Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 3
árum og hraðinn og möguleik- arnir sífellt að aukast. „Ástæðan fyrir því að vefsíðan er búin að vera alveg ókeypis er að ég hef gefið mér ákveðinn tíma til að þróa þetta efni og þær aðferðir sem ég er að nota. Til þess að þróa það verð ég að geta fengið hlutlaus viðbrögð fólks við því, ég verð að geta áttað mig á því hvað virðist ganga upp og hvað ekki. Í framtíðinni mun þetta fyrirkomulag breytast á einhvern hátt, mögulega gef ég út prentað efni og læt fylgja með því aðgang að sérstökum hluta vefsíðunnar og hef hluta hennar opinn, ég hef ekki ákveðið það ennþá. Einnig get ég notað vef- síðuna á námskeiðum sem ég er með, og það mun ég einmitt nýta mér nú á næstunni, þegar ég verð með tveggja vikna námskeið fyrir byrjendur í spænsku. Á námskeiðinu verður þessi öfluga tækni notuð, bæði með hreyfi- myndum og á annan hátt. Á vef- síðunni er ég með allar upplýs- ingar um námskeiðið og einnig er hægt að skrá sig inn þar. Það er ennþá erfitt að græða á því að selja aðgang að netefni, sérstaklega á litlum markaði eins og þeim íslenska. Það getur hins vegar breyst í framtíðinni og það kunna að koma inn nýir mögu- leikar sem maður veit ekki um í dag. Netið er óvenjumagnað um- hverfi til að vinna í og tækifærin eru óþrjótandi,“ sagði Einar Trausti Óskarsson og bætti því við að hann væri með ýmsar fleiri hugmyndir í kollinum varðandi nýtingu kennsluefnis á Netinu, notendum að sjálfsögðu til gagns og gamans. Sýnishorn af því hvernig hreyfimyndir og tengiorð eru notuð við spænskukennsluna: Grænmeti er verduras á spænsku. Grænmetið fer hins vegar allt í rassinn á Varða og „verður rass“. svg@mbl.is stund á ránni áður en hann datt nið- ur – vitlausum megin bölvaður. Þessi ósigur fór í skapið á meist- aranum, sem von var, og hann velti dekkjunum eins og þau væru af þrí- hjólum en ekki risatrukkum. Otri í öðru sæti og Jón Valgeir í þriðja. Eftir annan daginn var Magnús Ver kominn með örugga forystu en hálft stig var á milli þeirra Magn- úsar yngri í öðru sæti og Jóns Val- geirs í þriðja. Á leiðinni heim í rútunni var ég að drepast í löppinni, enda hafði lækn- irinn sagt mér að liggja í rúminu en ekki að hendast um Vestfirði. Magn- ús yngri var svo yndislegur að gefa mér bólgueyðandi og verkjalyf og bjargaði mér alveg. Þessi elska. Nú var aðeins einn dagur eftir. Ég hef ekki tölu á þeim hjartaáföllum sem ég var þegar búin að fá, en ég mátti bara alls ekki vera að því að deyja. Það væri nú líka algert tillits- leysi af áhorfanda að geispa golunni í miðri keppni. Þriðji og síðasti dagurinn hófst með sundlaugargrein á Suðureyri. Þar varð Grétar í öðru sæti og Magnús yngri í þriðja. Otri heyrði ekki þegar flautað var til keppni milli hans og Magnúsar Vers og tap- aði þar með tíma. Hann náði samt góðum tíma og fjórða sæti og ekki er gott að segja hvar hann hefði lent ef hann hefði ekki verið svona óhepp- inn. Þyngsti maðurinn valhoppaði Svo var það Ísafjörður enn og aft- ur þar sem lokahrinan fór fram. Fyrri greinin þennan dag var uxa- ganga. Þá gangast keppendur undir það að ganga með 320 kg ok tiltekna vegalengd á sem stystum tíma. Þarna kom Grétar Guðmundsson verulega á óvart. Þessi þyngsti mað- ur keppninnar bara valhoppaði eins og ekkert væri og lenti í öðru sæti. Áhorfendur hreinlega gleymdu að hvetja hann, enda virtist hann svo sem ekkert þurfa á því að halda. Jón Valgeir varð þriðji. Ekki veit ég hvað kom fyrir Magn- ús yngri. Hann virtist fara mjög illa af stað og átti í miklum erfiðleikum. Vitanlega hefði ég átt að gleðjast yf- ir óförum hans, þar sem hann var nú einu sinni helsti keppinautur hans Jóns, en ég bara gat það ekki. Það var hræðilegt að horfa á þennan gíf- urlega sterka mann nær sligast und- an byrði sem hann að öllu jöfnu hefði átt að fara létt með. Sökum með- fæddrar afskiptasemi langaði mig að hlaupa til hans og öskra; hættu þessu, krakkaskömm, eins og log- andi skot. Svipurinn á honum var þó slíkur að hugleysið sigraði afskipta- semina. Ein grein eftir og Magnús Ver orðinn sigurvegari. Það fór ekki á milli mála. Hann notaði tækifærið þarna og helgaði frænda sínum, Magnúsi Frey Sveinbjörnssyni, sig- urinn en Magnús Freyr var drepinn á hrottalegan hátt í miðborg Reykja- víkur fyrir skömmu. Þarna var Verinu rétt lýst, enda drengur góð- ur, og allir sem viðstaddir voru keppnina voru minntir á að lífið er ekki bara spennandi keppni og skemmtilegheit, heldur á það svo sannarlega sínar skuggahliðar. Lokagreinin var hleðslugrein, að hlaða tunnum upp á bílpall. Aðeins hálft stig skildi þá að, Magnús Magnússon og Jón Valgeir, um hvor hlyti annað sætið. Þeir kepptu hvor á móti öðrum og spennan var gífurleg. Sem betur fer vissi ég ekki að sá sem yrði í öðru sæti fengi þátttökurétt á Sterkasta mann heims í Malasíu þá um haustið, því þá væri ég örugglega farin að stunda legsteinalyftu neðan frá, nóg var nú spennan samt. Jón og Magnús voru eins og spenntir bogar þegar þeir hófu keppni og voru hnífjafnir að sjá. Jóni tókst þó að vera hálfri sekúndu á undan Magnúsi og tryggði sér þar með annað sætið. Mikið ofboðslega var ég stolt og glöð. Þó verð ég að segja að ég er ansi hrædd um að þarna hafi Magnús fengið að gjalda þrjóskunnar við að klára uxagöng- una hvað sem tautaði og raulaði. Engir þursar sem segja döööö einu sinni í viku Svo var bara allt í einu allt búið! Ekki alveg samt. Um kvöldið fóru allir á Hróa Hött þar sem keppend- um og aðstandendum (mér líka) var boðið upp á hlaðborð. Svo var haldið í skólann þar sem haldið var eitt heljarinnar lokapartí. Þeir, sem halda að kraftakarlar séu einhverjir þursar sem segi döööö einu sinni í viku, þurfa endilega að lenda í svona partíi. Kraftakarlar eru nefnilega ekkert síður skemmtilegir en sterk- ir. Svo eiga þeir allir afskaplega fal- legar konur og ekki síðri börn svo ég tel það alveg ljóst að við Íslendingar séum öruggir með að halda áfram að eiga fallegustu konurnar og sterk- ustu karlana. Nú sit ég og reyni að styrkja hjarta- og æðakerfið fyrir næstu keppni. Verst þykir mér að hafa ekki átt fyrir farseðli til Malasíu – þótt ekki væri nema aðra leiðina. Ljósmyndir/JaFylkis Íslenskir kraftajötnar Fimm íslenskir kraftlyftingamenn tóku þátt í Vestfjarðavíkingnum síðastliðið sumar. Meðal annars var keppt í steinatöku á tunnur, bóndagöngu, pokalyftingum á krana, kasti yfir vegg, dekkja- lyftu, uxagöngu og hleðslu. F.v. Magnús Magnússon yngri, Guð- mundur Otri, Grétar Guðmunds- son, Jón Valgeir Williams og neðsta myndin er af Magnúsi Ver Magnússyni að setja met. helgam@mbl.is DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 C 3 Kringlunni, sími 588 1680. Seltjarnanesi, sími 5611680. iðunn tískuverslun MAC gallabuxur kvartbuxur stuttbuxur B-Complex H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Öflugur og öruggur FRÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.