór ég með beinin strax til vinkonu minnar sem er hjúkrunarfræðingur til þess að fá staðfest að þau væru úr manneskju. Hjúkrunarfræðingurinn sagði svo vera – eitt beinið væri aug- ljóslega lærleggur, annað sköflungur en þriðja beinið taldi hún hugsanlega upphandleggsbein,“ sagði Vilborg er blaðamaður innti hana nánar eftir hvað gerst hefði eftir að leiðir þeirra skildi þennan umrædda morgun. „Ég verð að viðurkenna að mér þótti óviðkunnanlegt að aka um með mannabein í bílskottinu svo ég ákvað að fara beint frá hjúkrunarfræð- ingnum með beinin til lögreglunnar, bæði til að losna við þau úr bílnum og ekki síður til þess að fá þau aldurs- greind. Síðan hugsaði ég mér að hlutast til um að þau fengju leg í vígðri mold. Sem og ætlaði ég mér að fá því framgengt að skýrslan yrði síð- ar send til þjóðháttadeildar, ef ástæða þætti til. Hvað verður um þessi bein er allt á huldu. Þau eru enn í vörslu lögreglu sem hyggst gera á þeim DNA- rannsóknir til að aldursákvarða þau, sem og að sjá hvort þau eru úr konu eða karli – ungum eða gömlum ein- staklingi.“ Lærbeinið sýnist úr fremur smá- vaxinni manneskju Lærbeinið var að sögn Steinþórs smiðs heldur styttra en lærleggs- beinið í honum en hann er 1,75 sentí- metrar á hæð. Beinin sagði Steinþór vera mjög heil og ekkert morkin en alveg nakin. „Satt að segja hugnaðist mér ekki þessi fundur,“ heldur Vilborg áfram frásögn sinni. „Ég er fædd og alin upp undir þessum beinum og bjó oft í þakherberginu þar sem þau voru geymd við. Það var afskaplega nota- legt herbergi og sóttust ýmsir eftir að vera þar við skriftir og aðra andlega iðju.“ Blaðamaður getur af eigin reynslu borið um að þetta er satt því hann fékk herbergið léð til skrifta fyrir nokkrum árum og varð einskis ills var. „Hefur nokkuð borið á reimleikum í húsinu svo þú hafir orðið vör við?“ spurði blaðamaður Vilborgu. „Alls ekki á efri hæðinni – en kannski á neðri hæðinni, annars er ég enginn sérfræðingur í þessum efnum og hef aldrei séð draug,“ svarar Vil- borg. Svo undarlega vildi til að móðir Vil- borgar sagði blaðamanni frá því fyrir margt löngu að það orð hafi legið á húsinu að Vitastíg 20 að þar hafi mað- ur hengt sig þegar það var ekki full- klárað. En sannleiksgildi þessa orð- róms hefur ekki verið prófað, enda langt um liðið. „Foreldrar mínir sögðu mér að húsið hafi verið reist árið 1920 af bræðrum ættuðum úr Flóanum. Í einhverju basli lentu þeir því húsið var selt alveg nýtt Þórði Péturssyni kaupmanni og seldi hann það föður mínum, Ísleifi Ólafssyni, 9. febrúar 1939. Bjó hann þar fyrst með ömmu sinni, Vilborgu Ólafsdóttur, þar til að hann kvæntist móður minni í stríðs- byrjun. Ég hafði ekki fyrr heyrt þessa sögu um þennan sviplega dauðdaga í hús- inu en hef spurst fyrir og fengið stað- fest að faðir minn sagði frænku minni frá þessu. Mér finnst þetta satt að segja ekki viðkunnanlegt allt saman. En svona er þetta, hús geta átt sér ýmis leyndarmál, þótt maður þekki þau vel að eigin áliti. Ekki aðeins fundust þessi bein sem fyrr var greint frá heldur fannst einnig uppi í risi, milli þils og veggjar, heillegt ein- tak af Mynsters-hugleiðingum sem Jónas Hallgrímsson og aðrir Fjöln- ismenn þýddu á sínum tíma og gefnar voru út 1839. Á þessu eintaki veit ég heldur engin deili. Smiðirnir hafa haft augun hjá sér síðan beinin fundust en ekkert hefur fundist frekar. Eftir er að rífa meira úr húsinu og þegar því lýkur verður húsið allt endurbyggt og hefst þá ný og vonandi „beinlaus“ saga þess,“ sagði Vilborg. Tilgátur um tilvist beinanna Hvers vegna beinin voru þarna geymd veit enginn en ýmsar tilgátur hafa verið uppi í umræðum um þetta mál. T.d. má nefna að Steinþór smið- ur lét sér detta í hug að beinin hefðu kannski komið upp úr grunninum og húsbyggjandanum verið illa við að raska grafró þeirra og því komið þeim snyrtilega fyrir í holrúminu milli sperru og gafls. Ekki er þó vitað til að kirkjugarður hafi verið á þessu svæði. Hins vegar var Steinkudys á Skólavörðuholtinu. Aðra tilgátu kom lögreglumaður með, þá að þetta gæti tengst gamalli siðvenju því dæmi eru til þess að bein hafi fundist í gömlum húsum. Hvernig fólki fyrri tíma hefur gengið að ná í mannabein til að setja undir sprerrur nýbyggðra húsa er þó nútímafólki illskiljanlegt – fæstum eru lærleggir, sköflungar og upp- handleggsbein úr látnum ættingjum laus í hendi núna, svo mikið er víst. Vilborg hefur sjálf þá tilgátu að beinin hafi fylgt ætt húsbyggjend- anna og þeir ekki viljað láta þau við sig skiljast og því komið þeim fyrir á umræddum stað. Hún vonar að þarna séu komnir lærleggur, sköflungur og upphandleggur úr Þorláki biskupi helga, en þau bein lentu sem kunnugt er á glámbekk eftir siðaskipti. Blaðamaður hefur kannski lesið sér til óbóta af glæpasögum, inn- lendum sem erlendum, því hann telur að hugsast geti að þessi beinafundur tengist glæpsamlegu athæfi. DNA-rannsóknin mun að talsverðu leyti skera úr um hver þessara til- gátna sé líklegust. Rannsóknin er tal- in taka nokkra mánuði. Beinafundur í húsi norðan- vert við Skólavörðuholt Sá atburður varð hinn 27. maí sl. að lær- leggur, sköflungur og sennilega upphand- leggsbein fundust undir þakskeggi í húsi frá 1920. Vilborg Auð- ur Ísleifsdóttir, eig- andi hússins, ræðir við Guðrúnu Guðlaugs- dóttur um þennan beinafund, en hún og blaðamaður komu á vettvang rétt eftir að beinin fundust. Morgunblaðið/Arnaldur Vitastígur 20 í Reykjavík, þar sem bein fundust í holrúmi milli sperra og gafls fyrir nokkrum dögum þegar unnið var við endurbætur á húsinu. Frændsystkinin Vilborg Ísleifsdóttir og Steinþór Stefánsson skoða um- merki við fundarstaði beinanna undir þakskeggi hússins. gudrung@mbl.is „ÞAÐ hefur verið mikil gerjun á háskólastiginu en það er enn að- eins komin takmörkuð reynsla á lagarammann. Rammalögin um háskóla eru tiltölulega ný, frá árinu 1997, og á grundvelli þeirra voru lögin um ríkisháskóla gerð,“ segir Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra um þá umræðu sem í gangi er um breytingar á fjár- skipulagi ríkisháskólanna. „Það er full ástæða til þess að fagna þess- ari gerjun en við hér í ráðuneytinu höfum ekki haft uppi neinar sér- stakar hugmyndir um endurskoð- un laganna. Það hefur verið okkar afstaða að það væri æskilegt af fá meiri reynslu af lögunum áður en metið væri hvort ástæða væri til breytinga.“ Guðfinna S. Bjarnadóttir, rekt- or Háskólans í Reykjavík, og Run- ólfur Ágústsson, rektor Við- skiptaháskólans á Bifröst, hafa bæði ljáð máls á því að stjórnvöld ættu að endurskoða rekstrarfyr- irkomulag ríkisháskólanna. Sagði Guðfinna kosti þess að breyta há- skólunum í sjálfseignarstofnanir marga. „Listaháskóli Íslands er reynd- ar sjálfseignarstofnun, sem bygg- ist alfarið á opinberum framlög- um, og það fyrirkomulag hefur reynst ágætlega,“ segir Tómas Ingi. Hann segir þá umræðu sem farið hefur fram síðustu misseri um samkeppnishæfni háskóla gagnlegan og eðlilegan aðdrag- anda að endurskoðun laganna um háskóla. Hann segir að í vetur hafi menntamálaráðuneytið farið ná- kvæmlega yfir fjárstreymi til há- skólanna, sem og aðrar tekjur ein- stakra skóla. „Útkoman hefur verið greind og sundurliðuð með sambærilegum hætti,“ útskýrir Tómas Ingi. „Þessar upplýsingar gefa ráðuneytinu glögga mynd af sérstöðu einstakra skóla og nýt- ingu opinberra framlaga til þeirra. Þetta auðveldar allan samanburð og nýtist vel í stefnumótun.“ Menntamálaráðherra um rekstur ríkisháskólanna Ekki tímabært að endur- skoða lög um háskólaFASTEIGNABLAÐIÐfylgdi Morgunblaðinuí gær og mun eft- irleiðis fylgja mánu- dagsblaðinu en hingað til hefur því verið dreift á þriðjudögum. Af því tilefni gátu landsmenn nálgast frítt eintak af blaðinu á öllum lausa- sölustöðum út um allt land á meðan upplag entist. Auk þess dreifðu vaskar sveitir ungmenna blaðinu meðal gesta Kringl- unnar og Smáralindar og var því vel tekið. Á myndinni má sjá fríð- an flokk við stafla af blöðum sem enduðu í höndum lesenda. Morgunblaðið/Sverrir Fasteignablað Morgun- blaðsins á mánudögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.