Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 5
verið í þessa átt, óháð samsetningu viðmiðunarhóps- ins. Niðurstaðan er því sú að meðalheildarlaun æðstu stjórnenda bandarískra fyrirtækja voru lægri á árinu 2002 en árið áður en hins vegar hærri en á árinu 2000. Laun fylgdu ekki gengi Í nýlegri grein á vefritinu TheStreet.com er haft eftir prófessor við háskólann í Arizona í Bandaríkjunum, Luis Gom- ez-Mejia að nafni, að rannsóknir leiði í ljós að engin samsvörun sé á milli launa æðstu stjórnenda þar í landi og árangri fyrirtækja á hlutabréfamörk- uðum. Þegar gengi hlutabréfa hafi al- mennt hækkað á tíunda áratug síð- ustu aldar hafi laun og launauppbætur stjórnendanna fylgt með. Það hafi hins vegar ekki gerst þegar gengi hlutabréfa fór að lækka fyrir tveimur til þremur árum. Gomez- Mejia segir hins vegar að undarlegast af öllu sé að stjórnendurnir hafi þakkað sér sérstaklega fyrir hækkun á gengi hlutabréfa á mörkuð- um en að þeir hafi hins vegar ekki talið að þeir ættu að sama skapi sök á þeirri lækkun sem orðið hafi. Segir hann að ólík- legt sé að æðstu stjórnend- ur fyrirtækja í Bandaríkj- unum skuli samtímis hafa misst hæfileika sína í eins ríku mæli og halda mætti. Starfsmenn þrýsta Laun æðstu stjórnenda bandarískra flugfélaga hafa almennt verið lækkuð að undanförnu. Þessar lækk- anir eru þó ekki til komnar að frumkvæði stjórnenda þessara fyrirtækja, heldur m.a. vegna þrýstings frá bandaríska þinginu. Það stafar af þeirri að- stoð sem þingið hefur samþykkt til handa flugfélögunum í kjölfar þeirra erfiðleika sem þau hafa átt við að stríða, m.a. vegna stríðsins í Írak, lungna- bólgufaraldurs og hryðjuverka. Mesti þrýstingurinn á stjórnendur flugfélaganna um að lækka laun æðstu stjórnenda hefur þó að sögn FT komið frá starfsmönnum flugfélaganna og verka- lýðsfélögunum í Bandaríkjunum. Þrýstingur þessara aðila varð til að mynda til þess að Don Carty, fyrrum forstjóri American Airlines, var neyddur til að segja af sér, eftir að upplýst var að hann hefði gengið þannig frá málum að æðstu stjónendum fyrirtækisins yrðu tryggðar ákveðnar og rausnarlegar greiðslur ef til gjaldþrots fyrirtækisins hefði komið, eftir að almennir starfsmenn höfðu samþykkt að taka á sig launaskerð- ingu til að forða félaginu frá gjaldþroti. Það eru því ekki einungis hluthafarnir sem eru farn- ir að láta meira til sín taka í bandarískum fyrirtækjum, það sama á og við um hina almennu starfsmenn. Engir doberman-hundar í stjórn Fyrir nokkrum árum vísaði Jack Welch, þáverandi forstjóri og stjórnarformaður General Electric, allri gagnrýni á stöðuga hækkun launa æðstu stjórnenda í bandarísku viðskiptalífi á bug. Hann sagði að það væri markaðurinn sem ákvarðaði launin. FT segir að gagn- rýnendur hárra launakjara stjórnenda séu þessu ekki sammála og segi að ein helsta ástæðan fyrir þróuninni í þessum efnum sé sú, að þeir sem taka ákvarðanir um launakjör stjórnendanna eigi í flestum tilvikum sjálfir hagsmuna að gæta af því að launin séu sem hæst. Þeir njóti þess þá sjálfir, enda gegni þeir alla jafna svip- uðum störfum í viðskiptalífinu og þeir stjórnendur sem þeir eru að ákvarða launin fyrir. Svipuð afstaða kom fram í máli Buffetts á aðalfundi Berkshire Hathaway fyrir rúmum mánuði. Hann komst þannig að orði, að þeir sem ákvörðuðu launa- kjör æðstu stjórnenda fyrirtækja í Bandaríkjunum væru engir doberman-hundar. Þeir klikkuðu á varð- hundahlutverkinu, því að gæta hagsmuna eigendanna, hinna almennu hluthafa. Þess vegna meðal annars væru launin komin út fyrir öll skynsemismörk. Buffett gaf þeim sem á hann hlýddu á aðalfundinum einnig eitt ráð í sambandi við það þegar þeir leituðu sér að heppilegum fjárfestingarkostum. Hann sagði að heppilegast væri að leita að fyrirtæki sem hefði á að skipa stjórnendum sem elskuðu þá starfsemi sem fyr- irtækið væri í en elskuðu ekki eingöngu peningana sem þeir sjálfir fengju greidda fyrir veru sína í stjórn- unarstól. lengur. Nú nir ákvarð- a í mun rík- Þetta eigi um þá sem ýmissa fjár- sjóða, sem ðsfélaga og ir FT að a og aðrir a geri sér m breyting- til þeirra. ynda fram í afi verið að fríðindum Sérfræð- ingar muni þær muni r í síðustu rinnar. Þar ðnaðinn að f ferðalöng- ð að sækja mergð stór- u einnig að ptaerindum. ður hafi ein- rindum, gist eitingastöð- gfargjalda- tistöðum og með öðrum viðskiptalíf- ndanhaldi í breyttu af- kjör æðstu mið af þeim n af hagnaði ort tveggja erðum. Þess bónusa eða ri mynd af o sem hand- æðinga einn- Warren E. Buffett sagði í bréfi til hluthafa í Berksh- ire Hathaway fyrir réttum tveimur áratugum, árið 1983, að arðsemi eigin fjár væri besti mælikvarðinn á hæfni stjórnenda fyrirtækja. Lántaka og bókhalds- brellur ýmiss konar rugluðu þar enga mælikvarða. Áhrif hluthafa að aukast Með hinni breyttu afstöðu hluthafa í Bandaríkjunum hafa þeir því verið að ná fram, eða verið nálægt því að ná fram, ýmsum umbótum á aðalfundum fyrirtækja í tengslum við kaupréttarsamninga og bónusgreiðslur til æðstu stjórnenda. Flestar slíkar samþykktir eru ekki bindandi en FT segir að stjórnendur fyrirtækja muni að öllum líkindum taka tillit til þeirra, þótt þeir hafi væntanlega ekki gert það fyrir nokkru síðan. Þannig hafi til að mynda verið samþykkt á aðalfundi Apple-tölvufyrirtækisins síðastliðið vor að kauprétt- arsamningar skyldu færðir sem kostnaður í bókhaldi. Þá segir FT að í lok aprílmánaðar síðastliðins hafi ein- ungis vantað innan við 2% atkvæða á aðalfundi Gener- al Electric upp á að dregið skyldi úr háum starfsloka- greiðslum til Jack Welch, fyrrum forstjóra og stjórnarformanns fyrirtækisins. Hluthafi sem kvaddi sér hljóðs á fundinum sagði að það sem gert hefði verið fyrir Welch í þessum efnum hefði verið forkastanlegt, að því er fram kemur í FT. Welch neyddist á síðasta ári til að afsala sér hluta af starfslokaréttindum sínum, sem metin voru á milljónir Bandaríkjadala. Einungis eru þrjú ár síðan Jack Welch var hylltur á aðalfundi GE fyrir að hafa skilað sérlega góðri afkomu. Samkvæmt því sem fram kemur í FT sýna kannanir að dregið hafi úr aukagreiðslum og uppbótum til stjórnenda fyrirtækja í Bandaríkjunum á síðasta ári. Segir blaðið að það stafi helst af lækkunum á hluta- bréfamörkuðum, sem hafi leitt til þess að verðgildi kaupréttarsamninga hafi minnkað, en ekki af við- brögðum við gagnrýni á háar launagreiðslur. Þrátt fyrir það séu launauppbætur stjórnenda bandarískra fyrirtækja þær hæstu í heimi, mælt út frá meðaltölum. Árslaun tiltekinna æðstu stjórnenda fyrirtækja í Bandaríkjunum voru að meðaltali um 6,8 milljónir Bandaríkjadala í fyrra, tæplega 500 milljónir íslenskra króna, samkvæmt frétt FT. Árið áður voru meðallaun- in um 7,6 milljónir dala, eða um 550 milljónir króna. Meðallaunin voru hins vegar lægri á árinu 2000 en í fyrra, eða um 6,0 milljónir dala, jafnvirði tæplega 450 milljóna íslenskra króna. Hér skiptir að sjálfsögðu máli við hvaða hóp er miðað, en þróunin er sögð hafa árfesta til að rísa upp gegn a stjórnendum í viðskiptalíf- rast í þessu málum að und- á þessu sviði. gretar@mbl.is áta til sín taka m hefur brotist út á aðalfundum fyrirtækjanna að undanförnu. Þetta á sér- og bónusa sem þeir fá MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 D 5 NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  VILHJÁLMUR Bjarnason, aðjúnkt við við- skiptadeild Háskóla Íslands, segir að draga muni úr því sem sést hefur hér á landi, að stjórn félags sé allt að því fangi stjórnendanna. Hann segist sannfærður um að hluthafar muni í auknu mæli krefjast árangurs af stjórnendum, eins og verið hefur að gerast annars staðar. Á því sé ekki vafi. Að sögn Vilhjálms er mikið af þeim launa- samningum sem gerðir hafa verið við stjórn- endur fyrirtækja í Bandaríkjunum og náð hafa alla leið til Íslands, hrein endaleysa. Hann segir að hlutverk stjórnenda fyrirtækja sé ekki það að hámarka sín eigin laun heldur að hámarka eignarhlut eigenda fyrirtækjanna. „Þróunin er klárlega í þá átt í Bandaríkjunum að hluthafarnir gera sífellt meiri kröfur til stjórnenda. Hér á landi hafa menn hins vegar almennt ekki gert sér grein fyrir samtakamættinum. Hluthafar hafa til þessa ekki verið virkir á hluthafafundum og aðalfundum hér á landi, með örfáum undantekningum þó. Miðað við allar þær upplýs- ingar sem koma fram hér á landi er fólk oft seint að lesa og skilja. Á þessu munu verða breytingar,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur Bjarnason Stjórnarmenn fangar stjórnenda „ÓLÍKLEGT er að umræða og gagnrýni hlut- hafa um launakjör stjórnenda fyrirtækja verði jafn beinskeytt hér á landi og verið hefur í Banda- ríkjunum.“ Þetta segir Sigurbjörn Einarsson, stundakennari við Viðskiptaháskólann á Bifröst og sérfræðingur á verðbréfasviði Landsbanka Ís- lands hf. Hann segir að tengsl og nálægð fjárfesta og stjórnenda sé meiri hér á landi en í Bandaríkj- unum og að það muni standa í veginum. Hins vegar segist Sigurbjörn telja líklegt að umræða um launakjör æðstu stjórnenda fyrir- tækja í Bandaríkjunum muni halda áfram þar í landi. Hluthafar muni væntanlega koma til með að láta enn meira taka til sín í þessum efnum en hingað til, enda hafi mörgum þótt nóg um hver þróunin hefur verið í launakjörum stjórnend- anna. Sigurbjörn segir að hinn 1. júlí næstkomandi taki gildi nýjar reglur um upplýsingagjöf útgefenda hlutabréfa skráðra í Kauphöll Íslands um starfskjör og hlutabréfaeign stjórnenda. Þessar reglur taki mið af hlið- stæðum reglum í kauphöllum vestan hafs og austan og muni upplýsa fjárfesta um kjör stjórnenda. Fyrirtækjum verði skylt að birta upplýs- ingar um kjör stjórnenda. „Varðandi þá umræðu sem hefur átt sér stað um kjör stjórnenda hér á landi að undanförnu þá er nauðsynlegt að átta sig á því að Ísland er ekki einangrað og það er samkeppni um toppstjórnendur og gott starfsfólk. Ef launakjör eru ekki samkeppnisfær hérlendis þá mun það koma niður á fyrirtækjunum og gott fólk leitar annað í vinnu,“ segir Sigurbjörn. Sigurbjörn Einarsson Tengsl og nálægð hafa áhrif WARREN Buffett hefur mjög lengi haft uppi gagnrýni á stjórnendur bandarískra fyrirtækja, eða réttara sagt hluta stjórnenda, að sögn Lofts Ólafssonar, lektors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Hann segir að Buffett hafi m.a. fundist að farið væri offari í að brengla afkomutölur fyr- irtækja, stjórnendur stjórnuðust orðið í meira eða minni mæli af skammtímahugsun, þar sem ofur- áhersla væri á hlutabréfaverð og þróun þess til skamms tíma, og að laun margra stjórnenda væru orðin svimandi há og í engu samræmi við árangur. Þetta síðastnefnda hafi svo komið fram í dags- ljósið af endurnýjuðum krafti á síðustu misserum enda birtingarmyndir umbunar stjórnenda verið með undarlegasta hætti. Loftur segir að af gefnu tilefni hafi hluthafar í bandarískum fyr- irtækjum verið að beina sjónum sínum að ýmsum þáttum til að bæta stjórnhætti í fyrirtækjum (e. corporate governance), m.a. launakjörum stjórnenda. Líklegt sé að aukinn þrýstingur á hluthafa, sem hingað til hafi margir hverjir ekki verið aðsópsmiklir í aðhaldshlutverki sínu gagn- vart stjórnendum og stjórnum, leiði til þess að umræða um fyrirkomu- lag umbunar og uppbyggingu umbunarkerfa haldi áfram. Hann segir að hér sé t.d. verið að vísa til stórra stofnanafjárfesta, en ein stærsta breyt- ing á fjármálamörkuðum undanfarinna áratuga sé vöxtur aðila af þessu tagi, en þeir séu víða í hópi stærstu hluthafa. Umsvif þeirra megi t.d. sjá í því ljósi að stofnanafjárfestar eigi ríflega helming af hlutabréfum í fyr- irtækjum sem skráð eru á bandarískum hlutabréfamarkaði. Ýmissa hluta vegna hafi þeir ekki verið miklir gerendur sem hluthafar þannig að að sumu leyti hafi fyrirtæki verið að færast í hendur hluthafa sem hafi ekki hagað sér eins og raunverulegir eða áhugasamir eigendur. Vís- bendingar séu um að þetta sé að einhverju leyti að breytast. Loftur segir það varla ný tíðindi að almennir hluthafar í íslenskum fyrirtækjum séu ekki mjög afkastamiklir þegar þeir hafi tækifæri til að spyrja spurninga á almennum vettvangi, s.s. á hluthafafundum. Ekki verði þó séð að nokkuð sé aðfinnsluvert við slíkt háttalag og það sé í samræmi við þróunina í umhverfi fyrirtækjanna þar sem aukin áhersla sé á gagnsæi og miðlun upplýsinga af hálfu fyrirtækja. „Í sambandi við launakjör stjórnenda og hvort vænta megi aukinnar umræðu á hluthafafundum um þau mál, þá hefur boltinn þegar verið gefinn upp með nýjum reglum Kauphallar Íslands varðandi upplýs- ingagjöf um starfskjör og hlutabréfaeign stjórnenda,“ segir Loftur. „Það er þó óvarlegt að ætla að þetta viðfangsefni verði eitthvað sér- staklega á efnisskránni hjá hluthöfum nema að samhengisleysið á milli umbunar og árangurs sé algert. Eins og áður hefur komið fram þá er efnisskrá hluthafa hér á landi yfirleitt ekki mjög löng en það er vonandi að breytast.“ Loftur Ólafsson Laun í engu samræmi við árangur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.