Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 7
SMÁÞJÓÐALEIKAR Á MÖLTU MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 B 7 Þær stöllur voru hlédrægar endavissu þær ekki nákvæmlega hvar þær standa samanborið við aðrar konur í keppn- ini. „Strákarnir segja að við eigum mikla möguleika á að ná í verðlaun, en við vitum ekki hvort það er rétt eða ekki,“ segir Ingibjörg og neitaði því að einhver spenningur væri kominn í hana. „Við keppum ekki fyrr en á fimmtudaginn og það er allt of snemmt að fara að stressa sig yfir því strax.“ Hver keppandi um sig skýtur 60 skotum í undankeppninni og átta bestu komast í úrslit þar sem spennan getur oft verið mikil því hver og einn fær eitt skot, síðan er tilkynnt hvernig staðan er, síðan skjóta allir öðru skoti og staðan at- huguð og þannig er haldið áfram þar til allir hafa skotið tíu skotum. Þarna segja skotmenn að reyni virkilega á taugarnar og nefna sem dæmi að Guðmundur Kr. Gíslason, sem er sá eini í landsliðinu sem hef- ur áður keppt á Smáþjóðaleikum, hafi skotið sig upp í bronsverðlaun með síðasta skotinu á síðustu leik- um. Guðmundur og Anton Konráðs- son keppa í loftskammbyssu en í leirdúfuskotfimi keppa þeir Hilmar Árnason og Pétur Guðmundsson. „Ég byrjaði í þessu til að verða betri í veiðinni,“ segir Pétur en Ant- on segist aldrei hafa drepið neitt, hann hafi bara fengið áhuga á að skjóta í mark og það sé það eina sem hann geri með byssu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Lögreglumennirnir Kristína Sigurðardóttir og Ingibjörg Ásgeirsdóttir með skotvopn sín. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Skotmennirnir Pétur Gunnarsson og Anton Konráðsson. Skyttur tvær úr lögreglunni SEX íslenskar stórskyttur eru mættar til leiks á Möltu, fjórir karlar og tvær konur og er þetta í fyrsta sinn sem kvennalandslið í skot- fimi tekur þátt í keppni. Kristína Sigurðardóttir og Ingibjörg Ás- geirsdóttir, sem keppa báðar með loftskammbyssu, mynda kvenna- landslið Íslands. Þær eru báðar í lögreglunni í Reykjavík og segjast fyrst hafa skotið úr byssu þegar þær hófu störf sem lögreglumenn og við það hafi áhuginn kviknað. Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá Möltu ÞAÐ er rólegt lífið hjá þeim Hilmari Árnasyni og Pétri Gunnarssyni, sem taka þátt í leir- dúfuskotfimi á Smáþjóðaleikunum á Möltu. Þeir félagar keppa ekki fyrr en á föstudag og laugardag, en fá samt sem áður ekki að æfa sig á skotsvæðinu fyrr en á fimmtudag. Þeir hafa því lítið fyrir stafni á meðan þeir bíða eft- ir að fá að keppa en framkvæmdaraðilar Smá- þjóðaleikana sjá sér ekki fært að leyfa skot á leirdúfur á sama tíma og keppt er með loft- skammbyssu á skotsvæðinu. Hilmar og Pétur sögðu við Morgunblaðið að þetta fyr- irkomulag væri fyrir neðan allar hellur og að engin truflun væri frá leirdúfuskotmönnum fyrir aðra keppendur. Þeir félagar hafa því sleikt sólina við sundlaugarbakkann og notað tímann við hugarþjálfun undir stjórn Einars Gylfa Jónssonar, sem er sálfræðingur íþrótta- hópsins. Skyttur fá ekki að æfa TENNISSYSTURNAR Rakel og Re- bekka Pétursdætur voru við æfingar þegar Morgunblaðið hitti þær að máli, áður en sjálf keppnin hófst. Þær eru ekki gamlar, Rakel 22 ára og Rebekka 15, en rétt að verða sextán ára og er hún yngsta stúlkan frá Íslandi sem keppir á Smáþjóðaleikunum að þessu sinni. Þrátt fyrir að vera ungar hafa þær verið lengi í tennis, Rakel í ellefu ár en Rebekka í níu – byrjaði sex ára. „Við byrjuðum að æfa tennis þar sem mamma stundaði tennis og pabbi fór einnig að æfa. Það varð til þess að við fórum einnig að æfa. Bróðir okkar spilaði einnig um tíma, en hann leggur nú áherslu á knattspyrnuna,“ segir Rakel. Rebekka tekur undir þessi orð eldri systur sinnar og bætir við að þær hafi báðar verið í öðrum íþróttum. „Ég var bæði í fótbolta og frjálsum – æfði aðallega langstökk og spretthlaup, en svo kom að því að ég varð að velja og það var erfitt. Ég valdi tennisinn.“ Þær voru sammála um að það væri svolítill munur að spila hér á Möltu og að spila heima, sér- staklega vegna þess að heima æfa þær langmest á gervigrasi en á Möltu er leikið á hörðum velli, nokkurs konar malbiki. „Við erum orðnar dálítið spenntar fyrir fyrsta leik og markmiðið hjá okkur er í fyrstu að vinna fyrsta leikinn þann- ig að maður fái annan leik,“ sögðu þær systur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Rebekka og Rakel kunna vel við sig á Möltu. Tennissysturnar Rebekka og Rakel á ferðinni ÍSLENSKA karlalandsliðið í blaki tapaði fyrsta leik sínum á mótinu en liðið tapaði 3:0 fyrir San Mar- ínó, sigurvegurum á síðustu Smá- þjóðaleikum. Vegna slakrar frammistöðu blakliðsins á síðustu leikum fær það tvö sterkustu liðin í upphafi þessa móts, Kýpurbúa í dag en þeir hafa venjulega verið með sterkasta liðið í blaki karla. Blak karla fer fram í gömlu fangelsi sem búið er að breyta í íþróttahús, virðuleg bygging sem minnir þó alls ekkert á íþróttahús þegar komið er að því. Fyrsta hrin- an í gær endaði 15:25 eftir að Ís- land hafði verið undir allan tím- ann. Í næstu snerist dæmið við, Íslendingar voru yfir allan tímann, eða allt þar til á síðustu sekúndu þegar hinir höfðu betur, 26:28. Síð- ustu hrinan tapaðist síðan 13:25. Íslenska liðið lék á köflum mjög vel í gær, sérstaklega í annarri hrinu þar sem Matthías Haralds- son lék mjög vel í stöðu fríherja, kom boltanum alla jafna vel fram á uppspilarann sem átti þá auðveld- ara með að vinna úr þeim boltum sem komu. Í fyrstu hrinu gekk þetta illa og uppspilið var þá slakt og sóknirnar máttlausat eftir því. Annars var þjálfarinn Vignir Hlöð- versson besti maður liðsins í þess- um leik, yfirvegaður og útsjón- arsamur og hefur í heiðri það sem honum eldri menn höfðu stundum á orði um skelli, að þeir þyrftu ekki alltaf að vera fastir. Karlaliðið tapaði fyrsta blakleiknum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.