Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 C 5 bílar hefur bæði kosti og galla í för með sér. Kostirnir eru þeir að búnaður- inn dregur umtalsvert úr eyðslu bílsins þar sem rafmótorinn notar aðeins orku þegar verið er að beygja bílnum. Stýrið er þokkalega nákvæmt en ókosturinn við raf- magnsstýrið er sá að svörunin er dálítið loðin og bíllinn virkar ekki sérlega jarðtengdur. Þetta ásamt fremur mjúkri fjöðrun framkalla aksturseiginleika sem höfða síður til undirritaðs en aksturseiginleik- ar hjá helstu keppinautum, þ.e.a.s. VW Golf, Opel Astra og Ford Focus, svo dæmi séu tekin. Raf- magnsstýrið í Stilo er að auki með sérstakri borgarstillingu, sem gerir stýringuna léttari sem nýtist mjög vel þegar lagt er í þröng stæði. Stilo Multi Wagon er fáanlegur með tvenns konar vélum í tveimur útfærslum. Með 1,6 l, 103 hestafla vél kostar hann í Active-gerð 1.790.000 kr. og 1.950.000 kr. í Dynamic-gerð. Með 1,8 l vélinni kostar hann 1.990.000 kr. í Active- gerð en 2.150.000 kr. í Dynamic- gerð. Bíllinn er eingöngu fáanlegur beinskiptur. Helstu keppinautar eru Ford Focus, sem kostar með 1,6 l vél 1.810.000 kr., VW Golf Variant 1,6 l sem kostar 1.940.000 kr., Opel Astra 1,6 l sem kostar 1.930.000 kr. og Peugeot 307 XT 1,6 sem kostar 1.845.000 kr. Skottlokið opnast hátt og þægilegt er að lesta bílinn. Loftkæling er meðal staðalbúnaðar í Dynamic. gugu@mbl.is Áberandi brot er á vélarhlífinni sem setur svip á bílinn. C2 frá Citroën, sá alminnsti frá franska bílaframleiðandanum, kemur á markað seinna á þessu ári. Hann verður strax í boði með fjórum mis- munandi vélum; þremur bensínvélum og á meginlandi Evrópu verður hann líka fáanlegur með lítilli samrásardís- ilvél. Þá verður hann fáanlegur með nýjum gírkassa, SensoDrive, sem nú er einnig verið að kynna til sögunnar í C3. C2 hefur dálítið sérstakt útlit. Þeg- ar litið er á hlið bílsins sést að í honum eru tvær línur og tekur sú seinni við þar sem afturhluti bílsins byrjar. Að innan er hann litríkur og frísklegur. C2 verður fjölhæfur bíll og hægt að breyta innanrýminu á marga vegu. Hann er aðeins fjögurra sæta og aft- ursætin tvö eru á sleða og hægt að færa þau fram eða aftur eftir þörfum. Auk þess er að hægt að fella þau niður í gólfið með einfaldri aðgerð. Hægt er að hafa C2 á allt að 16 tommu hjólum og hann er óvenju vel útbúinn miðað við stærð. Meðal staðalbúnaðar á sumum mörkuðum er m.a. vökvastýri sem þyngist með auknum hraða, sjálfvirk miðstöð, skynjari í baksæti, skriðstillir og sex líknarbelgir. C2 er byggður á sömu botnplötu og C3. Hann er 3,66 m á lengd og 1,66 á breidd. Hann verður eingöngu fáan- legur þrennra dyra. C2 er fjögurra manna. C2 — sá alminnsti frá Citroën Litríkur og frísklegur að innan. VÉLAR og þjónusta taka að sér umboð og sölu á öllum vél- um og tækjum frá John Deere frá og með 1. ágúst næstkom- andi. John Deere er eitt allra virtasta fyrirtæki heimsins á sínu sviði en hér á landi er fyrirtækið þó þekktast fyrir dráttar- og landbúnaðarvélar. Auk þess að framleiða vélar fyrir landbúnaðinn er fyrir- tækið stórtækt í framleiðslu og sölu á ýmiskonar smávélum og iðnaðarvélum og er með verksmiðjur beggja vegna Atl- antsála. Með þessum nýja umboðs- samningi mun V&Þ enn styrkja stöðu sína á íslenska vélamarkaðnum. Aukið vöru- framboð og sú viðleitni V&Þ að vera ávallt í fremstu röð vélainnflytjenda mun skapa viðskiptavinum fyrirtækisins betra rekstrarumhverfi með góðum vélum og góðri þjón- ustu. Vélar og þjónusta hf. taka við umboði fyrir John Deere AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Undirföt Náttföt Frábært úrval COS Undirfataverslun • Glæsibæ • S: 588 5575

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.