Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 8
 GRÍÐARLEGUR hávaði var í körfuknattleikshöllinni í gær þegar Ísland og Lúxemborg léku enda var salurinn vel skipaður af skólabörn- um sem skiptust á um að hvetja lið- in. Íslensku leikmennirnir kunnu vel að meta stuðninginn og tóku þátt með skólabörnunum af varamanna- bekk liðsins. Kristinn Óskarsson, körfuknattleiksdómari, sem dæmir á leikunum, sagði að svo margir áhorf- endur kæmu ekki á úrslitaleik kvennaliða í bikarkeppni KKÍ en um 500 áhorfendur voru á svæðinu í gær – höllin rúmar um 1.000 áhorfendur.  PÉTUR Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri KKÍ, dreifði nælum frá íslenska keppnishópnum til stuðningsmanna liðsins og var handagangur í öskjunni þegar börn- in reyndu að ná sér í nælu þar sem eftirspurnin var mun meiri en fram- boðið hjá Pétri.  SKIPTA þurfti um net í körfu á keppnisvellinum þegar Íslendingar léku við Möltu í keppni karlaliða og í gær þegar konurnar kepptu við Lúxemborg tafðist upphaf síðari hálfleiks þar sem leikklukkan var í ólagi.  THIERRY Henry, sóknarmaður Arsenal, telur nauðsynlegt fyrir lið- ið að halda í Arsene Wenger sem knattspyrnustjóra liðsins. Wenger hefur að undanförnu verið orðaður við Real Madrid. „Það er bráðnauð- synlegt fyrir Arsenal að halda Wenger. Hann er frábær þjálfari og ég nýt þess virkilega að starfa með honum og ég vil hafa hann áfram hjá Arsenal,“ sagði Henry. FÓLK Lousia Ísaksen sigraði í 800 metraskriðsundi í gær en hún bætti tíma sinn í greininni um 19 sekúndur og kom í mark á 9.09,64 mínútum. Jakob Jóhann Sveinsson varð fjórði í 1.500 metra skrið- sundi en tími hans var 17.02,25 mín- útur. Hafdís Hafsteinsdóttir varð önnur í 400 metra fjórsundi á tímanum 5.09,80, Erla Haraldsdóttir varð fimmta á 5.35,03 mínútum, en fimm keppendur syntu til úrslita. Ómar Friðriksson varð þriðji í 400 metra fjórsundi á 4.45,21 mínútu en Örn Arnarson varð síðastur í því sundi á tímanum 5.07,84 mínútum. Örn notaði þetta sund til þess að hita upp fyrir 4x100 metra skriðsundið sem var síðar um daginn. Hocaine Haicane bætti mótsmetið um tvær sekúndur sem var í eigu Arnar, en nýja metið er 4.33,16 mínútur. Kolbrún Kristjánsdóttir, Hafdís Hafsteinsdóttir, Lousia Ísaksen og Eva Hannesdóttir skipuðu íslensku boðsundsveitina sem varð í öðru sæti á eftir Lúxemborg í 4x100 metra skriðsundi. Íslenska sveitin kom í mark á tímanum 4.00,76 mínútum eða rétt um sex sekúndum á eftir Lúxemborg. Karlasveit Íslands varð einnig í öðru sæti í 4x100 metra skriðsundi og var rétt á eftir sveit Kýpur sem sigraði. Samanlagður tími þeirra Guðlaugs Guðlaugssonar, Birkis Jónssonar, Heiðars Marinóssonar og Arnar Arnarsonar var 3.29,33 mín- útur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Örn Arnarson, Birkir Jónsson, Guðlaugur Guðmundsson og Heiðar Marinósson fagna silfurverðlaununum í 4x100 metra skriðsundi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hafdís Hafsteinsdóttir, Louisa Ísaksen, Eva Hannesdóttir og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir. Silfur í 4x100 metra skriðsundi. Louisa krækti í gull FJÓRÐI og síðasti keppnisdagurinn í sundi á Smáþjóðaleikunum á Möltu var í gær og náði Louisa Ísaksen einu gullverðlaunum gær- dagsins í 800 metra skriðsundi, og þar að auki bættust við þrenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Íslensku keppendurnir fengu samanlagt 33 verðlaun á Smáþjóðaleikunum, þar af 11 gull- verðlaun, 14 silfurverðlaun og 8 bronsverðlaun. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Möltu Íslenskur kylf- ingur í norska landsliðinu ÓFEIGUR Jóhann Guð- jónsson, 23 ára Íslendingur, hefur verið valinn í norska karlalandsliðið í golfi sem tek- ur þátt í Evrópukeppni lands- liða sem haldin er í Hollandi í byrjun júlí. Hann er efstur á stigalista norskra kylfinga um þessar mundir og var því sjálf- krafa í liðinu ásamt Ole Krist- ian Olsen, en landsliðsþjálf- arinn, Pär Sundberg, valdi síðan þrjá til viðbótar í liðið. Ófeigur hefur verið búsett- ur í Noregi undanfarin þrjú ár og gerðist fyrir skömmu norskur ríkisborgari til þess að geta keppt fyrir hönd Nor- egs og einbeitt sér betur að golfinu. Hann sigraði á Ar- endal Open-golfmótinu um síðastliðna helgi og það tryggði honum efsta sætið á stigalistanum. ÖRN Arnarson sundkappi keppti í níu greinum á Smáþjóðaleikunum, fékk fern gullverðlaun og þrenn silf- urverðlaun. „Ég er bara þokkalega ánægður með árangur minn og alls sundliðsins, aðrar þjóðir hafa reynd- ar bætt sig verulega og má þar nefna flestar þjóðirnar og Andorra fékk meira að segja gullverðlaun hérna í sundinu og það held ég örugglega að hafi ekki gerst áður. Við erum enn með flest verðlaun allra þjóða og getum því ekki kvart- að,“ sagði Örn. Varðandi árangur hans sjálfs sagði kappinn: „Ég fékk fjögur gull og þrjú silfur, við vorum dæmd úr leik í einu boðsundi og svo synti ég 400 metra fjórsund áðan í rólegheit- unum og varð næstsíðastur. Ég tognaði í baki fyrir ekki löngu og því var ákveðið að ég hitaði bara rólega upp í fjórsundinu og tæki frekar á því í boðsundunum.“ – Næstsíðastur? Er ekki langt síðan þú hefur verið í þeirri stöðu? „Jú, það er nú orðið eitthvað síð- an,“ svarar sundkappinn brosandi. Hann byrjar að synda sig niður eftir tvær og hálfa viku en heimsmeist- aramótið í sundi verður í Barcelona á Spáni í lok júlí. „Það verður kær- kominn tími að fara að keyra sig nið- ur fyrir HM, ég er búinn að æfa mjög mikið og tímabilið hefur verið bæði langt og strangt,“ sagði Örn. „Við erum enn á toppnum“ Leigubíla- vandamál á Möltu ERFIÐLEGA gengur að komast á milli keppnisstaða á Möltu þar sem skipulag rútuferða milli staða er ekki nógu gott. Leigubílar eru af skornum skammti og nú þegar risastórt skemmti- ferðaskip er í höfninni í Valletta eru uppgrip hjá leigubílstjórum, sem sjást nú varla nema við höfnina þar sem „aðalvertíðin“ er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.