Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 1
2003  LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A EINN SIGUR DUGÐI TIL BRONSVERÐLAUNA Á MÖLTU / B7 JULIAN Johnsson, einn reyndasti landsliðsmaður Færeyinga í knattspyrnu, gekk í gær til liðs við Skagamenn. Að sögn Gunnars Sigurðssonar, for- manns meistaraflokksráðs ÍA, verður hann til reynslu hjá félaginu fram í júlí. Hann má byrja að spila strax, þar sem hann er skilgreindur sem áhugamaður í Færeyjum, Gunnar sagði að ef Jul- ian stæði undir væntingum, yrði samið við hann um miðjan júlí. Julian Johnsson er 28 ára miðju- maður og spilar í dag sinn 50. landsleik, á Laugardalsvellinum. Hann lék um árabil með Sogndal í Noregi og einnig með Hull í Englandi, en hann er nú leikmaður með B36. Julian er vænt- anlegur til ÍA strax eftir leik Færeyja og Þýska- lands á miðvikudag og kvaðst Gunnar reikna með því að hann kæmi með Norrænu til Seyðisfjarðar á föstudag, en þá um kvöldið leikur ÍA þar við Hugin í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar. Julian Johnsson til liðs við ÍA Morgunblaðið náði tali af Ólafi ígær en hann er staddur í Portúgal ásamt Björgvini Sigur- bergssyni en þeir eru að undirbúa sig fyrir næsta mót sem hefst á þriðjudaginn. „Það gekk mjög vel á Europro- golfmótinu og ég var að slá betur en á undanförnum mótum. Stutta spilið hefur verið mjög gott hjá mér á árinu, en löngu höggin hafa ekki verið nægilega góð en þau hafa verið að lagast og þau voru góð á Euro- pro-golfmótinu.“ Aðspurður um hvort það væri ekki samkeppni hjá honum og Björgvini sagði Ólafur að hún væri nú ekki mikil. „Við erum mjög góðir félagar og óskum hvor öðrum góðs gengis en vissulega er ég að keppa við hann ásamt öllum öðrum kepp- endunum á mótaröðinni. Ég og Björgvin erum saman í herbergi og ferðumst saman og það er miklu betra að vera saman en að vera bara einn. Við erum góðir saman.“ Ólafur hefur sett stefnuna hátt fyrir þriðjudaginn en þá keppir hann á Palmares-golfvellinum á Alg- arve. „Mótið leggst mjög vel í mig og ég ætla að halda áfram á sömu braut. Ég er ánægður með spila- mennskuna hjá mér að undanförnu og ætla að reyna að standa mig vel. Það verða um 160 keppendur á mótinu og fyrsta markmiðið er að komast í gegnum niðurskurðinn en það eru 50 kylfingar sem komast í gegnum hann. En ég set stefnuna hærra og vil lenda í einu af efstu 10 sætunum en þá verð ég að leika mjög vel. Maður verður alltaf að setja sér hærra markmið en maður setti sér í síðasta móti og það geri ég.“ Ef Ólafur lendir í einu af 10 efstu sætunum á hann von á að fá um 200 þúsund krónur í verðlaunafé. Ólafur Már spilaði vel í Portúgal Morgunblaðið/Golli Félagarnir Björgvin Sigurbergsson og Ólafur Már Sigurðsson. „STRÁKARNIR eru tilbúnir í slag- inn, ég sé ekki annað,“ sagði Ás- geir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, eftir að hann hafði tilkynnt sínum mönnum hvernig landsliðið verður skipað sem byrj- ar leikinn gegn Færeyingum á Laugardalsvellinum í dag kl. 16. Ásgeir sagði að liðið muni leika leikaðferðina 3-5-2. Árni Gautur Arason, Rosenborg, verður í markinu. Öftustu menn verða Lár- us Orri Sigurðsson, WBA, Guðni Bergsson, Bolton og Hermann Arnar Grétarsson, Lokeren, hef- ur verið með hitavellu og Arnar Gunnlaugsson, KR, meiddur. Þá læstist Tryggvi Guðmundsson, Sta- bæk, í baki á æfingu í gær. Ásgeir og Logi Ólafsson, aðstoð- armaður hans, voru með þrjá fundi með leikmönnum í gær, áður en þeir héldu fund með öllum landsliðshópnum. Þeir voru með sérfundi með varnarmönnum, mið- vallarleikmönnum og þá sókn- armönnum, þar sem farið var yfir leikskipulag og annað. Hreiðarsson, Charlton. Á miðjunni verða Þórður Guðjónsson, Boch- um, Jóhannes Karl Guðjónsson, Aston Villa, Rúnar Kristinsson, Lokeren, Arnar Þór Viðarsson, Lokeren og Indriði Sigurðsson, Lilleström. Í fremstu víglínu leika þeir Eið- ur Smári Guðjohnsen, fyrirliði, Chelsea og Helgi Sigurðsson, Lyn, en þeir þekkja hvor annað mjög vel þar sem þeir léku saman í fremstu víglínu í ungmennaliði Ís- lands á árum áður. Helgi Sigurðsson leikur við hlið Eiðs Smára „ÉG ræddi einslega við Eið Smára Guðjohnsen og spurði hann hvort hann væri búinn að hugsa um næstu skref sín á knattspyrnuferl- inum – hvort hann væri tilbúinn að taka við fyrirliðabandi Íslands og vera í forsvari fyrir leikmenn í landsliðshópnum. Hann sagðist vera tilbúinn og ég er ánægður með þau svör sem ég fékk. Eiður Smári mun því gegna ábyrgð- armiklu hlutverki í landsliðinu og bera fyrirliðabandið í fyrsta skiptileiknum gegn Færeyingum,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson, þjálfari landsliðsins. Morgunblaðið/Golli Eiður Smári Guðjohnsen tekur við fyrirliðabandinu af Rúnari Kristinssyni fyrir leikinn gegn Fær- eyjum. Hér eru þeir félagar saman á æfingu með landsliðinu á Laugardalsvellinum. Eiður Smári tekur við fyrirliðabandinu ÓLAFUR Már Sigurðsson hafnaði í 20. sæti í Europro-golfmótinu sem lauk í Portúgal í fyrradag. Fyrir þennan góða árangur fékk Ólaf- ur um 90 þúsund krónur í sinn hlut af verðlaunafé mótsins en hann lék á tveimur höggum undir pari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.