Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 19                         !  ! "    !   $% &%   ' ( % )% &   &  SUÐURNES DAGSKRÁ sjómannadagsins á Húsavík var með hefðbundnum hætti í ár og fór vel fram, veður ágætt og hátíðarhöldin vel sótt. Að þessu sinni voru heiðraðir af sjómannadagsráði þeir Hreiðar Jósteinsson og Sigurður Gunn- arsson. Hreiðar gat ekki verið við athöfnina og tók sonarsonur hans og alnafni Hreiðar Jósteinsson við orðunni í hans stað. Hreiðar Jósteinsson er fæddur í Kirkjubæ á Húsavík 1933. Hann byrjaði að fara til sjós með föður sínum um fermingaraldur. Hann stofnaði til eigin útgerðar um tví- tugt er hann keypti trillubátinn Ás af Þórði Eggertssyni. Hreiðar fór síðan á stærri báta til síldveiða fyrir Norðurlandi og á vetr- arvertíðir suður með sjó sem alls urðu níu talsins. Hann stofnaði síðar aftur til eigin útgerðar er hann lét smíða trillubátinn Drífu ÞH. Hreiðar hefur alls átt og gert út níu báta, alla undir 6 tonnum að stærð og flestir þeirra hafa borið nafnið Vilborg. Hreiðar hefur alla tíð róið einn á sínum bátum og í dag gerir hann út 5 tonna plast- bát, Vilborgu ÞH 11. Kona Hreið- ars er Þóra Erlendsdóttir frá Keflavík. Sigurður Gunnarsson er fæddur í Arnarnesi í Kelduhverfi 1931. Sigurður byrjar til sjós 1958. Síð- an var hann á smærri bátum frá Raufarhöfn þar sem þau hjón bjuggu í tvö ár. Sigurður flytur til Húsavíkur 1958 með fjölskylduna og setja þau upp heimili að Ytri- Hlíð þar sem hann býr enn. Árið 1961 stofnar Sigurður til útgerðar ásamt öðrum er þeir félagar kaupa 16 tonna bát sem þeir nefna Andvara ÞH 81 og síðar 36 tonna bát sem þeir nefndu Glað ÞH 150. Árið 1972 stofnar Sigurður til eig- in útgerðar er hann kaupir 3 tonna trillubát, Sólveigu ÞH sem hann gerir út í sjö ár. Þá kaupir hann sér 7 tonna hálfdekkaðan bát sem hann gerir út í 17 ár og 1998 kaupir hann síðan 5 tonna plastbát en báðir þessir bátar fengu sama nafn og sá fyrsti. Sigurður stund- ar enn sjóinn á Sólveigu ÞH 226 og hefur verið farsæll í starfi. Kona hans er Þorbjörg Theódórs- dóttir úr Öxarfirði. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Sigurður Gunnarsson og kona hans Þorbjörg Theódórsdóttir. Húsavík Tveir sjómenn heiðraðir Í STYKKISHÓLMI var sjó- mannadagurinn haldinn hátíðlegur að vanda. Í boði var fjölbreytt dag- skrá sem fór öll fram á sunnudeg- inum. Dagskráin hófst með sjó- mannamessu klukkan 11. Í messunni heiðruðu sjómenn í Stykkishólmi Erling Viggósson. Er- lingur er fæddur í Hólminum og starfaði lengstan sinn starfsferil þar. Hann stundaði sjóinn frá unga aldri og var vélstjóri á mörgum bát- um sem gerðir voru út frá Hólm- inum. Eftir hádegi fór fram skemmtidagskrá við höfnina. Þar vakti athygli að aftur var farið að keppa í kappróðri, en sú keppni hefur legið niðri í mörg ár síðan kappróðrarbátnarir Leiknir og Þróttur urðu ónothæfir. Tveir kappróðrarbátar voru fengnir að láni frá Bíldudal. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Erlingur Viggósson var heiðraður á sjómannadeginum í Stykkishólmi. Á myndinni er hann með konu sinni Siggerði Þorsteinsdóttur. Erlingur Viggósson vélstjóri heiðraður Stykkishólmur SJÓMANNADAGS-hátíðahöldin í Neskaupstað fóru að mestu fram með hefðbundnum hætti þrátt fyrir að ekki viðraði sem best til útihátíða- halda en veður var frekar vætusamt. Hátíðahöldin hófust á föstudag með sjóstangveiðimóti. Þátttakend- ur í mótinu voru á milli 40 og 50 víðs- vegar af landinu og öfluðu vel. Á laugardag var opnaður fyrsti hluti af Sjóminja- og smiðjusafni Jósafats Hinrikssonar en ekkja Jósafats og afkomendur gáfu safnið til Neskaup- staðar fyrir nokkrum árum. Þá var á laugardag dorgveiðikeppni barna, kappróður og málverkasýningar. Björgunarsveitin og þyrla Land- helgisgæslunnar sýndu björgunar- æfingar. Á sjómannadaginn hófust hátíðahöldin með hinni vinsælu hóp- siglingu norðfirska flotans og fjöl- mennti fólk um borð í skipin í sigl- inguna, sjómannamessa var og blómsveigur var lagður á leiði óþekkta sjómannsins. Samkoma var við sundlaugina þar sem farið var í hina ýmsu leiki, t.d. fór fram flot- gallasund í stað hins hefðbundna stakkasunds. Þá voru fjórir fyrver- andi sjómenn heiðraðir, þeir Ari Sig- urjónssn, Birgir Sigurðsson, Björg- vin Jónsson og Jens Olsen. Þessum þriggja daga hátíðahöldum lauk með sjómannadansleik. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Fyrrverandi sjómennirnir Ari Sigurjónsson, Birgir Sigurðsson, Björgvin Jónsson og Jens Olsen Ágúst Blöndal voru heiðraðir í Neskaupstað. Fjórir heiðraðir Neskaupstaður FORSVARSMENN Sjómannadags- ráðs í Grindavík telja að um 10 þús- und manns hafi komið í bæinn um sjómannadagshelgina, en þá var haldin hátíðin Sjóarinn síkáti. Hátíð- in fór vel fram. Allir gestir voru stöðvaðir á leið inn í bæinn og þeim afhent dagskrá auk þess sem börnin fengu glaðning. Fjörið byrjaði raunverulega snemma á föstudag er húsbílar tóku að streyma á tjaldstæðið og þegar knattspyrnuleikur heimamanna við Fram hófst um kvöldmatarleytið var tjaldstæðið sneisafullt af húsbílum. Líklega hafa tjaldstæðisgestir aldrei verið fleiri en síðar um kvöldið hófst hin formlega dagskrá með sundlaug- arpartíi fyrir 8.–10. bekk grunnskól- ans undir dynjandi tónlist sem heyrðist víða. Laugardagurinn var ekki spenn- andi hvað veðrið varðaði en dag- skráratriðin voru fjölmörg allt frá því að láta sig falla í frjálsu falli úr tuga metra hæð í það að hoppa og skoppa í loftköstulum ýmsum. Gest- irnir létu veðrið lítið hafa áhrif á sig enda loftkastalar færðir inn og um kvöldið stytti upp. Harmonikkuhljóð heyrðust af tjaldstæðinu annað kvöldið í röð og gestir fóru að tínast á böllin sem í boði voru en þau voru nokkur auk ýmissa tónleika. Sunnudagurinn var með besta móti og höfðu gestir það að orði þar sem þeir sátu á pöllunum við Salt- fisksetur Íslands að það væri eigin- lega of heitt til að sitja þó þeir væru léttklæddir. Meðal annars var boðið var upp á skemmtilesningu, verð- launaafhendingu, töfragrínmann, keppnina Á mörkum dauðans, auk hefðbundinna atriða við höfnina. Keppnin á mörkum dauðans vakti mesta athygli en þar þurftu menn að láta sig falla tugi metra í lausu lofti niður í net, drekka ógeðsdrykk og hlaupa flekahlaup. Allir jákvæðir Viðar Geirsson er gjaldkeri Sjó- manna- og vélstjórafélags Grinda- víkur en sjómannadagsráð félagsins sá um skipulagningu hátíðarinnar. „Við höfum talið að um 10 þúsund manns hafi komið í bæinn miðað við það sem við létum í bílana. Við erum mjög ánægðir, allt heppnaðist mjög vel. Þarna voru í boði atriði fyrir alla aldurshópa, allt í allt á milli 30 og 40 atriði í dagskránni. Fyrirtæki og ein- staklingar komu að þessu með okkur með sannkölluðum glæsibrag. Veðr- ið lék við okkur og allir gestirnir voru sérstaklega jákvæðir og skemmtilegir,“ sagði Viðar. HÁTÍÐARHÖLDIN á Sjóaranum síkáta í Grindavík fóru einstaklega vel fram, að mati lögreglunnar sem hælir skipulagningu hátíðarinnar. „Það er skoðun lögreglunnar að mannlífið á Suðurnesjum sé að gjörbreytast til hins betra og vill þakka það markvissri for- varnastefnu bæjaryfirvalda og lög- reglunnar á svæðinu. Ekki má gleyma að þakka fólkinu sjálfu sem sótti þessi hátíðarhöld, en lög- reglan þurfti ekki að hafa afskipti af einum einasta manni. Til ham- ingju Grindvíkingar með vel heppn- aða fjölskylduskemmtun,“ segir í dagbók lögreglunnar í Keflavík. Lögreglan ánægð Metaðsókn að Sjóaranum síkáta Áætla að 10 þús- und manns hafi sótt bæinn heim Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Pallarnir við hús Saltfiskseturs Íslands í Grindavík voru þétt skipaðir og þar var fólk hreinlega að stikna í hitanum á sjómannadagshátíðinni. Grindavík LIONSKLÚBBURINN Keilir í Vogum hélt blómasölu ekki alls fyrir löngu og ágóði af sölunni, 40 þúsund krónur, rann til Þroska- hjálpar á Suðurnesjum. Helgi Valdimarsson, formaður klúbbs- ins, afhenti Halldóri Leví Björns- syni, formanni Þroskahjálpar á Suðurnesjum, afrakstur blómasöl- unnar. Viðstödd voru Stefán Al- bertsson, gjaldkeri klúbbsins, og Hrönn Kristbjörnsdóttir ritari. Afrakstur blómasölu til Þroskahjálpar Vogar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.