Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 22
UMRÆÐAN 22 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR RÁÐSTEFNA norrænu ráðherra- nefndarinnar „Fjölmenning og jafn- rétti kynjanna á Norðurlöndum“ var haldin í Malmö í maí sl. Tilgangur ráð- stefnunnar var að sjá jafnréttismál á Norð- urlöndum í nýju ljósi með því að horfa á innflytjendakonur þar. M.ö.o. var til- gangurinn að leita að sambandi milli jafnréttismála og innflytjendamála. Ísland sendi tæpra tuttugu manna fulltrúahóp þangað og ég fylgdi þeim sem eini karlmaðurinn. Mig langar til að deila með lesendum hugsunum mínum af þessu tilefni. Eru innflytjendamál kvennamál? Í fyrstunni vil ég benda á fyrirbæri á Íslandi sem ég er löngu búinn að taka eftir. Þeir sem sýna áhuga á mál- efnum innflytjenda og menning- arlegri fjölbreytni eru aðallega konur, en karlmenn eru yfirleitt af- skiptalausir. Ef ég tala aðeins út frá eigin reynslu, þegar ég tjái skoðun mína á málefninu, fæ ég jákvætt álit, spurningu eða stuðning oft frá kon- um, t.d. kvenprestum. Venjulega eru karlprestar þegjandi og mér sýnist að viðkomandi málefni sé einfaldlega ut- an þeirra áhugasviðs. Ég vil taka áþreifanlegri dæmi.  Ýmsar stofnanir á höfuðborg- arsvæðinu sem snerta málefni inn- flytjenda móta samstarfsnefnd og senda fultrúa sinn í hana. Þ.á m. eru t.d. Fræðslumiðstöð Reykjavík- ur, Félagsþjónustan í Kópavogi o.fl. Í nefndinni situr 21 fulltrúi og karl- menn eru aðeins fimm.  Flestir starfsmenn í stofnunum sem veita þjónustu beinlínis til út- lendinga eins og í Alþjóðahúsi, Fjöl- menningarsetri á Vestfjörðum eða Alþjóðastofu á Akureyri eru konur. Ég geri athugasemd við þetta sér- staklega. Þetta er ekki brot á jafn- rétti kynjanna, heldur frekar eru langflestir umsækjendur með bestu hæfileikana konur.  Í fyrra var málþing haldið á vegum Biskupsstofu um mismunandi trúarbrögð á Íslandi. Þátttakendur fyrir utan fyrirlesara voru kringum sextíu og karlmenn voru aðeins fjórir. Þetta er bara dæmi um að konur eru afar ríkjandi kyn í rauninni í mál- efnum innflytjenda og menningar- legrar fjölbreytni á Íslandi. Þegar ég sótti ráðstefnu um mál- efni innflytjenda hjá kirkjum, annarri í Hamborg og hinni í Ósló, var hlutfall kynjanna meðal þátttakenda jafnara eða sex karlkyns á móti fjórum kven- kyns. Því er erfitt að segja að yf- irburðir kvenna sem sjást á Íslandi séu algengt fyrirbæri í Evrópu. Ég þarf að benda á eitt atriði í við- bót, þótt mér þyki leitt að viðurkenna það. Þegar ég bendi á afskiptaleysi karlmanna af málefnum innflytjenda, á það við ekki eingöngu um íslenska karlmenn, heldur karlmenn af erlend- um uppruna líka. Konur af erlendum uppruna tjá skoðun sína eða taka þátt í áþreifanlegri starfsemi meira eða minna. Aftur á móti er það sjaldgæft að karlar heyrist eða sjáist á staðnum. Hve oft heyrið þið innflytjenda- karlmenn tala fyrir hönd annarra út- lendinga? Þá á ég ekki við innflytj- endur sem eru nýkomnir til landsins og glíma við eigið líf, heldur hugsa ég um þá sem hafa verið lengi búsettir hér og eru með góða tungumálakunn- áttu og aðstöðu í samfélaginu. Þeir gætu lagt málefninu lið ef þeir vildu það. Hver er ástæða þessa? Ofangreint er fyrirbæri sem ég get bent á í íslenska þjóðfélaginu. Það er auðveldi hluti málsins. Erfiðari hluti er að sundurgreina fyrirbærið og komast að ástæðu afskiptaleysis karl- manna í málinu. Ég er ekki búinn að kanna málið og get ekki tilnefnt ástæðuna eða sýnt fram á rökstuðn- inginn. Tilgangur minn í þessari grein er að vekja athygli á málinu. Eftirfar- andi er tilgáta mín. Af hverju sýna karlmenn ekki eins virkan áhuga og konur á málefnum innflytjenda eða menningarlegrar fjölbreytni? Ég giska á fernt: a) Í stofnunum sem eru tengdar við innflytjendamál starfa fleiri konur en karlmenn. b) Innflytjendamál færa ekki fé í aðra hönd. c) Núverandi samfélagskerfi er undir stjórn karlaveldis og þeir sem njóta valdsins vilja breyta aðstæðum sem minnst. d) Hins vegar eru konur enn fjar- lægðar frá valdi og vilja breytingu í samfélagskerfi, og þess vegna geta þær tekið á móti fólki í samsvarandi aðstæðum og samsamað sig auðveld- lega málstað þeirra. Gætu slíkar ágiskanir verið réttar? Ég get ekki sannað neitt á þessu stigi. Samt get ég bent á eitt atriði út frá reynslu minni. Varðandi málefni inn- flytjenda og menningarlegrar fjöl- breytni eru konur komnar þremur til fjórum stigum á undan okkur karl- mönnum. Sé tekið dæmi frá ráðstefn- unni í Malmö sýndu konur mér sveigj- anlega hugmynd, þor og kannski kímnigáfu með því að láta karlmann fylgja með. Fyrir mann eins og mig, sem á að þróa viðkomandi málefni, virðist vera um tvennt að velja: 1) að hvetja karlmenn til að sýna meiri áhuga á málinu, 2) að leita leiða til að vinna með kvennahreyfingunni og fá meiri stuðning frá henni. Mér sýnist skýrt hvort er raun- særra, en hvað finnst karlmönnum í þjóðfélaginu? Kvennahreyfingin og innflytjendur Eftir Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda. ÓRATORÍAN Elías, op 70, eftir Mendelssohn, er eitt af stórverkum tónlistarsögunnar og ásamt annarri óratoríu eftir Mendelssohn, nefni- lega óratoríunni Paulus, op 36. Bæði verkin hafa nokkra sérstöðu, því kynni hans af óratoríuverkum Hand- els, er Mendelssohn heimsótti Eng- land, höfðu mikil áhrif á hann, enda eru báðar þessar óratoríur mjög í anda þeirrar hefðar sem Handel markaði með óratoríuverkum sínum og í mörgu ólík öðrum verkum eftir Mendelssohn. Það er eftirtektarvert að fjórir upphafstónar verksins eru þeir sömu og í sönglagi Schuberts, Dauðinn og stúlkan, en eftir stutt ávarp Elíasar spámanns hefst hljómsveitarforleik- ur, sem að formi til er eins stefs bar- okk-prelúdía, þar sem stefið birtist í alls konar útfærslum. Fyrsti kórinn hefst á söng alþýðunnar um hjálp í neyð og eins og í öllum kórþáttunum var söngur Mótettukórsins áhrifa- mikill og glæsilegur. Þarna mátti og heyra ekta barokk-raddfleygun og eftir stuttan tónleskafla heldur raunalesturinn áfram í víxlsöng tveggja einsöngvara og kórs, sem Elín Ósk Óskarsdóttir og Alina Du- bik fluttu frábærlega vel. Hlutverk Obadía dróttseta söng Anthony Rolf Johnson af öryggi í tónlestri og arí- unni So ihr mich von ganzen Herzen suchet. Í þessari aríu, sem er ekta Mendelssohn og víðar í verkinu, var hann gagnrýndur fyrir veikar end- ingar (Feminine Cadence), það er að niðurlagstónninn er á veikum takt- hluta, en þetta og mikil notkun minnkaðs ferhljóms í margvíslegum hljómhvörfum hefur ergt marga fræðimenn. Í fimmta atriðinu barm- ar alþýðan sér í snjöllum kórþætti er var frábærlega vel fluttur og þar getur að heyra stórkostlega radd- fleygun stefjanna og kóralrithátt. Engill, sunginn af Alínu Dubik, ávarpar Elías og í tvöföldum engla- kvartett, þar sem fjórradda kvenna- kór og karlakór syngja fyrst á víxl en sameinast svo í átta radda tónbálki, einstaklega fallega mótuðum og lýk- ur þessu atriði á því að engill (Alina Dubik) vísar Elíasi til ekkjunnar í Zarpat. Samskipti Elíasar og ekkjunnar er eitt dramatískasta atriði verksins en hlutverk ekkjunnar söng Elín Ósk og túlkaði örvæntingu og ásök- un ekkjunnar en einnig fögnuð henn- ar, á sérlega áhrifamikinn máta. Andreas Schmidt túlkaði bænaákall Elíasar á sannfærandi máta. Níunda atriðið er hugleiðing, falleg, hljóm- ræn og rómantísk að gerð, er var frá- bærlega vel sungið af kórnum. Aftur er vitnað í sönglag Schu- berts en nú í dúr og er tíunda atriði samtal Elíasar og Akab konungs, ásamt innslagi kórs, þar sem Elías skorar á Baal-dýrkendur að koma með brennifórn og er næsti kórþátt- ur, Baal erhöre uns, sérkennilega veraldlegur að gerð og er fyrri hluti hans í átta röddum en seinni að messtu einraddaður (og í áttundum). Elías manar Baal dýrkendur að hrópa hærra. Þessu atriði lýkur á því að Elías segir fólkinu að koma til sín og gerir bæn sína í aríunni Herr Gott, sem Andreas Schmidt söng einstaklega vel og fær þetta atriði þann enda að eldur fellur af himnum og brennir upp fórnina. Hin semt- íska grimmd og miskunnaraleysi er aldrei fjarri frekar en nú á tímum, því Elías skipar svo fyrir að allir spá- menn Baals skuli liflátnir og í næsta atriði, aríu Elíasar, Ist nicht des Herrn Wort wie ein Feuer, er hug- leitt um reiði Drottins og var þetta tilþrifamikla atriði frábærlega sung- ið af Andreas Schmidt. Alt-arían, sem fylgir, er einnig hugleiðing eða ávarp Drottins, þar sem hann hrópar „Vei þeim.. …sem hafa brugðið trún- aði við mig“. Alina Dubik söng þessa látlausu aríu mjög fallega. Enn kemur Obadia við sögu og biður Elías að hjálpa þjóð sinni og biðja Drottin um regn og hið sér- stæða atriði um samleik Elíasar og drengsins, sungins mjög fallega af Elfu Margréti Ingvadóttur, sem fer að boði Elíasar út til að gá til veðurs og endar fyrsti kaflinn á tignarlegri þakkargjörð í kórþætti, Dank sei dir Gott, er minnir mjög á tónferli Handels, sérstaklega upphafsstefið. Seinni þátturinn hefst á viðamikilli aríu sem Elín Ósk söng af glæsibrag og lýðurinn tekur undir í rismiklum kór, Furchte dich nicht. Eftir að Elí- as ásakar Akab konung og drotting- in æsir lýðinn gegn Elíasi, flýr hann út í eyðmörkina samkvæmt boði Obadia. Arían Es ist genug er eitt af fegurstu atriðum verksins og í raun hápunktur þess og var túlkunin hjá Andreasi Schmidt einstaklega áhrifamikil. Sama má segja um þrí- raddaða kvennkórinn, hugleiðingu englanna, sem var ótrúlega fallega hljómandi. Seinni hluti kaflans er einn samfelldur lofsöngur og einn áhrifamesti kórkaflinn er Der Herr ging vorüber (34) og sá krafmesti er Und der Prophet (38). Í lokakórnum (42) er stutt fúga sem endar á því að stefið er útfært á hljómrænan og þróttmikinn máta en verkið endar svo á stuttum amenþætti. Í heild var verkið glæsilega flutt, hljómsveitin góð og kórinn aldeilis frábær undir öruggri stjórn Harðar Áskelssonar. Einsöngvaranir voru allir frábærir. Andreas Schmidt sem Elías, söng tregaljóðið Es ist genug á áhrifamikinn máta, tenórinn Anth- ony Rolf Johnson í hlutverki Obadia, söng einnig nokkrar aríur af öryggi. Sama má segja um söngkonurnar. Alína Dubik var frábær í hlutverki engla og drottningar og einnig Elín Ósk Óskarsdóttir sem opnaði annan þáttinn með glæsilegri aríu, Höre, Israel. Flutningur óratoríunnar Elí- as eftir Mendelssohn mun geymast í minningu þeirra sem á hlýddu sem einn mesti tónlistarviðburður síðari ára. TÓNLIST Hallgrímskirkja Óratorían Elías, eftir Mendelssohn, flutt af Mótettukór Hallgrímskirkju, Sinfón- íuhljómsveit Íslands, ásamt einsöngv- urunum Elínu Ósk Óskarsdóttur, Alínu Dubik, Anthony Rolf Johnson og Andreas Schmidt, undir stjón Harðar Áskelssonar. Föstudagurinn 30. maí, 2003. ÓRATORÍA Tónlistarviðburður „Flutningur óratoríunnar Elía eftir Mendelssohn mun geymast í minningu þeirra sem á hlýddu, sem einn mesti tónlistarviðburður síðari ára.“ Jón Ásgeirsson FRANSKA skáldið François Villon orti eins og frægt er um það, hversu hverfult mannlífið væri: „Mais où sont les neiges d’antan?“ Ja, hvar skal nú mjöll- in frá liðnum vetri? eins og Jón Helgason prófessor þýðir það. En fleira er greinilega hverfult en konur liðinna alda, þar á meðal kenningar lifandi vitringa. Síðustu áratugi hafa andstæð- ingar kvótakerfisins í sjávar- útvegi klifað á því, að til yrði ár- lega 20–30 milljarða króna auðlindarenta í greininni, sem rynni óskipt til útgerðarfyr- irtækja. Þetta reiknuðu þessir vitringar út með því að marg- falda saman hæsta leiguverð á kvótum og tölu þeirra. Í nýlok- inni kosningabaráttu fullyrtu andstæðingar kvótakerfisins hins vegar, að útgerðarfyrirtækin þyrftu ekkert að óttast, þótt kvótarnir yrðu teknir af þeim í nokkrum skrefum á tíu árum með svonefndri „fyrningarleið“. Auðlindarentan væri óveruleg, líklega innan við 5 milljarðar króna á ári. Þetta reiknuðu þeir út með því að gefa sér, að leigu- verð á kvótum myndi snarlækka á opinberu uppboði. Þannig hvarf nær öll auðlindarentan í munni vitringanna eins og mjöll- in frá liðnum vetri. En hvorir hafa rétt fyrir sér, þeir andstæð- ingar kvótakerfisins, sem veifuðu vonarpeningi framan í almenning á sínum tíma, eða þeir andstæð- ingar kerfisins (sem stundum er reyndar sömu mennirnir), sem fullvissa nú eigendur útgerð- arfyrirtækja um það, að kvót- arnir séu vart túskildings virði, svo að ekkert muni um þá? Eða hafa hvorir tveggja rangt fyrir sér? Gildir ef til vill sama lögmál um kvótana og svo margt annað í mannlífinu, að miklu meira verður úr þeim í höndum einka- fyrirtækja en ríkisins, svo að best sé að leyfa þeim að nýta þá í friði? Mjöllin frá liðnum vetri? Hannes Hólmsteinn Gissurarson Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði. Það er erfiðara en margan grunar að hanna kerfi sem öllum líkar við. Öll viðmótshönnun verður að vera þann- ig úr garði gerð að fólk með litla eða jafnvel enga tölvu- þekkingu finnist það vera að stjórna, ann- ars getur reynst erf- itt að fá fólk til að „líka við“ tölvuna. Jafnframt verður hönnunin að vera þannig að fólk með mikla þekkingu og reynslu þurfi ekki að vinna í kerfi sem hannað er fyrir byrjendur. Jafn- vægi milli þessara tveggja póla er því mjög mikilvægt. Ekki er langt síðan heilbrigðisgeir- inn fór að dragast inn í tölvuheiminn. Það er að vissu leyti undarlegt að ekki skuli fyrr hafa verið ráðist í að tölvuvæða þennan geira því heil- brigðissviðið er stórt og teygir anga sína inn á mörg önnur svið. Þetta er því vettvangur sem vert er að horfa til í auknum mæli. Dæmi um upplýs- ingatækni í heilbrigðisgeiranum er samningur sem ríkið gerði fyrir nokkrum árum fyrir hönd heilsu- gæslustöðva á Íslandi um notkun á tölvukerfi frá fyrirtæki sem í dag heitir eMR. Fyrirtækið hefur hannað kerfi eins og áður sagði fyrir heilsu- gæslustöðvar og hefur nú á allra síð- ustu árum einnig hannað kerfi sem heitir Saga og er fyrir sjúkrahús. Hefur kerfið möguleika á stækkun, sem er mjög mikilvægt. eMR hefur verið í samstarfi við annað íslenskt fyrirtæki sem kallast Doc. Doc hefur hannað lyfseðla í tölvutæku formi þannig að hægt er að senda lyfseðil frá lækni til hvaða apóteks sem er að ósk sjúklings. Þetta kerfi er það sem notendum í heilbrigðisgeiranum er boðið upp á í dag. Kerfið er gott en lengi getur gott batnað. Tölvuvæddar meðferðaráætlanir Nemendur á öðru ári í tölv- unarfræði við upplýsingatæknideild í Háskólanum á Akureyri hafa á þessu skólaári unnið í hópum að gerð mis- munandi verkefna. Minn hópur sam- anstóð af sex einstaklingum og var verkefnið að tölvuvæða meðferð- aráætlanir í samstarfi við Kristínu Þórarinsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, og hjúkrunarfræðinga á bæklunardeild á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Þessar meðferð- aráætlanir eru byggðar upp á alþjóð- legum stöðlum sem kallast NIC og NANDA og skrá umönnun sjúklings eftir mjaðma- eða hnjáliðaaðgerðir. Er þetta kerfi aðeins agnarsmár hluti af því sem eMR býður upp á. Ánægja með verkefnið Kerfið sem hópurinn hannaði var sýnt ásamt öðrum hópverkefnum á opnum degi sem haldinn var í Há- skólanum á Akureyri föstudaginn 11. apríl sl. Kom það okkur þægilega á óvart hvað öðrum nemendum, kenn- urum og gestum fannst um það, en langflestir lýstu yfir mikilli ánægju með kerfið. Í framhaldi af góðum viðtökum var okkur boðið á ráðstefnu sem heitir The 7th Multiconference on System- ics, Cybernetics and Informatics og verður haldin í Orlando í Bandaríkj- unum 27.–30. júlí á þessu ári. Þangað munum við fara og kynna verkefnið erlendum kollegum okkar. Eftir að hafa gert verkefni af þessari stærð og gerð komum við auga á að þetta svið innan tölvugeirans er enn að miklu leyti ókannað. Fengum við öll áhuga á þessum geira og veit ég að mörg okk- ar gætu hugsað sér að vinna við hann í komandi framtíð. Upplýsingatækni í heilbrigðis- geiranum Eftir Bryndísi Sigurðardóttur Höfundur er nemandi á 2. ári við upplýs- ingatæknideild Háskólans á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.