Morgunblaðið - 06.06.2003, Side 1

Morgunblaðið - 06.06.2003, Side 1
Slegist um gúmmíhringi í skærum litum Þór Örn Flygenring, 10 ára, safnar svört- um gúmmíarmböndum, en Sigrún María Grétarsdóttir, 15 ára, velur armböndin fremur með tilliti til klæðaburðar. NÝJASTA æðið hjá æsku landsins eru gúmmíarmbönd í skærum litum. Bæði kynin virðast hafafallið fyrir neonhringjum þessum og eru aðdáendurnir frá þriggja ára til þrítugs. Kveður svohart að þessu æði að í sumum skólum landsins hefur verið brugðið á það ráð að banna arm- böndin þar sem þau hafa komið af stað slagsmálum. Einnig hefur borið á metingi á milli krakka um hver eigi flest armböndin og sumir eru sagðir einskis svífast til að verða sér úti um gersemarnar. En armböndin eru auðvitað fyrst og fremst skraut eða fylgihlutir. Í erlendum tískublöðum eru fyrirsæturnar með þau upp um alla handleggi. Litirnir eru þeir sömu og í fatnaði sumarsins: Appels- ínugult, bleikt, grænt, gult og rautt. Hringirnir eru svo vinsælir að þeir seljast jafnóðum upp í verslunum. Þær Stefanía Sigurðardóttir og Edda Viðars í Ex í Kringlunni sögðu að stundum væri biðröð af krökkum fyrir ut- an verslunina þegar þær kæmu á morgnana til að opna. „Armböndin renna út eins og heitar lummur og það er stöð- ugur straumur af krökkum sem koma hingað í búðina til að kaupa sér djásnin. Við fengum fyrstu sendinguna af hringj- unum í síðustu viku og ætluðum rétt að prófa, en hún seldist upp á tveimur tímum svo við vorum snöggar að panta meira,“ segja þær stöllur og bæta við að litlu krakkarnir vilji hafa sem mest af hringjunum á sér í einu og í sem flestum litum en gelgj- urnar og fullorðna fólkið kjósi frekar einn lit í einu og fáa hringi. „Fólk á milli tvítugs og þrítugs vill hafa hringina í sama lit og belti eða skór sem það klæðist hverju sinni og sá aldurshópur kaupir einnig breiðari hringi.“ Stefanía og Edda segja að yngri krakkarnir safni sem flestum litum í armböndunum og bíði spennt eftir nýjum litum. „Appelsínuguli liturinn virðist vera vinsælastur, hann klárast alltaf fyrst hjá okkur. Krakkarnir skiptast líka á eða býtta eins og það er kallað og þá er auðvitað mest spennandi að fá sjaldgæf eintök eins og til dæmis armband með glimmeri eða munstri. Við vitum um stelpu sem fékk í skiptum „öðru- vísi“ armband sem átti uppruna sinn norð- ur á Akureyri.“ Armhringirnir eru ódýrir og kannski einmitt þess vegna hefur æðið gripið um sig meðal yngri kynslóðarinnar. Þau hafa jú flest efni á að kaupa sér dýrgripi sem kosta aðeins 10 krónur stykkið. Tískudjásn á tíkall M orgunblaðið/G olli F Ö S T U D A G U R 6 . J Ú N Í 2 0 0 3 B L A Ð C  GRÚPPÍA Á VESTFJARÐAVÍKINGNUM/2  ÞAÐ ER LEIKUR AÐ LÆRA SPÆNSKU/2  KYNLÍF TÆPITUNGULAUST/4  AMMA KENNDI MÉR AÐ SPÁ Í BOLLA/6  LITRÍKIR ROÐSKÓR/7  AUÐLESIÐ EFNI/8 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.