Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 2
SMÁÞJÓÐALEIKARNIR Á MÖLTU 2 C FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ EFTIR þrjá keppnisdaga á Möltu eru Kýp- urbúar búnir að fá flest gullverðlaun – 13 gull, 11 silfur og 11 brons. Lúxemborgarmenn koma næstir með ellefu gull, tíu silfur og átta brons. Íslendingar hafa fengið tíu gull, tólf silfur og tólf brons. Möltumenn hafa fengið fjögur gull, fimm silfur og sex brons. Mónakó- menn koma næstir með fjögur gull, fjögur silf- ur og fimm brons. San Marínó hefur fengið þrjú gull, tvö silfur og tvö brons, Andorra tvö gull, þrjú silfur og fjögur brons og Liechten- stein eitt gull og eitt silfur. Verðlaunahafar á leikunum fá, fyrir utan verðlaunapening, litla útskorna tréstyttu, sem er ágæt minning. En fyrir þá íþróttamenn sem vinna til margra verðlauna er lítið annað að gera en nota einhvern hluta þeirra sem jóla- gjafir, eins og einn íþróttamaðurinn orðaði það. Kýpur með flest gull Morgunblaðið/Brynjar Gauti Örn Arnarson á verðlaunapallinum á Möltu. GUÐMUNDUR E. Stephensen og Markús Árnason, Víkingi, tryggðu sér gullverðlaun í liðakeppni karla í borðtennis er þeir fögnuðu sigri á borðtennismönnum frá Kýpur í úr- slitaleik í gær á Smáþjóðaleikunum á Möltu, 3:1. Áður höfðu þeir fé- lagar unnið San Marínó örugglega í undanúrslitum, 3:0. Kýpur lagði Lúxemborg, 3:0. „Það má nú eiginlega segja að þeir hafi unnið Búlgaríu því kepp- endurnir frá Kýpur eru allt Búlg- arar,“ sagði Pétur Stephensen, flokksstjóri borðtennismanna. Guðmundur og Markús léku í riðli með keppendum frá Lúx- emborg, Andorra og Möltu. Þeir byrjuðu á að vinna Lúxemborg 3:1 og síðan Andorra 3:0. Þeir háðu harða keppni við Möltubúa og lauk þeirri viðureign með því að Markús fagnaði sigri gegn Wayne Gerada í oddaleik 3:1 eftir að Guðmundur hafði tapað fyrir Simon Gerada 3:1. Stúlkurnar Halldóra Ólafs, Vík- ingi, og Aldís Rún Lárusdóttir, KR, töpuðu fyrir San Marínó 3:0, Kýpur 3:1, Lúxemborg 3:0 og Möltu 3:1 og höfnuðu í fimmta og neðsta sæti í liðakeppni kvenna. „Þær eru ungar og óreyndar,“ sagði Pétur. Seint í gærkvöldi hófst einstakl- ingskeppnin og henni verður haldið áfram í dag og jafnframt verður sérstök tvíliðakeppni og þar gera menn sér voni rum góðan árangur Guðmundar og Markúsar. Guðmundur og Markús með gull ÍRIS Edda Heimisdóttir hefur lagt áherslu á bringusundið undanfarin ár og náði hún í gullverðlaun í 100 metra bringusundi í þriðja sinn í röð á Smáþjóðaleikum í gær þrátt fyrir að hafa verið frá æfingum undan- farnar vikur vegna veikinda. „Ég hef lítið æft undanfarnar tvær vikur vegna veikinda og er nokkuð frá mínu besta en það er ljúft að vinna. Árangurinn er mun betri en ég átti von á miðað við undirbúninginn,“ sagði Íris sem kom í mark á tímanum 1.14,19 mínútum en Erla Haralds- dóttir varð önnur í sundinu á 1.16,02 mínútum. „Ég verð með á heimsmeistara- mótinu í lok júlí og hef náð lágmörk- unum inn á það mót og nú er stefnan sett á Ólympíuleikana í Aþenu á næsta ári,“ sagði Íris sem keppir í 200 metra bringusundi í dag og í boð- sundi á föstudaginn. „Ég er 1 sek- úndu frá Ólympíulágmarkinu í 100 m bringusundi og 1,5 sekúndum í 200 m bringusundinu og stefnan er sett á lágmörkin fyrir Ólympíuleikana á þessu ári,“ sagði Íris Edda. „Betra en ég átti von á“ Stúlkurnar eru ekki eins ogmargir sjá fyrir sér kastkonur, þær eru báðar hávaxnar og grannar – ímyndin hefur ef til vill verið dálítið önnur í gegnum tíð- ina, sérstaklega þegar kastarar frá Austur-Evrópu voru upp á sitt besta. Ástæðan fyrir því að þær Sigrún og Ásdís völdu frjálsíþróttir og kastgreinar hefur heldur ekkert með það að gera að austur-evrópskar íþróttakonur hafi verið fyrirmynd þeirra. „Ég var í frjálsum og fótbolta á sumrin og síð- an í körfubolta á veturna,“ segir Sigrún sem er 19 ára, fædd og upp- alin á Patreksfirði en er flutt á möl- ina fyrir sunnan. „Ég var í badmin- ton og svo ráðlagði leikfimi- kennarinn minn mér að prófa frjálsar þar sem mér gekk vel í stökkum og öðru sem voru í leikfim- inni,“ segir Ásdís. Pabbinn kenndi henni glímu Tilviljun ein réði sem sagt að þær fóru í frjálsar. Ásdís byrjaði ekki að æfa frjálsar af fullri alvöru fyrr en fyrir tveimur árum. „Ég var skráð á mót rétt fyrir áramót og var í öllum greinum. Þegar ég varpaði kúlunni sextán sentímetrum frá Íslandsmet- inu í mínum flokki fékk ég áhuga á kastgreinum, en ég hafði ekki einu sinni séð kúlu áður en ég kastaði í þessu móti,“ segir Ásdís sem leggur þó mesta áherslu á spjótkast og kringlukast þar sem hún varð önnur á þriðjudaginn. Ásdís er á átjánda ári, fædd og uppalin í Reykjavík og faðir hennar, Hjálmur Sigurðsson, mikill glímukóngur, kenndi henni glímu á yngri árum og hún keppti í greininni nokkrum sinnum og kann að glíma. Badmintonið tók síðan við en nú einbeitir hún sér að frjálsum og ætlar í badmintonið aftur þegar hún verður eldri. „Það er fínt að byrja aftur í því í ellinni,“ segir hún brosandi. Frá Patreksfirði Sigrún flutti tólf ára gömul frá Patreksfirði og fyrirmynd hennar í íþróttum er Egill Fjeldsted, móð- urbróðir hennar. „Hann var efnileg- ur bæði í körfu og frjálsum og fyrir vestan voru allir krakkar í öllum íþróttum. Egill lamaðist í umferð- arslysi fyrir nokkrum árum en er samt enn á fullu í körfunni og er að þjálfa þar,“ segir Sigrún. Hún var komin í stúlknalandsliðið í körfu en varð að velja. „Ég valdi frjálsar þar sem ég taldi meiri framtíð í því en að halda áfram í körfunni,“ segir hún og greinilegt er að hún hefur hugsað þetta mál til þrautar á sínum tíma. Hún er að ljúka námi í MK og stefn- an er sett til útlanda að loknu námi. „Svíþjóð heillar mig en ætli ég fari ekki fyrst til Bandaríkjanna því þá kemst maður á styrk og losnar við að borga skólagjöldin,“ segir hún. Þegar Sigrún byrjaði í frjálsum kastaði hún spjótinu tvo metra frá Íslandsmeti og þá kviknaði áhuginn, aðeins ellefu ára gömul. „Markmiðið hjá mér í keppninni hér er að bæta mig, en ég á best 49,31. Ég ætla að kasta yfir 49 metra en það er lág- markið fyrir EM undir 19 ára og ég þarf að ná því núna á næstunni þannig að ég komist á það mót. Keppnin hér verður spennandi því ég, Vigdís Guðjónsdóttir og stelpa frá Kýpur erum allar mjög jafnar og dagsformið mun ráða röðuninni. Við Vigdís erum reyndar búnar að ákveða að íslenski þjóðsöngurinn verði leikinn við verðlaunaafhend- inguna, sama hvort það verður hún eða ég sem verður á efsta þrepi.“ Báðar eru þær í sinni fyrstu A- landsliðsferð og kunna vel við það. „Það eina sem er dálítið leiðinlegt hér er hversu lengi við erum að koma okkur á keppnisstað,“ segja þær. FYRIR nokkrum árum var talað um frjálsíþróttavorið vegna þess hversu margir ungir krakk- ar stóðu sig vel í frjálsíþróttum. Sumarið lét á sér standa en nú virðist sem annað frjáls- íþróttavor sé brostið á. Altént eru margir ungir og efnilegir frjálsíþróttakrakkar við keppni á Smáþjóðaleikunum á Möltu. Tvær ungar stúlkur eru til dæm- is meðal keppenda í kast- greinum, FH-ingurinn Sigrún Fjeldsted og Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni, ætla að halda uppi merki Íslands á frjálsíþróttavell- inum hér og á öðrum völlum í náinni framtíð. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kastararnir ungu, Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni til vinstri og Sigrún Fjeldsted úr FH. Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá Möltu Tilviljun ein réð því að þær urðu kastarar Tvær ungar stúlkur halda uppi heiðri Íslendinga í kastgreinum í frjálsíþróttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.