Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ VEL virtist fara á með þeim George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, og Jacques Chirac Frakklandsforseta er þeir ræddust við á fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims í Evian í Frakk- landi í gær. Fundar þeirra hafði verið beðið með eftirvæntingu en þetta var í fyrsta skiptið sem þeir hittast frá því að heiftarleg deila braust út vegna herfarar Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Frakkar fóru fyrir ríkjum þeim er lögðust gegn herförinni og hefur því verið haldið fram að gífurleg reiði ríki í garð franskra ráðamanna í Bandaríkjunum nú um stundir. Brostu og göntuðust Þessi úlfúð varð ekki greind á fundi þeirra Bush og Chirac í gærmorgun. Leiðtogarnir brostu, heilsuðust frammi fyrir fulltrúum fjölmiðla og gerðu að gamni sínu við blaðamenn. Þeir Bush og Chirac ræddu stutt- lega við blaðamenn að fundinum lokn- um. „Ég veit að í löndum okkar beggja velta mjög margir því fyrir sér hvort við getum sest niður og átt þægilegt spjall – og svarið er að það getum við vitanlega,“ sagði Bush. Forsetinn bætti við að engin ástæða væri til að leyna því að ríkisstjórnir landanna hefðu „farið í gegnum erfitt tímabil“. En þótt þá greindi á, þýddi það ekki að þeir Chirac gætu ekki átt vinsamlegar viðræður. Chirac kinkaði kolli er Bush lét þessi ummæli falla og kvað fundinn hafa verið „jákvæðan“. Voru ummæli Bush forseta túlkuð á þann veg að hann og Chirac hefðu náð sáttum um að vera ósammála. Telja heimsókn Bush stutta vegna reiði í garð Frakka Þeir Bush og Chirac ræddust við í hálftíma. Bush þakkaði Chirac fyrir stuðning Frakka við ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem lögð var blessun yfir fyrirkomu- lag hernámsins í Írak. Chirac bar lof á frumkvæði Bush í málefnum Mið- Austurlanda og kvaðst styðja viðleitni hans til að koma á friði með Ísraelum og Palestínumönnum. Bush hafði stutta viðdvöl í Frakk- landi en leiðtogafundi iðnríkjanna lýkur ekki fyrr en í dag, þriðjudag. Sumir fréttaskýrendur höfðu það til sannindamerkis um reiði Bandaríkja- manna í garð Frakka að dvöl Banda- ríkjaforseta í Frakklandi hefði verið höfð eins stutt og kostur var. „Auðvitað getum við átt þægilegt spjall“ Evian. AFP. REUTERS Jacques Chirac Frakklandsforseti (t.v.) og George W. Bush Bandaríkja- forseti ganga til fundar á hóteli í franska bænum Evian í gær. Vel fór á með Bush og Chirac á fundi G-8-ríkja ÓEIRÐALÖGREGLA í Zimbabwe beitti í gær valdi til að ryðja götur höfuðborgarinnar Harare, en þá hófst verkfall, að frumkvæði stjórn- arandstöðunnar í landinu, er beint er gegn stefnu stjórnar Roberts Mug- abes forseta. Foringi stjórnarandstöðunnar, Morgan Tsvangirai, var handtekinn á heimili sínu, færður fyrir dómara og ákærður fyrir vanvirðingu við dómstóla landsins með því að leggja á ráðin um verkfallið, sem yfirvöld segja ólöglegt. Tsvangirai var síðan látinn laus. Hann hefur einnig sætt ákæru fyrir tilraun til að ráða Mug- abe af dögum. Lögreglan beitti skotvopnum, bareflum og táragasi til að leysa upp mótmælafundi og -göngur í Harare í gær og fékk að minnsta kosti einn mótmælendanna byssukúlu í fótinn. Talsmaður stjórnarandstöðunnar sagði að lögreglan, er notið hefði lið- veislu hersins, hefði ekki aðeins skotið aðvörunarskotum heldur beinlínis skotið á mannfjöldann. Lögreglan beitti mótmælendur valdi í fleiri borgum í gær, en áður en verkfallsaðgerðirnar hófust höfðu ýmsir forystumenn í stjórnarand- stöðunni um land allt verið hand- teknir, að því er sagði í yfirlýsingu frá stjórnarandstöðunni. Hvetur til uppreisnar Tsvangirai, sem var áður fyrr for- maður í launþegasamtökum, hefur færst í aukana í hvatningum sínum til almennings um að rísa upp gegn stefnu Mugabes, sem setið hefur að völdum í Zimbabwe í áratug. Stjórn- arandstaðan kennir forsetanum um þá óreiðu er ríkir í stjórnmálum og efnahagslífi landsins. Verkfallið hafði að mestu tilætluð áhrif í Harare, þar sem flestar versl- anir og bankar voru lokaðir. Í mið- borginni neyddu hermenn um 20 mótmælendur til að leggjast á gang- stétt og börðu þá síðan með gúmmí- kylfum, að því er sjónarvottar sögðu. Einnig hefði hópur stúdenta í Zim- babwe-háskóla sætt samskonar bar- smíðum hermanna. Reuters Óeirðalögregla lætur höggin dynja á mótmælendum í Harare, höfuðborg Zimbabwe, í gær. Verkfall stjórnarandstöðu í Zimbabwe Lögreglan beitir valdi Harare. AFP, AP.                                     !"  #   "   $ %   & '   ())   %   *#+ +,- +  "&       .  &        % ! ! - %    !! "# $% "&' COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ítrekaði í gær að hann væri þess öldungis fullviss að Írakar hefðu ráðið yfir gereyðingar- vopnum. Hann lýsti og yfir því að hann teldi Íraka hafa unnið að þróun slíkra vopna allt fram undir það er Bandaríkjamenn og Bretar komu stjórn Saddams Husseins frá með vopnavaldi. „Gereyðingarvopn var að finna í Írak. Þau voru ekki hugarburður,“ sagði bandaríski utanríkisráðherr- ann á blaðamanafundi í Róm. Banda- ríkjamenn og Bretar sæta nú vax- andi þrýstingi sökum þess að gereyðingarvopn hafa ekki fundist í Írak á þeim vikum sem liðnar eru frá því stjórn Saddams Husseins var steypt. Meint gereyðingarvopnaeign Íraka var ein helsta réttlæting breskra og bandarískra ráðamanna fyrir herförinni. Skýringa hefur ver- ið krafist á því að slík vopn hafi ekki fundist og ítrekuðu Rússar t.a.m. í gær að mál þetta yrði að leiða til lykta. Senda 1300 manns til vopnaleitar í Írak „Þegar ég fór í gegnum leyniþjón- ustuupplýsingarnar var enginn vafi í huga mér á því að Írakar réðu yfir gereyðingarvopnum,“ sagði Powell. Bandarískir embættismenn segja nú að vopnin kunni að hafa verið eyðilögð, þau hafi verið urðuð, eða flutt annað áður en ráðist var inn í landið. Verið er að senda 1.300 manna flokk til að leita að gereyðing- arvopnum í Írak. Á fimmtudag vísaði George Bush Bandaríkjaforseti til tveggja færan- legra rannsóknarstofa, sem fundist hafa í Írak og sagði þær færa sönnur á sýkla- og efnavopnaeign Íraka. En bandaríkir sérfræðingar hafa viður- kennt að þeir hafi engar áþreifanleg- ar sannanir fyrir því að þessar rann- sóknastofur hafi verið notaðar til að framleiða sýklavopn. Segir vopn Íraka „ekki hugarburð“ Róm. AFP. ÍRANIR höfnuðu í gær ítrekuðum, alþjóðlegum kröfum um að undirrita uppkast að viðauka sáttmálans um takmörkun á útbreiðslu kjarna- vopna, en samkvæmt uppkastinu ber Írönum að leyfa nánara eftirlit með kjarnorkuáætlun sinni. Rússar, sem aðstoða Írani nú við að koma upp fyrsta kjarnorkuverinu í landinu, tóku undir kröfur um að írönsk yfirvöld veittu Alþjóðakjarn- orkumálastofnuninni (IAEA) fullan aðgang að kjarnorkustöðvum sínum, en Íranir þvertóku fyrir það. Fjöldi ríkja, þ.á m. Ástralía, Bret- land og Frakkland, hefur hvatt Írani til að sýna að þeim sé treystandi og draga þannig úr áhyggjum stjórn- valda í Bandaríkjunum, sem hafa áhyggjur af að Íranir komi sér upp kjarnavopnum. Þeir hafa verið var- aðir við því að þróa slík vopn og full- yrðingar þeirra um að kjarnorku- áætlunin sé einungis til friðsamlegra nota þykja ekki sannfærandi. Vilja ræða við Rússa „Ef Rússar eru áhyggjufullir þá erum við reiðubúnir að ræða þetta við þá,“ sagði talsmaður íranska ut- anríkisráðuneytisins, Hamid Reza Asefi, í gær, en á sunnudaginn tók Ígor Ívanov, utanríkisráðherra Rússa, undir kröfur um að Íranir veittu meiri upplýsingar. „Við munum ekki skrifa undir frekari alþjóðleg skjöl svo lengi sem Vesturlönd standa ekki við þær skuldbindingar sem kveðið er á um í sáttmálanum og aðstoða okkur ekki í kjarnorkumálum [í friðsamlegum til- gangi] svo sem þeim ber samkvæmt sáttmálanum,“ sagði Asefi. Íranir eru aðilar að sáttmálanum um takmörkun á útbreiðslu kjarna- vopna og er nú einungis skylt að leyfa eftirlit IAEA á kjarnorku- stöðvum sem þeir hafa greint frá. Þeir hafa ítrekað haldið fram að þeir þurfi ekki að veita IAEA frekari heimildir svo lengi sem önnur aðild- arríki standi ekki við skuldbindingar sáttmálans um flutning á kjarnorku- tækni í friðsamlegum tilgangi. Bandaríkjamenn eru nú einnig farnir að krefjast þess af Rússum að þeir láti af samstarfi við Írani í kjarnorkumálum. Íran er eitt þeirra ríkja sem George W. Bush Banda- ríkjaforseti nefndi „öxul hins illa“. Segir áhyggjur Bandaríkja- manna vera yfirvarp En Asefi sagði að rússnesk stjórn- völd væru skuldbundin Írönum. Hann sagði ennfremur að áhyggjur Bandaríkjamanna væru ekki annað en „yfirvarp“. Þeir hefðu í rauninni ekki áhyggjur af „því sem þeir kalla gereyðingarvopn, eða kjarnorku- vopnaeign okkar. Þetta er bara yf- irvarp. Ef þeir eru áhyggjufullir þurfa þeir ekki að gera annað en að koma hingað og hjálpa okkur við að byggja kjarnorkuver.“ Asefi hafnaði þeim rökum að Ír- anir þyrftu ekki á kjarnorku að halda vegna þeirra gífurlegu olíu- og gas- linda sem þeir ættu, en þessu hafa Bandaríkjamenn haldið fram og sagt sterka vísbendingu um að kjarn- orkuáætlun Írana væri yfirskin. Íranir hafna meira eftirliti Teheran. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.