Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ TILLÖGUR Hafrannsóknastofnun- ar um hámarksafla á helztu nytja- fiskum við landið fela í sér verulega aukningu á leyfilegum afla af þorski og ýsu. Yfirleitt er staða fiskistofna þokkaleg enda skilyrði í sjónum góð. Undantekningin er hörpuskelin en náttúrulegar aðstæður á Breiðafirði valda því að stofninn er í sögulegu lágmarki og leggur Hafrannsókna- stofnun til að í varúðarskyni verði engar veiðar leyfðar á komandi fisk- veiðiári. Á síðasta ári var leyfilegur afli ríflega 4.000 tonn og hefur hann farið hratt minnkandi undanfarin ár. Hér fer á eftir mat Hafrann- sóknastofnunar á stöðu nokkurra helztu fiskistofna við landið og til- lögur um hámarksafla: Þorskur Þorskaflinn á árinu 2002 var 209 þús. tonn en var 235 þús. tonn árin 2000 og 2001. Mest veiddist af fjög- urra og fimm ára þorski (árgangar 1997 og 1998), um 62% aflans í fjölda, hlutdeild sex og sjö ára var samtals um 23% en 8 ára þorskur og eldri var aðeins um rúm 6% aflans í fjölda. Kynþroskahlutfall eftir aldri í afla á hrygningartíma árið 2002 var mjög hátt í öllum aldursflokkum eins og árið 2001. Meðalþyngd eftir aldri í afla árið 2002 var einnig svip- uð og árið 2001, nálægt meðaltali sl. 20 ára. Afli á sóknareiningu jókst í botnvörpu og línu en minnkaði í net á árinu 2002 miðað við árið 2001. Samkvæmt núverandi úttekt er stærð veiðistofns þorsks í ársbyrjun 2003 áætluð 765 þús. tonn, þar af er hrygningarstofninn talinn um 374 þús. tonn. Í úttektinni árið 2002 var veiðistofn áætlaður 756 þús. tonn við upphaf árs 2003 en hrygningarstofn um 340 þús. tonn. Aðalmunurinn á mati á stærð hrygningarstofns nú liggur í hærri meðalþyngd og kynþroska en spár gerðu ráð fyrir. Á undanförnum árum hefur með- alveiðidánartala og afli sem hlutfall af veiðistofni verið langt umfram það sem stefnt var að með aflareglu. Með aflareglu var stefnt að 25% veiðihlutfalli og meðalveiðidánartölu F(5-10)= 0.4. Árið 2002 var veiðihlutfallið 30% og meðalveiðidánartala 0.77. Á und- anförnum tveimur árum er afli um- fram aflamark, breytingar á afla- reglu og aldurssamsetning veiði- stofns meginorsök þessa háa veiðihlutfalls. Allir árgangar árin 1985–1996, eða í rúman áratug, hafa reynst und- ir langtíma meðaltali. Árgangarnir frá 1997–1999 eru metnir tæplega meðalárgangar að stærð, árgangur- inn frá árinu 2000 er metinn yfir meðallagi og 2001 árgangurinn mjög lélegur. Fyrstu vísbendingar um stærð 2002 árgangsins benda til að hann sé nálægt meðalstærð. Magn ungþorsks (3–5 ára) í stofni hefur farið vaxandi síðan 1999 og endurspeglast það einnig í auknum afla. Er þetta í góðu samræmi við það sem sjómenn hafa sagt þ.e. að þeir hafi orðið varir við aukið magn ungþorsks á miðunum. Ný aflaregla var tekin í notkun á árinu 2000 með þeim breytingum að bætt var við 30 þús. tonna sveiflu- jöfnun og fellt niður 155 þús. tonna aflalágmark. Aflamark fyrir fisk- veiðiárið 2001/02 var 190 þús. tonn en landaður afli um 218 þús. tonn. Aflamark fiskveiðiársins 2002/03 er 179 þús. tonn. Gert er ráð fyrir að aflinn á árinu 2003 verði 210 þús. tonn. Samkvæmt núverandi aflareglu verður aflamark 209 þús. tonn fisk- veiðiárið 2003/2004. Veiðistofn mun vaxa úr 765 þús. tonnum í ársbyrjun 2003 í 868 þús. tonn í ársbyrjun 2005 en hrygningarstofn úr 374 þús. tonnum 2003 í 492 þús. tonn árið 2005. Á árinu 2004 verða árgangarnir frá 1998–2000 mest áberandi í aflan- um (fjögurra til sex ára fiskur) eða um 77% aflans í fjölda, en 8 ára fisk- ur og eldri aðeins um 4%. Vegna aldurssamsetningar stofnsins, óvissu í stofnmati og áætl- aðrar stærðar 2001 árgangsins er æskilegt að draga enn frekar úr sókn en gert er ráð fyrir samkvæmt aflareglu. Til að ná því markmiði sem stefnt var að með fyrri aflareglu, um að veiðidánartala fari að jafnaði ekki yfir 0.4, þarf að takmarka aflann fiskveiðiárið 2003/04 við 180 þús. tonn. Í ljósi þess að á undanförnum árum hefur veiðidauði verið langt umfram það sem stefnt var að með aflareglu telur Hafrannsóknastofn- unin mjög brýnt að endurskoðun aflareglu ljúki sem fyrst. Ýsa Ýsuaflinn á árinu 2002 var rúm 50 þús. tonn eða fjórðungi meiri en árið áður. Fyrir fiskveiðiárið 2002/03 lagði Hafrannsóknastofnunin til 55 þús. tonna aflahámark og aflamark var ákveðið það sama. Stærð veiði- stofns ýsu í ársbyrjun 2003 er metin 191 þús. tonn og hrygningarstofn 129 þús. tonn. Til að meta stærð stofnsins var stuðst við aldursskipt- ar vísitölur úr stofnmælingu botn- fiska í mars. Nokkrum mismunandi líkönum var beitt við stofnmatið og gáfu mismunandi líkön töluvert ólík- ar niðurstöður. Vegna góðrar nýliðunar hefur ýsustofninn verið í örum vexti síðan árið 2000 er hann var í lágmarki. Í upphafi árs 2003 eru bæði veiðistofn og hrygningarstofn meira en tvöfalt stærri en árið 2000. Ekki er þó útséð um hve stór stofninn er. Vísitölur úr stofnmælingu í mars 2003 benda til mun stærri stofns, sem samræmist hins vegar illa niðurstöðum úr fyrri stofnmælingum, einkum varðandi árganga 1998 og 1999 sem verða 60– 70% aflans á árunum 2003 og 2004. Samkvæmt fyrsta mati virðist 2002 árgangurinn vera stór, þ.e. yfir 100 milljónir tveggja ára nýliða. Síð- an 1998 eru fjórir af fimm árgöngum taldir stórir, en slíkt er mjög óvenju- legt. Stafar þessi aukna nýliðun m.a. af hlýjum sjó fyrir norðan land og að hátt hlutfall af árgöngum 1998–2002 hefur alist upp á grunnslóð norð- anlands þar sem togveiðar hafa nán- ast engar verið á undanförnum ár- um. Minni skörun ungfisks og veiða er að stórum hluta talin geta skýrt það að mat á uppvaxandi ýsuár- göngum hækkar á hverju ári. Af- brigðilega hár veiðanleiki á árinu 2003 er heldur ekki útilokaður sem skýring á frávikum milli stofnmæl- inganna 2002 og 2003. Meðalveiðidánartala 4–7 ára fisks árið 2002 er nú metin 0.60 og hefur lækkað frá árunum 1999 og 2000 en veiðidánartala hefur reyndar verið há um árabil. Gert er ráð fyrir að veiðidánartala lækki verulega á árinu 2003. Hafrannsóknastofnunin leggur til að veiðidánartala fari ekki yfir 0.47 fiskveiðiárið 2003/2004 og að há- marksaflinn verði 75 þús. tonn.                                      ! " ! # & '&& !" #$ % % % % %    Ýsustofninn er í örum vexti Lögð til veruleg aukning á veiðum á þorski og ýsu enda sterkir árgangar af ýsunni að koma inn í veiðina STAÐA hörpudisksstofnsins er afar bágborin vegna aukinna hlýinda í sjónum á Breiðafirði. Hafrannsókna- stofnun leggur því til að veiðar á hörpudiski verði ekki leyfðar á næsta fiskveiðiári í varúðarskyni: Heildarafli hörpu- disks árið 2002 var um 5.200 tonn en 6.500 tonn árið á undan. Ársafli 2002 í Breiðafirði var um 5.100 tonn. Á árun- um 1983–1987 var aflinn á bilinu 13–17 þúsund tonn, þar af 11–13 þús. tonn í Breiðafirði. Sóknin var mikil á þessum árum og minnkaði veiðistofninn sam-kvæmt stofnmælingum í Breiðafirði um þriðjung og afli á sóknareiningu um 25% á níunda áratugnum. Eftir að dregið var úr afla hélst eldri hluti stofnsins stöðugur og fremur litlar sveiflur urðu á stærð veiðistofnsins árin 1993–2000. Afli á veiðistund jókst hins vegar á tíunda áratugnum, einkum vegna bættrar veiðitækni. Stofninn í Breiðafirði hefur farið ört minnkandi á árunum 2000–2003 og er um þessar mundir í sögulegu lágmarki eða um 32% af meðaltali áranna 1993–2000 og aðeins um 20% af áætluðu sögu- legu hámarki frá árunum upp úr 1980. Afli skelbáta á sóknareiningu hefur jafnframt minnkað úr um 1.600 kg á veiðistund árin 1996–1999 niður í um 865 kg árið 2002 og 709 kg fram- an af þessu ári. Hnignun stofnsins má rekja til stóraukinna náttúru- legra dauðsfalla á skelmiðum Breiðafjarðar og benda fyrstu rannsóknir til hugsanlegra tengsla við hækkandi sjáv- arhita og frumdýra- sýkingar sem greinst hafa. Stofninn í Hval- firði hefur minnkað um 36% á sl. tveimur árum. Horfur eru á góðri nýliðun á komandi árum á báð- um svæðum. Í varúðarskyni leggur Hafrannsóknastofnunin því til að hörpudiskveiðar verði ekki heimilað- ar fiskveiðiárið 2003/2004. Humar Humaraflinn árið 2002 varð um 1.550 tonn en var 1.420 tonn árið 2001. Veiðistofn humars (6 ára og eldri) árið 2003 er nú metinn um 13.000 tonn. Nýliðun virðist nú batn- andi við Vestmannaeyjar og á Sel- vogsbanka, en er áfram léleg vestast við Suðvesturland. Hafrannsókna- stofnunin leggur til að humarafli fisk- veiðiárið 2003/2004 verði 1.600 tonn og að veiðinni verði dreift á milli veiðisvæða með tilliti til nýjustu upp- lýsinga um stofnstærð hverju sinni. Rækjuafli á grunnslóð minnkaði úr 3.100 tonnum árið 2001 í rúm 2.000 tonn árið 2002. Ástand rækjustofna á grunnslóð er einkum slæmt þar sem mikið hefur verið af þorski. Að þessu sinni leggur Hafrannsóknastofnunin til að upphafsafli verði 1.350 tonn á komandi fiskveiðiári sem skiptist þannig að í Arnarfirði verði hann 450 tonn, 700 tonn í Ísafjarðardjúpi og 200 tonn við Snæfellsnes. Rækjuafli á djúpslóð minnkaði úr 27 þús. tonnum árið 1999 í rúmlega 21 þús. tonn árið 2000 en jókst á ný í rúm 27 þús. tonn árið 2002. Stofn- vísitala úthafsrækju norðan- og aust- anlands lækkaði mjög árin 1998– 1999 og gengu úthafsrækjuveiðar af- ar illa árið 1999 í kjölfar mikillar þorskgengdar fyrir Norðurlandi árin 1997–1998. Stofnvísitalan hækkaði árið 2000 og mældist svipuð árin 2001 og 2002. Gengu veiðar ívið betur árið 2002 en 2001 en afli á sóknareiningu var þó minni við Norðausturland en árið áður. Stofnmat, sem tekur tillit til afráns þorsks og nýliðunar á rækju bendir til að stofn úthafsrækju sé að stækka eftir lægðina árin 1999–2000. Haf- rannsóknastofnunin leggur til að upphafsafli á úthafsrækju fyrir fisk- veiðiárið 2003/2004 verði 2⁄3 af loka- tillögu yfirstandandi fiskveiðiárs, eða 20 þús. tonn. Hörpudiskveiðar verði ekki leyfðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.