Morgunblaðið - 08.06.2003, Side 2

Morgunblaðið - 08.06.2003, Side 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞOTUR BURT Í HAUST? Bandaríkjamenn hafa skýrt ís- lenskum yfirvöldum frá því að þeir hyggist brátt flytja á brott orr- ustuþotur og björgunarþyrlur sem staðsettar eru í varnarstöðinni í Keflavík, að því er AFP-fréttastofan hefur eftir ónefndum bandarískum embættismönnum. Viðmælandi AFP segir að Bush Bandaríkja- forseti hafi skrifað íslenskum stjórn- völdum bréf þar sem hann segist telja þörf á flugvélunum annars- staðar. Þorskafli verði 209.000 tonn Hafrannsóknastofnun leggur til samkvæmt aflareglu að hámarksafli á þorski verði 209 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári eða 30 þúsund tonnum meira en í fyrra. Tillögur um hámarksafla á ýsu fara úr 55 þúsund tonnum í 75 þúsund tonn en gera má ráð fyrir að þessi aukning í þorsk- og ýsuveiðum auki útflutn- ingstekjur um 10 milljarða króna. Sprengjutilræði í Kabúl Sex menn féllu og ellefu særðust í sprengjutilræði í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær. Á meðal hinna föllnu voru þrír þýskir hermenn sem þar voru við friðargæslu. Vitni báru að um sjálfsmorðsárás hefði verið að ræða. Leigubifreið hefði verið sprengd í loft upp við rútu sem flutti mennina. Birta flestar vísindagreinar Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem birta flestar vís- indagreinar í viðurkenndum vís- indaritum, miðað við fólksfjölda. Frá 1997 til 2001 fjölgaði fræðigreinum íslenskra vísindamanna í slíkum rit- um um 66%. Þá hefur einkaleyfaum- sóknum Íslendinga fjölgað verulega, bæði hjá Einkaleyfaskrifstofu Ís- lands og einkaleyfastofum Evrópu og Bandaríkjanna. Nýstárlegur tannlæknabor Vonir standa til þess að nýstár- legur tannlæknabor sem hægt er að stýra utan munns sjúklings, upp- finning Egils Jónssonar tannlæknis, verði tilbúinn í haust til prófunar á fólki. Sala á bornum gæti hafist á næsta ári. Aðstaða tannlækna er tal- in munu batna við innleiðingu bors- ins. Sunnudagur 8. júní 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 7.630  Innlit 15.089  Flettingar 67.782  Heimild: Samræmd vefmæling Ólafsfjörður Ert þú kennari? Í Barnaskóla Ólafsfjarðar eru 110 nemendur í 1.-7. bekk og í Gagnfræðaskólanum 57 nem- endur í 8.-10. bekk. Náið samstarf er á milli skólanna og töluvert um samnýtingu á hús- næði og starfsfólki. Öflugt þróunarstarf er unnið í skólanum, m.a. Olweus áætlun gegn einelti og andfélagslegri hegðun ásamt þróun- arverkefni um samstarf heimila, skóla og sam- félags sem hlaut hvatningarverðlaun Heimila og skóla nú á vordögum. Í skólunum er vinnuaðstaða kennara góð, viðráðanlegar bekkjarstærðir og góður starfsandi. Skólarnir eru vel búnir tækjum og nýsigögnum og eru í stöðugri þróun. Okkur vantar fólk til að gera góða skóla betri. Við auglýsum eftir umsjónarkennurum og auk þess kennurum í myndmennt, tónmennt, hand- mennt, dansi, íþróttum (elsta stig), ensku, dönsku, stærðfræði, raungreinum og samfélagsfræði (GÓ). Þá vantar sérkennara í GÓ (sem m.a. hefði yfirumsjón með skipu- lagningu og þróun sérkennslu á unglingastigi) og stuðningsfulltrúa í báða skólana. Nánari upplýsingar um stöðurnar og hlunnindi veita Hildur A. Ólafsdóttir, skólastjóri Barna- skólans, s. 466 2245, hildur@barnol.olf.is, og Þórgunnur Reykjalín, skólastjóri Gagnfræða- skólans, s. 466 2134, threyk@ismennt.is . Auk þess gefur Óskar Þór Sigurbjörnsson, skóla- málafulltrúi, oskarth@ismennt.is, upplýsingar um stöðurnar í símum 466 2736, 893 6257 og hs. 466 2357. Umsóknarfrestur er til 20. júní nk. Ólafsfjarðarbær — Fræðslunefnd.                                                                         ! !                            "             #               !       $  %  $ &   '    (    !))*+*,*-, !    .  /  !))*+*,*-0 !      /12       /  !))*+*3---           (  (   !))*+*,**- (1  % %   ( /  !))*+*,**4 $   5    !  6   !    !))*+*,**+ 7 %     !   !   !    !))*+*,**8 !%    2  $   '  '  !))*+*,**3 (   $   '  '  !))*+*,**, $            ' '  !))*+*,**9 $  %   $  % :  /  !))*+*,**; $  %  $  % <  <   !))*+*,*-* $   5    $  % !    !    !))*+*,*-+ 7 %  $  /   /  !))*+*,*-8           (  (   !))*+*,*-3 $  % %  !       '1  '  !))*+*3-*- 7          $ $ !))*+*3-*, =   >+0?@ 7%    $   A  /  !))*+*3-*0 )%    (% $   A  /  !))*+*3-*9 !    !      /1 /  !))*+*3-*; $   !   /<A 7      /  !))*+*3-*3 7 %    $  /   $    !))*+*3-*4 $   &    7      /  !))*+*3-*+ !    %   7      /  !))*+*3-*8 !%      )   /  /  !))*+*3*;9 $        $   $ B$  !))*+*3*;; '  !   C  C   !))*+*3-** !%        /  !))*+*3--* $  %   $  % $ /  !))*+*,*-- )  %   $  %  /  /  !))*+*,*-4 Leikskólinn Heklukot Hellu Leikskólakennarar athugið! Lausar eru stöður leikskólakennara við leikskól- ann Heklukot á Hellu. Heklukot er tveggja deilda leikskóli þar sem geta dvalið um 40 börn sam- tímis. Þetta er gott tækifæri t.d. fyrir nýútskrifaða leikskólakennara sem vilja starfa í náinni snert- ingu við umhverfið og náttúruna í fallegu héraði. Hella er í sveitarfélaginu Rangárþingi ytra í um 90 km fjarlægð frá Reykjavík. Á Hellu er góð þjónusta á öllum sviðum, þ. á m. grunnskóli og frábær íþrótta og útivist- araðstaða. Sveitarfélagið getur boðið væntanlegum leik- skólakennurum ódýrt leiguhúsnæði. Upplýsingar veitir Kristín Sveinsdóttir leikskólastjóri í síma 487 5956. Leikskólakennarar — Dalabyggð Leikskólakennari óskast við leikskólann Vina- bæ. Um er að ræða 100% starf og æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf 11. ágúst 2003. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og annast upp- eldi og menntun barna á leikskólaaldri. Þar er lögð áhersla á nám og þroska í gegnum leik og starf. Umsóknarfrestur er til 25. júní 2003. Umsóknir berist til skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal. Upplýsingar gefur Berglind Vésteinsdóttir, leik- skólastjóri, í símum 434 1311 og 846 6012. Safnvörður/ safnkennari Minjasafnið á Akureyri óskar að ráða safnvörð til að sjá um safnkennslu ásamt því að annast ýmiss safnstörf. Menntun í safntengdum greinum eða kennara- menntun er áskilin. Reynsla af safnstörfum er æskileg. Skriflegar umsóknir sendist í síðasta lagi föstu- daginn 13. júní. Nánari uppýsingar veitir Guðrún M. Kristins- dóttir, safnstjóri, í síma 462 4162. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, pósthólf 341, 602 Akureyri. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Skáldkonan Didda er nýkomin frá Cannes, þar sem hún kynnti, ásamt fleirum, kvik- myndina Stormviðri í leikstjórn Sólveigar Anspach. Didda lék annað aðalhlut- verkið í myndinni og er það frumraun hennar á því sviði sem hún stóðst með glæsibrag. Hildur Einarsdóttir hitti hana á kaffihúsi og fékk að líta inn í hug- arheim þessarar sér- stöku og fjölhæfu konu. 10 Didda, faðmaðu salinn! ferðalögTallinsælkerarAndabringurbörnMér finnst rigningin góðbíóSiracusa Siracusa Ólavía Sigmarsdóttir Hreindýrin í heimahaganum Á saumastof- unni eru gerðar pyngjur, töskur og hattar úr hreindýra- skinni. Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 8. júní 2003 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Myndasögur 40 Listir 24/27 Bréf 40/41 Af listum 24 Dagbók 42/43 Forystugrein 28 Krossgáta 45 Reykjavíkurbréf 28 Leikhús 46 Skoðun 30 Fólk 46/53 Minningar 31/37 Bíó 50/53 Þjónusta 45 Sjónvarp 44 54 Hugvekja 39 Veður 55 * * * RÚMUR þriðjungur nemenda í 10. bekk fékk undir fimm í einkunn á samræmdu prófi í stærð- fræði í vor. Yfir þrjátíu prósent fengu undir fimm í dönsku en í öðrum greinum var hlutfall þeirra sem ekki náðu lágmarkseinkunn lægra. Í stærðfræði voru 36,5% nemenda sem þreyttu prófið með undir 5, 31% í dönsku, 16,7% í sam- félagsfræðum, tæp 14% í náttúrufræðum, 11,6% í ensku og rúm 10% í íslensku. Tölur yfir skiptingu einkunna milli einstakra skóla og meðaltöl síð- ustu ára verða birtar upp úr 20. þessa mánaðar en þá birtir Námsmatsstofnun skýrslu um sam- ræmd próf í 10. bekk á landsvísu. Upplýsingar birtar eftir skólum Sigurgrímur Skúlasson, deildarstjóri hjá Námsmatsstofnun, segir að stofnunin hafi lagt hart að menntamálaráðuneytinu síðast þegar reglugerð um samræmd próf var í endurskoðun að ákvæði um að skipta einkunnum upp eftir skólum yrði fellt út en að stofnunin hafi ekki fengið því framgengt. Ráðuneytið líti svo á að upplýsingarnar falli undir upplýsingalög og beri að gera opinberar. „Við hins vegar sjáum það að það er ekki alltaf verið að nota þær með skyn- samlegum hætti,“ segir Sigurgrímur. Hann segir að meðaltalið segi ákveðna sögu í samhengi við annað starf í hverjum skóla fyrir sig. Þá fái flest- ir skólar nemendur úr ákveðnu skólahverfi en sumir skólar fái nemendur á öðrum forsendum og séu því oft ekki sambærilegir við meðaltöl annarra skóla. Eins geti ólík íbúasamsetning haft áhrif á meðaltöl. Hann segir upplýsingarnar not- aðar á „neikvæðan hátt“ þegar fullyrt sé að kennslu hafi hrakað með hliðsjón af meðaltals- tölum skólanna. Um 50% þreyttu próf í öllum sex fögunum Nemendur geta valið í hvaða fögum þeir taka samræmd próf af þeim sex fögum sem prófað er úr. Sigurgrímur segir að reyndin sé sú að 95–7% nemenda í árganginum taki próf úr íslensku, stærðfræði og ensku sem er skilyrði til að kom- ast inn á bóknámsbrautir í framhaldsskólum. Valfrelsið eigi því einkum við um dönsku, nátt- úrufræði og samfélagsgreinar en um 70–80% nemenda þreyttu samræmd próf í þessum fögum. Um 50% nemenda tóku próf í öllum sex fögunum. Sigurgrímur segir aðspurður að ekki hafi verið skoðað sérstaklega hvaða nemendur sleppi hvaða prófum með hliðsjón af getu hvers og eins í til- teknu fagi. Hins vegar megi leiða líkur að því að þeir nemendur sem sleppi prófum viti hvert þeir stefni og spari sér því fyrirhöfnina við að taka öll prófin sex þótt alltaf sé ákveðinn hluti af nem- endum sem sleppi prófum í einstökum greinum sem þeir eru slakir í. Yfir 30% fall á prófum í dönsku og stærðfræði Niðurstaða úr samræmdum prófum á landsvísu liggur fyrir Morgunblaðið/Ásdís KOSTNAÐUR vegna bólgueyðandi lyfja og gigtarlyfja hefur aukist gríð- arlega hér á landi á síðustu árum. Fram kemur í fréttabréfi heilbrigð- isráðuneytisins að kostnaðurinn hafi nærri tvöfaldast með tilkomu svo- nefndra coxíb-lyfja sem fengu mark- aðsleyfi hér á landi árið 2000 en með- alverð hvers dagskammts af þeim er 3–4 sinnum hærra en eldri lyfja. Ráðuneytið segir, að á Íslandi nemi notkun coxíb-lyfja rúmum 18 skil- greindum dagskömmtum á hverja 1.000 íbúa á dag. Hinar Norðurlandaþjóðirnar fengu þessi lyf á markað fyrr en Íslendingar en samt er notkunin þar mun minni en hér á landi eða sem nemur 7–8 dagskömmtum á hverja 1.000 íbúa. Í minnisblaði frá skrifstofu lyfja- mála í heilbrigðisráðuneytinu er spurt hvort nauðsynlegt sé að Íslend- ingar noti nú hlutfallslega 120% meira af lyfjunum en nágrannaþjóð- irnar. Þar segir ennfremur að nú sé komið á daginn að coxíb-lyfin gefa engu betri árangur en eldri lyf utan að vera hugsanlega betri kostur þeg- ar sjúklingar hafa sögu um sármynd- un í meltingarfærum af völdum bólgueyðandi lyfja. Komið hafi fram vísbendingar um að meiri hætta sé á alvarlegum aukaverkunum á hjarta af völdum coxíb-lyfja „Á meðan staðan er enn þannig er full ástæða að gæta fyllstu varúðar.“ Kostnaður gigtar- lyfja margfaldast HELDUR fjölgaði á tjaldsvæðunum á Akureyri, á Hömrum og við Þórunnarstræti, um helgina en fram að því hafði verið frekar ró- legt, að sögn Ásgeirs Hreið- arssonar umsjónarmanns, enda hvítasunnuhelgin oftast fyrsta ferðahelgi ársins. Á hvorum stað voru 10–15 tjöld og bæði innlendir og erlendir gestir á ferð. Fyrstu ferðalangarnir fóru að sjást á tjald- svæðunum í lok maí og þá aðallega útlendingar en Ásgeir sagði að ekki færi að fjölga verulega fólki fyrr en eftir 17. júní. Þó skipti veðrið miklu máli og í gær var ágætis veður á Akureyri og því létt yfir fólki á tjaldsvæðunum. Hrafnkell Guðjónsson og Ásgerð- ur Felixdóttir og börn þeirra, Ásta Evlalía og Guðjón Ernir, voru í fellihýsi á tjaldsvæðinu við Þórunn- arstræti og létu vel af dvölinni. Þau eru frá Fellabæ en voru á leið til Ísafjarðar þar sem þau ætla að dvelja í vikutíma, enda sumarfríið rétt hafið. Morgunblaðið/Kristján Tekið að lifna yfir tjaldsvæðum ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra mun á næstu dögum kynna þá vinnu sem fara á fram í sumar vegna áætlaðra breytinga á Íbúðalánasjóði. Hugmyndir, sem kynntar voru í lok maí, hafa sætt gagnrýni hjá fjármála- stofnunum og erlendum matsaðilum. Árni telur réttast að beðið sé eftir nið- urstöðum úr félagsmálaráðuneytinu áður en hugsanlegar breytingar séu gagnrýndar efnislega. Hann segir meginmarkmið ríkisstjórnarinnar vera að koma á 90% láni í almenna húsnæðislánakerfinu þannig að það ógni ekki efnahagslegum stöðugleika. Tekið tillit til allra þátta Í mánaðarriti greiningardeildar Landsbankans er varað mjög við þeim hugmyndum sem fram hafa komið og fullyrt að ólíklegt sé að þær gagnist almenningi ef ekki verður aukning á framboði íbúðarhúsnæðis. Um gagnrýni Landsbankans segir Árni: „Menn geta auðvitað gefið sér ákveðnar forsendur og niðurstaðan tekur þá mið af þeim. Ég hef ítrekað sagt að málið verði skoðað í sumar með tilliti til allra þátta, ekki síst áhrifa á efnahagslegan stöðugleika. Á meðan sú skoðun fer fram hef ég í sjálfu sér ekki mikið um málið að segja.“ Raski ekki stöðugleika GÍSLI Sigurðsson, eigandi Garðheima, segir allar birgðir af Bruma, áburði sem unninn er úr kjötmjöli og seldur var í versluninni, sem komu í verslunina eftir að riðutilfelli kom upp á bæ í Ölfusi, hafa verið endursendar framleið- anda. Hann segir áburðinn því ekki hafa verið til sölu hjá Garðheimum frá síðastliðinni helgi. „Fólk á því að vera öruggt með vöruna sem það keypti,“ segir Gísli, en yfirdýralæknir hefur mælst til þess að fólk sem keypt hefur áburðinn skili honum til Garðheima og Olís-stöðvarinnar á Selfossi þar sem áburðurinn hefur verið seldur. Kjötmjöl á Sel- fossi framleiddi áburðinn. Ekki selt Bruma í viku VEGNA fréttar í blaðinu í gær vill Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, árétta að hann hafi ekki haldið því fram að sveitarfélögum beri ekki að greiða 40% af stofnkostnaði fram- haldsskóla. „Það er alveg skýrt í lög- um að sveitarfélögum ber að greiða hlut í stofnkostnaði nýrra fram- haldsskóla en ágreiningur hefur ver- ið um hvort borginni ber skylda til að greiða hlut í stofnkostnaði vegna eldri skóla, sem voru til þegar þessi lög voru sett. Ég hef verið þeirrar skoðunar að okkur beri ekki skylda til þess að taka þátt í stofnkostnaði eldri skólanna,“ segir Vilhjálmur. Hann segist hins vegar styðja sam- komulagsdrög borgar og mennta- málaráðuneytis um þetta efni. Borgin taki þátt í kostnaði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.