Morgunblaðið - 08.06.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 08.06.2003, Síða 1
STOFNAÐ 1913 154. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Skuggahliðar mannlífsins Brian De Palma í viðtali um nýj- ustu mynd sína Fólk 46 Viljum gera alvöru gagn Jelena og Grado fluttu frá Serbíu til Íslands 10 Afturhaldið og íhaldið Hrafn Gunnlaugsson ræðir kvik- myndir og heimsmyndir 16 MÁLAFERLUM sem hin 35 ára gamla Sultaana Freeman stóð í við yfirvöld í Flórída í Bandaríkjunum lauk á föstudag en þau neituðu nýverið að gefa út öku- skírteini með mynd af henni þar sem andlitið er hulið blæju og einungis sést í augun. Dómarinn í málinu, Janet Thorpe, kvað upp úr um að múslímskar konur skuli taka blæjuna niður fyrir myndatöku vilji þær á annað borð fá öku- skírteini í Bandaríkj- unum. „Það að [Sult- aana] þurfi að lyfta blæjunni í augnablik svo taka megi af henni mynd þar sem mögulegt er að bera kennsl á hana gengur ekki gegn stjórnarskrárbundnum rétti hennar til að iðka trú sína,“ sagði hún og bætti við að skilríki þar sem ein- ungis sést í augu viðkomandi væru til lít- ils gagns. Sultaana, sem er tveggja barna móðir frá Flórída er snerist til íslamstrúar, hef- ur fram að þessu neitað að láta mynda sig án blæju og telur slíkt ganga í ber- högg við reglur Kóransins en kveðst samt þurfa ökuskírteini. Í kjölfar dómsuppkvaðningarinnar sak- aði lögmaður hennar yfirvöld um að úr- skurða gegn frelsi fólks til að iðka trú sína. Þá heldur hann því fram að Sult- aana sé fórnarlamb hertra reglna í kjöl- far hryðjuverkanna 11. september 2001. Lögmaður Flórídaríkis í málinu segir það hins vegar snúast um „þjóðaröryggi“. „Í kjölfar 11. september verðum við að herða reglurnar,“ sagði hann. Enn er óljóst hvernig Sultaana mun bregðast við þessum dómsúrskurði, þ.e. hvort hún mun taka niður blæjuna fyrir myndatöku þvert á trúarsannfæringu sína eða velja fremur að vera öku- skírteinislaus. Vildi ekki sýna andlitið á öku- skírteininu Flórída. AFP. Sultaana Freeman les úr Kóraninum er hún kom fyrir rétt í Flórída. BANDARÍKJAMENN hafa skýrt íslenskum stjórnvöldum frá því að þeir hyggist brátt flytja á brott orrustuþotur og björgunarþyrl- ur sem staðsettar eru í varnarstöðinni í Keflavík. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir ónefndum bandarískum embættismönnum. „Forsetinn skrifaði þeim [íslenskum stjórnvöldum] bréf og sagði að heimurinn væri að breytast og við þyrftum á flugvél- unum að halda annars staðar,“ segir viðmæl- andi AFP. „Varnarmálaráðuneytið vill ekki hafa flugvélarnar lengur á Íslandi,“ bætir hann við. Í frétt AFP er sagt frá fundi Elizabeth Jones, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkj- anna, með íslenskum ráðamönnum í Reykja- vík í liðinni viku. Segja heimildarmenn fréttastofunnar að lögð hafi verið áhersla á að Bandaríkjamenn vildu viðhalda tvíhliða varnarsamningi ríkjanna. Heimildarmenn- irnir segja að líklegt sé að herþoturnar fjór- ar í Keflavík verði fluttar á brott við sum- arlok. Þessu muni fylgja „umtalsverður“ tilflutningur mannafla og tækjabúnaðar, sem fylgi þotunum, þ.á m. björgunarþyrlna. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, segir að for- sætisráðuneytið vilji ekki tjá sig um frétt AFP. Hann segir efni bréfs Bush trúnaðar- mál og því verði svarað síðar í vikunni. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði við fréttamenn eftir fund þeirra Davíðs með Elizabeth Jones að íslensk stjórnvöld hefðu talið algerlega nauðsynlegt að hafa loftvarnir í landinu. „Það kemur ekkert fram í bréfi forsetans sem bendir til að þeir [Bandaríkjamenn] séu á öðru máli,“ var haft eftir Halldóri í Morgunblaðinu sl. föstudag. Hvorki varnarmálaráðuneytið né utanrík- isráðuneytið bandaríska vildu tjá sig um mál- ið við AFP-fréttastofuna. Herþotur á brott í haust? AFP-fréttastofan hefur eftir bandarískum embættismönnum að Bush telji þörf fyrir orrustuþotur annars staðar en í Keflavík Ljósmynd/Baldur Sveinsson F-15-orrustuþotur á flugi yfir Íslandi. ÞORSKSTOFNINN er að stækka,“ segir Jóhann Sig- urjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar, vegna tillögu stofnunarinnar um að auka þorskkvótann um 30 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Jóhann segir að staða þorsk- stofnsins sé í samræmi við áætl- anir stofnunarinnar í fyrra, sem sé að einhverju leyti tilviljun en líka vísbending um að spárnar séu nærri sannleikanum. Margt sé á jákvæðari nótum nú en und- anfarin tvö til þrjú ár. Annars vegar varðandi þróun lífríkisins almennt og hins vegar séu um- skipti í nokkrum mikilvægustu stofnunum og þá sérstaklega í ýsu, en einnig í ufsa og þorski. Oft hafi verið talað um að hægt sé að hafa áhrif á fiskistofna með virkri veiðistjórnun en umhverf- isskilyrðin á hverjum tíma skapi svigrúmið sem lífríkið og fiski- stofnarnir hafi á hverjum tíma og nú séu ýmis einkenni breyttra að- stæðna í átt til hlýsjávarskeiðs sem geti stuðlað að uppbyggingu botnfiskstofna á komandi árum. „Mikilvægt er að við nýtum okk- ur þessi hagstæðu skilyrði til að ná þessum stofnum upp,“ segir Jóhann. Umhverf- isskilyrðin skapa svig- rúmið Morgunblaðið/Arnaldur Jóhann Sigurjónsson með skýrsl- una um ástand fiskistofna. HAFRANNSÓKNASTOFNUN leggur til samkvæmt aflareglu að há- marksafli á þorski verði 209 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári eða 30 þús- und tonnum meira en í fyrra. Tillögur um hámarksafla á ýsu fara úr 55 þús- und tonnum í 75 þúsund tonn en gera má ráð fyrir að þessi aukning í þorsk- og ýsuveiðum auki útflutningstekjur um 10 milljarða króna. Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir að niðurstöðurnar séu mjög góðar miðað við undanfarin ár. Þorskstofninn stækki annað árið í röð og sé nú um það bil 80% stærri en fyr- ir 10 árum. Það sé umtalsverður ár- angur miðað við það hvernig hlutirnir gangi fyrir sig í því að reyna að bæta stöðu fiskistofna og þó ekki gangi allt- af allt í haginn hafi miðað verulega áfram undanfarin 10 ár með þeim ár- angri að aflareglan gefi meira afla- mark á næsta fiskveiðiári en undan- farin ár. Sjávarútvegsráðherra segir að hann hafi farið nákvæmlega eftir afla- reglunni undanfarin ár og svo verði áfram, en hún gefi 30.000 tonna aukn- ingu í þorskveiðum. Ekki sé aflaregla í gildi varðandi ýsuna en þar sé lögð til mikil aukning í veiðum. Hins vegar sé ástand á mörkuðum frekar slakt og því sé ástæða til að skoða málið betur í sam- ráði við hagsmunaaðila með það í huga hvað sé skynsamlegast að gera þegar til lengri tíma sé litið. En ýsu- stofninn stefni í það að gefa veiði í því magni sem hún hafi verið þegar hún hafi verið sem mest og það sé mjög já- kvætt. Lagt er til að ufsaafli fari ekki yfir 50 þúsund tonn en í fyrra var lögð til 35 þús. tonna veiði sem var 45 þús. tonn. Árni segir að staða stofnsins sé mjög ánægjuleg. „Ég hef beitt fiski- fræði sjómannsins við aukningu á ufsaveiðum undanfarin ár og þó að við höfum átt erfitt með að sjá það alltaf í tölunum að ufsastofninn væri sterkur er það greinilegt á þessum tölum að hann hefur verið á uppleið undanfarin ár og er í þokkalegri stöðu. Sama á við um íslensku sumargotssíldina.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði um miðjan apríl að hægt yrði að auka þorskaflann á Íslandsmiðum um 30 þúsund tonn í haust og að útflutn- ingstekjur myndu aukast um sjö til átta milljarða króna vegna þess. Miðað við að gróft útflutningsverð- mæti á þorski og ýsu upp úr sjó sé um 200 krónur á kílóið aukast útflutn- ingstekjurnar vegna aukins kvóta í þorski og ýsu um 10 milljarða króna. Árni M. Mathiesen segir að hægt sé að reikna útflutningsverðmætið á marga vegu, hann geti ekki sagt um á þessari stundu hvert útflutningsverð- mætið sé nákvæmlega. Engar hörpudiskveiðar Vegna bágborinnar stöðu hörpu- diskstofnsins í Breiðafirði leggur Hafró til að í varúðarskyni verði eng- ar veiðar leyfðar á hörpudiski. Leggur til 50 þúsund tonna aukningu í ýsu og þorski Útflutningstekjur gætu auk- ist um 10 milljarða króna  Ýsustofninn/4 Morgunblaðið/Alfons Leyfilegur þorskafli á næsta ári verður 209.000 tonn samkvæmt gildandi aflareglu. Karl Pétursson á Jóa á Nesi SH og aðrir sjómenn horfa því fram á betri vertíð á næsta fiskveiðiári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.