Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 7
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 C 7 MARÍA Kristín Magnús-dóttir er skóhönnuðurað mennt en hún út-skrifaðist úr Cord- wainers-hönnunarskólanum í London árið 2001. Síðastliðin þrjú ár hefur María verið yfirhönnuður hjá X18 og samhliða því starfi hefur hún verið að sýsla við sína eigin hönnun og mun halda því áfram. Útskriftarverkefni Maríu voru m.a. fínir dömuskór, þ.e. háhælaðir leðurskór með roðklæddum hæl, reimum úr roði og fóðraðir með sel- skinni. Í nýjustu hönnun sinni held- ur María áfram með þessa hug- mynd og gerir skó úr roði, sem orðið er afar vinsæll efniviður hönn- uða, innan og utan Íslands. „Maður mótar sér sinn eigin stíl þegar maður er að klára skólann. Nú er ég að þróa þann stíl áfram, byggt á sömu hugmynd sem er sú að blanda mörgum litum saman en nota náttúruleg efni. Síðan leik ég mér með form en það fer líka eftir tískunni og árstíma,“ segir María Kristín. Hvað skótískuna fyrir næsta ár varðar, segir María að skærir litir haldi velli og hvítir skór verði vin- sælir. „Rautt er komið til að vera eins og svart og brúnt. Skærir tón- ar verða vinsælir sumarið 2004, bæði sem aukalitir og aðallitir. Þetta byggist líka mikið á því að raða litunum saman sem andstæð- um. Til dæmis bleikum og grænum saman eða bláum og appelsínugul- um, eða þá að hafa svipaða tóna saman.“ María segir að spariskór verði áfram támjóir en táin verði frekar rúnuð en oddhvöss. „Hællinn er að breytast. Það eru að koma gúmmí- botnar á háhælaða skó og hællinn fer undir skóinn og verður hálffal- inn. Fínir skór eiga sem sagt að vera þægilegir en ekki með pinna- hælum í nákominni framtíð. Sam- setning getur til dæmis verið tvílit- ar joggingbuxur sem eru teknar saman að neðan og támjóir háhæl- aðir skór með gúmmíbotni. Þetta er svona hallærislega flott tíska,“ seg- ir María brosandi. Persónuleg hönnun María sótti frumkvöðlanámskeið í vetur sem er sprottið út frá Auði í krafti kvenna. „Það snerist um hvernig ætti að gera hugmynd að veruleika og koma sér á framfæri. Mín hugmynd er að halda áfram að gera skó og taka þátt í sýningum. Mig langar ekki að stofna umfangs- mikið fyrirtæki, heldur frekar að hafa gaman af því að hanna fallega skó í mínum stíl. Venjan er að fara á sýningar og selja skó í gegnum miðlun þannig að framleiðslufyrir- tækin geta sett annað lógó á skóna. Mig langar að byrja öðruvísi, ég ÍORÐSINS merkingu er um sjöaf hverjum tíu konum (73%) íBandaríkjunum meinilla við plús-stærð í fatnaði, oftast nefnd yf- irstærð hérlendis. Ekki eru það þó flíkurnar sem slíkar, sem fara svona í taugarnar á konunum, heldur nafn- giftin á þessari tilteknu stærð, sem þær nota. Þeim finnst orðið neikvætt og vilja að jákvæðara orð verði tekið upp yfir stærð á fatnaði fyrir konur, sem eru meira en miðlungskonur. Samkvæmt niðurstöðum markaðs- rannsóknar- og ráðgjafarfyrirtæk- isins Leflein á hug kvenna í þessum efnum þótti 40% orðið „Curvace- ous“, þ.e. íturvaxin, langþekkilegast. Konur í góðum holdum geta vel við unað því að í sömu rannsókn kom fram að fimm af hverjum tíu körlum (49%) þykir slíkar konur kynþokka- fullar og tveir af hverjum fimm (42%) upplýstu að í raun löðuðust þeir fremur að slíkum konum en þeim sem minni væru að ummáli. Tískuiðnaðurinn rumskar Tískuiðnaðurinn, sem löngum hef- ur látið undir höfuð leggjast að ætla öðrum en miðlungskonum og minni klæði við hæfi, er loks sagður vera að rumska. Fatahönnuðirnir Carm- en Marc Valo og Tommy Hilfiger í New York riðu á vaðið fyrir nokkr- um misserum og hönnuðu fatnað í stærðum fyrir þær íturvöxnu og spáð er að fleiri fylgi í kjölfarið. Rannsóknin staðfesti það, sem þorra fólks hefur raunar lengi verið kunn- ugt um, nefnilega að þær íturvöxnu vilja að tískuiðnaðurinn sinni þeim í sama mæli og mjóum kynsystrum þeirra. Þeim fyrrnefndu finnst þær víða eiga undir högg að sækja og er kvikmynda- og sjónvarpsbransinn helst nefndur í því sambandi, en þremur af hverjum fimm konum (62%) finnst tími til kominn að þeirra líkar séu oftar í aðalhlutverkum í bíó- og sjónvarpsmyndum. Líkt og þeim minni konur vilja þær eiga sér fyrirmyndir á hvíta tjaldinu sem og á skjánum. Ef þannig háttaði til liði þeim snöggtum betur, sagði meira en helmingurinn. Um 47% þátttakenda í rannsókn- inni tilnefndu söng- og kvikmynda- leikkonuna Queen Latifah sem verð- ugan fulltrúa á þeim vettvangi og lýstu henni sem hæfileikaríkri, sjálfsöruggri, skynsamri og fallegri. Því þótti vel við hæfi þegar VF, eitt stærsta fataframleiðslufyrirtæki heims, fékk hana til að kynna „Curvation“ kvennærfötin, sem komu á markaðinn fyrr á árinu og eiga að klæða 60 milljónir íturvax- inna, bandarískra kvenna, enda bæði kynþokkafull og þægileg, að því hermt er. En hvað segir Queen Latifah? „Hafið ekki áhyggjur af línunum, brýnir hún fyrir kynsystrum sínum, „sjálf er ég stolt af að vera íturvaxin og kynna nærfatnað eins og „Curva- tion“, sem umlykja mun kraftmiklar, kynþokkafullar og íturvaxnar konur um víða veröld.“ AP  Hin íturvaxna Queen Latifah á Óskarsverð- launahátíð- inni fyrr á árinu.  Hluti af útskrift- arverkefni Maríu Kristínar. Þessi frumgerð er úr leðri, roði og selskinni. Litríkirroð- skór mundi vilja halda mínu merki og taka þátt í tískusýningum frekar en sölusýningum. Mig langar að hafa þetta persónulegra og það er tæki- færi til þess hér á Íslandi.“ María segir tvennt ólíkt að hanna fyrir skóframleiðslufyrirtæki og að búa til eigin skó. Í vinnu sinni fyrir X18 fari hún víða um heiminn, skoði tískustrauma og hanni margar skó- línur sem fara í framleiðslu í verk- smiðju. „En þessir skór eru hand- gerðir,“ segir hún og heldur á lofti nýjustu persónulegu hönnuninni, grænum og bleikum roðskó sem myndi fara vel á fæti spariklæddr- ar konu. María lítur björtum augum til framtíðarinnar. Hún telur að skórnir sem hún hannar undir vörumerkinu X18 eigi nokkuð bjarta framtíð fyrir sér á heimsmarkaði og kvíðir því ekki samkeppninni. Hjá X18 hannar María m.a. skó fyrir ung- linga en skórnir sem hún hannar í eigin nafni eru ætlaðir eldri við- skiptavinum. „Sérstaklega þeim sem hafa áhuga á litum,“ segir María brosandi og segist bara hanna skó sem hún sjálf vilji ganga í. María Kristín Magnúsdóttir skóhönnuður. Morgunblaðið/Jim Smart Mor gun blað ið/Á rni T orfa son María Kristín Magnús- dóttir skóhönnuður spá- ir að tíska næsta árs verði hallærislega flott. Steingerður Ólafsdóttir fékk nánari lýsingar. steingerdur@mbl.is Íturvaxin við hæfi hreinsiklútar fjarlægja andlits- og augnfarða á augabragði Í hreinsiklútunum er andlitsvatn og kamilla, sem hefur róandi og nærandi áhrif á húðina og viðheldur réttu rakastigi hennar. Fást í apótekum og stórmörkuðum. Dr. Fisher hreinsiklútarnir eru ofnæmisprófaðir og henta öllum húðgerðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.