Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 8
 BLÖÐ í Englandi og víða keppast um að vera með fréttir um líkleg eða væntanleg félagaskipti leikmanna. Eins og oft áður þá er Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Chelsea, nefndur til sögunnar. Hann er nú orðaður við franska liðið Marseille, sem er sagt hafa áhuga á honum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Eið- ur er orðaður við Marseille.  INGVAR Ólason, leikmaður Fram, lék sinn 200. deildaleik í fyrra- kvöld þegar lið hans gerði 0:0 jafn- tefli við ÍA í úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu. Þar af eru 73 í efstu deild með Fram, Þrótti og Fylki, en hinir í 1. deild með tveimur síðarnefndu fé- lögunum.  CHRISTOPH Daum, hinn litríki knattspyrnuþjálfari frá Þýskalandi, mun ekki þjálfa Austria Vín áfram, en undir hans stjórn vann liðið tvö- falt í Austurríki. Þess í stað heldur hann á fornar slóðir til Tyrklands og tekur við Fenerbahce.  BRASILÍSKI landsliðsmaðurinn Cafu mun að öllum líkindum ganga til liðs við Evrópumeistara AC Milan en hann hefur leikið undanfarin sex ár með Roma. Cafu, sem er 32 ára gamall bakvörður, var í læknisskoð- un hjá Mílanóliðinu í gær og fái hann grænt ljós út úr henni skrifar hann undir tveggja ára samning við liðið.  FINNSKI landsliðsmaðurinn Joonas Kolka gekk í gær til liðs við þýska 1. deildarliðið Borussia Mönchengladbach en hann hefur leikið með liði Panathinaikos í Grikklandi.  GLADBACH vill ennfremur ganga til samninga við Chelsea um að kaupa framherjann Mikael Forssell en hann var í láni frá Chelsea síðari hluta tímabilsins og skoraði 7 mörk í 16 leikjum fyrir félagið.  DAVID Trezeguet, sóknarleik- maður Juventus, er ósáttur við hvernig knattspyrnustjóri Juventus, Marcello Lippi, lagði upp leikinn á móti AC Milan í úrslitum Meistara- deildar Evrópu í knattspyrnu. „AC Milan lék betur en við og átti skilið að sigra. Undirbúningur okkar fyrir leikinn var ekki góður og við hefðum átt að nota aðra leikaðferð á móti Milan,“ sagði Trezeguet en Juv- entus tapaði í vítaspyrnukeppni. FÓLK ÞAÐ er óhætt að segja að þessa dagana gangi yfir „holu í höggi“-faraldur á Bakkakotsvellinum í Mos- fellsbæ. Á síðustu 20 dögum hafa nefnilega fjórir kylf- ingar náð draumahögginu en meðaltal í 12 ára sögu vallarins er ein hola í höggi á ári. Faraldurinn hófst 17. maí þegar Hafliði Hjartar Sigurdórsson, GOB, fór holu í 9. braut. Fimm dög- um síðar lék Ólafur I. Páls- son, GOB, sama leikinn og einnig á 9. holunni og þann 30. maí tókst Jakobi Má Gunnarssyni, GOB, að slá draumahöggið, og enn og aftur á 9. brautinni. Í fyrrakvöld fór svo fyrsta konan holu í höggi á Bakkakotsvellinum í ár. Það gerði Ilona Viehel, GR, á sjöttu brautinni. „Hola í höggi“- faraldur í Bakkakoti Keppendur í fimleikum á Ólymp-íuleikunum eru 98 konur og jafnmargir karlar, svo að barist er um hvert sæti víða um veröld. Á heims- meistaramótinu komast tólf stiga- hæstu liðin fyrst inn, alls 72 keppendur, en síðan eru vald- ir 2 fimleikamenn frá þjóðunum í 13. til 18. sæti, alls tólf manns. Þar næst eru valdir 10 fimleikamenn frá næstu 18 þjóðum, en Rúnar nældi sér þar í keppnisrétt á Ólympíuleik- unum árið 2000. Loks er dregið um þrjú laus sæti og þar komst Rúnar inn á Ólympíuleikana árið 1996. Fimleikafólkið mun því hvergi draga af sér við æfingar í sumar, æft verður tvisvar á dag alla daga auk þess að teknar verða upp nýjar og erfiðari æfingar en það var ekki að sjá að landsliðfólkið hefði neitt á móti því og hugur í því. Rúnar ætlar sér til Aþenu Rúnar hefur verið afar duglegur að taka þátt í mótum í Evrópu í vet- ur, en setur nú stefnuna á Bandarík- in og síðan Grikkland. „Ég vona að þetta gangi vel hjá mér því ég ætla mér að ná lágmörkum til að komast á Ólympíuleikana í Aþenu, en þangað stefna allir bestu fimleikamenn heims. Ég keppi nú lítið á mótum í Evrópu en þau voru mörg í vetur því nú er undirbúningurinn hafinn fyrir heimsmeistaramótið og það er í raun stutt í það mót. Ef ekkert gengur upp er draumurinn úti en ég ætla mér betur. Það getur tekið á taug- arnar að keppa á móti þar sem ekk- ert má útaf bregða en ég er vanur slíku,“ sagði Rúnar, sem æfir nú mest með sterkum hópi í Lettlandi. „Sjálfstraustið er mjög gott“ Dýri var einnig mættur í Hafnar- fjörðinn. „Mér líst því vel á að keppa á þessu heimsmeistaramóti eftir vet- urinn sem gekk framar öllum von- um. Sjálfstraustið er mjög gott þessa dagana og allt gengur vel, ég er heill og get varla beðið,“ sagði Dýri, sem stundar hagfræðinám í Minneapolis og á rúmt ár eftir en hefur einnig náð að bæta sig verulega í fimleikum. „Ég get varla lýst því hvað er gott að vera þarna úti. Fyrst fór ég til að standa mig í skólanum og eitthvað í fimleikunum en það varð meira úr því. Mér tókst að bæta mig í hvoru tveggja en því ég hefði aldrei náð hérna heima. Þegar ég kom út bjóst ég við að eiga möguleika á að keppa fyrir skólann á einu áhaldi en hef núna náð fjórum. Aðstaðan er ekkert svo glæsileg en þarna er samt allt sem til þarf, salurinn hjá okkur er ekki stór er bara fyrir okkur tuttugu strákana í hópnum og það er mikil barátta um að komast í keppnisliðið, sem drífur okkur áfram enda verður annar strákur úr skólanum þarna að keppa líka og það sýnir styrk skóla- liðsins. Ég hef því lært mikið og með auknu sjálfstrausti er meiri yfirveg- un í æfingum mínum, nú er meiri at- vinnubragur yfir þeim.“ Fjórar stúlkur á HM Fjórar stúlkur keppa á mótinu, þar af Íslandsmeistarinn Sif Páls- dóttir. „Það leggst vel í mig að fara á þetta mót. Ég hef keppt á mörgum stórum mótum, eins og Evrópumót- um og Ólympíumóti æskunnar, en aldrei á heimsmeistaramóti. Ég er samt ekki farin að stressa mig en þegar kemur fram í ágúst gerist það eflaust, annað yrði óeðlilegt en þá þarf að halda því innan vissra marka. Það er frábært að fá tækifæri til að keppa á þessu móti og sjá allar þær bestu svo að nú gildir að æfa vel og vona að maður eigi góðan dag þarna úti. Það þarf að vera tilbúinn bæði andlega og líkamlega og þess vegna förum við snemma út, til að venjast umhverfinu, matnum, hitanum og slíku.“ Fimleikalandsliðið æfir af kappi fyrir heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum, sem fer fram í Bandaríkjunum Keppendur og þjálfarar á heimsmeistaramótinu í fimleikum, sem fram fer í Kaliforníu 16. til 24. ágúst. Efri röð frá vinstri: Ásdís B. Pétursdóttir þjálfari, Sif Pálsdóttir, Tanja Björk Jónsdóttir, Inga Rós Gunnarsdóttir og Heimir Gunnarsson þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Rúnar Alexandersson, Dýri Kristjánsson, Gunnar Sigurðsson, Anton Heiðar Þórólfsson, Grétar K. Sigþórsson og Jónas Val- geirsson. Á myndina vantar Kristínu Gígju Gíslasdóttur, sem býr í Bandaríkjunum. Stefnan hefur verið sett á ÓL í Aþenu LANDSLIÐIÐ í fimleikum kom á mánudaginn saman í fimleikahúsi Bjarkar í Hafnarfirði til að hefja á fullu æfingar fyrir heimsmeist- aramótið í áhaldafimleikum, sem fram fer í Bandaríkjunum um miðjan ágúst. Mótið er sérstaklega mikilvægt því það er eina mótið sem gefur þátttökurétt á Ólympíuleikana í Aþenu á næsta ári. Rún- ar Alexandersson hefur tvisvar tekið þátt í Ólympíuleikum – fyrst í Atlanta í Bandaríkjunum 1996 og í Sydney í Ástralíu 2002. Hinir í hópnum ætla sér nú að freista þess að fara í kjölfar Rúnars og kom- ast á ÓL í Aþenu næsta sumar. Þar á meðal er Dýri Kristjánsson, sem tekið hefur miklum framförum í vetur. Stefán Stefánsson skrifar Morgunblaðið/Stefán Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.