Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A PATREKUR HÖFÐAR MÁL GEGN ÞÝSKA HANDKNATTLEIKSSAMBANDINU / B8 DUNCAN Ferguson, leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni, var í gær úrskurðaður í þriggja leikja bann af enska knattspyrnu- sambandinu. Ferguson gaf Jóhannesi Karli Guðjónssyni, leikmanni Aston Villa, ljótt oln- bogaskot í leik Everton og Aston Villa á Goodison Park heimavelli Everton í apríl. Dómari leiksins, Graham Poll, missti af brotinu en nú hefur sérstök nefnd skoðað at- vikið og ákveðið að veita Ferguson þriggja leikja bann. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmanni er refsað eftir viðskipti sín við Jóhannes Karl Guðjónsson, því Christophe Dugarry fékk í maí mánuði peningasekt fyrir að hrækja á Skagamanninn. Ferguson í bann fyrir brot á Jóhannesi Karli SILJA Úlfarsdóttir, hlaupakona úr FH, „sat föst“ á Heathrow- flugvelli í Lúndunum allan mánu- daginn á leið sinni á Smáþjóðaleik- ana – eftir að hafa komið þangað með flugi frá Bandaríkjunum. Silja átti að fljúga frá Heathrow til Möltu, en þar sem hún var ekki með flugmiða báðar leiðir var henni meinað að fara með þeirri vél sem hún átti að fara með. Silja kemur með íslenska íþróttahópn- um til Íslands beint frá Möltu og var því ekki með miða til baka í farteskinu. Eftir langa bið, mörg símtöl fram og aftur á milli manna, fékk Silja að fljúga frá Heathrow seint á mánudags- kvöldið eftir að ljósrit hafði verið tekið af miða hennar og menn ver- ið sannfærðir um að Silja myndi snúa til baka frá Möltu. Kom hún til móts við íslenska hópinn á Möltu þegar nokkuð var liðið á að- faranótt þriðjudagsins og fékk því stuttan svefn. Silja keppti í 100 m hlaupi í gær og í undanrásum í 400 m hlaupi og lét röskun ferðaáætl- unarinnar ekki hafa áhrif á sig. Silja lenti í vandræð- um í Lund- únum ÓLAFUR Stefánsson var kvaddur af stuðningsmönnum þýska hand- knattleiksliðsins Magdeburg á sunnudag en þá var settur upp sér- stakur kveðjuleikur fyrir Ólaf og þrjá aðra leikmenn sem eru á för- um frá félaginu, Christian Gaudin, Sven Liesegang og Uwe Mauer. 8.000 áhorfendur mættu í Bördel- andhalle-höllina í Magdeburg og hylltu Ólaf sérstaklega en Ólafur hefur átt stóran þátt í velgengni Magdeburg undanfarin ár en er nú á förum til spænska liðsins Ciudad Real. Leikurinn, sem settur var upp, var á milli Magdeburgarliðsins sem hampaði EHF-meistaratitl- inum árið 1999 og liðsins í dag. Ólafur lék með fyrrnefnda liðinu en leiknum lyktaði með jafntefli 50:50. Ólafur var leystur út með gjöf- um, risastór keppnistreyja með nafni hans var hengd upp í höllinni og er hann sjöundi leikmaður Magdeburg frá upphafi sem verð- ur þess heiðurs aðnjótandi. Ólafur kvaddur í Magdeburg Það var fyrir löngu búið aðákveða að gefa Óla frí frá þessu verkefni og þar sem hann er ekki með sem og Patrekur Jóhann- esson, Sigurður Bjarnason, Sigfús Sigurðsson, Gústaf Bjarnason, og Heiðmar Felixson fá ungu menn- irnir gott tækifæri til að sýna sig og sanna. Þeir öðlast reynslu og við fáum að sjá meiri breidd hjá okkur,“ sagði Einar Þorvarðarson, aðstoð- arþjálfari íslenska landsliðsins, við Morgunblaðið í gær. Landsliðshóp- urinn hélt utan í gærmorgun og á Spáni kemur Rúnar Sigtryggsson til móts við liðið en hann tók ekki þátt í leikjum við Dani um nýliðna helgi. Óvíst var hvort Jaliesky Garcia gæti farið með vegna meiðsl- anna sem hann hlaut í síðari leikn- um við Dani en að sögn Einars Þor- varðarsonar var ákveðið að Garica færi með. „Garcia er ekki í góðu standi og hann verður örugglega ekki með í leiknum við Katalóníuliðið. Það verður svo bara að koma í ljós hvort hann getur spilað á mótinu í Belgíu en hann mun verða í stöðugum með- ferðum hjá okkar læknum og nudd- ara,“ sagði Einar við Morgunblaðið en Garcia fékk slæmt högg á öxlina og við það teygðist á liðböndunum. Úrvalslið Katalóníu er að mestu skipað spænskum leikmönnum frá Barcelona og Granollers og þar get- ur að líta nöfn eins og Barrufet, að- almarkvörð spænska landsliðsins og fyrirliða landsliðsins, og Enric Mas- ip, en báðir leika þeir með Börsung- um. Ólafur fékk frí frá landsleikjunum ÓLAFUR Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í hand- knattleik í leiknum við úrvalslið Katalóníu sem fram fer í Girona á Spáni í kvöld og heldur ekki á æfingamótinu í Belgíu um helgina þar sem leikið verður á móti Slóvenum, Serbum og Dönum. REYNT var að fá kringlur þær sem Magnús Aron Hallgrímsson á við- urkenndar á mótinu en það fékkst ekki þannig að keppendur urðu að nota það sem mótshaldarar útveg- uðu þeim. Fyrir leikana var gefið út hvernig verkfæri yrðu til afnota fyr- ir keppendur og þar á meðal voru kringlur sem Magnús Aron hefur notað. Þegar á hólminn var komið voru þær ekki til staðar og því var reynt að fá hans kringlur við- urkenndar, sem venjulega er ekkert mál. Kringlurnar eru þá vigtaðar og mældar og eru auðvitað löglegar, en ekki á Möltu. Magnús Aron lét þetta ekki á sig fá og stóð uppi sem sigurvegari í kringlukastskeppninni, kastaði 59,01 m, sem er langt frá hans besta. 2003  MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ BLAÐ B Kringlur Magnúsar ekki lögleg- ar á Möltu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Magnús Aron Hallgrímsson sigraði í kringlukasti í gær og gaf þar með frjálsíþróttafólkinu tóninn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.