Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A FIMLEIKAR: STEFNAN HEFUR VERIÐ SETT Á ÓL Í AÞENU /C8 DAVID Beckham getur verið á leið til Barce- lona, samkvæmt upplýsingum breskra dag- blaða. Peter Kenyon, stjórnarformaður Man- chester United, neitaði því ekki í gær að viðræður milli Manchester United og Barcelona um sölu á David Beckham væru hafnar. Um liðna helgi bárust fréttir af því að Börsungar væru reiðubúnir að greiða 30 milljónir punda fyrir Beckham og formlegt tilboð myndi berast í leikmanninn um leið og forsetakjörið hjá Barcelona væri yfirstaðið en það fer fram 15. júní. Samningur Beckham við United rennur út árið 2005 en sjálfur hefur hann sagt að hann vilji vera um kyrrt hjá United. Ef Beckham yrði seldur gæti liðið keypt góða leikmenn í staðinn fyrir þá upphæð sem það fengi. Til sögunnar eru meðal annars nefndir Ronaldinho, Harry Kewell og Paul Robinson. Beckham til Barcelona? TVÖ norsk handknattleikslið, karlalið Elverum og kvennalið Lunner, hafa gert Axel Stef- ánssyni, fyrrverandi markverði KA, Vals og Stjörnunnar, tilboð um að þjálfa. Axel stundaði nám við íþróttaháskólann í Osló í tvö ár og samhliða náminu stýrði hann tveimur morgunæfingum á viku hjá Lunner. Lunner er eitt af þekktari kvennaliðunum í Noregi en liðið féll úr úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð eftir 16 ára samfellda veru í deildinni. Elverum leikur í 1. deildinni en þetta er sama lið og Selfyssing- urinn Þórir Hergeirsson þjálfaði og lék með á sínum tíma. „Ég býst fastlega við að gefa liðunum afsvar. Það er nokkuð síðan ég fékk tilboðið frá Lunner og í fyrstu var ég spenntur fyrir því. En eftir að liðið missti frá sér leikmenn þá dvínaði áhuginn hjá mér. Ég fékk síðan tilboðið frá Elverum um síðustu helgi. Við fjölskyldan fluttum heim frá Nor- egi í fyrra og erum nýbúinn að koma okkur fyrir á Akureyri svo það þarf ansi mikið að gerast til að ég hoppi á þetta. Ég býst ekki við öðru en að ég salti þetta nema þá að eitthvað óvænt komi upp á,“ sagði Axel við Morg- unblaðið. Tvö norsk lið vilja Axel sem þjálfara KR-ingar mótmæltu markinu enEyjólfur Ólafsson, dómari, dæmdi markið gott og gilt. Morgun- blaðið leitaði til Eyjólfs og fékk hann til að útskýra sína hlið á málinu. „Ég dæmdi aukaspyrnu á KR- inga rétt utan teigs þegar brotið var á leikmanni KA. Ég stóð alveg við brotið og það var einhver leikmaður KR-liðsins sem tjáði sig við mig um atvikið en ég sagði ekki orð. Á meðan Dean Martin stóð við boltann og KR- ingar voru að skipuleggja sinn varn- arvegg þá sagði Martin við mig: Má ég taka aukaspyrnuna strax. Ég svaraði: Mín vegna máttu það, og síðan gekk ég frá boltanum. Dean Martin sagði þá um leið við Pálma: Skjóttu strax og það gerði hann og skaut boltanum í markið,“ sagði Eyj- ólfur. Dómarar þurfa ekki að flauta þeg- ar um aukaspyrnur er að ræða nema að þeir tjái leikmönnum að þeir ætli að gera það og í þessu tilviki segist Eyjólfur ekki hafa sagt leikmönnum að bíða eftir flautunni. „Leikmönnum er heimilt að hrað- framkvæma aukaspyrnur og okkur dómurum er sérstaklega uppálagt að gefa tækifæri á að taka spyrnurnar strax og koma í veg fyrir að tefja leikinn. Þetta eru hrein fyrirmæli,“ segir Eyjólfur. Heimilt að „hraðfram- kvæma“ aukaspyrnur NOKKUR umræða hefur skapast um fyrsta markið sem KA-menn skoruðu í sigurleiknum á móti KR-ingum á Akureyri í fyrrakvöld. Markið skoraði Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason beint úr auka- spyrnu, nánast í autt markið þar sem Kristján Finnbogason, mark- vörður KR-inga, stóð við markstöngina og var að stilla upp varn- arvegg sinna manna. Eyjólfur Ólafsson um atvik í leik KA og KR á Akureyri DAVID Seaman hefur sagt skilið við Arsenal og hefur ákveðið að ganga til liðs við Manchester City. Seaman, sem heldur upp á fertugs- afmæli sitt í september, hefur stað- ið á milli stanganna hjá Arsenal í 13 ár og hefur á þeim tíma leikið 564 leiki fyrir félagið. Hann hefur unnið níu stóra titla með Lundúnaliðinu á þessum tíma, þrjá meistaratitla, fjóra bikartitla, Evrópumeistaratitil bikarhafa og deildabikarmeistara- titilinn. „Ég hef átt frábæran tíma hjá Arsenal og hef unnið fleiri titla en mig óraði fyrir að ég mundi vinna. Ég hef unnið með mörgum heims- klassa leikmönnum hjá Arsenal og verið undir stjórn frábærra knatt- spyrnustjóra eins og Arsene Weng- ers og George Grahams sem báðir hafa stutt mig dyggilega á ferli mínum,“ sagði Seaman, sem fær 3,6 millj. ísl. kr. í vikulaun. Hann leysir af annan ellismell hjá Manchester City, en Peter Schmeichel, sem leikið hefur í marki liðsins und- anfarin tvö ár, hefur lagt hanskana á hilluna. Patrick Vieira, fyrirliði Arsenal, segir að Seamans verði sárt saknað á Higbury. „Ég er leiður yfir því að Seaman sé á förum frá okkur. Hann er stórkostlegur markvörður og er að mínu mati sá besti sem hefur leikið fyrir Arsenal. Seaman hefur gert mikið fyrir félagið en ég get vel skilið að hann vilji nýja áskorum,“ sagði Vieira á heimasíðu Arsenal. Seaman yfirgefur Arsenal Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir fékk silfurverðlaun í 100 metra baksundi og bronsverðlaun í 100 metra flugsundi á Smáþjóðaleikunum á Möltu í gær. Hér er hún á fullri ferð í flugsundinu. Sjá nánar um sundið á C2 og C3. Aðrar fréttir frá Möltu eru á C6 og C7. 2003  FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ BLAÐ C

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.