Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lindarsmári 37 Opið hús í dag Afar snyrtileg 105 fm, 4 herbergja íbúð á tveimur hæðum í barnvænu umhverfi í Lindasmára. Íbúðin er á 3. hæð. Parket á stofu, flísar á baði. Góð herbergi á efri hæð. Suður svalir. Verð 14.8 millj. (4971) Ásdís og Árni Stefán taka á móti þér milli kl. 19:00 og 21:00 í kvöld. Það er gott að búa í Kópavogi! Opið virka daga kl. 9-18 laugard. kl. 12-14 Skúlagata 17 Sími 595 9000 Fax 595 9001 holl@holl.is www.holl.is HREYSIÐ, sem íraski Kúrdinn Hakim Osman kallar heimili sitt í borginni Kirkuk, lítur ekki út fyrir að vera eitthvað sem menn séu lík- legir til að berjast um. Gólfið er ómáluð steinsteypa, glerið í glugg- unum brotið og í hverfinu heyrast oft byssuhvellir. Þar ríkir mikil spenna. En fyrir átta árum rak stjórn Sadd- ams Hussein Osman og fjölmarga aðra Kúrda burt úr Kirkuk eingöngu vegna þess að þeir voru Kúrdar. Osman grætur þess vegna af þakklæti í garð bandarískra her- manna sem lögðu stjórn Saddams að velli: í kjölfarið flúðu margir arab- ískir Írakar úr húsum sem Kúrdar áttu áður en ofsóknir Saddams gegn hinum síðarnefndu hófust. „Þeir eru frelsarar okkar, aðeins Guð er þeim fremri,“ segir Osman um Banda- ríkjamenn. Kúrdíska flóttafólkið gerir ekki miklar kröfur, oft eru kofarnir úr leir og opin skolpræsi í götunni. En fyrir þá sem hefur árum saman verið út- skúfað og hafa þurft að sætta sig við útlegð í framandi héruðum eru kof- arnir tákn þess að þeir eigi sér til- verurétt í þjóðfélaginu. Þarna eru heimahagarnir. Osman, sem er 73 ára, sneri fyrir rúmum mánuði heim ásamt eigin- konu, bækluðum syni þeirra og barnabarni sem hefur misst foreldra sína. Þeim finnst að þau hafi nú loks endurheimt sjálfsvitund sína. „Ég kyssti jörðina, ég var svo hamingju- söm,“ segir eiginkona Osman, Jamra. Hún segist geta kysst hjól- barðana á farartækjum her- mannanna bandarísku. Annar Kúrdi, hinn 58 ára gamli Abdulbaqi Osman Abdullah, var á sínum tíma rekinn úr starfi hjá olíu- vinnslufyrirtæki í Kirkuk. Fyrir tveimur árum þvinguðu Baath-menn hann og sjö manna fjölskylduna til að selja íbúðarhúsið og matvöruverslun sem hún rak. Abdullah segist vilja verja því sem eftir sé ævinnar í Kirk- uk. „Ef komið verður á laggirnar við- unandi ríkisstjórn mun hún leyfa okkur að snúa aftur heim. Ef hún getur ekki gefið okkur hús þá það, við látum okkur nægja tjald.“ Sumir arabískir Írakar hafa flúið úr Kirkuk af ótta við vopnuðu átökin sem hafa verið í austurhluta borg- arinnar á hverri nóttu. Konur, börn og aldrað fólk halda sig innandyra en vopnaðir arabískir unglingar eltast við Kúrda sem hafa snúið aftur og lagt undir sig mannlaus hús. Þrír menn féllu sl. sunnudag, einn þeirra var ráðgjafi á vegum Bandaríkja- manna og var hann að reyna að róa aðra Kúrda í hverfinu. Höfuðstaður Kúrda síðustu aldirnar Íraskir Kúrdar líta á Kirkuk sem höfuðstað sinn og þar voru þeir um margra alda skeið þorri íbúanna. En Saddam vildi treysta ítök sín í Kirk- uk, einni mestu olíuborg landsins, með því að flytja þangað araba sem hann treystir betur en Kúrdunum. Bandaríska hernámsliðið í borginni reynir nú með erfiðismunum að koma í veg fyrir að aröbunum sé fleygt út með valdi. Fórnarlömb nauðungarflutninga Saddams telja hins vegar að þar sem Kúrdar börð- ust með Bandaríkjamönnum sé tími kominn til að þeir fái sitt lögmæta herfang. Yfirmenn hernámsliðsins hvetja Íraka sem misst hafa heimili sín, núna og á undanförnum áratugum, til að sýna þolinmæði meðan verið sé að rannsaka hver eigi mestan rétt á hverju. En jafnframt er þeim orðið ljóst að bandalagið við Kúrda hefur valdið því að margvíslegar hættuleg- ar væntingar hafa verið skapaðar. Og bandarísku hermennirnir standa frammi fyrir flókinni lögfræðilegri þrætu þegar arabar sem hrakist hafa á brott í stríðinu ráðast að næturlagi inn í hús sem Kúrdar hafa lagt undir sig, þrætum sem ekki er hægt að leysa fyrr en dómstólar og lögregla landsins hafa aftur tekið til starfa. En stjórnendur Kúrdahéraðanna sem eru staðráðnir í að fara með yf- irstjórn Kirkuk þegar nýtt fyrir- komulag sambandsríkis hefur tekið við í Írak líta svo á að þeir verði að snúa strax við þeirri þróun sem Saddam hratt af stað með nauðung- arflutningunum. Kúrdar með rætur í Kirkuk verði að snúa heim svo að þjóðarbrotið geti gert kröfu til borg- arinnar. Þrátt fyrir þakklætið í garð Bandaríkjamanna fer óánægja með- al Kúrda fer vaxandi, þeim finnst að leysa verði vandann tafarlaust. Helstu borgirnar á Kúrdasvæðunum í norðri, sem nutu í reynd sjálfstjórn- ar undir vernd Bandaríkjamanna og Breta síðustu 12 ár valdaferils Sadd- ams, eru Irbil og Sulaymaniyah. Kirkuk var hins vegar áfram undir yfirráðum Bagdad-stjórnarinnar þar til Saddam var steypt í apríl. Stjórn- völd í sjálfstæðu Kúrdahéruðunum sáu um 250.000 flóttamönnum frá Kirkuk og næsta nágrenni hennar fyrir húsaskjóli síðustu árin. En nú segja sumir embættismenn í Irbil og Sulaymaniyah að Bandaríkjamenn verði að finna lausn á vanda flótta- fólksins þegar í stað eða hafa sig á brott. „Stjórnin sem rak þá burt er ekki lengur til og hvorki þeir né ég skilja hvers vegna þeir geta ekki snúið heim,“ sagði Nasreen Mustafa Si- deek, yfirmaður endurreisnar og þróunar á svæðinu. „Tilfinningarnar eru á suðupunkti, ef ekki verður tek- ið á vandamálinu mun það verða afar hættulegt jafnt fyrir Bandaríkja- menn sem Íraka.“ Hún sagði að mál- ið snerist um réttlæti en ekki olíuna í lindunum við Kirkuk. Þegar búið væri að leiðrétta ranglætið að baki brottrekstri Kúrdanna ættu þeir og arabískir Írakar að geta komið sér saman um sanngjarna skiptingu á auðlindum sem tilheyra öllum Írök- um, að sögn Sadeek. Kona, börn og AK-47-rifflar Oft þurfa bandarískir hermenn á eftirlitsferð að kveða upp á staðnum eins konar bráðabirgða-úrskurð í deilum um hús og aðrar eignir milli Kúrda og arabískra Íraka. Og þá geta mannúðarsjónarmið ráðið ferð- inni fremur en lög. „Þegar kona og börnin hennar standa andspænis hópi af náungum með AK-47-riffla tökum við í níu af hverjum tíu til- fellum afstöðu með henni,“ segir William Mayville, ofursti og yfirmað- ur hernámsliðsins í Kirkuk. Sami Abdul Rahman, aðstoðarfor- sætisráðherra stjórnar Kúrda í Irbil, segist óttast að Bandaríkjamenn skilji ekki hve mikilvægt flótta- mannavandamálið og tilraun Sadd- ams til að gera Kirkuk að arababorg séu. „Þetta er eins og hnífur í harta okkar og ekkert veldur okkur jafn miklum þjáningum og það að þurfa að halda áfram að þjást vegna harð- stjórnarinnar,“ sagði hann. Rahman gagnrýndi Bandaríkja- menn fyrir að stöðva kúrdíska flótta- menn sem vilja komast aftur til Kirk- uk og annarra borga sem þeir voru reknir frá í valdatíð Saddams. Með þessu væru Bandaríkjamenn óbeint að hvetja arabíska Íraka til að halda aftur til borganna og leggja á ný und- ir sig eignir Kúrda. Aðrir embætt- ismenn segja að vissulega skilji þeir vel að ekki sé hægt í einni svipan að leysa öll vandamál sem Saddam skildi eftir sig en kröfur hinna brott- reknu um að fá aftur heimili sín séu mikilvægari en allt annað. Baath-flokkur Saddams sá til þess að erfitt væri að sanna beinlínis með skjölum og öðrum heimildum að Kúrdarnir hefðu verið reknir á brott með ólöglegum hætti og þvingunum. Oft var Kúrdum hótað fangelsisvist ef þeir undirrituðu ekki yfirlýsingu um að þeir yfirgæfu heimili sín af fúsum og frjálsum vilja. Síðan var eignin oft seld aröbum sem fengu fyrir henni lögmætt afsal. Margir Kúrdar áttu auk þess ekki húsin sem þeir voru reknir úr og þá eru þeir ekki aðeins örsnauðir að veraldleg- um eignum heldur einnig vonum. L.A. Times/Brian Vander Burg Karwan Adnan, 15 ára kúrdískur flóttamaður, í fótbolta í flóttamannabúðum við Kúrdaborgina Irbil í Írak. „Við látum okkur þá nægja tjald“ Kúrdar sem reknir voru frá Kirkuk í tíð Saddams vilja snúa heim. En Írakar sem keyptu hús af stjórnvöld- um neita að láta þau af hendi The Los Angeles Times. ’ Konur, börn ogaldrað fólk halda sig innandyra en vopn- aðir arabískir ung- lingar eltast við Kúrda sem hafa snú- ið aftur og lagt undir sig mannlaus hús. ‘ FYRIR 21 ári földu 17 byssumenn, allt íslamskir öfgamenn, sig á bak við pálmatré við bæinn Dujail og biðu þess að geta ráðist á bílalest sem fór hjá. Þeir gerðu árás og drápu fjölda manna en sá sem þeir ætluðu að myrða komst undan. Upp frá því gekk Saddam Hussein, sá sem átti að verða fórnarlamb árás- armannanna, úr skugga um að hið ríka þorp sjía-múslíma, þar sem árásin átti sér stað, fengi tilræðið rækilega borgað. Frá árinu 1982, þegar árásin var gerð, hafa íbúar þorpsins Dujail ekki þorað að tala um atburðinn. Aðeins nú þegar Saddam og rík- isstjórn hans hefur verið hrakin frá völdum tala íbúarnir um daginn sem breytti lífi þeirra. Í kjölfar árásarinnar komu menn Saddams til baka og eyðilögðu alls 99.000 hektara pálma- og ávaxta- trjáa, aðaltekjulind þorpsbúa í Dujail. Refsingin sem þorpsbúarnir sjálfir, sjítar sem oftar en ekki voru fórnarlömb ofsa Saddams og súnnítastjórnar hans, fengu var hins vegar verri. Menn Saddams söfnuðu um 1.500 íbúum Dujail saman og fluttu þá á brott. Þar á meðal voru 375 konur, unglingar, börn og gamalmenni tekin og lokuð inni allt til ársins 1986. Ungu kon- urnar voru margar pyntaðar grimmdarlega til að játa að bræður þeirra og feður væri meðlimir í al- Dawa, íslömskum andspyrnuhópi. Enginn byssumannanna 17 var handtekinn. Sumir voru drepnir í átökum við öryggisverði í kjölfar árásarinnar en aðrir flúðu til Íran og sneru einungis aftur fyrir tveim- ur vikum. Eftir að Saddam fór frá hafa íbúar bæjarins fundið til- skipun frá forsetanum í höf- uðstöðvum írösku leyniþjónust- unnar þess efnis að 147 menn úr þorpinu, allt niður í 13 ára börn, skyldu hengdir. Þorpsbúar reyna nú að komast að því hvar þessi fórnarlömb reiði Saddams eru graf- in og vonast til að ástvinir þeirra reynist vera í einhverjum hinna mörgu fjöldagrafa sem nú finnast í Írak. Frá því að Saddam var hrakinn frá völdum hafa sögur af grimmd- arverkum hans gengið fjöllum hærra. Saga íbúa Dujail er ein þeirra. Þorpsbúar segjast hins vegar stoltir af því að fyrsta morðtilræðið gegn Saddam hafi átt sér stað í bænum þeirra. Það er samt dapurlegt að heim- sækja Dujail í dag. Ávaxta- og pálmatrén eru horfin og margir þeirra sem hurfu í valdatíð Sadd- ams munu aldrei snúa til baka. Fengu að kenna á reiði Saddams Dujail. AP. AP Sheik Faris Amin, einn byssumannanna 17 sem reyndu að myrða Saddam Hussein árið 1982, með móður sinni Safiya Ahmed. Hún missti fjögur barna sinna í hefndaraðgerðum Saddams og var send í sjö ára fangelsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.