Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 39
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 39 Morgunblaðið/Sverrir Jóhann Georg Möller, Valsmaður, reynir að skalla að marki Þróttar en Ingvi Sveinsson er til varnar. TEITUR Þórðarson, þjálfari norska knattspyrnuliðsins Lyn, slasaðist á öxl í gær þegar hann datt illa í hjólreiðatúr. Hann var á ferð í Norðmörk í grennd Ósló- ar ásamt aðstoðarþjálfara og markmannsþjálfara Lyn þegar óhappið varð. Liðband slitnaði og öxlin fór úr liði og Teitur þurfti að dvelja á sjúkrahúsi í Ósló í nótt. Teitur missir væntanlega af bikarleik Lyn gegn 3. deild- arfélaginu Ull/Kisa sem fram fer á morgun en verður að líkindum tilbúinn í slaginn í næsta deilda- leik, sem er gegn Tromsö 15. júní, en þá hefst deildarkeppnin á ný eftir frí vegna landsleikja. Teitur féll af reiðhjóli  BJARNI Þorsteinsson lék allan leikinn með Molde í gærkvöld þegar liðið sigraði Brann 3:0 á heimavelli. Ólafur Stígsson sat á varamanna- bekknum hjá Molde.  KEFLAVÍK U23 gerði sér lítið fyr- ir og sló út 1. deildar lið Breiðabliks í bikarkeppni karla í knattspyrnu í Keflavík í gær. Keflavík sigraði 4:3 eftir framlengdan leik en staðan var 2:2 eftir 90 mínútur. Hörður Sveins- son var hetja Keflavíkur en hann skoraði þrjú mörk og Hafsteinn Rún- arsson gerði eitt mark.  VÖLSUNGUR tók 1. deildar lið Leifturs/Dalvík í kennslustund í gær á Húsavíkurvelli í bikarkeppninni. Völsungur sigraði 5:0 eftir að hafa leitt 2:0 í hálfleik. Boban Jovic, Andri Valur Ívarsson, Jón Friðrik Þor- grímsson, Baldur Sigurðsson og Hermann Aðalgeirsson skoruðu fyr- ir heimamenn.  HJÁLMAR Jónsson kom ekkert við sögu hjá Gautaborg sem tapaði fyrir Elfsborg 2:1 á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöld.  GUSTAVO Kuerten féll úr leik á opna franska meistaramótinu í tenn- is í gær. Kuerten, sem hefur staðið uppi sem sigurvegari þrisvar sinnum á mótinu, tapaði fyrir Tommy Ro- bredo í fjórum settum, 6-4, 1-6, 7-6 og 6-4 í 16 manna úrslitum. Robredo hefur spilað frábærlega á mótinu en hann sló Lleyton Hewitt út í þriðju umferðinni.  JUAN Carlos Ferrero, Guillermo Coria, Albert Costa og Fernando Gonzalez tryggðu sér sæti í 8 manna úrslitum á opna franska meistara- mótinu í tennis í gær. Costa, sem sigraði á mótinu í fyrra, mun leika við Tommy Robredo í næstu umferð.  MARK Viduka, leikmaður Leeds United, er ekki til sölu, samkvæmt upplýsingum stjórnarformanns fé- lagsins. Viduka skoraði 22 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leik- tíð og er eftirsóttur af ýmsum liðum, þar á meðal AC Milan. „Við viljum alls ekki selja Viduka og ég talaði við hann áður en hann fór í frí. Viduka sagði mér að hann væri ánægður hjá Leeds og vildi vera áfram,“ sagði John McKenzie, stjórnarformaður Leeds.  KARL Malone, leikmaður Utah Jazz síðustu 18 ár í NBA-deildinni, hefur áhuga á að leika með Dallas Mavericks á næstu leiktíð. Malone, sem verður fertugur í næsta mánuði, vill leika með liði sem á raunverulega möguleika á að sigra í deildinni en Malone hefur aldrei orðið meistari. Malone langar að spila tvö tímabil til viðbótar en hann er annar stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi. Aðeins Kareem Abdul-Jabbar, miðherji Los Angeles Lakers til margra ára, hefur skorað fleiri stig en Malone. FÓLK Leikurinn fór rólega af stað ogfátt markvert gerðist fyrsta stundarfjórðunginn í leiknum. Eyjastúlkur voru þó ívið sterkari framan af og á tuttugustu og fimmtu mínútu fékk Karen Burke sannkallað dauðafæri þegar hún slapp ein í gegn og lék á Dúfu Ás- björnsdóttur í marki Blika en missti boltann of langt frá sér og laust skot hennar fór framhjá markinu. Eftir þetta hresstust gestirnir og næstu mínúturnar sóttu þær tals- vert að marki Eyjastúlkna og upp- skáru mark á 32. mínútu þegar Ól- ína G. Viðarsdóttir skallaði yfir Petru Bragadóttur ÍBV eftir tals- verðan darraðardans inni í vítateig ÍBV. Gestirnir búnir að taka foryst- una og héldu henni alveg fram á lokamínútu fyrri hálfleiks en þá átti Lind Hrafnsdóttir glæsilega send- ingu inn fyrir vörn Blika beint fyrir lappirnar á Margréti Láru Viðars- dóttur sem sendi boltann undir markvörð Blika og í fjærhornið. Það voru svo aðeins fimm mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Eyja- stúlkur tóku forystuna í leiknum en þá áttust Olga Færseth, framherji ÍBV, og Dúfa Ásbjörnsdóttir, mark- vörður Blika, við og eftir talsverð átök virtist Dúfa toga Olgu niður og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Blikar voru ekki sáttir við dóminn og fékk Dúfa gula spjaldið fyrir mótmæli. Hún varði þó glæsilega spyrnu Margrétar Láru en hún var fyrst að átta sig og fylgdi vel á eftir, 2:1. Að- eins tveimur mínútum síðar komust Eyjastúlkur aftur yfir og enn var það Margrét Lára sem skoraði eftir vel útfærða skyndisókn og sendingu frá Mhairi Gilmour. Blikar sóttu nú í sig veðrið og var engu líkara en að Eyjastúlkur héldu að sigurinn væri í höfn, visst kæruleysi kom upp í liðinu og gestirnir gengu á lagið og á 60. mínútu minnkuðu þær muninn þegar Ólína G. Viðarsdóttir skaut föstu skoti utan úr vítateig í blá- hornið. Enn sóttu Blikar og á 72. mínútu jöfnuðu þær eftir frábæran sprett Ólínu G. Viðarsdóttur sem brunaði upp hægri kantinn og stakk varnarmenn ÍBV af, átti hörkuskot sem Petra varði vel, boltinn fór í þverslána og þaðan út í teig þar sem Erna B. Sigurðardóttir var ein og óvölduð og setti knöttinn í netið. Endaspretturinn var svo Eyja- stúlkna, á 78. mínútu tóku þær aft- ur forystuna, Karen Burke tók and- stæðing sinn, Ólínu, til fyrirmyndar, brunaði upp allan völl- inn frá eigin vítateig og lék sig í gegnum hálft Blikaliðið, var komin inn í teig á ákjósanlegt færi en renndi boltanum til hliðar þar sem Olga Færseth var og hún vippaði boltanum yfir markvörð Blika. Þær gerðu svo út um leikinn þegar níu mínútur voru eftir. Eftir slæm varnarmistök Blikanna komst Mhairi Gilmour ein inn fyrir og renndi boltanum undir Dúfu í marki Blika. Fyrsti sigur ÍBV á Blikum EYJASTÚLKUR sigruðu Breiða- blik í hörkuleik í Vestmanna- eyjum í gærkvöld. Sigurinn var að nokkru leyti sögulegur enda hafði ÍBV aldrei unnið Breiða- blik í efstu deild kvenna. Átta mörk sáu dagsins ljós – lokatöl- ur í Eyjum voru 5:3. Sigursveinn Þórðarson skrifar Já, ég held að allir hafi gert sérfulla grein fyrir því að það væri alveg eins víst að við yrðum með ekk- ert stig eftir tvo leiki og við létum það ekki setja okkur út af lag- inu. Auðvitað fórum við í þá leiki eins og aðra til að sigra og við höfum haldið því áfram. Markmiðið í kvöld var að fá ekki á okkur mark og ég var viss um að við myndum vinna leikinn ef það tækist því við erum vanir að fá færi og skora mörk. Ég man varla eftir leik hjá okkur í vetur og vor þar sem okkur hefur ekki tekist að skora,“ sagði Ásgeir. Hann kvaðst vera tiltölulega ánægður með leikinn gegn Val. „Þetta gekk ágætlega, reyndar var þetta fullmikill varnarleikur hjá okk- ur í seinni hálfleiknum, við lágum mjög aftarlega, en Valsmenn sköp- uðu sér aftur á móti engin teljandi færi. Vörnin hélt, en við nýttum okk- ur ekki mörg góð færi sem við feng- um á hraðaupphlaupum. Það vantaði hvað eftir annað að við færum alla leið í stöðunni tveir gegn tveimur, bæði í fyrri og seinni hálfleik. En þrátt fyrir þessa tvo sigra erum við ekki farnir að spila af fullri getu, við eigum meira inni ennþá.“ Ásgeir notaði ekki hinn 17 ára gamla Hjálmar Þórarinsson, sem lék frábærlega gegn KA á dögunum, geymdi hann á varamannabekknum allan tímann. „Það er allt í lagi með Hjálmar en hann er bara unglingur ennþá og það þarf að nota hann skyn- samlega. Hann er ekki búinn að taka út fullan þroska og ég vissi að þetta gæti orðið harður leikur. Hann hefur líka gott af því að vera fyrir utan og horfa á liðið spila,“ sagði Ásgeir Elí- asson. „Vantaði sigurviljann“ „Það var eins og okkur vantaði sig- urviljann, allavega í fyrri hálfleikn- um. Þá þorðu menn ekki að fá boltann og við gerðum ekki neitt. Mér fannst við vera mikið betri aðilinn í seinni hálfleik en vantaði að skapa okkur góð marktækifæri. Þróttarar stóðu vel að sínu marki en þeir ógnuðu okk- ur ekki mikið, áttu tvö hættuleg skot allan leikinn. En með þessum tveim- ur tapleikjum erum við búnir að jafna út okkar góðu byrjun, sem var algjör óþarfi. Ég hefði viljað fara í hléið sem nú tekur við með skemmtilegri úrslit úr þessum leik, það verður skelfilegt að liggja með þetta tap á bakinu næstu tvær vikurnar. En við verðum að nota þann tíma til að vinna úr okk- ar málum,“ sagði Ólafur Þór Gunn- arsson, markvörður Valsmanna. „Við eigum meira inni“ ÞRÓTTARAR hafa heldur betur tekið við sér eftir tvo sigra í röð og eru komnir í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar eftir að hafa lagt Val að velli í gærkvöld. Ásgeir Elíasson, þjálfari Þróttar, sagði við Morg- unblaðið að hans menn hefðu verið sallarólegir þótt tveir fyrstu leikirnir í mótinu hefðu tapast, gegn KR og ÍA. Eftir Víði Sigurðsson Margrét Lára Viðarsdóttir varán nokkurs vafa maður leiks- ins, skoraði þrjú mörk og var mjög virk í spili Eyjastúlkna. Hún var að vonum sátt að leikslokum. „Ég er mjög sátt, þetta var fyrsta þrennan mín í meistaraflokki. Þetta var rosa- lega fínt hjá okkur í dag, það var gott spil á köflum að minnsta kosti. Annars var leikurinn mjög erfiður en við lögðum allt í þetta og börð- umst eins og ljón allan tímann. Ég held að við höfum bara átt þetta skil- ið.“ Hörkusóknarbolti hjá báðum liðum „Það var svolítið fúlt að vera búin að ná þessu í 3:3 og við meira inni í leiknum og tapa svo þar sem við gáf- um þeim tvö mörk,“ sagði Ólafur Guðbjörnsson, þjálfari Breiðabliks. „Þetta var samt hörkuleikur eins og leikirnir milli toppliðanna eiga eftir að verða í sumar. Vestmannaeyingar eru með mjög gott lið og það er eng- in skömm að tapa fyrir þeim. Svona leikir eru besta auglýsingin sem kvennaknattspyrnan getur fengið.“ Virkilega sætur sigur Heimir Hallgrímsson var kampa- kátur í leikslok enda hefur hann ver- ið lengi viðloðandi kvennaknatt- spyrnuna og lengi beðið eftir sigri á Breiðabliki. „Þetta var virkilega sætt, ég hélt um tíma að við værum að klúðra þessu eins og oft hefur gerst hjá okkur enda virðist stelp- unum líða illa þegar þær eru að vinna. En okkur tókst að rífa okkur upp og klára þetta og það var ljúft og örugglega mjög skemmtilegt að horfa á,“ sagði Heimir. Margrét var hetja ÍBV – skoraði þrjú mörk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.