Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 6
SMÁÞJÓÐALEIKAR Á MÖLTU 6 B MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Arnar leikur í 1. deild í NCCAdeildarkeppninni og hefur leik- ið nánast allar helgar frá því í jan- úar og fram í maí er keppnistímabilinu lýkur. „Það var að- eins ein helgi sem ég fékk frí frá því á áramótum,“ sagði Arnar sem er í efsta styrkleikaflokki skóla síns en hann var annar í röðinni á því sviði er keppnistímabilið hófst í janúar sl. „Keppnistímabilið hófst í janúar og því lauk í mars og við fengum eina helgi í frí á þessu tímabili. Ég hef aldrei leikið eins margar leiki um ævina auk þess sem hlutirnir gengu mér í hag og ég var að leika vel í vetur,“ sagði Arnar. Um möguleika sína á mótinu sagði Arnar, sem er 21 árs, að hann stefndi á að kom- ast í undanúrslit í einliða- og tvíliða- leik. Eins og áður segir er Arnar við nám á skólastyrk vestanhafs og segir hann að möguleikarnir séu fyrir hendi hjá ungum íþróttamönnum á Íslandi að sam- eina nám og íþróttir í Banda- ríkjunum. „Há- skólanám er krefjandi og ég gæti ekki æft eins mikið og ég geri nú ef ég væri í námi á Íslandi.“ Arnar varð Íslandsmeistari í ein- liðaleik í fyrsta sinn 15 ára gamall og spurður um þróunina í tennis- íþróttinni frá þeim tíma svaraði hann því til að færri eldri tennisspil- arar stunduðu íþróttina en áður. „Kannski eru allir farnir í golfið en ég móðga engan ef ég segi að gæðin á leikmönnum í dag eru meiri en fyrir fimm til sex árum.“ Arnar er ekki eini íslenski tenn- isleikarinn sem stundar nám vest- anhafs því aðstoðarþjálfari lands- liðsins á Möltu er Davíð Halldórsson sem stundar nám við Virgíníu-há- skólann í Bandaríkjunum. Arnar Sigurðsson hefur sett stefnuna á undanúrslit í tennis „Hef aldrei leikið eins marga leiki“ ARNAR Sigurðsson keppir í tennis á Smáþjóðaleikunum á Möltu og segir hann að aldrei áður hafi mótið verið eins sterkt og að þessu sinni, en um 5 leikmenn á mótinu eru á meðal 500 efstu á heims- lista Alþjóðatennissambandsins. Arnar stundar háskólanám í Kali- forníu í Bandaríkjunum þar sem hann hóf nám sl. haust í líffræði, eða undanfara að læknisfræði, auk þess sem hann fékk skólastyrk til þess að leika tennis með skólanum. „Aðstæður í skólanum eru upp á það besta hvað varðar námið og tennisíþróttina. Við æfum oftar en ekki snemma á morgnana og förum í skólann um klukkan níu og erum þar fram eftir degi en förum á æfingar síðdegis á ný,“ sagði Arnar í stuttu spjalli við Morgunblaðið. Hann tryggði sér sæti í 8 manna úrslitum í gær með því að vinna Vivini Domenico frá San Marínó 6:2, 6:(9) og 6:3. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Möltu Arnar er kominn í 8 manna úrslit. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Síðari hálfleikurinn hjá okkurvar skelfilegur í einu orði sagt," sagði Hjörtur Harðarson þjálfari kvennalandsliðs Íslands í körfuknattleik eftir 59:47 tapleik liðsins gegn Möltu í gær á Smá- þjóðaleikunum. Íslenska liðið náði aðeins að skora 4 stig í þriðja leik- hluta eftir að hafa verið yfir, 28:35, í hálfleik og í fjórða leikhluta skor- aði íslenska liðið aðeins 8 stig eða alls 12 stig í síðari hálfleik. „Það gekk vel að hitta úr skotum utan af velli í fyrri hálfleik en eftir að lið Möltu herti aðeins á varnarleiknum í síðari hálfleik misstum við tökin á leiknum. Við skoruðum aðeins eina körfu utan af velli í þriðja leikhluta og tvö stig komu úr vítum. Ég held að ég fari með liðið á nokkrar skotæf- ingar fram að næsta leik liðsins gegn Kýpur á morgun fimmtudag,“ sagði Hjörtur. Í íslenska liðinu bar mest á Erlu Þorsteinsdóttur sem skoraði 15 stig, Kristín Blöndal skoraði 10, Birna Valgarðsdóttir 5, Rannveig Randversdóttir, Marin Karlsdóttir 3, Alda Leif Jónsdóttir 3, Sólveig Gunnlaugsdóttir 3, Helga Þorvaldsdóttir 2, Hanna Kjartans- dóttir, Hildur Sigurðardóttir, Svan- dís Sigurðardóttir. „Skelfilegur síðari hálfleikur“ Hafsteinn hefur verið viðloðandisiglingar frá árinu 1989 en hann tók þátt í Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 þar sem hann öðlaðist dýrmæta reynslu og nú hefur hann sett markið á að ná Ól- ympíulágmörkunum fyrir næstu leika sem fram fara í Aþenu á næsta ári. „Ég stefni á að komast á verð- launapall á Smáþjóðaleikunum – ætla mér gull hér á Möltu, og lít á þetta sem undirbúning fyrir heims- meistaramótið sem fram fer í sumar þar sem ég stefni á að ná lágmörk- unum fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Hafsteinn Ægir. Fyrir leikmann er oft erfitt að átta sig á því hvernig siglingakeppnir fara fram en þegar grannt er skoðað geta keppnisdagarnir verið afar langir og erfiðir. „Stundum er ekki hægt að sigla þar sem aðstæður eru ekki nógu góðar og þá þurfum við að bíða í bátunum úti á sjónum þar til að við erum ræstir af stað. Maður kemst ekki úr bátnum og þurfi mað- ur á salerni er bara migið í saltan sjóinn. Ég hef stundum beðið allan daginn úti á sjó í bátnum án þess að fara af stað og það er ekki skemmti- legt,“ sagði Hafsteinn í léttum tón. Keppendur taka flestir með sér eigin segl, kjöl og stýri í keppnina á Möltu og sagði Hafsteinn að bátarnir sem þeim væri úthlutað ættu allir að vera eins. Í vetur hefur Hafsteinn dvalið í Suður-Frakklandi við æfingar og keppni og sagði hann að þær æfingar hefðu skilað sínu. „Það eru tvær keppnir á dag hjá okkur að öllu jöfnu, ein klukkustund í hvort skiptið og keppendur þurfa að vera í góðu líkamlegu ástandi ætli þeir sér að geta brugðist við á réttan hátt undir álagi í keppni. Ég hef dvalið mest á lítilli eyju rétt við Marseille og veit að sú dvöl hefur verið lyftistöng fyrir mig sem siglingamann,“ sagði Haf- steinn. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hafsteinn Ægir Geirsson gerir seglið klárt, en hann er með bestan tíma eftir fyrsta keppnisdag. Siglingamaðurinn Hafsteinn Ægir Geirsson hefur dvalið við æfingar í Frakklandi í vetur - er fyrstur eftir fyrsta keppnisdag „Ætla að ná í gullið á Möltu“ HAFSTEINN Ægir Geirsson stóð í ströngu við að búa sig undir æf- ingu þegar Morgunblaðið náði tali af honum við keppnisstað sigl- ingamanna á Smáþjóðaleikunum á Möltu. Hafsteinn er 23 ára gam- all og keppir á Laser-standard bát sem er með stærsta seglið af keppnisbátunum og því erfiður viðureignar. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Möltu KARLALANDSLIÐIÐ í tennis kem- ur ekki heim á sunnudaginn eins og flestir aðrir keppendur hér á Smá- þjóðaleikunum á Möltu. Þegar keppni lýkur á Möltu heldur liðið til San Marínó, þar sem keppt verður í fjórðu deild í Davis Cup. „Ég, Davíð Halldórsson, sem er aðstoðarþjálf- ari hérna á Smáþjóðaleikunum, Arnar Sigurðsson og Andri Jónsson förum til San Marínó,“ sagði Raj Kumar Bonifacius, landsliðsþjálf- ari, sem jafnframt keppir á Smá- þjóðaleikunum. Davis Cup mótið í San Marínó hefst mánudaginn 9. júní og því lýkur 15. júní. Fara beint á Davis Cup í San Marínó UNDANKEPPNI í skvassi á Smá-þjóðaleikunum hófst á mánudags- morguninn og töpuðu íslensku keppendurnir fyrir fyrstu mótherj- um sínum og voru úr leik. Róbert Fannar Halldórsson lék á móti Panos Hadjiphilippou frá Kýp- ur og tapaði 0:3. Kim Magnús Nielsen átti að leika í fyrstu umferð gegn Christian Bill- ard frá Mónakó, en hann mætti ekki til leiks og því var Kim dæmd- ur 3:0 sigur. Í annarri umferð lék Kim á móti Sanjay Raval frá Lúx- emborg og tapaði 0:3. Hrafnhildur Hreinsdóttir tapaði fyrir V. Karasavas frá Kýpur, 3:0. Rósa Jónsdóttir tapaði fyrir S. Dents frá Lúxemborg, 3:0. Töpuðu fyrsta leik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.