Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 13
VEL gengur að selja afurðir Sam- herja á mörkuðunum um allan heim, nema ýsu en á henni hefur verið viðvarandi sölutregða í nokk- urn tíma. Stafar hún af mikilli veiði við Ísland Noreg og Færeyjar. Gústaf Baldvinsson, sölu- og mark- aðsstjóri Samherja og fram- kvæmdastjóri Seagold í Bretlandi, segir að ekki sé undan neinu að kvarta í þessum málum og vel gangi að selja fiskinn. „Við erum alltaf með lítið af þorsk- og ýsuflökum á þessum árs- tíma, en mjög vel hefur gengið að selja þorskflökin og verð á stærstu flökunum hefur verið að tosast upp á við eftir lækkun eftir áramótin. Nánast öll okkar flök af þorski og ýsu fara í veitingahús sem bjóða upp á fisk og franskar, eru bara þídd upp og stærri flökin skorin til fyrir steikingu. Það er mikil spurn eftir grálúðu enda hefur veiðin verið léleg. Hins vegar eru Norðmenn að byrja grá- lúðuvertíð sína og það getur haft einhver áhrif á markaðinn. Lúðan hefur hreinlega selst jafnóðum til Japans og Tævans og engrar sölu- tregðu gætt þar vegna bráðalungn- abólgunnar. Spurn eftir hausunum í Kína hefur reyndar slaknað aðeins og líklega má kenna lungnabólgunni um það. Þá hafa Pólverjar verið að kaupa töluvert af lúðu sem fer til reykingar þar. Þá gengur einnig vel að selja karfann, en verðið er svona rétt í meðallagi vegna þess hve veikt jen- ið er um þessar mundir. Loks eru þokkalegar söluhorfur í síldinni enda tiltölulegar litlar birgðir af stórum flökum. Það má því segja að þetta gangi allt vel nema í ýsunni,“ segir Gústaf Baldvinsson. Morgunblaðið/Árni Hallgríms Mikil spurn er eftir grálúðu vegna lítillar veiði. Gengur vel að selja fiskinn Mikil spurn eftir grálúðu vegna slakrar veiði ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 13 Suðurlandsbraut 20 - 108 Reykjavík Sími 588 0200 - www.eirvik.is gæði - ending - ánægja Þegar kemur að matargerð sætta Ítalir sig aðeins við það besta. Í meira en heila öld hefur Ballarini framleitt potta og pönnur í hæsta gæðaflokki fyrir kröfuharða matgæðinga. Ballarini kynnir nú nýja kynslóð eldhúsáhalda, Titanio, sem byggir á langri reynslu og rannsóknum. • Fullkomin framleiðsluaðferð • Viðloðunarfrí títaníumhúð • Má nota málmáhöld • Flagnar ekki af • Endist og endist Ný kynslóð í eldhúsinu D ix ill /R ey kv ís k ú tg áf a Tilvalin brúðar gjöf 1.Tillaga um að breyta nafni félagsins. 2.Tillaga um breytingu á grein 2.01.2 í samþykktum félagsins þess efnis að heimild vegna útgáfu kaupréttarsamninga verði hækkuð um kr. 50.000.000. 3.Kosning meðstjórnanda í stjórn félagsins. 4.Önnur mál Dagskrá og fundargögn eru hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins, Síðumúla 28 Reykjavík. Dagskrá og fundargögn ásamt aðgöngumiðum og atkvæðaseðlum verða einnig afhent á fundarstað. Stjórn Íslandssíma hf. Hluthafafundur Íslandssíma hf. Íslandssími hf. boðar hér með til hluthafafundar sem haldinn verður í dag, þriðjudaginn 3. júní 2003, kl. 15:00, í Skála, 2.hæð, Radisson SAS Saga Hótel við Hagatorg. Á dagskrá fundarins verða eftirtalin mál: UM áratugaskeið hefur sá háttur verið viðhafður á sjómannadeg- inum að heiðra sjómenn fyrir störf þeirra á sjónum og að fram- gangi félags- og réttindamála stéttarinnar. Í ár voru sex sjó- menn heiðraðir í Reykjavík.  Ársæll Þorsteinsson bryti hóf sjómennsku 17 ára gamall og var á ýmsum fiskiskipum. Frá 1951 var hann matsveinn á togurum og farskipum. Hann lauk prófi frá Matsveina- og veitingaþjóna- skóla Íslands 1963 og var bryti hjá Eimskipafélaginu til 1972. Ár- sæll var í stjórn Matsveinafélags- ins 1964–1967 og í stjórn Félags bryta 1968–1970.  Hafsteinn Sigurðsson sjó- maður, sem hefur verið til sjós í rúmlega fimmtíu ár, hóf sjó- mennsku 13 ára gamall og var á bátum og togurum til 1963 að hann réð sig bátsmann á skipum Sambandsins. Frá 1966 var hann vélamaður á skipum Eimskipa- félagsins.  Helgi Hallvarðsson skipherra hóf sjómennsku 15 ára gamall á varðbátnum Óðni. Hann lauk far- mannaprófi frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík 1954 og prófi frá varðskipadeild Stýrimanna- skólans 1962. Helgi var stýrimað- ur á öllum varðskipum og flug- vélum Landhelgisgæslunnar 1954–1963. Skipherra var hann á öllum varðskipum, flugvélum og í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar 1964–1990. Helgi tók þátt í þorskastríðunum þremur. Hann starfaði í hartnær fimmtíu og tvö ár hjá Gæslunni. Helgi hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, m.a. frá bandarísku strandgæslunni og danska sjó- hernum.  Karl Levi Jóhannesson vél- stjóri hóf að sækja sjóinn ferm- ingarárið sitt, 1933, á opinni trillu frá Tálknafirði. Hann var m.a. kyndari á norskum hval- bátum sem gerðir voru út frá Tálknafirði á sumrin. Karl Levi var háseti á togurum þar til hann lauk mótorvélstjóraprófi 1940 að hann varð vélstjóri á ýmsum fiskiskipum. Hann var vélstjóri á hvalbátum Hvals hf. í tvær ver- tíðir. Karl Levi tók þátt í hinni frægu björgun árið 1947 sem gjarnan er nefnd björgunar- afrekið við Látrabjarg þegar tólf breskum sjómönnum var bjargað úr togaranum Dhoon við erfiðar aðstæður.  Tómas Sæmundsson skip- stjóri hóf sinn sjómannsferil frá Eyrarbakka 14 ára gamall. Hann lauk hinu meira fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1957 og var eftir það stýrimaður og skipstjóri. Árið 1964 eignaðist Tómas sinn fyrsta bát, Hafnarberg RE 404, og var skipstjóri á bátum með því nafni fram til 2001 að hann hætti sjó- mennsku en sinnir nú útgerðinni í landi.  Tryggvi Marteinsson mat- sveinn hóf sjómennsku 13 ára á færeyskri skútu á handfærum við Ísland en Tryggvi fæddist í Fær- eyjum. Árið 1958 lauk Tryggvi prófi frá Sjókokkaskólanum í Kaupmannahöfn og varð að því loknu matsveinn á ms. Gullfossi. Síðustu árin var Tryggvi mat- sveinn á skipum Granda, allt til 2002 að hann lét af sjómennsku eftir 35 ár. Morgunblaðið/Árni Torfason Sex sjómenn voru heiðraðir á sjómannadaginn í Reykjavík. Það voru Ársæll Þorsteinsson, Hafsteinn Sigurðsson, Helgi Hallvarðsson, Karl Leví Jóhannesson, Tómas Sæmundsson og Tryggvi Marteinsson. Sjómenn heiðraðir í Reykjavík Clearwater kaupir afla- heimildir GENGIÐ hefur verið frá kaup- um Clearwater Seafoods á afla- heimildum á hörpuskel og ýms- um botnfisktegundum af sjávarútvegsfyrirtækinu High Liner Foods. Stjórnendur Cle- arwater segja að þessi kaup muni auka tekjur félagsins strax á þessu ári. Alls voru greiddar 65 millj- ónir kanadískra dollara fyrir aflaheimildirnar, eða um 3,4 milljarðar króna. Clearwater hefur ekki þörf á því að nýta sér allar þær heim- ildir sem fengnar voru frá High Liner. Þess vegna hefur Cle- arwater þegar selt heimildir að andvirði um 690 milljónir króna til óskyldra aðila.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.