Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 4
ÍÞRÓTTIR 4 C FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKA karlalandsliðið í handknattleik tapaði fyrir úrvalsliði Katalóníu, 30:26, í Girona í gær- kvöldi. Íslensku strákarnir voru þremur mörkum undir í hálfleik, 16:13. Mikil stemning var á leiknum en um 3000 áhorfendur studdu úrvalslið Katalóníu til dáða. Margir af bestu leikmönnum íslenska lands- liðsins voru ekki með í leiknum og því fengu margir ungir leikmenn tækifæri til að spreyta sig gegn góðu úrvalsliði Katalóníu, en margir sterkir at- vinnumenn léku með því. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur Ís- lendinga með sjö mörk, Einar Hólmgeirsson skoraði fimm mörk og þeir Bjarni Fritzson og Róbert Sig- hvatsson skoruðu þrjú mörk. Í dag fer íslenska landsliðið til Belgíu og á morg- un leikur Ísland við Slóveníu í Antwerpen í Fland- ers-bikarmótinu. Ísland tapaði fyrir úrvalsliði Katalóníu GEIR Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, vonast til þess að ekki færri en 5.000 manns mæti á Laugardalsvöllinn á laugadaginn til berja augum lands- leik Íslendinga og Færeyinga í und- ankeppni EM í knattspyrnu sem hefst klukkan 16. Að sögn Geirs hefur miðasala á leik- inn farið rólega af stað en hann gerir sér vonir um að salan taki kipp í dag og á morgun. „Ég verð svekktur ef færri en fimm þúsund manns mæta á völlinn. Við vit- um að þessi leiktími er ekki sá áhorf- endavænasti. Framundan er hvíta- sunnuhelgi og margir sem fara út úr bænum en landsliðið þarf á stuðningi að halda og því skora ég á fólk að koma og styðja við bakið á strákunum,“ sagði Geir við Morgunblaðið. Forsala á leikinn er á flestum Esso- stöðvunum og lýkur henni annað kvöld. Opin landsliðsæfing Almenningi gefst kostur á að fylgjast með æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvellinum í dag kl. 16. Landsliðsmennirnir munu gefa eig- inhandaráritanir til handa þeim sem vilja og þá verður dreift plakati með mynd af landsliðinu. KSÍ vill að minnsta kosti 5000 manns Ásgeir sagði að það væri kominntími til að snúa við þeirri slæmu þróun sem hefur verið að eiga sér stað. „Ég má ekki til þess hugsa að við förum enn neðar, nú þegar okkur hefur loks tekist að komast í þann styrkleikaflokk sem við erum í núna. Það er stefna okkar að taka sjö stig úr næstu þrem leikjum. Fari svo að okkur takist það og ég tala ekki um ef okkur tekst að fá níu stig úr næstu þrem leikjum þá held ég að við gætum farið að stokka spilin upp á nýtt. En auðvitað er það fyrst og fremst markmiðið að ná þriðja sæt- inu og halda okkur í þriðja styrk- leikaflokki,“ sagði Ásgeir. Leikirnir þrír sem Ásgeir talar um eru tveir leikir gegn Færeyjum – heima og heiman, og leikur gegn Litháen í Vilnius á miðvikudaginn kemur, en landsliðið heldur til Lithá- en á sunnudaginn. Hefurðu áhyggjur af því að Árni Gautur Arason, aðalmarkvörður liðs- ins, sé úti í kuldanum hjá félagsliði sínu? „Vissulega er þetta ekki gott ástand. Við þekkjum mál Árna Gauts og höfum hvatt hann til að ganga sem fyrst frá sínum málum. Árni Gautur er samt okkar besti markvörður, á því leikur enginn vafi. Nú er Birkir að fara að kveðja eftir þessa keppni og við höfum verið að fylgjast með markvörðum hér á landi og það eru nokkrir sem koma til greina.“ Nú gekk Atla Eðvaldssyni illa að finna leikmann til að leika stöðu hægri bakvarðar. Bjarni Þorsteins- son lék gegn Skotlandi og Gylfi Ein- arsson í Finnlandi, en hvorugur þeirra er í hópnum hjá þér. Hvernig hyggst þú leysa þessa stöðu? „Við erum að skoða íslenska mark- aðinn svo er það ánægjulegt að vita til þess að Auðunn Helgason er kominn á fullan skrið í Svíþjóð. Við verðum búnir að leysa þessi mál fyrir fram- tíðina en ég tel að innan þessa hóps sem ég hef nú yfir að ráða séu menn sem geti leyst þetta verkfni.“ Hver verður munurinn á þínu landsliði og landsliði Atla Eðvalds- sonar? „Ég held að það sé ómögulegt að tala um það alveg strax. Ég held bara að það sé best að þjóðin dæmi um það þegar þar að kemur.“ Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hlakkar mikið til viðureignarinnar við Færeyinga „Ætlum okkur sjö stig úr næstu þremur leikjum“ ÁSGEIR Sigurvinsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu dreg- ur ekkert úr mikilvægi þeirra leikja sem Ísland á fyrir höndum á næstu dögum. „Ég hlakka mikið til og það er kominn spenningur í mig fyrir viðureignina við Færeyjar á laugardag. Leikurinn gegn Færeyjum er tímamótaleikur fyrir framtíð íslenskrar knattspyrnu. Við höfum verið að hríðfalla á styrkleikalista alþjóða knattspyrnu- sambandsins. Nú er svo komið að við erum fallnir úr fertugasta og áttunda sæti í það sjötugasta og ef það tekst ekki að vinna Fær- eyjar yrði það afhroð fyrir íslenska knattspyrnu,“ sagði Ásgeir. Eftir Hjörvar Hafliðason Morgunblaðið/Kristinn Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður, í leiknum gegn Skotlandi á Hampden Park í Glasgow. KNATTSPYRNA 1. deild karla: Víkin: Víkingur R. - HK............................ 20 Keflavíkurv.: Keflavík - Afturelding ....... 20 Efsta deild kvenna, Landsbankadeild: Valbjarnarv.: Þróttur/Haukar - Valur .... 20 Stjörnuvöllur: Stjarnan - FH ................... 20 1. deild kvenna: Ólafsvíkurv.: HSH - ÍR............................. 20 Garðsvöllur: RKV - HK/Víkingur............ 20 Í KVÖLD KNATTSPYRNA Bikarkeppni karla VISA-bikar, 2. umferð: KR-23 – ÍA-23............................................3:5  ÍA-23 sigraði í framlengingu og er komið í 32-liða úrslit. 1. deild kvenna B Fjarðabyggð – Leiknir F..........................7:1 Höttur – Sindri ..........................................3:1 Staðan: Höttur 2 2 0 0 6:1 6 Tindastóll 1 1 0 0 10:1 3 Fjarðabyggð 1 1 0 0 7:1 3 Sindri 1 0 0 1 1:3 0 Einherji 1 0 0 1 0:3 0 Leiknir F 1 0 0 1 1:7 0 Leiftur/Dalvík 1 0 0 1 1:10 0 Svíþjóð Bikarkeppnin, 32-liða úrslit: Sundsvall – Hammarby ............................1:1 Leiðrétting Áhorfendur á leik KA og KR í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í fyrrakvöld voru 1.113 talsins, ekki um 400 eins og mishermt var í blaðinu í gær. ÚRSLIT Björgvin komst áfram BJÖRG- VIN Sig- urbergs- son lék mjög vel á öðrum degi Euro- pro- golfmóts- ins í Portúgal í gær. Eftir fyrsta keppnisdaginn leit ekki út fyrir að hann kæmist áfram því að hann lék þá á 77 höggum, sex höggum yfir pari. Í gær bætti hann stöðu sína heldur betur, lék á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari. Þar með var hann sam- anlagt á tveimur höggum yfir pari og það nægði hon- um til þess að komast í gegnum niðurskurðinn en hann er í 50.–66. sæti og heldur áfram keppni í dag. Björgvin Sigurbergsson GRINDVÍKINGAR eiga í viðræðum við nágranna sína í Keflavík um að kaupa af þeim sóknarmanninn Þórarin Kristjánsson. Jónas Þórhallsson, formaður knatt- spyrnudeildar Grindavíkur, staðfesti þetta við Morg- unblaðið í gær og sagði að vegna slæmrar byrjunar liðsins í mótinu hefði verið ákveðið að leita leiða til að styrkja sóknarleik þess. „Við föluðumst fyrst eftir því að fá Þórarin eða Magnús Þorsteinsson leigðan frá Keflavík en því var hafnað. Þá var rætt við Þórsara um að fá Orra Frey Hjaltalín og við B36 í Færeyjum um að fá færeyska landsliðsmanninn Ják- up á Borg, en bæði félög settu of hátt verð á leikmennina og því fór það ekki lengra. Eftir það kom á daginn að möguleiki væri á að kaupa Þórarin af Keflvíkingum og það mál er í vinnslu þessa dagana,“ sagði Jónas. Þórarinn er 22 ára og hefur ýmist leikið á sókn eða miðju hjá Keflvíkingum en hann hefur spilað með meist- araflokki þeirra frá 15 ára aldri. Hann á að baki 90 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim 26 mörk. Þórarinn til Grindvíkinga? Þórarinn Kristjánss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.