Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 36
ÍÞRÓTTIR 36 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK  TOTTENHAM hefur slegist í hóp nokkurra liða sem vilja fá serbneska framherjann Mateja Kezman til liðs við sig í sumar. Kezman leikur með PSV og skoraði 35 mörk á leiktíð- inni en PSV varð hollenskur meist- ari á dögunum. Barcelona hefur einnig borið víurnar í leikmanninn.  KEZMAN var í fyrrakvöld út- nefndur leikmaður ársins í Hollandi af leikmönnum deildarinnar. Ronald Koeman þjálfari Ajax var útnefndur þjálfari ársins en þar á eftir kom Guus Hiddink hjá PSV.  ZINEDINE Zidane verður ekki með Frökkum í Álfukeppninni svo- kölluðu sem haldin verður í Frakk- landi 18.–29. júní. Forráðamenn Real Madrid óskuðu eftir því við Jacques Santini landsliðsþjálfara Frakka að hann fengi frí frá keppn- inni þar sem Real Madrid á í harðri baráttu um spænska meistaratitil- inn þegar tveimur umferðum er ólokið. Santini varð við beiðni Real Madrid og tekur Zidane ekki þátt í keppninni og heldur ekki Claude Makelele félagi Zidanes í Real Madrid.  FRAKKAR stilla engu að síður upp feikisterku liði og koma átta leikmenn frá enskum úrvalsdeildar- liðum, þar á meðal eru Thierry Henry, Sylvain Wiltord og Robert Pires frá Arsenal, Michael Silvestre og Fabien Barthez frá Man.Utd. og William Gallas og Marcel Desailly frá Chelsea.  BRASILÍUMENN verða án Ron- aldos og Robertos Carlos en þeir leika sem kunnugt er einnig með Real Madrid. Auk Frakka og Bras- ilíumanna taka Bandaríkjamenn, Tyrkir, Japanir, Kólumbíumenn, Ný-Sjálendingar og Kamerúnar þátt í Álfukeppninni.  EDGAR Davids og Jimmy Floyd Hasselbaink geta ekki leikið með Hollendingum þegar þeir mæta Hvít-Rússum í undankeppni EM í knattspyrnu á laugardaginn. Davids er meiddur í nára og Hasselbaink í hné.  ÚKRAÍNSKI varnarmaðurinn Oleg Luzhny fær ekki endurnýjað- an samning við Arsenal og þar með yfirgefur hann Highbury eftir fjög- urra ára dvöl hjá liðinu. Arsenal keypti Luzhny frá Dynamo Kiev fyrir 1,8 milljónir punda og lék hann 108 leiki fyrir félagið. Charlton hef- ur sýnt áhuga á að fá Luzhny í sínar raðir en Úkraínumaðurinn vill helst leika með liði frá Lundúnum.  BANDARÍSKI spretthlaupinn Maurice Green sigraði í 100 metra hlaupi á móti í Los Angeles í fyrri- nótt. Green kom í mark á 9,94 sek- úndum sem er næst besti tími sem náðst hefur í heiminum í ár, aðeins Ástralinn Patrick Stevens hefur náð betri tíma en hann hljóp vega- lengdina á 9,93 sekúndum í byrjun maí. LÁRUS Orri Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sagði í samtali við enska blaðið Birmingham Mail í gær að hann væri sann- færður um að reynslan sem leikmenn WBA fengu af úrvalsdeildinni síðasta vetur kæmi þeim verulega til góða þegar þeir mæta til leiks í 1. deildinni síðar í sumar. Lið hans féll úr úrvalsdeildinni í vor eftir aðeins eins árs dvöl þar. „Það eru vonbrigði að hafa fallið en ég reyni líka að líta á björtu hliðarnar. Þetta var góður skóli fyrir alla sem tengjast félaginu og ég er viss um að ef við fáum annað tækifæri í úrvals- deildinni munum við standa okkur miklu bet- ur. Það er ekki auðvelt að komast upp úr 1. deildinni, en eftir að við höfum komist á bragðið í úrvalsdeildinni munum við allir leggja enn harðar að okkur en ella til að ná þangað aftur,“ sagði Lárus Orri. Lárus Orri lítur á björtu hliðarnar ÞÓREY Edda Elísdóttir, FH, bætti sinn fyrri árangur í stang- arstökki utanhúss þegar hún stökk 4,48 metra í Rucklinghaus- en í Þýskalandi á sunnudaginn og vann í keppni við tólf stang- arstökkvara. Þetta er þremur sentimetrum hærra en hún hefur áður stokkið utanhúss og lofar svo sannarlega góðu fyrir fram- haldið, en hún keppir á stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Mílanó í kvöld en síðan á al- þjóðlegu móti í Sevilla á laug- ardaginn. Árangurinn æfst þó ekki staðfestur þar sem um sýn- ingu var að ræða en ekki við- urkennt mót. Vala Flosadóttir, ÍR, var á meðal keppenda og stökk 4,18 m sem er nokkuð frá hennar besta. Þetta var fyrsta mótið sem Vala tekur þátt í sumar. Á mótinu í Mílanó í kvöld mæt- ir Þórey sterkum stökkvurum, m.a. fimm frá Þýskalandi sem stokkið hafa 4,40 eða hærra auk Anzhelu Balakhanovu frá Úkra- ínu sem lengi hefur verið í fremstu röð. Hún keppti lítið í fyrra, en er að ná sér á strik á nýjan leik. Þórey Edda fór yfir 4,48 metra Þórey Edda Elísdóttir Morgunblaðið hafði í gær sam-band við þjálfara þeirra liða í úrvalsdeildinni sem leika í kvöld og kannaði ástand leik- manna auk þess sem upphaf mótsins var lítillega rætt. Þrír leikir fara fram í úr- valsdeild karla í kvöld. Eyjamenn halda til Grindavíkur, Fram tekur á móti ÍA á Laugardalsvelli og Knatt- spyrnufélag Akureyrar fær Knatt- spyrnufélag Reykjavíkur í heimsókn. ÍBV og Grindavík geta stillt upp óbreyttum liðum Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur, getur stillt upp sama liði og sigraði Fram sl. föstudag, 3:2. Bjarni var ánægður með leikinn gegn Fram en ekki með byrjunina hjá sínu liði á Íslandsmótinu og vonaðist til þess að liðið myndi ná í þrjú stig í kvöld. Eyjamenn halda til Grindavík- ur fullir sjálfstrausts eftir góðan sig- ur á bikarmeisturum Fylkis. Þar eru allir heilir að Páli Almarssyni und- anskildnum sem er með slitin kross- bönd. Ellefu leikmenn byrja inná hjá KA Slobodan Milisic tekur út leikbann í dag. Milisic fékk rautt spjald gegn Þrótti í síðustu umferð. Talsvert er um minniháttar meiðsli hjá KA- mönnum, nafnarnir Þorvaldur Ör- lygsson og Þorvaldur Makan eru báðir tæpir og útséð er um að Örn Kátó Hauksson leiki. En Þorvaldur Örlygsson þjálfari hafði ekki miklar áhyggjur af meiðslunum sem hrjáir liðið og sagði þau engu máli skipta. „Það byrja ellefu leikmenn inná svo mikið er víst,“ sagði Þorvaldur. Hjá meisturum úr KR er Veigar Páll Gunnarsson frá keppni í þrjár til fjórar vikur. Sigurður Ragnar Eyj- ólfsson og Einar Þór Daníelsson eru leikfærir á ný en ekki er enn komið í ljós hvort Sigurvin Ólafsson geti leik- ið vegna nárameisla. „Tilhlökkun hjá útiliðunum að fara á Laugardalsvöll“ „Það er ekkert nýtt að frétta héðan úr Fram annað en það að þeir sem hafa verið lengi frá eru enn meiddir. Við fengum mjög erfiða byrjun á þessu Íslandsmóti en það er engin af- sökun. Það hjálpar óneitanlega ekki til að vera heimavallarlausir því okk- ur líður ekkert eins og heima á Laug- ardalvellinum. Ég kynntist því þegar ég þjálfaði ÍBV að það kom aukin til- hlökkun í drengina að fá að leika á Laugardalsvelli,“ sagði Kristinn R. Jónsson þjálfari Fram. Unnar Valgeirsson er aftur orðinn leikfær hjá Skagamönnum. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Ólafur Þórðarsson eiga von á því að hann myndi gera einhverjar breytingar á liðinu sem tapaði fyrir KR. Hyggstu refsa Stefáni Þórðarsyni fyrir hegðun sína þegar honum var skipt út af gegn KR í Frostaskjóli? „Ég er búinn að ræða þetta mál við Stefán og gera honum grein fyrir því að svona hegðun sé óásættanleg og ég get fullvissað menn um að hann endurtekur ekki þennan leik.“ Morgunblaðið/Rax Stefán Þórðarson skorar fyrsta mark Skagamanna gegn Þrótti uppi á Skipaskaga á dögunum, 3:1. Mikilvægt að byrja „hraðmótið“ vel „YFIRLEITT byrjar Íslandsmótið á því að spilaðir eru þrír til fjórir leikir á stuttum tíma. Það er mjög mikilvægt fyrir liðin að byrja þetta „hraðmót“ í upphafi móts vel. Við í Grindavík ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna ÍBV og tryggja okkur sex stig að loknum þessum fjórum umferðum en stigin hefðu alveg mátt vera fleiri,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur. Fjórða umferð úrvalsdeildar karla klárast í kvöld Eftir Hjörvar Hafliðason Markverðir Birkir Kristinsson, ÍBV 73 Árni Gautur Arason, Rosenb. 27 Aðrir leikmenn Rúnar Kristinsson, Lokeren 98 Guðni Bergsson, Bolton 78 Arnar Grétarsson, Lokeren 59 Hermann Hreiðarss., Charlton 47 Helgi Sigurðsson, Lyn 45 Þórður Guðjónsson, Bochum 44 Lárus Orri Sigurðsson, WBA 39 Brynjar B. Gunnarsson, Stoke 36 Arnar Gunnlaugsson, KR 32 Tryggvi Guðmundsson, Stabæk 30 Arnar Þór Viðarsson, Lokeren 24 Eiður S. Guðjohnsen, Chelsea 22 Marel Baldvinsson, Lokeren 11 Ívar Ingimarsson, Wolves 11 Jóhannes K.Guðjónsson, A.Villa 11 Indriði Sigurðsson, Lilleström 8 Landsliðs- hópurinn ÁSGEIR Sigurvinsson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, kallaði í gær saman landsliðshóp sinn – sem mætir Færeyjum á Laug- ardalsvelli á laugardag og Lithá- en í Vilnius á miðvikudeginum eftir viku. Leikirnir eru liðir í forkeppni Evrópumóts landsliða. Ásgeir fær góðan tíma með lið- ið og ætlar að nota tækifærið og æfa vel auk þess sem ákveðið hefur verið að brjóta aðeins upp dagskrána með því að gista á Sel- fossi, fara í golf og óvissuferð. „Við verðum saman í ellefu daga sem er langur tími. Við byrjum á að fara tvo daga á Sel- foss. Höldum síðan aftur í bæinn og á meðan á þessu stendur ætl- um við að gera ýmislegt til að brjóta dagskrána upp. Það er ómögulegt að láta landsliðsmenn- ina hanga eingöngu inni á hóteli. Ég þekki það af fenginni reynslu, að það er ekki upplífgandi,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson lands- liðsþjálfari. Logi Ólafsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, er hægri hönd Ásgeirs. „Ég er mjög ánægður með að hafa fengið Loga til starfa, þar sem hann einn okkar besti þjálfari. Við munum reyna að hátta verkaskiptingunni þann- ig að hæfileikar hans nýtist sem best.“ Sigur í Þórshöfn Ísland lék síðast landsleik við Færeyjar í Þórshöfn 18. ágúst 1999. 3.511 áhorfendur sáu Þórð Guðjónsson skora sigurmark Ís- lands á þriðju mín., 1:0. Birkir Kristinsson varði vítaspyrnu í leiknum. Sex leikmenn sem nú eru í hópnum, léku í Færeyjum. Birkir, Árni Gautur, Lárus Orri, Tryggvi, Rúnar, sem var fyrirliði, Helgi og Þórður. Landsliðið á Selfoss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.