Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 C FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Tískubylgja. Yvonne Kristín rekur áhuga fjölmiðla á kynlífsumfjöllun í skólablöðum m.a. til vinsælda sjónvarpsþáttanna Beðmála í borginni og stöðugrar viðleitni til að búa til „trend“ eða tískubylgju. Í mars- hefti Cosmopolitian er þessari tískubylgju gerð skil á tveimur opn- um og er Yvonne Kristínu hampað á fyrri opnunni en þrír kynlífs- ráðgjafar annarra skólablaða deila með sér síðari opnunni. Í SJÓNVARPSÞÁTTUNUM Beðmálum í borginni er að- alstjarnan, Carrie Bradshaw blaðamaður sem skrifar reglulega pistla um ástar- sambönd og kynlíf, einkum sitt eigið og einhleypra vinkvenna sinna í heimsborginni, New York. Eins og Carrie býr Yvonne Kristín Fulbright í New York, er einhleyp og orðin velþekkt þar vestra fyrir pistla sína um kynlíf. Báðar hafa skrifað bækur um viðfangsefnið. Lengra nær samlíkingin ekki. Yvonne Kristín er líka töluvert yngri en Carrie, að- eins 27 ára og kynlífspistlar hennar í háskólablaðinu, Washington Square News, eru svör við spurningum há- skólanema og byggjast á faglegri þekkingu eins og nýútkomin bók hennar The Hot Guide to Safer Sex, en ekki dæmisögum úr eigin lífi eða vangaveltum og fantasíum vin- kvennahópsins. Þar að auki er Yvonne Kristín hálfíslensk. Dr. Ruth X&Y-kynslóðarinnar Innlegg hennar í kynlífsumræðuna hefur vakið mikla athygli. Síðan pistl- arnir fóru að birtast í skólablaðinu fyrir tveimur árum hefur hún verið eftirsóttur gestur í sjónvarps- og út- varpsspjallþáttum á borð við The Today Show, Inside Edition, Naked NY og Good Morning America, svo fáeinir séu nefndir. Þá hafa prent- miðlarnir, t.d. The New York Times, The New York Post, San Francisco Chronicle, USA Today og tímaritin Cosmopolitian, Esquire, Maxim, Playboy og Penthouse, ekki látið sitt eftir liggja í viðtölum við „Dr. Ruth X&Y kynslóðarinnar“ eins og Yvonne Kristín er oft kölluð. Margt þykir enda benda til að hún sé arftaki kyn- lífsfræðingsins, dr. Ruth Westheim- er, sem árið 1980 opnaði umræðuna með útvarpsþáttum sínum „Sexually Speaking“ og hefur æ síðan þótt helsti sérfræðingur Bandaríkjanna um kynhegðun og hvaðeina sem lýtur að kynlífi. Yvonne Kristín er sögð koma eins og ferskur andblær í umræðuna. Hún er rómuð fyrir heilbrigð, jarðbundin viðhorf, skynsamleg, hispurslaus svör við hvers kyns spurningum um kynlíf, hnyttni í tilsvörum og aðlaðandi framkomu. Hún er líka hámenntaður kynlífs- fræðingur, gagnstætt mörg- um sem vaða uppi í fjölmiðlum, þvaðra fram og til baka og gefa ráð um kynlíf samkvæmt, oft brigðulu, hyggjuviti sínu. Ættir og uppruni Áður en ferill Yvonne Kristínar er rakinn nánar er hún, að rammíslensk- um sið, spurð hverra manna hún sé? „Faðir minn, Charles G. Fulbright, rafmagnsverkfræðingur og fyrrum flotaforingi í bandaríska hernum, er fæddur og uppalinn í Norður Karól- ínu, en móðir mín, Ósk Herdís Lár- usdóttir, fæddist og ólst upp í Stykk- ishólmi. Mamma er lærður leik- skólakennari og starfar sem slíkur í Maryland þar sem þau búa. Ég á yngri bróður, Xavier Þór, sem er byggingaverkfræðingur frá Penn-rík- isháskólanum, en starfar sem ljósa- hönnuður í London,“ svarar Yvonne Kristín og heldur áfram: „Sjálf fædd- ist ég í Guam þar sem fjölskyldan bjó af því pabbi var í hernum. Síðan bjuggum við í Skotlandi um skeið eða þangað til ég var fjögurra ára að við fluttumst til Íslands þar sem við bjuggum til ársins 1985. Þá fórum við aftur vestur um haf til State College í Pennsylvaníu.“ Eftir BA-próf í sálfræði og fé- lagsfræði árið 1997 frá Penn-ríkishá- skólanum flaug Yvonne Kristín úr hreiðrinu til Fíladelfíu og hóf meist- aranám í kynlífsfræðum í Pennsylv- aníu-háskóla. „Síðustu önnina, sem fólst í kennsluþjálfun, tók ég í UPenn í Toronto í Kanada, en hélt að því búnu til Washington, DC, og vann þar sem heilsuverkefnastjóri í tvö ár fyrir samtök bandarískra lækna- nema. Síðastliðin tæp tvö ár hef ég verið í doktorsnámi í International Community Health við New York-há- skóla,“ segir Yvonne Kristín og kveðst ekki geta skilgreint náms- greinina öðruvísi en með beinni þýð- breyta neikvæðum viðhorfum margra til kynlífs og þeirra sjálfra sem kyn- vera. Hún fer ekki í launkofa með að sjálf hafi hún alltaf hugsað sér að komast í fjölmiðla í þágu kynfræðslu- nnar og fyrirmynd hennar sé fjöl- miðlastjarnan Dr. Ruth Westheimer. „Í eðli mínu er ég engin 9 til 5 manneskja. Ég vil hafa mörg járn í eldinum; halda fyrir- lestra, vera í viðtölum, kenna, skrifa bækur, veita ráðgjöf og vera í lausamennsku hingað og þangað. Ég hef lært að á mínu sviði verður maður að skapa sér tækifærin sjálfur, sem er alls ekki auðvelt. Engu að síður mjög spennandi og skemmti- legt, enda er ég nú þegar farin að sjá árangur vinnu minnar og ýmis sókn- arfæri. Ég reyni þó að halda að mér höndum þar til ég lýk doktorspróf- inu,“ segir Yvonne Kristín, sem er á því að kynfræðsla sé að mörgu leyti óplægður akur í Bandaríkjunum. Hún tekur svo djúpt í árinni að segja að unglingarnir séu hættulega illa upplýstir um kynlíf. Útbreidd fáfræði og örvænting „Ég áttaði mig ekki á hve fáfræðin er gríðarlega mikil og almenn fyrr en ég fór að vinna við teenwire.com þar sem ég svaraði spurningum unglinga um kynlíf. Mér finnst skelfilegt hve margir þeirra stunda kynlíf án þess að hafa hugmynd um grundvallarat- riði eins og aðgengilegar getnaðar- varnir fyrir ungmenni og áhættukyn- líf með tilliti til getnaðar og smitsjúkdóma,“ segir Yvonne Kristín. Mest fer þó fyrir brjóstið á henni hvernig bandarískir strákar eru aldir upp í að umgangast kvenþjóðina og allt það sem ungt fólk lætur yfir sig ganga í samböndum. Miðað við spurningar, sem ungir karlar beina til hennar, er eins og mörgum finnist þeir hafa eignarrétt á líkama kærust- unnar og spurningar ungu kvennanna benda sömuleiðis til að þær láti kær- astana ráða yfir sér. Til marks um undirlægjuháttinn les Yvonne Kristín brot úr bréfi frá ungri konu: „Ég þarf að fara til kvensjúkdómafræðings, en kærasti minn leyfir mér það ekki af því hann vill ekki að neinn sjái mig „þarna niðri.““ „Hér ríkir mikil örvænting hjá þeim sem ekki eru í ástarsambönd- um. Gríðarleg áhersla er á að koma sér upp kærasta eða kærustu til þess að verða „whole“, eða heil/l eins og það er kallað. Margir vilja frekar vera í óheilbrigðum og oft ofbeldis- fullum samböndum heldur en að vera einir. Af iðnríkjum heims eru Banda- ríkin með hæstu tíðni kynferðis- glæpa. Bara sú staðreynd sýnir að brýn þörf er á að taka uppeldi stráka til gagngerrar endurskoðunnar, kenna þeim meðal annars, að karl- mennska felst líka í því að vera herra- menn.“ Í tengslum við doktorsritgerðina hefur Yvonne Kristín lesið sér svolít- ið til um kynlífshegðun íslenskra ung- menna. Hún kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með að æ yngri krakkar virtust stunda kynlíf og að ekki væri staðið eins vel að kynfræðslu í skólum og kynheilsugæslu unglinga á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndum. „Ég hef alltaf trúað því að allt sé svo miklu betra heima á Íslandi, sem oft- ast er raunin. Vonandi eru íslensk ungmenni þó betur upplýst um kynlíf en jafnaldrar þeirra í Bandaríkjun- um.“ Bandaríkjaforseti og skírlífið Einnig vonar hún að Íslendingar falli ekki í þá gryfju að taka sér Bandaríkin frekar en Norðurlöndin til fyrirmyndar í kynfræðslu. Þótt ástandið í þeim efnum hafi alltaf verið slæmt segir hún það fara hríðversn- andi og helgist einkum af því að kyn- fræðsla sé pólitísk ákvörðun. „Algjör tímaskekkja,“ fullyrðir hún og út- skýrir nánar: „Ríkisstjórnin er að fjármagna svokallaða „aðeins skír- lífi“-kynfræðslu í skólum. Þar er lítið sem ekkert gert ráð fyrir fræðslu um getnaðarvarnir, áhersla er lögð á skírlífi fyrir hjónaband og ekki er tekið tillit til annarra en gagnkyn- hneigðra ungmenna. Bush forseti er mikill málsvari þessarar áætlunar og tæpitungulaustKynlíf ingu, sem er alþjóðleg heilbrigðis- þjónusta. Kornungur fyrirlesari Hún var ekki há í loftinu þegar hún komst að því að hún væri bara nokk- uð góð í kynfræðslu, nánar tiltekið í sjötta bekk í grunnskóla, en þá hélt hún fyrirlestur um æxlunarfæri kvenna og kynlíf í bekknum sínum. „Ég varð upprifin yfir áhuga krakkanna og skynjaði hæfileika mína til að tala um kynferðismál án þess að vera vandræðaleg eins og þeir urðu þegar slík mál báru á góma. Jafnvel á þessum tíma gerði ég mér grein fyrir að uppeldið, sem ég hafði fengið á Íslandi, átti þátt í að mér fannst þetta ekkert feimnismál. Ríkjandi viðhorf höfðu ruglað mig svolítið í ríminu fyrst eftir komuna til Bandaríkjanna. Ég var að komast á kynþroskaaldur og fannst skilaboðin, sem ég fékk um líkama minn, vera á neikvæðu nótunum; til dæmis að ég þyrfti að raka á mér fótleggina, klæð- ast brjóstahaldara og þvíumlíkt. Þetta var afar ólíkt öllu því sem mamma hafði kennt mér. Hún lagði ríka áherslu á að ég væri sátt við lík- ama minn auk þess sem hún svaraði spurningum mínum um kynlíf hrein- skilnislega og kinnroðalaust. Hún innrætti mér að kynlíf væri fallegt, heilbrigt og eðlilegur hluti lífsins. Aftur á móti virtist mér margir af nýju félögum mínum og foreldrar þeirra líta á kynlíf sem eitthvað sóða- legt. Mér fannst viðhorf til kynlífs bera vott um þroskaleysi þjóðarinnar og langaði að breyta þeim.“ Að takast á við slíkt þjóðþrifaverk þýddi að Yvonne Kristín yrði að fara lítt troðnar slóðir. Þegar hún var í framhaldsskóla viðraði hún hug- myndina við frænku sína, Eydísi Sveinbjarnardóttur, geðhjúkrunar- fræðing, sem hvatti hana til dáða. „Eydís sagði mér frá vinkonu sinni, Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur, kynlífs- fræðingi, sem var með meistaragráðu í fræðunum frá Pennsylvaníu-há- skóla, og leiddi mér fyrir sjónir að menntun og starfsframi í kynfræðslu væru raunhæfur möguleiki,“ segir Yvonne Kristín. Fyrir áhugafólk um ættfræði má geta þess að Eydís er systir Þórunnar alþingismanns og Önnu kvikmyndafræðings og eru þær systur og Yvonne Kristín systradæt- ur. „Markaðsvænni“ með doktorspróf Með meistarapróf í kynfræðslu upp á vasann reyndist þó vera á brattann að sækja. Að sögn Yvonne Kristínar voru fáir atvinnurekendur, sem gerðu sér grein fyrir gildi slíkrar mennt- unar. „Samt búa hvorki hjúkrunar- fræðingar, félagsráðgjafar né aðrir sem koma að kynfræðslu, yfir eins mikilli sérþekkingu og ég hafði aflað mér í náminu. Fólk með doktorspróf í kynfræðslu ráðlagði mér eindregið að fara í doktorsnám í fræðum sem gerðu mig „markaðsvænni“ í heilsu- gæslunni. Með doktorsnafnbótina yrði fremur tekið mark á mér þegar kynfræðsla væri annars vegar, var mér sagt. Doktorsnám í alþjóðlegri heilbrigðisþjónustu virtist því vænn kostur, bæði með tilliti til útbreiðslu HIV-veirunnar í heiminum og áhuga míns á alþjóðamálum.“ Markmið Yvonne Kristínar er að fræða almenning um allar hliðar kyn- lífs. Eins og nú háttar til segir hún opinbera heilbrigðisþjónustu snúast um sjúkdóma og neikvæðar hliðar kynlífs, en lítið um fræðslu og for- varnir. Brýn þörf sé að gera brag- arbót þar á og eins sé mikilvægt að Kynlífsfræðingurinn Yvonne Kristín Fulbright, sem er hálfíslensk, er í doktorsnámi við New York-háskóla, skrifar kynlífspistla í skólablaðið og er höfundur nýútkominnar bókar um öruggt kynlíf. Bandarískir fjölmiðlar kepp- ast við að fá hana í vitræn við- töl um viðfangsefnið. Val- gerður Þ. Jónsdóttir spurði hana m.a. um ætt og uppruna, nám, bók, markmið og við- horfin vestra til kynlífs og kynfræðslu. Yvonne Kristín Fulbright: „Það verður að tala opinskátt og tæpi- tungulaust um allt; kynheilsu, kynlíf á öllum aldursskeiðum, kynlíf í menningunni og margt fleira.“ The Hot Guide to Safer Sex er ný- komin út í Bandaríkjunum og verður í farteski Yvonne Kristínar til Ís- lands síðar á árinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.