Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést föstudaginn 23. maí. Útför hennar verður gerð frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 5. júní kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlegast láti líknarstofnanir njóta þess. Magnús Ágústsson, Pernille Ágústsson, María S. Ágústsdóttir, Haraldur S. Magnússon, Jón Geir Ágústsson, Heiða Þórðardóttir, Halldóra Ágústsdóttir, Haukur Haraldsson, ömmubörn og langömmubörn. Elskulegur faðir okkar, sonur, afi og bróðir, ÞÓRIR JÓNSSON, Rauðarárstíg 41, lést af slysförum. Jarðsungið verður frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 5. júní kl. 13.30. Sigríður Rós Þórisdóttir, Karl Ólsen, Kristófer Þórisson, Unnur Steingrímsdóttir, Jón Kristinsson, Ólafur Karl Karlsson, Hanna Þórunn Axelsdóttir, Hrafnhildur Jónsdóttir, Gústaf Fransson, Ástþrúður Kristín Jónsdóttir, Patrik Kågegård. Bróðir okkar, BERGUR SÆMUNDSSON frá Stóru-Mörk, er látinn. Jarðsett verður frá Stóra-Dalskirkju, Vestur-Eyjafjallahreppi, föstudaginn 6. júní kl. 14.00. Systkini hins látna. Minningarathöfn um ástkæra móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNU GUÐRÚNU EINARSDÓTTUR frá Lundi, Vopnafirði, Sólbakka 3, Breiðdalsvík, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 4. júní kl. 15.00. Jarðsett verður frá Vopnafjarðarkirkju laugar- daginn 7. júní kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Skógræktarfélag Breiðdæla. Davíð Einar Sigmundsson, Birgir Hermann Sigmundsson, Sveinbjörn Unnar Sigmundsson, Hjalti Sigmundsson, Guðbjörg María Sigmundsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri frændi, JÓHANN BERGMANN GUÐMUNDSSON (Frændi), Melstað, Klapparstíg 16, Ytri-Njarðvík, lést á dvalarheimilinu Garðvangi laugardaginn 31. maí sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þórunn Magnúsdóttir, Þórhanna og Hrefna Guðmundsdætur. Útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS BENEDIKTSSONAR myndhöggvara, sem lést fimmtudaginn 29. maí, verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. júní kl. 15.00. Ólafur Jónsson, Benedikt Jónsson, Anna Guðmundsdóttir, Gunnar Steinn Jónsson, Ásta Sif Erlingsdóttir, Margrét Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, HANNES VALDIMARSSON hafnarstjóri í Reykjavík, lést á heimili sínu í Huldulandi 20 að morgni mánudagsins 2. júní. María Þorgeirsdóttir. VILHJÁLMUR SIGFÚSSON frá Ytri-Hlíð, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sundabúð, Vopnafirði, laugardaginn 31. maí sl. Aðstandendur. ✝ Kristín JónaBenediktsdóttir fæddist í Reykjavík 9. júní 1924. Hún lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 27. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Benedikt Frí- mann Jónsson, f. 13. janúar 1898 á Höfðahólum, Vind- hælishreppi A- Húnavatnssýslu, d. 16. mars 1946, og kona hans Þórey Ingibjörg Jónsdóttir, f. 7. febr- úar 1899 í Reykjavík, d. 20. sept- ember 1959. Bróðir Kristínar var Jón Hinrik Benediktsson, f. 24. mars 1930, d. 24. maí 1942, og bróðir hennar, sammæðra, var Gunnar Einar Jakobsson, f. 9. september 1920, d. 5. júlí 1987. Kristín giftist 16. júní 1945 Hauk Leifs Friðrikssyni, f. 31. janúar 1923, d. 5. júní 2002. For- eldrar hans voru Guðlaug Sig- ríður Pálsdóttir, f. 19. október 1885 á Vestdalseyri í Seyðisfirði, d. 2. febrúar 1946, og Friðrik Tómasson, f. 2. nóvember 1897 á Söndum á Akranesi, d. 29. jan- úar 1959. Stjúpfað- ir, Konstantín Alex- ander Eberhardt, f. 11. nóvember 1896, d. 8. apríl 1973. Börn Kristínar og Hauks eru: 1) Guð- laug Sigríður, f. 18. október 1946, maki Sigurbjörn Sigur- bjartsson, þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. 2) Konstantín Hinrik, f. 26. febrúar 1952, maki Guðný Kristín Garðarsdóttir, þau eiga eina dóttur. 3) Smári, f. 12. júlí 1958, maki Sigurlaug Maren Óladóttir, þau eiga fjögur börn. 4) Haukur Leifs, f. 3. mars 1964, sambýliskona Aðalbjörg Sigur- þórsdóttir, hann á eina dóttur. Barnsmóðir Erna Kolbrún Sig- urðardóttir. Kristín stofnaði Grensásbakarí ásamt eiginmanni sínum árið 1956 og rak það til ársins 1963 er þau stofnuðu Brauð hf ásamt fleirum. Síðan stofnuðu þau Borgarbakarí árið 1984 sem í dag er Heildsölubakarí. Útför Kristínar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Enn og aftur er kominn tími til að setjast niður og setja á blað örfáar lín- ur um stórfenglegaa manneskju, sem ekki er hægt að lýsa með örfáum orð- um. Elsku tengdó, þú tókst mér opnum örmum, aðeins sextán ára inná heim- ilið ykkar, eins og eitt af börnunum ykkar. Þannig hefur mér liðið síðan, sem hluta af ykkur – stórum hluta af ykkur báðum. Að hafa fengið tæki- færi til að læra af þér allt sem þú hef- ur kennt mér í gegnum tíðina er ómetanlegt. Eitt það fyrsta sem í hugann kem- ur er að þú baðst mig að passa vel uppá „hjartað þitt“ og það loforð hef ég reynt að standa við. Síðasta veturinn minn í Ármúla- skóla voru ófáir morgnarnir sem þú vaktir mig tíu mínútur í sjö.... því þú varst alltaf með klukkurnar þína tíu mínutum of fljótar, svo þú yrðir hvergi of sein, einn af þínum mörgu stóru kostum. Fyrsta veturinn sem við unnum saman, þar lærði ég alla þína ná- kvæmni og hreinlæti fra a-ö. Ekki kom annað til greina þegar við vorum að kaupa okkar fyrstu íbúð, en að búa á ykkar heimili. Og þó von væri á fyrsta barninu, þá þótti það nú ekki verra. Þarna stóðuð þið við bakið okkar og gerðuð ætíð eftir það. Þar bundumst við þeim vináttuböndum sem aldrei slitnuðu, fyrstu stundirnar okkar við eldhúsborðið á Grensásveginum, spjallað, hlegið og grátið. Hver var það sem alltaf kom hlaup- andi inn úr dyrunum ef ég var lasin eða leið illa? Það var hún Stína, því eins og þú sagðir: „Það var einhver sem hvíslaði því að mér“, og það koma milljón atvik upp í hugann. Fyrstu ár- in sem við Smári bjuggum saman var nú oft ekki til fyrir hinu eða þessu og hver kom þá hlaupandi með brauð eða köku eða hálfan kjötskrokk? Það var hún Stína..... Nú, öll árin sem þú vannst með honum Hauki – bara rétt að þrífa borðið svo hann gæti haldið áfram að vinna. Eða þegar þú varst að vinna fyrir strákana í fyrsta bakaríinu okk- ar, þeir voru búnir að reka þig dag- lega um hádegið..... alltaf komstu næsta dag. Því þér fannst allt í lagi að þér létu svona við þig, „Þetta var bara hún mamma“ sagðirðu, bara að þeir væru kurteisir út á við. Ég hugsa að þeir séu ansi margir sem á þessari stundu senda þér hug- skeyti og minnast þín, sem þeirrar sem alltaf var tilbúin að hjálpa öðrum. Þeir voru ófáir kökupokarnir sem þú hefur keyrt vítt og breitt um bæinn, því alltaf þurftir þú að gefa og gleðja aðra. Hver var það í Borgarbakaríi sem passaði uppá að allir kassar væru vel brotnir saman og hreint í kringum ruslatunnurnar svo vinnan hjá þeim sem hirtu ruslið yrði aðeins léttari, eða þreif áður og gekk vel um fyrir skúringakonuna? Það var hún Stína. Því án þessa fólks gátum við hin ekki unnið vinnuna okkar, sagðirðu. Þeir minnimáttar máttu aldrei verða útundan, það sýndir þú best gagnvart bróður mínum, aldrei heyrði ég í þér öðruvísi en þú myndir eftir að spyrja um hann. Úr öllum ykkar utanlandsferðum varstu alltaf með eitthvað pínulítið til Gaua bróður, þú sagðir að þetta væri „bara lítill hugur“, en það er akkúrat það, það er hugurinn sem skiptir öllu máli – enn eitt sem ég er svo þakklát fyrir í þínu fari. Það var ekkert einfalt mál að yf- irgefa ykkur fyrir fjórum árum, að fara frá fullorðnum foreldrum og fjór- um bestu vinum okkar. Því fólki sem við eigum allt að þakka. Erfiðasta ákvörðun lífs okkar, en það samband sem upp var byggt, gat engin fjar- lægð slitið, sem betur fer. Þegar ég kom heim í febrúar í fyrra rifjaðist upp þessi dásemd, að geta sest við eldhúsborðið ykkar og spjall- að, hlegið og grátið. Næstu endurfundir urðu fyrr en varði, eða í júníbyrjun þegar tengda- pabbi dó. Þú varst búin að hugsa um hann nótt sem nýtan dag, en þar sem þið voruð ekki bara hjón heldur vinnufélagar og vinir líka allt ykkar líf, þá hvarf svo stór hluti af þér. Þú reyndir jú að líta þannig á að hann hefði bara farið í ferðalag og þið mynduð hittast fljótt aftur, sem og varð raunin. Enn og aftur sýndir þú þinn ein- staka kjark og dugnað þegar þú komst til okkar í haust þegar Smári var veikur, sjálf handar- og rifbeins- brotin, „það var ekkert að þér“ frekar en fyrri daginn. Enn baðstu mig að passa vel uppá „hjartað þitt“ því þú ætlaðir að koma og kíkja aftur á okkur í mars, sem þú og gerðir. Gleðin sem skein úr andlit- KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.