Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.06.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 43 ÖLDUGANGURINN var mikill í kringum neðansjávarævintýrið Leit- ina að Nemo, sem var frumsýnd í Bandaríkjunum um helgina. Þessi teiknimynd frá Disney og Pixar, framleiðendum Leikfangasögu og Skrímsla hf. fór beint á toppinn. Leit- in að Nemo hefur fengið sérstaklega góða dóma og er fimmti smellurinn, sem fyrrnefnd tvö fyrirtæki gera saman en Disney hefur dreifirétt á myndum Pixar um allan heim. Myndin sló jafnframt aðsóknarmet hvað teiknimyndir varðar en hún hal- aði inn 70,6 milljónir dala, eða rúma fimm milljarða króna, yfir frumsýn- ingarhelgina. Fyrra metið átti Skrímsli hf. með 62,5 milljónir dala, eða um 4,5 milljarða króna, í nóvem- ber 2001. Leitin að Nemo er fyrsta Pixar- myndin, sem er frumsýnd að sumri til. Myndir frá Pixar virðast nú hafa allt að bera til að verða frumsýndar þegar samkeppnin er hvað hörðust. Albert Brooks talar fyrir Marlin, skrautfisk í sjónum, sem heldur af stað í ævintýraferð til að bjarga syni sínum úr fiskabúri hjá tannlækni. Ell- en DeGeneres, Geoffrey Rush og Willem Dafoe ljá Leitinni að Nemo einnig rödd sína en myndin er í leik- stjórn Andrew Stanton. Almáttugum Bruce (Bruce Al- mighty) gengur enn vel í miðasölunni en hún fór úr toppsætinu í annað sæt- ið og hefur þénað alls rétt tæpa tíu milljarða króna á tíu dögum fyrir Universal, sem er góður árangur. Ítalska leiðin (The Italian Job) fór beint í þriðja sætið eftir frumsýning- arhelgina. Þetta er endurgerð breskrar glæpamyndar eftir Peter Collinson frá árinu 1969. Þá var Mich- ael Caine í hlutverkinu, sem Mark Wahlberg fer með núna. Wahlberg leikur Charlie Croker, glæpasnilling, sem skipuleggur mikla umferðar- teppu í Los Angeles, til að komast upp með gullrán. Myndin, sem hefur hlotið góða dóma, er í leikstjórn F. Gary Gray og með önnur helstu hlut- verk fara Charlize Theron, Ed Nor- ton, Seth Green og Jason Statham. Aðsóknin á Matrix endurhlaðið (Matrix Reloaded) minnkaði snar- lega, eða um 62% frá síðustu helgi, en þetta er þriðja helgi myndarinnar á lista. Spennan fyrir þessari framtíð- arframhaldsmynd hélst ekki eins lengi hjá bíógestum og í upphafi var talið. Warner Bros mátu í fyrstu að myndin næði 300 milljóna dala mark- inu en búast nú við því að hún taki inn á bilinu 275-280 milljónir dala alls. Síðasta myndin, sem var frumsýnd um helgina var svo hrollvekjan Villt vegar (Wrong Turn) í leikstjórn Rob Schmidt en hún fór beint í sjöunda sætið, þrátt fyrir að slá ekki í gegn hjá gagnrýnendum. Í aðalhlutverk- um eru Eliza Dushku, Jeremy Sisto og Emmanuelle Chriqui, sem leika ungmenni, er þurfa að flýja undan mannætum í skógum Vestur-Virg- iníu. Heildaraðsókn í kvikmyndahús í Bandaríkjunum jókst um 42% miðað við sömu helgi í fyrra og hefur því bíó- aðsókn aukist tvær helgar í röð þar vestra. Universal frumsýnir síðan aðra stórmynd sína á árinu í næstu viku þegar framhaldsmyndin Of fljót, of fífldjörf (2 Fast, 2 Furious) með Paul Walker og Tyrese Gibson í aðalhlut- verkum verður frumsýnd.                                                                                      ! " # $     "%& & & %'  %(  (          )*+, -.+, /0+- /.+* ,+1 .+* .+* -+) /+, /+* )*+, /-.+) /0+- !-!+/ 1!+* /00+- .+* /2+2 /)+! /0+! Teiknað á toppnum Teiknimyndin Leitin að Nemo, litríkt neðansjávarævintýri um hetjuför föður í leit að syni sínum, er á toppi bandaríska bíólistans. EMINEM hefur greitt fyrrverandi skólafélaga sínum nokkur hundruð þúsund dali fyrir að falla frá máls- sókn á hendur honum en skólafélag- inn stefndi Eminem fyrir að nafn- greina hann í tengslum við einelti sem rapparinn varð fyrir í skóla. Rapparinn segir DeAngelo Bailey hafa gert skólagöngu sína að helvíti og í laginu „Brain Damage“ segir hann m.a: „Ég var daglega áreittur af feitum strák sem hét Bailey“. Lög- fræðingur Em- inems segir þetta ekki breyta staðhæfingu Eminems en Bailey hefur vísað þeim á bug. Segist Bailey hafa misst vinnuna í kjölfar þeirra og lifa í stöðugum ótta við að verða fyrir árás aðdáenda Eminem. FÓLK Ífréttum Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. Mögnuð hrollvekja sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16. X-ið 977 SG DV Einn óvæntasti spennutryllir ársins! Hrikalega mögnuð mynd sem kemur óhugnarlega á óvart! Kvikmyndir.com  X-ið 977  HJ MBL  HK DV Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára Fórbeint á toppinní Bandaríkjunum! Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. B.i. 14. www.laugarasbio.is Sýnd kl. 9. B.i. 12.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 Ef þú ert svikahrappur, gættu að því hvern þú prettar! Frábær glæpaþriller! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10. B.i. 16 Svakaleg spennumynd með töffaranum Vin Diesel úr xXx.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.