Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 25 r á lyf- Þórður óri Guð- ír læknar læknar á ur segir til endur- tján Eyj- forstöðu og sinnir g krans- Danielsen er yfirmaður ómrannsókna en undir þær falla ýmsar sérhæfðar rannsóknir svo sem vélindaóm- skoðanir af hjarta og Gizur Gott- skálksson, sem er í forsvari fyrir raflífeðlisfræðilegum rannsóknum og aðgerðum. Á deildinni starfa sautján hjartasérfræðingar, flestir þeirra í hlutastarfi, allmargir að- stoðarlæknar, hjúkrunarfræðing- ar, meinatæknar og aðstoðarfólk. „Ég hugsa að einna mestu framfarirnar hafi orðið á sviði kransæðavíkkana og ýmissa rann- sókna og aðgerða sem gerðar eru með hjartaþræðingum,“ segir Gestur en hann nefnir einnig miklar framfarir í lyfjameðferð við háþrýstingi, kransæðastíflu og hjartabilun. Alls fóru fram 1.396 hjartaþræðingar í fyrra á full- orðnum og 36 á börnum. Þá voru gerðar alls 568 kransæðavíkkanir og fór 471 slík aðgerð fram í beinu framhaldi af hjartaþræð- ingu eða öllu heldur í sömu að- gerðinni og í 474 tilvikum voru sett stoðnet inn í kransæð. Sífellt meiri sérhæfing „Hjartalækningar hafa síðustu tíu til tuttugu árin þróast í átt til æ meiri sérhæfingar eins og fleiri greinar læknisfræðinnar. Hjarta- sérfræðingar velja í dag nokkuð þröngt svið sem þeir sérhæfa sig í, til dæmis hjartaþræðingar eða raflífeðlisfræðilegu rannsóknirn- ar. Þetta hefur einnig gerst hjá okkur og því er deildinni skipt í nokkrar einingar sem hefur sína ákveðnu sérfræðinga. Sameining deildanna styrkir þessa þróun hjá okkur enn frekar og gefur mögu- leika á markvissari meðferð en áður.“ Helstu starfsstöðvar hjarta- deildarinnar eru, auk legu- deildanna tveggja, bráðamóttaka, hjarta- og æðaþræðingar, raflíf- eðlisfræði, hjartaómrannsóknir og göngudeildir auk verulegrar kennslu og rannsóknarstarfa. Sér- hæfð ráðgjöf á öðrum deildum spítalans er veruleg, ekki síst í Fossvogi, m.a. vegna sjúklinga á slysadeild, gjörgæsludeild og fyrir aðgerðir á hinum ýmsu deildum. Gestur segir að bráðamóttakan við Hringbraut þar sem bæði er svonefnd brjóstverkjamóttaka og gæsludeild, sé mjög mikilvæg og vaxandi deild sem Davíð O. Arnar veitir forstöðu. Þangað er komið fyrst með alla hjartasjúklinga sem ýmist eru svo lagðir á hjartadeild eða útskrifaðir heim að lokinni at- hugun. Þarna koma m.a. sjúkling- ar með brjóstverki, hjartsláttar- truflanir og einkenni hjartabilunar. Síðastliðið ár hafa sjúklingar með einkenni um kransæðastíflu verið fluttir með hraði á þræðingarstofu og verið framkvæmd skyndihjartaþræðing þar sem stífluð æð er opnuð og æðaþrengslin síðan víkkuð út. Segaleysandi meðferð við krans- æðastíflu er góð en bráðavíkkun kransæðarinnar er nú talin jafn- vel betri og margt bendir til þess að sú meðferð sé jafnframt hag- kvæmari, m.a. vegna styttri legu- tíma. Sólarhringsvakt er fyrir þessa sérhæfðu starfsemi fimm daga vikunnar. Segir Gestur brýnt að fá fjárveitingu fyrir sól- arhringsvakt alla daga vikunnar enda geti fyrstu viðbrögð og með- ferð sem veitt er strax skipt miklu máli um batahorfur sjúklinga með hjartabilun. „Á þessari deild er unnt að bregðast mjög skjótt við því það líða yfirleitt ekki nema um 30 mínútur frá því sjúklingur er greindur með kransæðastíflu þar til sérfræðingar hafa þrætt sig að hinni lokuðu æð og geta hafist handa við að opna hana.“ Skipulögð fræðsla er í tengslum við hjartaendurhæfingu sem er mjög mikilvæg til þess að ná upp starfsþreki. Mikil umsvif í rannsóknum og kennslu Gestur segir einnig að vel sé fylgst með hjartasjúklingum eftir aðgerðir og rannsóknir og ótalin eru viðamikil umsvif á sviði kennslu og rannsókna. Hann segir vinnuálag mikið á læknum deild- arinnar og því hafi svigrúm til rannsókna verið of lítið. Auk eigin rannsókna séu læknar deildarinn- ar þó í mikilvægu samstarfi við innlendar og erlendar stofnanir um rannsóknir. Sérfræðingar deildarinnar sinna kennslu lækna- nema, unglækna og annarra heil- brigðisstétta. u hjartadeilda Landspítalans í átt til sókna Morgunblaðið/Sverrir on, Una Sigtryggsdóttir og Ragnar Danielsen. na og ta að- ánar. a ýmsar ðing- æðar ð vökva n í stoðneti rir þar sem dum u fara um autir artslátt- dnar er með na þær í burtu. Má þannig koma í veg fyr- ir frekari truflanir. Erfitt hefur verið að greina hjartsláttartrufl- anir en með sífellt meiri vitn- eskju á síðari árum um lífeðl- isfræði hjarta og mikilli tækniþróun á þessu sviði hefur verið unnt að ná tökum á þessum sjúkdómaflokki. Þriðja umfangsmikla svið hjartarannsókna eru svonefndar ómskoðanir og dopplerrann- sóknir. Það er enn ein mynd- gerðartæknin sem nota má til að skoða hjartað og hjartaæðar og vélinda og er þessi tækni einnig notuð við áreynslurannsóknir. Fara árlega fram kringum þrjú þúsund rannsóknir á þessum sviðum. joto@mbl.is PER Unckel, sem tók við sem framkvæmda-stjóri Norrænu ráðherranefndarinnar af Sör-en Christensen um síðustu áramót, spáir þvíað aðildarríki Evrópusambandsins muni í auknum mæli mynda óformleg bandalög innan sam- bandsins í náinni framtíð samhliða stækkun þess. Per var staddur hér á landi á dögunum til að kynna sér nor- rænt samstarf á Íslandi. „Ég er sannfærður um að Evrópusambandið, með 25 aðildarríki, sé ekki hægt að reka á sama hátt og Evr- ópusambandið í dag. Það er í raun ómögulegt. Það þýðir að aðildarríki Evrópusambandsins munu í auknum mæli leita „vina“ innan sambandsins. Ég yrði undrandi ef við myndum ekki sjá þá þróun að Norðurlandaþjóð- irnar myndu horfa meira hver til annarrar og kannski jafnvel einnig innlima Eystrasaltsríkin, sem eru öll lítil ríki á svipuðum slóðum í Evrópu, með svipaða sögu,“ segir Unckel. Hann segir að þegar sjáist merki um þessa þróun á ýmsum sviðum í samstarfi ríkjanna, til að mynda í um- hverfismálum. Umhverfisráðherrar Norðurlandanna, að umhverfisráðherrum Íslands og Noregs meðtöldum, hittist t.a.m. í Brussel fyrir fundi ráðherranefndarinnar. Hann er þeirrar skoðunar að fólk á Norðurlöndunum líti á náið samstarf norrænna þjóða sem næstum sjálf- sagðan hlut. Norðurlandaþjóðirnar hafi um langa hríð verið í mjög nánu samstarfi á mörgum sviðum og nægi að nefna á sviði vinnumarkaðar, í félagsmálum og menningar- og rannsóknarmálum. Þjóðirnar hafi jafn- vel þróað með sér samstarf á tilteknum sviðum löngu áður en Evrópusambandið fór að velta slíku samstarfi fyrir sér. „Við erum á undan á mörgum sviðum sem Evrópu- sambandið er að reyna að koma til leiðar í allri Evrópu. Það er líka ljóst að á sumum sviðum hefur Evrópusam- bandið nú tekið yfir samstarf Norðurlandanna t.d. á sviði menntamála. Það gefur Norrænu ráðherranefnd- inni möguleika á að leita inn á ný mið og útvíkka sam- starf Norðurlandanna enn frekar,“ segir hann. Breyta þarf eðli samstarfsins Hann segir að Norðurlandaþjóðirnar séu núna á því stigi í norrænni samvinnu að breyta þurfi eðli sam- starfsins í þá veru að þjóðirnar verði sterkur aðili gagn- vart Evrópusambandinu. Samstarfið þurfi þó að breyt- ast án þess að ræturnar breytist. Mikilvægt sé að viðhalda því sem Unckel nefnir „samnorræna vitund“. Þegar Norræna ráðherranefndin var stofnuð árið 1971 voru ýmsir hagsmunaárekstrar á milli landanna í ljósi ríkjandi stjórnmálaástands í heiminum sem margir hverjir eru ekki lengur fyrir hendi Á þeim tíma var ákveðið að stofna samstarfsvettvang til að tryggja náið samstarf á þeim sviðum þar sem þjóðirnar voru sam- mála um að vinna saman. Járntjaldið féll og í kjölfarið var ákveðið að einblína á samstarf við Eystrasaltsríkin. Í dag eru um 15–20% af vinnu norrænu ráðherranefnd- arinnar unnin í samstarfi við Eystrasaltsríkin og NV- Rússland. Önnur meginbreytingin á samstarfi Norð- urlandaþjóðanna var þegar Finnland og Svíþjóð gengu í Evrópusambandið um miðjan tíunda áratuginn. Unckel segir mikilvægt að aðlaga sig áfram að þeim breytingum sem fyrirsjáanlegar eru og reyna að finna nýjar leiðir til að vinna saman. Hann bendir á að áhrifa- svæði Norrænu ráðherranefndarinnar sé stórt og löndin hafi mörg hver að sumu leyti ólíkar áherslur. Mikilvægt sé að staldra sérstaklega við mál- efni Eystrasaltsríkjanna líkt og hagsmuni vestnor- rænna ríkja, Færeyja, Grænlands og Íslands. Hann segir mikilvægt að huga að því einnig hvernig hægt sé að þróa samstarf ríkjanna þannig að gæði innri mark- aðarins í löndunum verði enn samkepnishæfari gagn- vart Evrópu og heiminum. Þar þurfi samstillt átak til að samræma lög og reglugerðir sem torvelda fólki í dag að sumu leyti að flytjast á milli landanna og geri fyr- irtækjum erfiðara að vera með starfsemi í hverju land- anna fyrir sig. „Það sem við erum að reyna að gera er að afnema allar hindranir svo við verðum eitt efnahags- svæði og samkeppnishæfari gagnvart heiminum en í dag.“ Ný lög borin saman við lög hjá hinum Norðurlandaþjóðunum? Hann viðurkennir að hér sé um heilmikið verk að ræða. Fyrir tveimur árum hefðu stjórnmálamenn auk- inheldur sagt að þessar hindranir hefðu verið afnumdar fyrir 20 árum. Svo sé hins vegar ekki og hundruð lítilla dæma afsanni þær fullyrðingar. Þannig séu t.a.m. skattakerfi Svíþjóðar og Danmerkur mjög ólík á sama tíma og mikill samgangur sé í efnahagslífinu milli Kaup- mannahafnar og Málmeyjar. Önnur og minni vandamál eru t.a.m. vandamál tengd kennitölum sem gjarnan koma upp þegar flust er á milli landanna og mismunandi lög á vinnumarkaði. Unckel segir það vera „eilífðarverk- efni“, sú tilraun að samræma lög og reglugerðir land- anna. Með tíð og tíma komi alltaf upp ný vandamál. Hann bendir á athyglisverða leið sem norsk stjórnvöld ákváðu nýlega að fara en ríkisstjórnin hefur ákveðið að öll lög sem samþykkt eru á norska Stórþinginu skuli borin saman við samsvarandi lög hjá hinum Norð- urlandaþjóðunum til að ganga úr skugga um að með þeim sé ekki verið að skapa ný vandamál í samstarfi ríkjanna. „Ég myndi fagna mjög að sjá þetta annars staðar á Norðurlöndunum,“ segir Per Unckel. Norrænt samstarf sterkara í ljósi stækkunar ESB Morgunblaðið/Kristinn Per Unckel, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, var um árabil þingmaður Hægriflokksins í Svíþjóð. Hann var menntamálaráðherra Svíþjóðar á árunum 1991–94. Norræna ráðherranefndin er að sumu leyti „fórnarlamb eigin vel- gengni“ þar eð hún er oft ekki nægjanlega sýnileg en á sama tíma ætlast menn til að ákveðnir hlutir í norrænu samstarfi gangi snurðulaust fyrir sig. Kristján Geir Pétursson ræddi við Per Unc- kel, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. kristjan@mbl.is Þetta litla net er oft þrætt inn í kransæð til að halda henni opinni. ðið/Sverrir ræðingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.