Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 1
5. júní 2003 Allar vörurnar eru úr polyethylene sem fullnægir ströngustu kröfum Efnahagsbandalagsins og US FDA um efni til nota í matvæla- og lyfjaiðnaði 17 gerðir kera frá 300-1400 l Notuð hvarvetna í matvælaiðnaði Endurvinnanleg vörubretti til nota í hvers konar matvæla- og lyfjaiðnaði. Vörubrettin fullnægja kröfum hins alþjóðlega flutningastaðals ISO 6780 Balar með traustum handföngum. Heppilegir til nota víða í matvælaiðnaði og sem línubalar Einangruð ker Balar Sérhannaðar vörur til nota í matvæla- og lyfjaiðnaði framleiddar undir sérstöku eftirliti hins alþjóðlega gæðastaðals ISO 9001 Vörubretti Sefgarðar 1-3A • 170 Seltjarnarnes sími 561 2211 • Fax 561 4185 • www.borgarbplast.is • borgarplast@borgarplast.is Róður með frystitogarnum Frera RE á Hampiðjutorginu, ný þvottastöð fyrir fiskeldiskvíar fiskverð heima og ytra Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu VERÐ á ýsu á innlendum fisk- mörkuðum hefur hrunið frá því um áramót. Reyndar er sömu söguna að segja af erlendum mörkuðum og rík- ir sölutregða á ýsumarkaðnum vegna mikillar veiði helztu veiðiþjóð- anna. Mjög sterkt gengi krónunnar gagnvart helztu gjaldmiðlum hefur ennfremur leitt til lækkunar á al- mennu fiskverði hérlendis og geng- ishækkunin ein lætur nærri því að rýra laun sjómanna á frystitogurum um 30%. Ýsan á 81 krónu Samkvæmt yfirliti frá Íslandsmark- aði var meðalverð á slægðri ýsu í síð- ustu viku um 81 króna á hvert kíló. Verðið hefur aldrei farið svo lágt á þessu ári. Lengst af hefur það verið yfir hundrað krónur en sveiflazt mik- ið. Hæst fór ýsuverðið í 180 krónur tæpar í þriðju viku janúar, en var 132 krónur í upphafi ársins. Um miðjan marz komst verðið í 178 krónur og í lok apríl fór það fyrst niður fyrir hundrað krónurnarn, nánar tiltekið í 86,50. Meðalverð á slægðum þorski í síðustu viku var tæplega 168 krónur, en lægst hefur það farið í 164 krónur um miðjan maí. Í ársbyrjun var verð- ið á þorskinum 212 krónur. Það var í kringum 220 krónur frá því í lok jan- úar og út febrúar, en hefur farið nið- ur á við síðan. Upplýsingar um meðalverð í bein- um viðskiptum liggja aðeins fyrir til loka marzmánaðar. Þar kemur fram að í janúar var verð á slægðum þorski 131,50 krónur að meðaltali en var komið upp í 143 krónur í marz. Verð á slægðri ýsu í beinum viðskipt- um var 117 krónur í janúar en 109 krónur í marz. Sérstök úrskurðarnefnd um fisk- verð í beinum viðskiptum úrskurðar um fiskverð, náist ekki um það sam- komulag milli útgerðar og áhafnar. Raunar er í gildi samkomulag um að verðið skuli vera vegið meðaltal af verði í beinum viðskiptum og verði á fiskmörkuðum. Úrskurðarnefnd hef- ur í vetur lækkað þorskverð um 5% í einum úrskurði. Nefndin hefur lækk- að ýsuverð þrívegis á árinu. Fyrst um 5%, síðan 10% og loks um 15% í úrskurði frá því í lok maí. Mikil verðlækkun á fiski og fiskafurðum Verð á ýsu hefur hrunið og er nú 80 krónur á kíló                   ÚTHLUTAÐ hefur verið 500 tonna aflaheimildum af þorski til áframeldis. Mest af þorski kom í hlut Þórsbergs á Tálknafirði. Sjávarútvegsráðherra hef- ur til sérstakrar ráðstöfunar aflaheimildir sem nema 500 tonnum af óslægðum þorski. Þessum aflaheimildum skal ráðstafað til til- rauna með áframeldi á þorski. Undirbúningur úthlutunarinnar er nú í hönd- um nýstofnaðs AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi sem hefur skilað tillögum um ráðstöfun aflaheimildanna til sjávarútvegsráðherra. Farið var að til- lögum sjóðsins. Eftirtaldir fengu úthlutað: Kví. Vestmannaeyjum 30 tonn, Eskja Eskifirði 50 tonn, SVN Neskaupstað 50 tonn, Runólfsson í Grundarfirði 30 tonn, Oddi á Patreksfirði 65 tonn, Glaður í Bolungarvík 15 tonn, Lundey á Sauðárkróki 15 tonn, Vopnfiskur á Vopnafirði 20 tonn, Dúan á Siglufirði 15 tonn og Þórsberg á Tálknafirði 110 tonn. Þórsberg fær 110 t. til þorskeldis NORSK-íslenzka síldin virðist vera að ganga vestar og sunnar nú en hún gerði á síð- asta ári. Reyndar var bezta veiðin um 20 til 30 mílur suður úr lögsögu Jan Mayen, þegar skip- in þurftu að fara í land fyrir sjómannadaginn. Áður hafði verið sæmileg veiði innan lögsögu Færeyja vestur undir mörkunum milli Íslands og Færeyja, í kringum 4° vestur. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson kom úr stuttum síldarrannsóknartúr fyrir sjómanna- daginn, en áður hafði það verið við umhverf- isrannsóknir. Hjálmar Vilhjálmsson, fiski- fræðingur og leiðangursstjóri, segir síldina hafa fundizt sunnar og vestar er ráð hafi verið fyrir gert og svo geti hugsanlega farið að hún gangi inn íslenzku lögsöguna. „Við byrjuðum síldarleiðangurinn norður á 68,35° norður, suðvestarlega í lögsögu Jan Ma- yen og könnuðum síðan svæði til suðurs á móts við Gerpi eða á 65°. Á þessu svæði var töluvert af síld, alveg suður á 65°. Þetta var síld af stærstu gerð, árgangar 91 og 92. Síldin var um 35 sentimetrar að lengd og um 350 grömm að þyngd en ekki alveg farin að taka sig eftir vet- urinn. Síldin norðan til var vestast um 20 til 30 mílur austan við lögsögu okkar, en syðst var hún alveg við lögsögumörkin, hugsanlega eitt- hvað fyrir innan þau. Þetta er töluvert ólíkt því sem búizt hafði verið við af fiskifræðingum og ljóst að elzti hluti síldarinnar hefur gengið mun sunnar og vestar en í fyrra, en þá gekk ekkert af henni inn á þetta svæði. Síldin er stygg en hún virtist vera á rólinu í vestur átt. Það er hlýtt í sjónum svo ástandið í honum á ekki að koma í veg fyrir að síldin gangi vestar,“ segir Hjálmar. Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Á síldveiðum í Síldarsmugunni. Norsk-íslenzka síldin gengur vestar og sunnar AFKOMA spænska sjávarútvegs- fyrirtækisins Pescanova var ágæt á fyrsta fjórðungi þessa árs. Tekjur félagsins jukust um 6,7% frá sama tíma í fyrra og námu 202 milljónum evra, eða 17,3 milljörðum króna. Hagnaður fyrir skatta var 5,5 millj- ónir evra sem er 2% aukning frá fyrsta fjórðungi 2002. Hagnaður eftir skatta var 5,0 milljónir evra, um 430 milljónir króna. Góð afkoma Pescanova banninu verði aflétt enda liggi fyrir áreiðanlegar rannsóknir sem sýni að ekki stafi hætta af notkun fiskimjöls í jórturdýrafóður. Til að banninu verði aflétt þarf það að liggja fyrir með óyggjandi hætti að fiskimjölið innihaldi ekkert dýraprótein. Bæði Evrópusam- bandið sjálft og Alþjóðasamtök fiski- mjölsframleiðenda hafa unnið að því að þróa aðferðir til að sýna fram á það. Verði fiskimjölið leyft á ný, verð- ur það mikill ávinningur fyrir þær þjóðir sem framleiða fiskimjöl og fluttu áður út, til dæmis til Bret- lands, sem var stór markaður fyrir fiskimjöl og er reyndar enn. Ísland hefur verið einn stærsti útflytjandi fiskimjöls til Bretlands undanfarin ár. ÁKVEÐNAR vísbendingar eru nú um það að banni Evrópusambands- ins við notkun fiskimjöls í fóður fyrir jórturdýr verði aflétt, jafnvel þegar í haust. Málið var rætt nýlega á fundi ráðherra landbúnaðar og sjáv- arútvegs innan ESB og virðist yf- irmaður heilbrigðismála vera hlynntur því að banninu verði aflétt. Notkun fiskimjöls í fóður fyrir jórturdýr, nautgripi og sauðfé, var bönnuð innan ESB fyrir þremur ár- um í kjölfar kúariðunnar og hás innihalds dioxín í dýrafóðri í Belgíu. Þrátt fyrir að fiskimjöl væri í raun talið öruggt var það bannað vegna hættu á því að kjötmjöli væri bland- að saman við það. Talið var að kúa- riðan hefði borizt út með kjötmjöli eða fiskimjöli blönduðu með kjöt- mjöli. Síðan hefur verið mikill þrýst- ingur á það innan sjávarútvegs- nefndar ESB og hjá sjávarútvegs- ráðherrum sumra ESB-landanna að Fiskimjöl leyft í dýra- fóður á ný?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.