Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 C 5  BRÆÐURNIR Kristján Óli Sigurðsson og Sigmar Ingi Sigurðs- son úr Breiðabliki urðu báðir fyrir því að líta rauða spjaldið í leikjum með félaginu í 2. umferð bikarkeppni KSÍ í vikunni.  KRISTJÁN Óli var rekinn af velli þegar Breiðablik tapaði fyrir 23-ára liði Keflavíkur, 4:3, og Sigmar Ingi, sem er varamarkvörður meistara- flokks, hlaut sömu örlög með 23-ára liði Breiðabliks sem tapaði fyrir Njarðvík, 6:1. Bræðurnir verða í banni þegar Breiðablik mætir Hauk- um í 1. deildinni annað kvöld.  RAUÐ spjöld voru víða á lofti í bik- arleikjunum í vikunni og m.a. voru tveir leikmenn Leifturs/Dalvíkur reknir af velli í fyrri hálfleik þegar lið þeirra tapaði, 5:0, fyrir Völsungi. Það voru þeir Gunnar Jarl Jónsson og Heiðar Gunnólfsson, sem fyrir vikið verða báðir í banni þegar Leiftur/ Dalvík mætir Stjörnunni í 1. deild- inni annað kvöld.  SIGURPÁLL Geir Sveinsson og Haraldur H. Heimisson féllu báðir úr keppni í gær í 64 manna úrslitum á opna breska áhugamannamótinu í golfi. Þeir komust þangað eftir góða frammistöðu í forkeppninni í vikunni. Haraldur tapaði fyrir Ari Savolainen frá Finnlandi, sem var 3 yfir þegar tvær holur voru eftir, og Sigurpáll tapaði fyrir Sam Osborne frá Eng- landi, sem var 8 yfir þegar sex holur voru eftir.  TEITUR Þórðarson stjórnaði liði Lyn í gærkvöld þegar það vann 2. deildarlið Ullensaker/Kisa, 4:1, í 2. umferð norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Teitur slasaðist á öxl á mánudag þegar hann datt af reiðhjóli en lét það ekki aftra sér frá störfum sínum. Jóhann B. Guðmundsson lék með Lyn en Helgi Sigurðsson var ekki með, enda farinn heim til Ís- lands vegna landsleikjanna.  PAUL Lambert, fyrirliði skoska landsliðsins í knattspyrnu og leik- maður Celtic, leikur sinn síðasta landsleik fyrir Skota þegar þeir taka á móti Þjóðverjum á Hampden Park á laugardaginn.  SIR Bobby Charlton, fyrrum landsliðsmaður Englands í knatt- spyrnu, og Eusebio, skærasta stjarna Portúgala fyrr og síðar, hafa valið lið Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Lið þeirra kappa er þannig skipað: Buffon – Thuram, Lucio, Ferdinand, Maldini – Beck- ham, Vieira, Rivaldo, Zidane – Van Nistelrooy, Henry.  MICHAEL Tarnat er genginn í raðir Manchester City frá þýsku meisturunum í Bayern München. Samningur Tarnat við Bæjara var útrunninn og gerði þessi 33 ára gamli miðjumaður eins árs samning við City. Tarnat á að baki 19 landsleiki fyrir Þjóðverja en hann hefur verið í herbúðum Bayern frá árinu 1997. FÓLK ÁTTA leikmenn úrvalsdeildarliðs Grindavíkur í knattspyrnu eiga yfir höfði sér sektir og verða jafnvel sett- ir út úr liðinu vegna agabrota um helgina. Mikil hátíðahöld voru í Grindavík vegna sjómannadagsins og leikmennirnir stóðust ekki freist- ingarnar en Grindvíkingar léku síð- an gegn ÍBV á þriðjudagskvöld og töpuðu á heimavelli, 0:2. „Það eru allir hér í Grindavík slegnir vegna þessa máls. Brot leik- mannanna voru mismunandi, frá hóflegri neyslu áfengis upp í hreint fyllirí. Eftir að ábendingar bárust frá stuðningsmönnum, voru málin rædd á fundi með leikmönnum í dag og þar komu þessir átta fram og við- urkenndu brot sín,“ sagði Jónas Þór- hallsson, formaður knattspyrnu- deildar Grindavíkur, við Morgun- blaðið í gær. „Við munum beita sektarákvæð- um sem eru skýr í samningum og síðan er það í höndum Bjarna þjálf- ara hvað hann gerir varðandi liðs- valið. Þessi framkoma leikmann- anna er gjörsamlega út í hött og líðst ekki. Það eru gerðar geysilega mikl- ar væntingar til þeirra, aðbúnaður þeirra er allur eins og best verður á kosið og hér í Grindavík vinnur fjöldi manns mikið sjálfboðastarf til að þeir geti stundað sína íþrótt við bestu mögulegar aðstæður. Fyrir hönd félagsins vil ég biðja stuðnings- menn okkar og styrktaraðila afsök- unar og ég vona að leikmennirnir bæti ráð sitt og sýni það í verki inn- an vallar í sumar,“ sagði Jónas. Átta Grindvíkingar sektaðir fyrir agabrot ALBERT Costa komst í gær í undanúrslitin á opna franska meistaramótinu í tennis. Costa lagði Tommy Robredo að velli eftir fimm sett, 2-6, 3-6, 6-4, 7-5, 6-2, en Robredo hafði komið mjög á óvart í mótinu og meðal annars slegið út Lleyton Hewitt og Gustavo Kuerten. Costa tapaði fyrstu tveimur settunum en náði með mikilli baráttu að snúa leiknum sér í vil og sigraði í næstu þremur settum. Leikurinn stóð í þrjár klukkustundir og 29 mín. Costa mun mæta landa sín- um, Juan Carlos Ferrero, í undanúrslitum en þeir léku til úrslita á opna franska meist- aramótinu í fyrra. Ferrero sigraði Fernando Gonzalez í 8- manna úrslitum, 6-1, 3-6, 6-1, 5-7 og 6-4. Í hinum undanúrslita- leiknum mætast þeir, Guill- ermo Coria frá Argentínu og Hollendingurinn, Martin Verkerk. Albert Costa í undan- úrslitin Jón Arnór sagði að hann hefði tek-ið ákvörðunina að fara í nýliða- valinu í samráði við umboðsmann, sem tók þessa ákvörðun eftir að hafa heyrt af áhuga nokkurra liða úr deildinni. Í lok júní heldur Jón Arnór út til Dallas og tek- ur þar þátt í móti sem lið í NBA hafa sett upp fyrir efnilega leikmenn víðs- vegar að úr heiminum. Auk NBA- liðanna verða fjölmörg evrópsk lið á staðnum. Þar mun hann leika með skandinavísku úrvalsliði sem Friðrik Ragnarsson þjálfari Njarðvíkur mun stjórna. „Eftirspurn eftir leikmönnum frá Evrópu hefur aukist mikið á undan- förnum árum. Því má þakka mönn- um eins og Dirk Nowitzki, Peja Stoj- akovic og fleirum. Við Evrópubúarnir höfum það orð á okk- ur að vera meiri liðsmenn en banda- rísku strákarnir.“ Fari svo að Jón Arnór verði ekki valinn, þýðir það ekki að hann geti aldrei komist í NBA-deildina. „Ný- liðavalið eins og það er uppsett í dag er gert fyrir leikmenn sem vilja kom- ast í deildina beint úr miðskóla. Ef ég verð ekki valinn þá get ég alltaf komist í NBA-lið sem samningslaus leikmaður seinna meir. Í deildina er tuttugu og eins árs aldurstakmark sem aðeins leikmenn sem eru valdir geta sniðgengið. Ég verð tuttugu og eins í september þannig að aldurinn stendur ekki í veginum fyrir mér. Eins og staðan er í dag þá held ég að ég sé manna rólegastur yfir þessu vali. Ef ég verð valinn yrði það frá- bært en ef ekki þá hef ég önnur járn í eldinum. Fyrir liggja tilboð út um alla Evrópu þó aðallega frá Þýska- landi og Spáni. Ég kunni mjög vel við mig í Þýskalandi og það var mjög gott að vita af Óla bróður (Ólafi Stef- ánssyni) þarna í nálægðinni þó svo að ég hafi lítið getað hitt hann þar sem við vorum báðir mjög uppteknir í okkar íþróttum. En ég væri alveg til í að elta hann til Spánar ef svo bæri undir.“ Jón Arnór er meiddur þessa dag- ana eins og fyrr segir. Fjarlægja þurfti brjósk úr hné hans og því þarf hann að taka því rólega á næstu dög- um. Hefði Jón Arnór hins vegar ver- ið heill heilsu væri hann nú staddur á Möltu og tæki þátt í Smáþjóðaleik- unum með félögum sínum í íslenska landsliðinu. „Sjálfur hef ég alltaf vilj- að taka þátt í verkefnum landsliðsins og fyrir leikmann sem leikur heima á Íslandi er það toppurinn að leika með landsliðinu auk þess sem menn eiga að vera stoltir af því að fá að leika fyrir land og þjóð.“ Takist Jóni Arnóri að komast í NBA-deildina yrði hann aðeins annar Íslendingur- inn í sögunni til að leika í deildinni. Pétur Guðmundsson náði að leika með þremur liðum í deildinni, en auk þess að vera fyrsti Íslendingurinn var hann einnig fyrsti Evrópubúinn til að leika í NBA. Pétur lék með þremur þekktum liðum – Portland Trailblaizers, Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs. Pétur efast ekkert um hæfi- leika Jóns Arnórs. „Hann er mikill íþróttamaður og býr yfir ótrúlegum hæfileikum. Hann hefur haft mjög gott af því að fara til Þýskalands. Ekki nóg með að hann bæti sig held- ur er hann einnig mun sýnilegri þar fyrir umboðsmönnum og forráða- mönnum NBA-liðanna og annarra Evrópu-liða. Ég held að spurningin sé ekki hvort heldur hvenær hann fari inn í NBA. Þetta er hins vegar afar harður bolti og Jón Arnór þarf enn að bæta aðeins upp á líkams- styrk þó svo að greinilegt sé að hann hafi verið duglegur í vetur við að styrkja sig,“ sagði Pétur um mögu- leika Jóns Arnórs Stefánssonar. Morgunblaðið/Jim Smart Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, verður í nýliðavalinu í NBA-deildinni þann 26. júní en segist ekki gera sér rosalegar vonir um að leika í deildinni næsta vetur. Aðeins spurning hve- nær hann fer inn í NBA ÞAÐ að fara í nýliðaval NBA-deildarinnar eitt og sér er góð auglýs- ing fyrir mig. Ég er ekkert að gera mér neinar rosalegar vonir um að ég sé að fara að leika með NBA-liði á komandi leiktímabili. Fréttir þess efnis að Dallas Mavericks hafi sent mig í valið eru úr lausu lofti gripnar,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfu- knattleik, sem er á förum til Bandaríkjanna. 26. júní fer fram nýliða- val NBA í Madison Square Garden í New York. Jón Arnór lék með Trier í Þýskalandi í vetur við góðan orðstír en er nú laus allra mála frá liðinu. Að undanförnu hefur hann verið meiddur á hné, en er óð- um að ná sér. Pétur Guðmundsson, fyrrverandi leikmaður Los Angeles Lakers, um Jón Arnór Eftir Hjörvar Hafliðason i g a i t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.