Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ D BILIÐ milli hefðbundinna flugfélaga og lággjaldaflugfélaga mun „minnka hratt og sennilega hverfa alveg á næstu misserum,“ segir Guðjón Arngrímsson, upp- lýsingafulltrúi hjá Flugleiðum. „Bæði munu hefðbundnu félög- in lækka hjá sér kostnað og draga úr þjónustu og meiri krafa verður gerð til flugvalla og stórnsýslu um lækkun ýmissa gjalda, og jafnvel eru að kvikna hugmyndir um að sá kostnaður verði rukk- aður sérstaklega – hann verði tekinn út úr verði flugfarseðla. Einnig mun væntanlega kostnað- ur hjá lággjaldaflugfélögum vaxa þegar eftirspurn eykst á ný í flug- heiminum og samkeppni um starfsfólk og flugvélar verður harðari en hún hefur verið nú á samdráttartímum,“ segir Guðjón. Lággjaldaflugfélög hafa verið að sækja í sig veðrið að undan- förnu og ætla sér að „eyðileggja“ flugmarkaðinn eins og hann er nú, eins og haft var eftir forstjóra Ryanair nýverið. Hið „hefð- bundna“ flugfélag British Air- ways (BA) hefur gengið langt til að mæta þróuninni og séð árang- ur í formi aukins hagnaðar. Ryanair, annað stærsta lág- gjaldaflugfélag Evrópu, skilaði góðri afkomu á síðasta ári og hyggst lækka fargjöld enn frekar og verða stærra en BA. BA hefur einfaldað rekstur sinn verulega á síðustu árum og er óðum að verða líkara lág- gjaldaflugfélagi eins og Ryanair, að því er fram kemur í nýlegri frétt WSJ. BA hefur gefið það út að það ætli sér einnig að lækka flugfargjöld á næstunni. Á sum- um leiðum félagsins, einkum þeim sem mest samkeppni ríkir á, hefur BA lækkað fargjöld um 80% að undanförnu. Áskorun fyrir flugfélögin Markmið BA er að lækka kostnað um 1,1 milljarð punda á ári en það jafngildir ríflega 135 milljörðum íslenskra króna. Nú þegar hefur því tekist að draga saman seglin með því að fækka birgjum úr 14.000 í 5.000 á skömmum tíma. Mikið tap var hjá félaginu árið 1999 og síðan þá hafa stjórnendur verið að endurskoða stefnu fé- lagsins. Árangurinn af einföldun rekstrar BA hefur verið góður, að því er fram kemur í WSJ. Hagn- aður BA á uppgjörsárinu sem lauk í mars síðastliðnum nam 85 milljónum punda eða yfir 10 millj- örðum íslenskra króna. Sú af- koma var mikil bæting því árið áður varð um 129 milljóna punda tap á rekstrinum, eða jafnvirði tæpra 16 milljarða íslenskra króna. „Kannski þurfum við áskorun eins og lággjaldaflugfélög eða niðursveiflu í iðnaðinum til að gera breytingar,“ hefur WSJ eft- ir Robert Boyle, yfirmanni flug- vélaflota BA. Breytingar hjá Icelandair „Staðan kallar á breytingar hjá okkur líkt og öllum öðrum og fé- lagið [Icelandair] ætlar sér að lækka kostnað um 1,5 milljarða króna á næstu 12 mánuðum,“ segir Guðjón. Hann segir ekki hægt að bera Icelandair saman við British Air- ways, þótt bæði hafi þau það markmið að einfalda rekstur og draga úr kostnaði á hvern far- þega. „Þótt Icelandair sé að sumu leyti hefðbundið „þjóðarflug- félag,“ er það líka frábrugðið í grundvallaratriðum. Hið hefð- bundna evrópska þjóðarflugfélag, eins og British Airways, SAS, Lufthansa, Air France o.s.frv. byggir á sínum heimamarkaði og einkum á viðskiptalífinu – ekki ferðamönnum. Vegna þess hve ís- lenski heimamarkaðurinn er smár hafa Flugleiðir, sem hafa aldrei verið í ríkiseigu, alltaf þurft að byggja á því að sækja flesta sína farþega inn á heima- markaði annarra flugfélaga og fyrst og fremst ferðamenn. Að því leyti á félagið um margt meira skylt með lággjaldafélögunum sem nú eru svo áberandi,“ segir Guðjón. Skynsamlegur flugrekstur Bent er á í grein WSJ að í kjölfar Persaflóastríðsins 1991 hafi fjöldi hefðbundinna flugfélaga reynt að skera niður kostnað til að gera rekstur sinn líkari því sem nú þekkist hjá lággjaldaflugfélögum. Þegar leið á tíunda áratuginn hafi hagur fólks vænkast og eftir- spurn eftir ódýrum fargjöldum minnkað. „Flugfélög verða að fara að haga rekstri sínum á hag- kvæman og skynsamlegan hátt,“ segir forstjóri BA, Rod Edding- ton. Hann segir rekstur BA ganga mun betur eftir að gerð var áætlun um að einfalda fyr- irtækið. Hingað til hefur BA not- ast við 33 gerðir flugvéla en í kjöl- far einföldunar í rekstri félagsins hefur þeim fækkað í 22 mismun- andi gerðir. Áætlun gerir ráð fyr- ir færri en 20 gerðum flugvéla áð- ur en þessu ári lýkur. Fleiri bætast í hóp lággjaldaflugfélaga Gamalgróin flugfélög eins og British Airways hafa aðlagað rekstur sinn í átt að lág- gjaldaflugfélögum. Flugleiðir ætla að taka þátt í breytingunum og draga úr kostnaði. Reuters VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS BRESKA blaðið Financial Times sagði í gær að Baugur Group væri að undirbúa yfirtökutilboð í bresku leikfangakeðjuna Hamleys Plc. í samstarfi við John Watk- insson, aðalframkvæmdastjóra félagsins. Segir í fréttinni að búist sé við tilboði frá félaginu í þessari viku eða snemma í næstu viku. Talið er að tilboð Baugs muni hljóða upp á allt að 46,2 milljónir steringspunda, eða 190 til 200 pens á hlut en gengi á bréfum Hamleys rauk upp um 8,2% við fréttir gærdagsins og endaði í 191,50 pensum á hlut, eftir að hafa farið hæst í 193 pens á hlut. Hamleys rekur fimm verslanir undir Hamleys-vörumerkinu, 31 verslun undir vörumerkinu Bear Factory auk fjögurra annarra verslana. Verslunin var stofnuð árið 1760 af Willi- am Hamley og hét fyrst Noah’s Ark, eða Örkin hans Nóa. Verslunin flutti á hina frægu verslunargötu Regent Street í London árið 1906. Í þeirri búð, sem er flaggskip fyrirtækisins, er eitt mesta úrval leikfanga á einum stað sem þekkist í heim- inum, eða um 40.000 vörutegundir á fimm hæðum. Slagorð verslunarinnar er: „Besta leikfangabúð í heimi“. Í frétt Financial Times segir að ef kaup- tilboð Baugs og Watkinsson gangi eftir verði Hamleys skráð af markaði. Baugur á sem kunnugt er hluti í nokkr- um breskum verslunarkeðjum; Big Food Group, Selfridges, Somerfield, Mothercare og House of Fraser. Á vefnum thisismoney.com segir að Hamleys sé af ákjósanlegri stærð fyrir Baug og gæti því mögulega orðið fyrsta fyrirtækið sem Baugur kaupir að fullu í Bretlandi eftir ýmsar æfingar á því sviði, eins og það er orðað. Hamleys tapaði 890.000 pundum á árinu 2001 vegna samdráttar í ferðamanna- straumi til London í kjölfar atburðanna 11. september. Útlit er hins vegar fyrir 5,85 milljóna punda hagnað fyrir skatta á upp- gjörsárinu 2002 sem lauk í mars sl. V I Ð S K I P T I Baugur vill Hamleys Gengi hlutabréfa Hamleys hækkaði um 8,2% í gær S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Hluthafar láta til sín taka Laun stjórnenda valda óánægju meðal hluthafa 4 Ábyrgð stjórnenda Dómstólar gera ríka kröfu til stjórnenda 8 SEÐLABANKAR ÓTTAST VERÐHJÖÐNUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.