Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 6
6 D FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NEFNAHAGSMÁL  Verðhjöðnun og lágir vextir Einn af þeim sem hafa fjallað um þetta mál er hagfræðingurinn Paul Krugman, sem ritaði grein um málið í The New York Times. Hann tekur undir áhyggjur um hættuna á verð- hjöðnun og segir til að mynda að að- stæður í Bandaríkjunum nú séu að sumu leyti svipaðar þeim sem verið hafi í Japan fyrir um áratug. Krugman segir að þó að Seðlabanki Bandaríkjanna vilji ekki gera mikið úr hættunni á verðhjöðnun þar í landi hafi hann búið sig undir hana, meðal annars með rannsóknum á Japan. Niðurstaða þeirra hafi verið að Jap- anir hefðu getað komið í veg fyrir verðhjöðnun með því að grípa inn í fyrr og af meiri krafti, en að þær spár sem þeir miðuðu við hafi ekki sýnt að hætta væri á ferðum. Krugman segir auðvelt fyrir seðlabanka að berjast við hefðbundna verðhjöðnun, þ.e. al- mennt lækkandi verðlag. Það eina sem seðlabankar þurfi að gera sé að prenta meiri peninga og koma þeim í hendur bankanna sem láni þá áfram, vextir lækki, hagkerfið fari aftur af stað og verðlag hækki. Þegar vextir séu mjög lágir sé vandinn hins vegar meiri því þá sé ekki fyrir hendi hvati til að lána peninga og peningastefnan verði gagnslaus. Vaxtalækkun í BNA? Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Al- an Greenspan, bar fyrir tveimur vik- um vitni fyrir efnahagsnefnd þingsins og var bjartsýnn um horfurnar í bandarísku efnahagslífi og lýsti yfir sigri í 20 ára baráttu bankans við verðbólguna, en kjarnaverðbólga í Bandaríkjunum hefur ekki mælst minni í 37 ár en hún var í apríl. Greenspan sagði litla hættu á verð- hjöðnun í Bandaríkjunum en sagði hættuna nægilega mikla til að fylgst yrði vel með henni og hugsanlega gripið til aðgerða. Hann virðist vera ósammála Krug- man um það að vegna lágra vaxta – stýrivextir í Bandaríkjunum eru nú 1,25% – muni Seðlabankinn lenda í vandræðum með að berjast við verð- hjöðnun. Hann sagði bankann hafa önnur ráð og geta til að mynda keypt langtíma ríkisskuldabréf ef þörf krefði. Í þessari viku hefur Greenspan hins vegar sent út nokkuð önnur skilaboð enda hafa lítil merki sést um efnahagsbatann sem hann hefur von- ast eftir. The Wall Street Journal sagði frá því í gær að Greenspan hafi gefið sterklega í skyn að vextir yrðu lækkaðir á næstunni. Engu að síður segir hann enn að hættan á verð- hjöðnun sé lítil, en þar sem afleiðingar hennar séu alvarlegar séu fyrirbyggj- andi ráðstafanir hyggilegar. Veikur eða sterkur dalur? Gengi Bandaríkjadals hefur lækkað mikið síðustu mánuði og á þriðjudag í síðustu viku náði evran hæsta gildi sínu gagnvart dalnum, 1,1925. Fjöl- miðlar hafa sagt frá því að sérfræð- ingar á fjármálamarkaði spái því að evran muni halda áfram að styrkjast og margir hafa orðið til að lýsa áhyggjum af þeirri þróun. Hún er tal- in draga kraft úr efnahagslífi evru- landanna og sumir hafa gengið svo langt að saka Bandaríkin um að flytja út efnahagserfiðleika og jafnvel verð- hjöðnun með því að leyfa dalnum að lækka eins mikið og raun ber vitni. Nokkur áhöld eru raunar um það hvort stefnubreyting hafi orðið hjá F YRIR örfáum árum var verðhjöðnun nánast óþekkt orð í umræðu um efnahagsmál ríkja heims. Baráttan við verðbólgu hafði staðið áratugum sam- an og virtist stöðugt og óþrjótandi viðfangsefni. Þá gerðist það að verð- lag í Japan tók að lækka og verð- hjöðnun náði tökum á efnahagslífinu þar í landi. Það var þó ekki fyrr en mjög nýlega að umræða um hættuna af verðhjöðnun víðar en í Japan fór að verða almenn í fjölmiðlum. Eitt af því sem ýtt hefur undir þessa umræðu er skýrsla sérstaks vinnuhóps Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, um verðhjöðnun sem gefin var út á dögunum. Í skýrslunni er meðal annars lagt mat á hversu mikil hætta er á verðhjöðnun í ýmsum löndum. Þau lönd sem talin eru í mestri hættu eru Þýskaland, Taívan og Hong Kong, auk þess sem útlit þykir fyrir að Japan muni enn um hríð þurfa að búa við verðhjöðnun. Hópurinn sá aðeins óveruleg merki um að verðhjöðnuninni í Japan færi að linna, en hann lét vel af miklum sveigjanleika Seðlabankans í Banda- ríkjunum og sagði lækkandi dal draga úr líkum á verðhjöðnun þar í landi. Þó reynslan frá þriðja og fjórða áratug síðustu aldar hafi verið sú að verðhjöðnun breiddist út frá einu landi til annars væri það ólíklegra í dag, að hluta til vegna þess að gengi væri fljótandi nú en þá hefði verið stuðst við gullfót. Beita þarf hörku Að sögn vinnuhópsins er verðbólga innan við 1% í raun og veru verð- hjöðnun, þar sem verðvísitölur hafi tilhneigingu til að ofmeta verðlags- hækkun. Sérstök athygli var vakin á ástandinu í Þýskalandi, þar sem verð- bólga er þegar innan við 1%, atvinnu- leysi mikið, mikill og vaxandi slaki og bankarnir í erfiðleikum. Hópurinn telur verulega hættu á lítilsháttar verðhjöðnun næsta árið en þrátt fyrir þetta sé fjármálastefnan aðhaldssöm þar sem ríkisstjórnin reyni að halda fjárlagahallanum undir því þaki sem sett hafi verið í Evrópusambandinu. Þar sem hætta á verðhjöðnun sé minni annars staðar á evrusvæðinu hafi Seðlabanki Evrópu lækkað vexti hægt, en þeir eru nú 2,5% Vinnuhópurinn sagði að auðveldara væri að koma í veg fyrir verðhjöðnun en að lækna hana. Til að koma í veg fyrir hana þyrfti harðar og ákveðnar aðgerðir og stundum óvenjulegar. stjórnvöldum í Bandaríkjunum í gengismálum. John Snow, fjármála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði fyrir um hálfum mánuði að Bandaríkin hefðu ekki horfið frá stuðningi við sterkan dal, en um leið endurskil- greindi hann hvað hann ætti við með sterkum dal. Bandaríkjastjórn mældi styrk dalsins ekki lengur í markaðs- verði hans gagnvart helstu öðrum myntum, sem hefur lengi verið við- tekin skilgreining. Í tengslum við fund helstu iðnríkja í Frakklandi um síðustu helgi sagði George Bush á hinn bóginn að mark- aðurinn hefði lækkað gengi dalsins og að það væri andstætt stefnu ríkis- stjórnarinnar. Vangaveltur eru uppi um það hvort Snow hafi með ummæl- um sínum ætlað að lækka dalinn, en að nú séu stjórnvöld farin að óttast of mikið fall hans og því séu markaðnum send ný skilaboð. En þó margir hafi lýst áhyggjum af háu gengi evrunnar og telji það geta valdið samdrætti og verðhjöðnun eru skiptar skoðanir um þetta. Yfirmenn hjá Seðlabanka Evrópu hafa allt und- ir það síðasta ekki gert mikið úr háu gengi evrunnar þó sumir þeirra hafi sagt að tekið verði tillit til lækkandi verðbólgu við vaxtaákvarðanir. Breytt skilaboð í Evrópu Wim Duisenberg bankastjóri Seðla- banka Evrópu sagði fyrir skömmu að hækkun evrunnar væri ekki óhóflega mikil og fulltrúi Frakka í stjórn ECB sagði að sterk og stöðug evra þjónaði hagsmunum Evrópu, að því er fram kom í International Herald Tribune fyrir skömmu. Þá hafði Financial Times eftir Ernst Welteke, fulltrúa Þýskalands í stjórn bankans, að að- stæður útflutningsfyrirtækja væru orðnar erfiðari en áður, en að til langs tíma væri gengið 1,18 dalir, jafnvæg- isgengi. Nú hefur hljóðið í Duisenberg breyst nokkuð og hann segir að verð- bólguþrýstingur hafi minnkað mikið á síðustu mánuðum, ekki síst vegna hækkunar evrunnar. Þetta hefur ver- ið túlkað þannig að tekin verði ákvörðun um vaxtalækkun á fundi Seðlabanka Evrópu sem haldinn verður í dag. Sú vaxtalækkun yrði í samræmi við spár sérfræðinga á fjármálamarkaði, en þeir hafa um nokkra hríð gert ráð fyrir að bankinn mundi lækka vexti sína um 0,25 til 0,50 prósentustig á vaxtaákvörðunarfundi sínum. Sumir hafa raunar haldið því fram að það sé of lítið og of seint, og að þrátt fyrir að vextir hafi verið lækkaðir um 0,75% frá því í desember sé aðhaldsstig pen- ingastefnunnar nú meira en það hafi verið á seinni hluta síðasta árs. Wall Street Journal hefur það eftir yfir- hagfræðingi Royal Bank of Scotland að vextir þyrftu að lækka um 1,25% til viðbótar til að viðhalda óbreyttu að- haldsstigi. Hann segir að Seðlabanki Evrópu leggi of mikla áherslu á að- hald gegn verðbólgu og taki of lítið til- lit til áhrifanna á hagkerfið í heild. Lítið rannsakað fyrirbæri Verðhjöðnun hefur lítið sem ekkert verið rannsökuð á síðustu áratugum enda hafa augu allra beinst að verð- bólgu. Lítið hefur verið skrifað um þetta fyrirbæri og í nýlegum fræði- bókum um hagfræði er orðið verð- hjöðnun varla að finna. Seðlabankar hafa einblínt á að koma í veg fyrir hækkun verðlags og áhersla Seðla- banka Evrópu á baráttuna gegn verð- bólgu var svo mikil að þar til fyrir skömmu var stefna hans orðuð þann- ig að hana hefði mátt skilja svo að möguleikinn á verðhjöðnun væri ekki fyrir hendi. Nú er öldin önnur. Seðlabankar hafa tekið að rannsaka fyrirbærið ýt- arlega og verðhjöðnun er algengt um- ræðuefni þeirra sem á annað borð ræða peningastefnu og efnahagsþró- un í heiminum. Hvort það dugar til að koma í veg fyrir að verðhjöðnun verði að veruleika er þó allsendis óvíst. Seðlabankar óttast verðhjöðnun Hætta er á verðhjöðnun í stærstu hagkerfum heimsins og hún hefur þegar komið upp í Japan. Líkur eru á frekari vaxtalækkun seðlabanka vegna þessarar hættu, en óvíst er hvort tæki seðlabanka duga á þetta fyrirbæri nú. Haraldur Johannessen fjallar um „nýjan“ vágest í efnahagskerfi heimsins. haraldurj@mbl.is Reuters BJÖRN Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur í greiningardeild Landsbanka Íslands, segir að ef verð- hjöðnun geri vart við sig í stórum við- skiptalöndum Íslands, til að mynda Þýskalandi, hafi það áhrif á efnahags- lífið hér á landi. „Verðhjöðnun í Þýskalandi myndi væntanlega jafn- framt hafa í för með sér efnahags- kreppu í landinu og hefði þannig nei- kvæð áhrif á okkur að því marki sem Þýskaland er útflutningsmarkaður fyrir okkur,“ segir hann. Á móti komi jákvæð áhrif af því að verð á þýskum vörum kunni að lækka, en þau áhrif séu líklega minni en neikvæðu áhrifin og almennir efnahagserfiðleikar er- lendis séu neikvæðir fyrir okkur sem erum háð utanríkisviðskiptum. Björn Rúnar segir að verðhjöðnun í viðskiptalöndunum hafi svipuð áhrif og styrking krónunnar og verði því til þess að verðbólgan hér á landi verði minni en ella. Við núverandi aðstæð- ur verða áhrifin þó ekki það mikil að verðhjöðnunar fari að gæta hér á landi. „Líkurnar á verðhjöðnun hér á landi við núverandi aðstæður eru mjög litlar,“ segir Björn Rúnar. „Í því samhengi sem Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn setur þetta myndum við vafalaust lenda í þeim hópi þar sem minnstar líkur eru á að þetta geti komið upp.“ Áhrif verðtryggingar Verðtrygging er algengari hér en er- lendis og spurður hver áhrif hennar verði á verðhjöðnun, ef til verðhjöðn- unar komi, sagði Björn Rúnar að hún myndi þýða að verðhjöðnun komi að hluta til með öðrum hætti fram hér en erlendis. Almennt sé talað um að verðhjöðnun færi byrðarnar frá lán- ardrottnum yfir á skuldara, en verð- tryggingin myndi að nokkru leyti losa okkur undan þeim vanda. „Hjá okkur myndi þetta gerast þannig að nafnverð skuldanna lækkaði við verð- hjöðnun, þannig að skuldarar myndu ekki finna jafn mikið fyrir verðhjöðn- uninni eins og ef að skuldirnar væru fastar í krónutölu,“ segir Björn Rún- ar. Hann bætir því við að í flestum verðtryggðum lánasamningum séu ákvæði um að nafnverðið sem greitt sé af geti ekki farið niður fyrir upp- haflegan höfuðstól lánsins. Þetta myndi þó yfirleitt ekki skipta máli því nafnverðið sé yfirleitt komið talsvert upp fyrir upphaflegt verð og þrátt fyrir lítilsháttar verðhjöðnun um nokkurn tíma myndu þessi áhrif engu að síður vera virk fyrir flesta skuld- ara. Hefði áhrif hér á landi – Verðhjöðnun er almenn lækkun verðlags, sem sagt andstæða verðbólgu. – Áratugum saman hefur verðbólga valdið áhyggjum, ekki verðhjöðnun. – Eitt helsta stýritæki seðlabanka, vextir, verður óvirkt í verðhjöðnun því vextir geta ekki farið undir 0%. – Verðhjöðnun fylgir yfirleitt samdráttur, en að vísu er umdeilt hvort kemur á und- an, eggið eða hænan. Hvað er verðhjöðnun? Wim Duisenberg hefur hlustað lengi á óskir og spár um lægri vexti á evru- svæðinu. Talið er að hann muni mæla með vaxtalækkun í dag. Alan Greenspan þarf að hafa góða yf- irsýn yfir efnahagsmálin á næstunni. Hætta er á verðhjöðnun og líklegt talið að hann muni lækka vexti í mánuðinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.