Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 B 3 vera með neina bjartsýni fyrir leikinn gegn Færeyingum. Við höf- um ekki efni á því. Færeyingar ráða yfir hópi góðra leikmanna, sem eru þekktir fyrir að leika með hjartanu – gefa allt sem þeir eiga í verkefnin, eins og Íslendingar voru þekktir fyrir á árum áður. Ég get endurtekið margt, sem ég skrifaði fyrir leikinn gegn Skot- um fyrir átta mánuðum, og er enn í fullu gildi. Eins og þetta: „Það er ljóst að viðureignin við Skota verður erfið. Menn geta ekki leyft sér að mæta til leiks til að fagna auðveldum sigri – heldur til að gefa allt sem þeir eiga í leikinn. Ef landsliðsmenn Íslands halda að þeir séu orðnir svo góðir, að þeir ætla sér að fara að sýna einhverjar kúnstir með knöttinn inni á vell- inum, hafa þeir boðið hættunni heim. Stundin er runnin upp – það þarf að sækja vinning gegn Skot- um. Til þess að hann náist verða leikmenn að hafa fyrir því – leika yfirvegaða og agaða knattspyrnu. Gefa allt sem þeir eiga í orrust- unni.“ Þessi orð eiga einnig vel við fyr- ir leikinn gegn Færeyingum. Strákar, knötturinn er hjá ykkur! Sigmundur Ó. Steinarsson Algimantas Liubinskas, landsliðs-þjálfari Litháa í knattspyrnu, hefur valið 19 manna hóp fyrir leik- inn á móti Íslendingum í undan- keppni EM sem fram fer í Kaunas á miðvikudaginn. Tveir öflugir leik- menn koma í lið Litháa á nýjan leik, varnarmaðurinn Aurelijus Skarbal- ius, leikmaður Bröndby í Danmörku, sem ekki gat verið með í leikjunum á móti Þjóðverjum og Skotum í mars og apríl af fjölskylduástæðum, og Raimondas Zutautas, leikmaður Maccabi Haifa í Ísrael, en hann missti af leikjunum við Skota og Þjóðverja vegna meiðsla. Hins vegar eru nokkur forföll í litháíska liðinu. Framherjinn Ro- bertas Poskus er meiddur og sömu- leiðis varnarmaðurinn Andrius Skerla, leikmaður Dunfermline í Skotlandi. Þá taka þrír leikmenn út leikbann í leiknum við Íslendinga, miðjumaðurinn Deividas Cesnausk- is, Dinamo Moskva, varnarmaðurinn Dainus Gleveckas, Shakhtar Don- etsk og framherjinn Arturas Fom- enko, FC Volgar. „Það eru vandræði hjá okkur með hópinn fyrir leikinn á móti Íslend- ingum en engu að síður ætlum við okkur sigur og ekkert annað. Mark- mið okkar er annað sætið í riðlinum og þar með möguleiki á að komast í úrslitakeppnina í Portúgal,“ segir Liubinskas. Landsliðshópur Litháa er þannig skipaður: Markverðir: Gintaras Stauèë (FC Fostira, Grikklandi), Þydrunas Karèemarskas (Dinamo Moskva). Varnarmenn: Rolandas Dziaukstas (FC Saturn, Rússlandi), Nerijus Barasa (Lada Toljatis, Rússlandi), Aurelijus Skarbalius (Bröndby, Dan- mörku), Ignas Dedura (FC Skonto Riga, Lettlandi), Tomas Zvirgzd- auskas (Halmstad BK, Svíþjóð). Tengiliðir: Igoris Morinas (FSV Mainz 05, Þýskalandi), Deividas Semberas (CSKA Moskva, Rúss- landi), Darius Maciulevicius (FK Sviesa), Raimondas Zutautas (Macc- abi Haifa, Ísrael), Vadimas Petrenko (FBK Kaunas), Tomas Razanauskas (Akratitos, Grikklandi), Tomas Tamosauskas (Dinamo Moskva, Rússlandi), Tadas Papeèkys (FBK Kaunas). Framherjar: Edgaras Jankauskas (FC Porto, Portúgal), Tomas Danile- vièius (A.S. Livorno Calcio, Ítalíu), Dmitrijus Gusèinas (KSV Holstein Kiel, Þýskalandi). Þrír leikmenn í banni hjá Litháum Eiður Smári er ekki á því aðFæreyingar verði auðveldir viðureignar á Laugardalsvellinum. „Færeyingar hafa sýnt það í riðl- inum að það er ekki auðvelt að sigra þá, þeir náðu jafntefli á heimavelli á móti Skotum og Þjóð- verjar rétt mörðu þá í Þýskalandi. Þessi úrslit sýna að við verðum að sýna Færeyingum virðingu,“ sagði Eiður Smári í samtali við Morg- unblaðið. Eiður er ánægður með hvernig undirbúningur íslenska landsliðs- ins hefur verið í vikunni. „Und- irbúningurinn fyrir leikinn hefur verið mjög góður. Við erum búnir að æfa vel og það hefur verið fínn taktur á æfingunum. Nú vona ég að sem flestir áhorfendur mæti á leikinn og veðrið verði gott því þá er oftast meiri stemning á vell- inum.“ Aðspurður hvernig heilsan sé hjá honum sjálfum sagði Eiður að hann væri í ágætu ásigkomulagi. Hinsvegar sagði hann að erfitt hefði verið að koma sér af stað aft- ur hugarfarslega eftir langt og strangt keppnistímabil á Englandi. „Það hefur hjálpað mjög til að vik- an á Íslandi hefur verið hressandi og skemmtileg og auðvelt hefur verið að koma sér í réttan gír. Ég vona að undirbúningurinn hjálpi okkur að ná góðum úrslitum.“ „Keyrum á þá strax“ Jóhannes Karl Guðjónsson tel- ur eins og Eiður að undirbún- ingur íslenska landsliðsins hafi verið góður. „Ég tel að við leikmennirnir höfum haft mjög gott af því að vera saman í fimm daga fyrir leikinn. Mórallinn í hópnum er góður og það verður gaman að taka á móti Færeyingum. Við er- um með okkar leikskipulag og við ætlum að fylgja því eftir og það verða engin rólegheit. Við munum keyra á þá strax þegar leikurinn hefst.“ Jóhannes skynjar ekki að stemningin sé lítil hjá Íslending- um fyrir leiknum en hann veit að þegar Ísland mætir smáþjóðum eins og Færeyjum, myndast ekki jafn mikil stemning eins og þegar Ísland keppir við stærri þjóðir. „Þegar við mætum þjóðum eins og Færeyingum myndast oft ekki almennileg stemning. En ég get lofað þér því að fólk sem mætir á völlinn fær að sjá skemmtilegan leik og ég vona að sem flestir mæti.“ Morgunblaðið/Golli Landsliðsmenn Íslands á æfingu á Laugardalsvellinum. Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari segir þá tilbúna í slaginn. Eiður Smári og Jóhannes Karl tilbúnir í slaginn gegn Færeyingum Vona að áhorf- endur fjölmenni EIÐUR Smári Guðjohnsen og Jóhannes Karl Guðjónsson eru ánægðir með undirbúning íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Færeyingum. Þeir vona að sem flestir áhorfendur mæti á leikinn í dag kl. 16 og Jóhannes lofar skemmtilegum leik. Eiður telur að Færeyingar séu erfiðari mótherjar en margir telja og Jóhannes seg- ir að Íslendingar muni sækja stíft að Færeyingum í byrjun leiks. FÆREYINGAR í Kaupmannahöfn munu fylgjast með landsleik Ís- lands og Færeyja á morgun á risa- skjá sem settur verður upp á diskótekinu Jacques. Það er knatt- spyrnufélagið ÍF Föroyar, sem leikur í neðri deildum í Dan- mörku, sem stendur fyrir þessari uppákomu, en hún verður end- urtekin á miðvikudagskvöld þegar Færeyingar mæta Þjóðverjum á heimavelli. Fylgst með í Kaup- manna- höfn  JOHN Petersen, fyrrverandi leik- maður Leifturs sem nú spilar með B36, verður í fremstu víglínu hjá Færeyingum gegn Íslandi á Laug- ardalsvellinum í dag. Petersen, sem skoraði 5 mörk í 15 leikjum fyrir Leiftur í úrvalsdeildinni árið 2000, skoraði bæði mörk Færeyinga þegar þeir gerðu jafntefli við Skota, 2:2, síðasta haust. Með honum frammi verður Andrew af Flötum, leikmað- ur HB.  JULIAN Johnsson, hinn nýi leik- maður ÍA, verður á miðjunni ásamt Fróða Benjaminsen og á köntunum verða væntanlega Jákup á Borg og Rógvi Jacobsen. Sá síðastnefndi er reyndar tæpur vegna meiðsla.  VÖRNIN er helsti höfuðverkur Færeyinga því Óli Johannessen og Pól Thorsteinsson eru í leikbanni. Þar verða væntanlega þeir Christian Högni Jacobsen, Jón Rói Jacobsen, Jóhannis Joensen og Suni Olsen. Í markinu verður án efa Jákup Mikk- elsen, markvörður frá Molde.  JÓN Fannar Guðmundsson, varn- armaður úr knattspyrnuliði Grinda- víkur, hefur verið lánaður til 1. deild- arliðs Njarðvíkur. Jón Fannar lék 9 leiki með Grindavík í úrvalsdeildinni í fyrra en hefur ekki spilað í ár.  ÞÁ hefur ÍBV lánað varnarmann- inn Stefán Bragason til nágrann- anna í 2. deildarliði KFS, en þar lék hann áður. Stefán hefur verið í leik- mannahópi ÍBV í leikjum liðsins í úr- valsdeildinni í sumar en ekki komið inn á.  RAGNAR Steinarsson, sem lék með Keflavík um árabil, er kominn til liðs við 2. deildarlið Víðis í Garði. Þar eru fyrir margir fyrrverandi fé- lagar hans í Keflavíkurliðinu, Krist- inn Guðbrandsson, Karl Finnboga- son, Gunnar Magnús Jónsson, Georg Birgisson og Garðar Már Newman. FÓLKJAN Christiansen, bæjarstjóri í Þórshöfn í Færeyjum, verður á meðaláhorfenda á Laugardalsvellinum í dag. Hann kom til landsins um leiðog færeyska landsliðið á miðvikudaginn, ásamt meirihluta borg-arstjórnarinnar. Christiansen sagði við færeyska dagblaðið Sósíal- urin að sem betur fer væri leikurinn um sama leyti og árlegur fundur vinaborganna Reykjavíkur, Þórshafnar og Nuuk á Grænlandi stæði yfir í Reykjavík. „Fyrst að svona vel stóð á, ákváðum við að bjóða ís- lensku og grænlensku fulltrúunum á fundinum á landsleikinn,“ sagði Christiansen. Bæjarstjórinn í Þórshöfn er mættur FÆREYSKA lögreglan hefur óskað eftir aðstoð frá lög- regluyfirvöldum í Þýskalandi og Danmörku vegna landsleik- ins gegn Þjóðverjum í undankeppni EM í knattspyrnu sem fram fer í Þórshöfn næsta miðvikudag. Reiknað er með því að á milli 600 og 1.000 þýskir knattspyrnuáhugamenn mæti á leikinn og óttast er að í þeim hópi séu óróaseggir sem geti valdið heimamönnum vandræðum. Búist er við að margir komi með ferjunni Norrænu, frá Danmörku eða Hjaltlands- eyjum, og verður sérstök lögregluvakt um borð í henni á ferðum til og frá Færeyjum í kringum leikinn. Færeyingar hafa aldrei áður óskað eftir slíkri aðstoð vegna knattspyrnulandsleiks og þeir hafa til þessa algerlega sloppið við skrílslæti á leikjum. Þegar þeir fengu Skota í heimsókn síðastliðið haust komu um 1.000 skoskir knatt- spyrnuáhugamenn til eyjanna og voru síður en svo til vand- ræða. Þeir settu skemmtilegan svip á mannlífið með fjöri sínu og skemmtanagleði og á meðan þeir dvöldu í Færeyjum handtók lögreglan þar aðeins einn einstakling fyrir ólæti. Hann var færeyskur. Færeyingar óttast þýska óróaseggi ÞÓRARINN Kristjánsson, knattspyrnumaður úr Keflavík, fer ekki yfir til nágrannanna í Grinda- vík. Eins og Morgunblaðið skýrði frá fyrr í vik- unni höfðu Grindvíkingar hug á að kaupa hann af Keflvíkingum, sem nú hafa gefið þeim afsvar. „Við ætlum að einbeita okkur að þeim hópi sem við erum með, og eigum reyndar nóg með það eft- ir atburði síðustu daga,“ sagði Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Grindavík- ur, við Morgunblaðið í gær. „Þeir leikmenn sem urðu uppvísir að agabrotum verða sektaðir, sam- kvæmt samningum, og síðan er það afgreitt mál. Þeir vita upp á sig skömmina, eru beygðir yfir því sem gerðist og ég á von á þeim tvíefldum í næstu leikjum. Nú munum við endurstilla allt hjá okkur og komum sterkari til leiks á ný eftir fríið,“ sagði Ingvar, sem átti von á að Grétar Hjartarson yrði tilbúinn að spila í næsta eða þarnæsta leik Grind- víkinga. Keflvíkingar sleppa ekki Þórarni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.