Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 7
breyst en bíllinn hefur gengið vel á markaði ytra, og eins og með Golf, telur VW litla ástæðu til að gera róttækar útlitsbreytingar á bílum sem enn njóta vinsælda. Engu að síður hefur bíllinn stækkað nokkuð. Transporter sendibíllinn er núna t.a.m. boðinn með þremur þakhæð- um og með hjólhaf í tveimur mis- munandi lengdum sem gefur mikið flutningsrými og tryggir honum góða stöðu á markaði atvinnubíla á bilinu 2,6 til 3,4 tonn. Shuttle er hins vegar fólksflutn- ingagerðin og tekur allt að sjö far- þega í sæti. Hann er með stórri rennihurð á hægri hlið og aðeins tveimur sætum í miðjuröðinni svo það er þægilegt að ganga um bílinn. Einfalt er að fella niður aftasta sætabekkinn og jafnvel taka hann úr bílnum og búa þannig til mun meira flutningsrými. Aflmikil dísilvél Minnsta dísilvélin, sem er fjög- urra strokka og skilar að hámarki 104 hestöflum, kemur með fimm gíra handskiptingu eða sjálfskipt- ingu en allar fimm strokka og sex strokka vélarnar, bæði bensín- og dísilvélar, eru boðnar með sex gíra handskiptum kassa eða sjálfskipt- ingu. Minni dísilvélin skilaði þess- um 4,89 m langa fólksflutningabíl rösklega áfram enda togar vélin ágætlega. Spurning er þó hvort ekki dragi úr akstursánægjunni þegar bíllinn er fullhlaðinn farþeg- um og farangri. Við þær aðstæður hlýtur fimm strokka vélin að vera mun álitlegri kostur. Með bílinn tóman skilaði fimm strokka vélin fantavinnslu og bílnum upp á mik- inn hraða á augabragði. Þetta er fínstilltur og fremur lágvær véla- búnaður og togið er 250 Nm að há- marki sem gerir að verkum að lítið þarf að hræra í sex gíra handskipt- um gírkassanum þegar þjóðvega- hraða er náð. Þetta er svokölluð pumpudísilvél sem er svar VW við samrásardísilvélinni. Gírstöngin er í miðju mælaborðinu sem sparar pláss við framsætin og staðsetning- in er þægileg. Skiptingin er líka ná- kvæm og traustvekjandi. Auk þessara tveggja dísilvéla verður bíllinn boðinn með 2ja lítra, 116 hestafla bensínvél en flaggskip- ið er með V6 vél, 235 hestafla. Sveitavegirnir í kringum Poznan eru ekki þeir rennisléttustu í Evr- ópu. Það reyndi því talsvert á fjöðr- unarkerfi bílsins. Fjöðrunin var nægilega stíf til þess að draga úr hreyfingum yfirbyggingarinnar en um leið vildi glymja dálítið í tómum bílnum. Shuttle-gerðin er enda hrárri í útfærslu að innan en Multi- van. Transporter, sem er samnefnari fyrir þessar þrjár gerðir bíla, er 4,89 m á lengd, 1,91 m á breidd og 1,96 m á hæð. Hins vegar er hægt að panta bílinn með hærra þaki, annaðhvort 2.165 mm eða 2.466 mm. Sé það ekki nóg má einnig panta bílinn með lengra hjólhafi, 3,4 m, og er bíllinn þá orðinn 5,29 m á lengd. Auk þess er hægt að fá sendibílagerðina með fimm mis- munandi útfærslum á flutnings- rýminu. Bíllinn verður kynntur í endaðan júlí hjá Heklu, umboðsaðila VW. Fyrst kemur styttri gerð bílsins en síðan verða hinar mismunandi út- gáfur kynntar koll af kolli út árið. gugu@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 C 7 bílar VOLKSWAGEN framleiðir Transporter bæði í Hannover í Þýskalandi og í Poznan í Póllandi. Í síðustu viku gafst kostur á því að skoða verksmiðjuna í Poznan en hún vekur athygli fyrir hreinleika og skilvirkni í framleiðslu. Á þessu ári verða þar framleiddir 12.696 Transporter af fjórðu kynslóð, sem nú er að renna sitt skeið, og 34.000 Transporter af fimmtu kynslóð. Starfsemin í Poznan hófst árið 1993 og var upphafleg áætlun VW sú að setja þar saman létta atvinnubíla og síðar einnig fólksbíla frá dótturfyr- irtækjunum Seat, Audi og Skoda. Á fimm ára tímabili, fram til 1998, voru framleiddir þar og settir saman alls 70.000 bílar. Á þessu ári stefnir í að þar verði framleiddir 155.000 bílar. Starfsemi VW skiptir miklu máli fyrir efnahag í þessum hluta Póllands. Fjárfesting Atvinnubíladeildar VW í verksmiðjunni í Poznan verður komin upp í 600 milljónir evra árið 2006, sem samsvarar um 51 milljarði ÍSK. Á þessu ári nemur fjárfestingin 178 milljónum evra. Verksmiðjan veitti í upphafi 500 manns vinnu en núna starfa þar 3.400 manns og verða 5.000 á árinu 2005. Þetta eru vel þegin störf þar sem atvinnuleysi er landlægt. Atvinnuleysi í Póllandi er nú um 18% en undir 7% í Poznan. Einnig þykir VW greiða hærri laun en al- mennt þekkjast á þessum slóðum. Engu að síður kom það skýrt fram á fundi með blaðamönnum að megin- ástæðan fyrir starfseminni í Póllandi væru lág laun í samanburði við laun verkamanna í Þýskalandi. Volkswagen AG og pólski bílafram- leiðandinn FSR Tarpan stofnuðu bíla- verksmiðjuna í Poznan árið 1993 en þremur árum síðar hafði VW eignast verksmiðjuna alla. Þetta er ábatasam- ur rekstur því VW áætlar að hann skili fyrirtækinu um 1,7 milljónum evra í tekjur á árinu 2006. Skel af bíl á bandinu í Poznan. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Mikil lyftistöng fyrir Poznan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.