Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 B 5 um tapað leiknum. Nú kemur hlé í deildinni og við erum aðeins með fimm stig eftir fjóra leiki. Það er ekki nægilega góð uppskera hjá okkur Skagamönnum.“ Hvorki ÍA né Fram hafði byrjað Íslandsmótið eins vel og þau hefðu viljað og því var mikilvægt fyrir liðin að innheimta þrjú stig í gærkvöldi. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar á Laugardalsvelli voru ágætar en völl- urinn var blautur og það háði leik- mönnum liðanna töluvert þegar þeir reyndu að spila knettinum á milli sín. Strax á fyrstu mínútu leiksins þurfti Gunnar Sigurðsson að taka á honum stóra sínum í marki Fram, en þá þurfti hann að grípa vel inn í fyr- irgjöf frá Ellerti Jóni. Lítið mark- vert gerðist eftir þetta þar til á 12. mínútu þegar Ellert Jón var aftur á ferðinni. Þá fékk hann gott færi á markteig eftir að báðir miðverðir Framara höfðu misst af knettinum, en Gunnar Sigurðsson varði skot Ellerts. Skagamenn stjórnuðu leiknum al- gjörlega í fyrri hálfleik og komust oft upp kantana þar sem Guðjón Sveins- son og Ellert Björnsson náðu hættu- legum fyrirgjöfum fyrir mark heimamanna. Hættulegasta færi leiksins kom einmitt eftir upphlaup Ellerts sem sendi frábæra sendingu á Garðar B. Gunnlaugsson sem skall- aði boltann í innanverða stöngina. Heimamenn náðu ekki að skapa sér neitt raunverulegt marktækifæri í öllum leiknum og þeir komust næst því að koma knettinum í markið þeg- ar Eggert Stefánsson skaut föstu skoti af 30 metra færi en Gunnlaugur Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði ÍA,var óhress þegar Morgunblað- ið náði tali af honum eftir leikinn. „Það var ótrúlega fúlt að fá aðeins eitt stig í kvöld því það var aðeins eitt lið á vellinum og mér líður eins og við höf- Jónsson, varnarmaður ÍA, komst fyrir skotið. Síðari hálfleikur spilaðist mjög svipað og sá fyrri. ÍA stjórnaði leikn- um og sótti mikið upp kantana. Miðjuspil heimamanna varð enn máttlausara eftir að Ágúst Gylfason yfirgaf völlinn í hálfleik vegna meiðsla. Á 48. mínútu fengu Skaga- menn eina af fjölmörgum horn- spyrnum sínum í leiknum og úr henni átti Guðjón Sveinsson hörku- skalla en varnarmaður Fram náði að verjast á marklínu. Tíu mínútum síð- ar var Garðar B. Gunnlaugsson ná- lægt því að koma gestunum yfir eftir varnarmistök Framara, en Gunnar gerði sem fyrr vel í markinu og varði skot Garðars. Tólf mínutum fyrir leikslok sýndi Gunnar Sigurðsson svo tilþrif leiksins þegar hann varði skalla frá Hirti Hjartarsyni á ótrú- legan hátt, en það hefði samt ekki komið að sök þó að Hjörtur hefði skorað þar sem dæmd hafði verið aukaspyrna á Skagamenn. Leikmenn ÍA spiluðu allan tímann ágætlega og varnarleikur liðsins var mjög traustur en þó verður að hafa í huga að sóknarleikur Framara var afspyrnu slakur. Skagamenn stjórn- uðu miðjuspilinu og náðu oft að skapa hættu við mark Fram en nýttu færin illa. Ástæðan fyrir því var sú að Gunnar Sigurðsson átti stórleik í marki Fram og einnig voru Skaga- menn miklir klaufar að nýta ekki færin. Framarar voru mjög bitlausir fram á við í leiknum en náðu þó að halda hreinu. Varnarleikur Safamýr- arpilta hefur einmitt verið mesti höf- uðverkur þeirra í sumar. Morgunblaðið/Golli maður, sækir að marki Fram en Eggert Stefánsson er til varnar. Gunnar Sigurðs- son bjargaði Fram FRAM og ÍA skildu jöfn, 0:0, á Laugardalsvelli í slökum leik í úrvalsdeild karla í gærkvöld þar sem Gunnar Sigurðsson, markvörður Fram, var hetja heimamanna. Skagamenn voru mun sterkari en Framarar og til marks um yfirburði þeirra fengu Skagamenn 13 hornspyrnur en Fram enga. ÍA fékk nokkur góð tækifæri til að tryggja sér sigurinn en Gunnar var Skagamönnum mjög erfiður. Atli Sævarsson skrifar Fram 0:0 ÍA Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeildin 4. umferð Laugardalsvöllur Þriðjudaginn 3. júní 2003 Aðstæður: 10 stiga hiti, rigning í fyrri hálfleik, nánast logn. Völlur mjög blautur. Áhorfendur: 866 Dómari: Jóhannes Valgeirsson, KA, 5 Aðstoðardómarar: Gunnar Gylfason, Ólafur Ragnarsson Skot á mark: 7(5) - 14(9) Hornspyrnur: 0 - 13 Rangstöður: 3 - 1 Leikskipulag: 4-5-1 Gunnar Sigurðsson MM Ragnar Árnason Gunnar Þór Gunnarsson Eggert Stefánsson M Bjarni Hólm Aðalsteinsson M Ómar Hákonarson (Freyr Karlsson 72.) Ágúst Gylfason M (Viðar Guðjónsson 46.) Ingvar Ólason Daði Guðmundsson Guðmundur Steinarsson (Kristján Brooks 61.) Andri Fannar Ottósson Þórður Þórðarson M Unnar Örn Valgeirsson M Gunnlaugur Jónsson MM Reynir Leósson M Andri Lindberg Karvelsson (Hjörtur J. Hjartarson 72.) Ellert Jón Björnsson (Kári Steinn Reynisson 65.) Pálmi Haraldsson M Grétar Rafn Steinsson M Helgi Pétur Magnússon Guðjón H. Sveinsson (Andrés Vilhjálmsson 65.) Garðar Gunnlaugsson Gul spjöld: Helgi Pétur Magnússon, ÍA (56.) fyrir brot Ragnar Árnason, Fram (70.) fyrir brot Rauð spjöld: Engin Grindavík 0:2 ÍBV Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeildin 4. umferð Grindavíkurvöllur Þriðjudaginn 3. júní 2003 Aðstæður: Kaldi á annað markið, sól- arglenna, 10 stiga hiti, völlur rakur en ágætur. Áhorfendur: Um 600 Dómari: Kristinn Jakobsson, KR, 5 Aðstoðardómarar: Eyjólfur Finnsson, Einar Guð- mundsson Skot á mark: 14(6) - 8(4) Hornspyrnur: 6 - 4 Rangstöður: 3 - 3 Leikskipulag: 4-4-2 Ólafur Gottskálksson Óðinn Árnason Ólafur Örn Bjarnason M Guðmundur A. Bjarnason Gestur Gylfason Paul McShane M Eysteinn Húni Hauksson M Eyþór Atli Einarsson (Alfreð Elías Jóhannsson 75.) Óli Stefán Flóventsson Sinisa Kekic M Lee Sharpe Birkir Kristinsson M Unnar Hólm Ólafsson Tryggvi Bjarnason M Tom Betts M Hjalti Jóhannesson M Ian Jeffs (Bjarni Rúnar Einarsson 89.) Bjarni Geir Viðarsson Bjarnólfur Lárusson Atli Jóhannsson M Steingrímur Jóhannesson (Andri Ólafsson 72.) Gunnar Heiðar Þorvaldsson M (Einar Hlöðver Sigurðsson 90.) 0:1 (35.) Bjarnólfur Lárusson tók hornspyrnu, Ólafur Gottskálksson fór út úr markinu en missti af boltanum og Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom aðvífandi og skallaði boltann í markið. 0:2 (89.) Gunnar Heiðar Þorvaldsson komst einn innfyrir vörn Grindvíkinga, Ólafur markvörður náði að trufla hann, þannig að Gunnar Heiðar þurfti að snúa við og lék með boltann út í teiginn, og skaut síðan óvæntu skoti með vinstri fæti og boltinn hafnaði neðst í horninu nær. Gul spjöld: Atli Jóhannsson, ÍBV (61.) fyrir brot Tryggvi Bjarnason, ÍBV (68.) fyrir brot Andri Ólafsson, ÍBV (78.) fyrir brot Óðinn Árnason, Grindavík (85.) fyrir brot Rauð spjöld: Engin Grindavík í gær var ekki í háum gæðaflokki. Knattspyrnan var stórkarlaleg á köflum þar sem baráttan og ómarkviss leikur var alls- ráðandi. Eyjamenn mættu til leiks með það fyrir augum að verjast aftarlega á vellinum og beita skyndisóknum og það má segja að leikaðferð hafi gengið upp að mestu leyti. Eftir að Sinisa Kekic fékk gott færi á 3. mín- útu gekk Grindvíkingum illa að brjóta á bak aftur sterkan varnarmúr Eyjamanna og ef eitthvað var þá voru gestirnir hættulegri í sínum sóknaraðgerðum með „raketturnar“ Steingrím og Gunnar Heiðar í fremstu víg- línu. Lee Sharpe fékk að vísu mjög gott færi á 26. mínútu þegar hann fékk óvænt boltann á markteig ÍBV en skot hans var misheppn- að og fór langt yfir Eyjamarkið. ÍBV átti ekki margar sóknartilraunir í fyrri hálf- leiknum en þeir nýttu færi sitt vel þegar Gunnar Heiðar skoraði með skalla eftir hornspyrnu, ekki fyrsta markið sem Grind- víkingar fá á sig úr föstu leikatriði, og minnstu munaði að Bjarna Geir Viðarssyni tækist að bæta við öðru undir lok hálfleiks- ins en Ólafur Gottskálksson varði skot Bjarna vel. Grindvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn með þónokkurri pressu á ÍBV-markið en Eyjavörnin var þétt fyrir og Birkir öruggur fyrir aftan hana. Kekic fór illa með gott færi um hálfleikinn miðjan og Ólafur Örn skall- aði framhjá úr opnu færi eftir horn- spyrnu. Smátt og smátt fjaraði leikur Grindvíkinga út. Vonleysi greip um sig í þeirra herbúðum og til að strá enn meira salti í sárin skoraði Gunnar Heiðar skemmtilegt mark undir lok leiksins og innsiglaði óvæntan en verðskuldaðan sigur Eyjamanna. Grindavíkurliðið var satt best að segja ekki sannfærandi og ótrúlegur munur á leik þess í gær og í sigur- leiknum við Fram á föstudagskvöldið. Hvort Grindvíkingar hafi ofmetnast eftir þann leik skal ósagt látið en það læðist að manni sá grunur að svo hafi gerst og ákveðið vanmat hafi verið í gangi hjá leikmönnum liðsins. Sókn- arleikurinn var ákaflega einhæfur, og viljinn og baráttan var ekki til staðar. Paul McShane og Sinisa Kekic reyndu hvað þeir gátu til að blása lífi í leik Grindvíkinga fram á við og Ólafur Örn Bjarnason stóð fyrir sínu í öft- ustu vörn. Aðrir voru talsvert frá sínu besta, þar á meðal Lee Sharpe sem var ekki nema svipur hjá sjón frá því í leiknum við Fram. Grindvíkingum var spáð velgengni í sumar en eftir þrjá ósigra, þar af tvo á heimavelli, er ljóst að leikmenn Suðurnesjaliðsins þurfa að taka sig taki ef liðið ætlar einfaldlega ekki að lenda í strögli í sumar. Eyjamenn voru vel að sigrinum komnir þó svo að leikur þeirra hafi ekki verið neitt augnakonfekt. Bar- áttan var þeirra aðalsmerki og með skynsamlegum leik héldu þeir Grind- víkingum í skefjum. Vörnin var öflug með miðverðina Tryggva Bjarnason og Tom Betts í lykilhlutverkum. Bjarnólfur Lárus- son og Atli Jóhannsson voru ódrep- andi á miðjunni og Gunnar Heiðar var síógnandi með hraða sínum og leikni. Tveir sigurleikir í röð þar sem liðið hefur haldið hreinu er gott veganesti fyrir Eyjapeyja og með ámóta bar- áttu og gríðarlegum vilja verður ÍBV ekki auðsigrað. dvík- niður rðina inn snaggaralegi í liði ÍBV, kom Grind- a þegar liðin áttust við í Grindavík í tigin. Þeir unnu, 2:0, og skoraði Gunnar gur ÍBV í röð og þriðji sigur Eyjamanna í fstu deild en Grindvíkingar hafa unnið BANDARÍSKI tenniskappinn Andre Agassi féll úr leik í 8 manna úrslitum á opna franska meistaramótinu í tennis í gær. Agassi tapaði fyrir Argent- ínumanninum Guillermo Coria í fjórum settum, 4-6, 6-3, 6-2 og 6-4. Agassi var talinn líklegastur til þess að sigra á mótinu eftir að kappar eins og Lleyton Hewitt og Gustavo Kuerten höfðu fyrr fallið úr keppni. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 21 árs gamli Coria kemst í undanúrslit á einu af stóru mót- unum í tennis. „Það er ótrúlegt að ég hafi sigrað Agassi, hann var hetjan mín þegar ég var að alast upp,“ sagði Coria. Agassi sem er 33 ára gamall lék í gær sinn 999. leik sem atvinnumaður í tenn- is en hann sigraði á opna franska meist- aramótinu árið 1999. Agassi úr leik ÞÓREY Edda Elísdóttir, stang- arstökkvari úr FH, hafnaði í fimmta sæti í stangarstökki á stigamóti Al- þjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF, í Mílanó á Ítalíu í gærkvöld. Hún stökk 4,15 metra og var talsvert frá sínu besta. Þjóðverjinn Yvonne Buschbaum stökk kvenna hæst í Mílanó, 4,45 metra, fimm sentimetrum hærra en Anna Rog- owska frá Póllandi og Caroline Hingst, Þýskalandi. Fyrrverandi heimsmeist- ari, Anzhela Balakhonova, hafnaði í fjórða sæti með 4,25. Christine Adams, Þýskalandi, stökk 4,15 eins og Þórey, en notaði fleiri tilraunir. Alls voru níu keppendur í stangarstökkinu. Þórey Edda keppir næst á stigamóti í Sevilla á Spáni á laugardaginn. Þórey fimmta í Mílanó EYJÓLFUR Héðinsson, 18 ára knattspyrnumaður úr Fylki, hefur fengið boð frá belgíska 1. deildar fé- laginu Lokeren um að koma þangað þegar tíma- bilinu á Íslandi lýkur, eða um 20. september. Loke- ren hefur fylgst vel með Eyjólfi allt frá 14 ára aldri. Hann lék á dög- unum sinn fyrsta leik með Fylki í úrvalsdeildinni en í fyrra spilaði Eyjólfur með ÍR í 1. deildinni og hann á að baki 10 leiki með drengjalandsliði Íslands. Eyjólfi boðið til Lokeren

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.