Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 4
SMÁÞJÓÐALEIKARNIR Á MÖLTU 4 B LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það má segja að það sé rétturstígandi í þessu hjá mér, á fyrstu leikunum komst ég ekkert áfram, tapaði bronsglímu á síð- ustu leikum og núna fékk ég silfur. Stelpan sem ég tap- aði gullglímunni fyrir núna vann síðast líka. Ég fann samt í glím- unni að ég átti í fullu tré við hana en það var einhver skrekkur í mér og því fór sem fór. Ég er samt al- veg sátt við að komast í fyrsta sinn á pall á Smáþjóðaleikum,“ sagði Margrét. Hún vonaðist til að fá Kýpur í úrslitum í gærkvöldi en varð ekki að ósk sinni því Malta lagði Kýpur mjög ósanngjarnt í undanúrslitum og sá dómarinn um að bjarga því fyrir horn fyrir heimamenn. Ef Kýpur hefði unnið þá hefði Mar- grét lent á móti stelpunni sem hún tapaði fyrir í gullglímunni í ein- staklingskeppninni. „Það hefði ver- ið gaman og ég hefði gert allt til að vinna hana – ég veit að ég á að geta það,“ sagði Margrét. Hún byrjaði að æfa júdó 1997 en hafði áður verið í frjálsíþróttum. „Ég var ekkert sérstaklega góð í þeim, en keppti á nokkrum Lands- mótum UMFÍ fyrir mitt félag, að- allega í sprettum og langstökki, en ég æfði frjálsar í ein tíu ár. Það blundaði samt alltaf í mér einhver baráttuandi og svo einn daginn dró vinkona mín mig með sér á júdóæf- ingu og þá varð ekki aftur snúið. Hún er reyndar hætt en ég er enn að,“ segir Margrét. Hún handleggsbrotnaði á vor- mótinu í fyrra og er rétt að ná sér af þeim meiðslum. „Ég var að fara inn í eitthvert tak þegar hendin brotnaði illa. Ég byrjaði að æfa aftur núna fyrir áramótin og það er í raun ótrúlegt hversu góðan bata ég hef fengið,“ sagði Margrét og sagðist vera komin í fína æfingu þrátt fyrir stuttan tíma. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Margrét Bjarnadóttir stóð sig vel í sveitakeppninni í gær og hér er hún við það að ná fastataki á mótherja sínum. Allt á réttri leið – vinn bara næst MARGRÉT Bjarnadóttir fékk silfur í -63 kílóa flokki í einstaklings- keppninni og tryggði íslensku sveitinni sigur í fyrstu viðureigninni í sveitakeppninni og þar með rétt til að keppa um gullið. Hún er 24 ára gömul, ættuð úr Eyjafjarðarsveit og er að taka þátt í sínum þriðju Smáþjóðaleikum. Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá Möltu „ÞESSI dómgæsla var fyrir neðan allar hellur og kostaði okkur sigur á mótinu tel ég,“ sagði Bjarni Skúla- son sársvekktur yfir endurteknum og augljósum mistökum dómarans í einni viðureign Vignis Stef- ánssonar. „Reyndar erum við, Kýp- urbúar og Mónakó með sterkustu liðin og ég hefði gjarnan viljað fara í úrslit, en því miður glímum við um bronsverðlaun og það verður bara vinstrihandar með hanska,“ sagði Bjarni og var allt annað en sáttur. Bjarni var gríðarlega snöggur að afgreiða mótherja sinn og sagði að það sama hefði verið upp á ten- ingnum í einstaklingskeppninni þar sem hann sigraði örugglega. „Þetta var nú svona tiltölulega fljótgert í einstaklingskeppninni, mér gekk mjög vel og sigurinn var öruggur. Það er svolítið gaman að því að ég er að keppa á þriðju Smáþjóðaleik- unum mínum og hef aldrei verið í sama þyngdarflokki. Í Liechten- stein keppti ég í -81 kílóa-flokki og vann, í San Marínó var ég í -90 kílóa-flokki og vann hann líka og svo vann ég -100 kílóa-flokkinn hérna,“ sagði Bjarni en þvertók fyr- ir að hann yrði í +100 kílóa flokki á Smáþjóðaleikunum í Andorra árið 2005. „Nei, nei, ég ætla ekki að þyngja mig svo mikið að ég fari upp í þann flokk,“ sagði Bjarni. Hann sagðist alltaf hafa jafn gam- an af að koma á Smáþjóðaleika. „Ég held að leikarnir í San Marínó standi upp úr í mínum huga. Þar var svo stutt í allar íþróttagreinar. Hérna er hins vegar dálítið lengi verið að komast á milli staða þó svo vegalengdirnar séu ekki miklar. Mér finnst alltaf jafn gaman á Smá- þjóðaleikum og það er líka gaman og mikil stremning hérna,“ sagði Bjarni. Íslenska kvennasveitin mættiMónakó í fyrstu viðureigninni. Íslenska sveitin var nokkuð þunn- skipuð því enginn keppandi er hér í -52 kílóa flokki og því byrjaði íslenska sveitin undir, tapaði fyrstu glímunni enda enginn kepp- andi þar. Í -63 kílóa flokknum keppti Margrét Bjarnadóttir og hún hafði yfir allan tímann, skoraði snemma koka, síðan fékk hún was- ary og loks náði hún armlás á mót- herja sinn í gólfinu og vann á ippon. Leikar voru því jafnir og Gígja Guðbrandsdóttir keppti í -78 kíló- aflokknum. Þar hafði Mónakó hins vegar engan keppanda þannig að í raun tryggði Margrét sigurinn með glæsilegri glímu og ljóst að Ísland var komið í úrslit þar sem stúlk- urnar mættu heimastúlkum sem lögðu Kýpur á fáránlegri dóm- gæslu. Dómararnir komu einnig mikið við sögu í viðureign Íslands og Mónakó í karlaflokki og komu hreinlega í veg fyrir að íslensku strákarnir kepptu til úrslita. Höskuldur Einarsson glímdi fyrstur í -66 kílóa flokki. Höskuldur átti undir högg að sækja allan tímann og tapaði í lokin á ippon. Næstur á dýnuna var Vignir Stef- ánsson í -81 kílóa flokki. Glímur Vignis eru alla jafna skemmtilegar á að horfa enda drengurinn ákafur og sækir yf- irleitt á mótherja sína. Á því varð engin breyting í þessari viðureign, hann fékk snemma yoga og hélt áfram að kasta mótherja sínum í gólfið hvað eftir ann- að og í eitt sinn var klárlega um ippon- kast að ræða. Allir í höllinni sáu það – nema blessaður dómarinn og fékk hann bágt fyrir hjá áhorfendum sem létu óánægju sína í ljós. Í umræddu kasti var greinilegt á þjálfara og öðrum keppendum Mónakó að þeir töldu glím- una búna, en dómarinn vildi hafa hana lengur og síðar kom í ljós að það var eingöngu til að gefa Mónakó sigurinn. k t t t h e a u i n f u i s f g g d f Frábært hjá Margr Skúl Unnar Sveinsson skrifar frá Möltu ÍSLENDINGAR sigruðu í sveitakeppni kvenna í júdó og karlarnir urðu í þriðja sæti á Smáþjóðaleikunum á Möltu og það sem meira var, krakkarnir fimm unnu öll á ippon, fullnaðarsigur. Sannarlega glæsilegur endir á þátttöku júdófólksins á leikunum. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í sveitakeppni á leikunum og var mjög skemmtilegt að fylgjast með keppninni. GUÐMUNDUR E. Stephensen og Markús Árnason hrepptu í gær gullverðlaunin í tvíliðaleik karla í borðtennis á Smáþjóða- leikunum á Möltu. Þeir lögðu alla sex andstæðinga sína að velli, unnu 18 lotur en töpuðu aðeins þremur. Guðmundur og Markús báru sigurorð af Lúxemborgurum 3:0, San Marínómönnum 3:0, Liechtensteinum 3:0, Kýp- urbúum 3:2, Andorramönnum 3:0 og Möltubúum 3:1. Silfrið féll Möltubúum í skaut og Kýp- ur hlaut bronsið. Í tvíliðaleik kvenna urðu Halldóra Ólafs og Aldís Lár- usdóttir í fjórða sæti af fimm þjóðum. Þær unnu Möltubúa 3:0 en töpuðu fyrir öðrum andstæð- ingum sínum. Gull í tví- liðaleik í borðtennis ÍSLENSKA karlalandsliðið í körfuknattleik átti ekki í miklum vandræðum með að leggja lið Lúxemborgar að velli er liðin mættust í undanúrslitum í gær og lauk leiknum 77:60, en staðan í hálfleik var 43:27. Logi Gunnarsson sagði eftir leikinn að þeir leikmenn sem hefðu upplifað tapleikinn gegn Kýpur fyrir tveimur árum ætluðu að gera allt til þess að ná í gullið. „Það var mikill slagsmálaleikur í orðsins fyllstu merkingu. Þeir leika mjög agað og eru „grískir“ í leikstíl sínum en við teljum okkur eiga góða möguleika gegn þeim,“ sagði Logi og bætti því við að leikmenn á borð við Fannar Ólafsson myndu æsa Kýpurliðið auðveldlega upp. „Ég er enn með beiskt bragð í munninum eftir síðasta leik okkar gegn Kýpur og það stefna allir í sömu átt í þessu liði – á gullið hér á Möltu – enda er áratugur frá því að Ísland vann þetta mót.“ Helgi Magnússon hefur komið skemmtilega á óvart í íslenska liðinu, hann stundar nám í Bandaríkjunum í Norður-Karólínuríki en lék áður með KR. Helgi hefur verið í byrjunarliði Íslands í þremur leikjum liðsins til þessa og staðið sig með prýði. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég leik á Smáþjóðaleikum enda hef ég aðeins leikið 13 leiki með A-landsliðinu. Mitt hlutverk í þessu liði er að spila góða vörn og vera óragur við að taka af skarið í sókn- arleiknum, svo einfalt er það. Þessir dagar hér á Möltu eru búnir að vera gríðarlega skemmtilegir og ekki skemmir fyrir að vera með Páli Axel Vil- bergssyni í herbergi; hann er snillingur,“ sagði Helgi í léttum tón. Stigahæstu menn voru: Logi Gunnarsson 16, Damon Johnson 15, Fannar Ólafsson 10. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Friðrik Ingi Rúnarsson messar yfir sínum mönnum. Lúxemborg var engin fyrirstaða Konan á bak við manninn. Júdókappi viðureignarinnar. Silja Úlfarsd Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bjarni Skúlason var 11 sekúndur að leggja mótherja sinn í gær. Fyrir neðan allar hellur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.