Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Menntaskólinn við Hamrahlíð INNRITUN fyrir haustönn 2003 verður dagana 10. og 11. júní Í MH er boðið upp á almenna menntun til stúdentsprófs á þrem- ur bóknámsbrautum: Málabraut, náttúrufræðibraut og félags- fræðabraut. Meðal kjörsviða er tónlistarkjörsvið í samvinnu við tónlistarskóla og listdanskjörsvið í samvinnu við listdansskóla. Námsskipulag er sveigjanlegt og gefur m.a. möguleika á að ljúka námi á skemmri tíma en 4 árum. Ennfremur býður skólinn, einn skóla á Íslandi, IB-námsbraut til al- þjóðlegs stúdentsprófs sem lýkur með International Baccalaur- eate Diploma. IB-nám er 3 ára stúdentsprófsnám fyrir dugmikla nemendur. Nemendur sem sækja um IB-námsbraut eiga að panta viðtal við umsjónarmann IB-náms. Tekið verður á móti umsóknum frá kl. 9.00–18.00 dagana 10. og 11. júní og verða stjórnendur og námsráðgjafar þá til viðtals. Umsóknum skal fylgja afrit af grunnskólaprófsskírteini, fylgiseðill menntamálaráðuneytis og passamynd. Almennar upplýsingar um skólann og viðmiðunarreglur vegna inn- ritunar nýrra nemenda má finna á heimasíðu skólans www.mh.is. Rektor. GRÓÐUR er óvenju snemma á ferð- inni í ár og garðar og gróðurreitir víðs vegar um borgina eru í blóma. Þórólfur Jónsson deildarstjóri Garðyrkjudeildar Reykjavík- urborgar segir að þrátt fyrir frost- skot í maíbyrjun hefði gróður tekið óvenjusnemma við sér í ár. Þórólfur sagði að rigningin á mánudag og þriðjudag hefði gert gróðrinum gott eftir þurrkinn þar á undan. Fjölmargir vinna á vegum borg- arinnar við viðhald á görðum, beð- um og gróðurreitum og taldi Þór- ólfur að um helmingur þeirra þrjú þúsund ungmenna sem eru í Vinnu- skólanum í sumar ynni við garð- yrkju auk þess sem Reykjavík- urborg er með um þrjú hundruð manns í vinnu. Mismikil vinna liggur í viðhaldi beðanna, allt frá garð- yrkju á hæsta stigi til þess að jurt- unum er leyft að vaxa nær óhindrað. Garðeigendur sem Morgunblaðið ræddi við voru á einu máli um að gróðurinn tæki snemma við sér í ár og að útlit væri fyrir gróðurríkt sumar þrátt fyrir vorhret. Dæmi eru um að blóm hafi sprungið út mánuði fyrr en venja er og almennt virðist sem gróður sé um tveimur vikum fyrr á ferðinni en venjulega. Morgunblaðið/Jim Smart Hilmar Einarsson, Monika Baldursdóttir og börn þeirra, Hildur og Einar, í gróðursælum garði sínum við í Hverafold í Grafarvogi. Þessi rós nefnist viskírósin vegna lyktarinnar sem leggur af henni. Dalía heitir þetta glæsilega garð- blóm sem mikil prýði er að. Útlit er fyrir sérlega gróðurríkt sumar M ÉR líður einhvern veginn ekki eins og ég sé að fara upp að Kárahnjúkum í fyrsta skipti. Mér finnst ég hafi komið þangað áður. Allar myndirnar sem ég hef séð. Öll umræðan sem síast inn um annað eyrað og út um hitt. Og til orðin skissa í huganum. Ég er ekki að fara þangað í fyrsta skipti, en þetta er í fyrsta skipti sem ég kem þangað. Lömbin stökkva og bregða á leik í hlíðinni við Melgróarlæk, sem rennur í Jökulsá í Fljótsdal, rétt innan Valþjófsstaðar. Bráðum verða þau að finna nýjan leikvöll, því þarna verður opið á göngunum þar sem fljótið steypist fram. Ef eitthvað fer úrskeiðis má alltaf ná í Valþjófs- staðarhurðina á Þjóðminjasafnið og loka opinu. Eða það ímyndar maður sér. Spölkorn innar í dalnum hafa verið sprengd göng sem hverfa inn í fjallið. Og varað við grjóthruni á þar til gerðu skilti. – Þau ná 180 metra inn í fjallið og voru hugsuð til þess að flýta fyrir gangagerðinni, en svo var 180 milljónum arðbærara á ári að flytja göngin framar í dalinn, segir bóndi í sveit- inni. Fallþunginn var víst meiri framar í dalnum. Og göngin nýttust við að sýna bjóðendum bergið. En fjandakornið, gat sem ekki á að fara í gegnum, er það ekki glatað fé? Ég fer sem leið liggur upp á hálendið frá Bessastöðum. Í myrkri verða allir kettir eins á lit, segir í gamalli revíu. Og það sama á við í þokunni. Ef ekki sést til fjalla er örðugt að rata um hálendið. Við bæt- ist að vegurinn er ýmist svo hrjóstrugur að höfuðið bankar þakið eða svo mjúkur að bíllinn sekkur í aurinn. Helmingurinn af upplifuninni við að ferðast um hálendið er auðnin áður en komið er að gróðurvinjunum. Þokan og rigningin undirstrikar flatneskjuna. Útsýnið urð og grjót. Stöku hillingar, svanir og tjarnir. Er furða að sálin lyftist og andinn með þegar Kárahnjúkar birtast eins og eyja sjóvelktum skipbrotsmanni? Ég er kominn að Kárahnjúkum í fyrsta skipti. En landslagið hefur sýnilega breyst, jafnvel fyrir þann sem aldrei hefur komið að Kára- hnjúkum áður. Stutt er síðan brúin var reist yfir gljúfrið. Gular ýtur og gröfur og drekkhlaðnir vörubílar skríða eftir botninum á lóninu og gámaþyrpingar eru eins og skeljar í sandinum. Með virkjuninni færist þetta svæði í kaf og aðeins Kárahnjúkar og Sandfell standa upp úr. Fjöll verða eyjur. Á diskinum er lambakjöt með kartöflum, grænum baunum og rauð- káli. Og við borðið sitja verkfræðingar. Það sést á því hvernig þeir raða matnum á diskinn. Svo ryðja þeir sér leið eins og Jökulsá á Dal í gegnum móbergshrygginn við Kárahnjúka. Þá varð til Hafra- hvammagljúfur, sem er 15 kílómetra langt og allt að 200 metra djúpt. Það rennur upp fyrir blaðamanni hversu lítið brot af því fer undir vatn, – og að áfram verður hægt að fara um Skessugjá og skoða Magnahelli. Matseljan segist hafa lent í óvissuferð og endað í gámaþorpinu. Og önnur að hún hafi komið hingað fyrst á konudaginn með manninum sínum. – Var það svona rómantískt að þú ákvaðst að setjast hérna að? spyr blaðamaður. Hún svarar engu en ástin sést vel á því hvernig hún hrærir í sós- unni. – Menn líta landið ólíkum augum, segir bóndi úr Jökuldal. Ég fann það glöggt þegar ég gekk um svæðið með tveim mönnum, verkfræð- ingi og náttúruverndarsinna. – Og þú varst skynsamastur? – Já, svarar hann og hlær. – Hvenær komstu hingað fyrst? – Ætli ég hafi ekki verið tveggja ára. – Og hvað finnst þér um virkjunina? – Ég sé eftir þessu svæði og ber virðingu fyrir Jöklu; það verður sjónarsviptir að henni. En stundum verður að færa fórnir til þess að fá einhverju áorkað. Ég hef komið að Kárahnjúkum. Nú líður mér eins og Íslendingi í fyrsta skipti í langan tíma. Hvernig er hægt að vera Íslendingur án þess að hafa skoðun á þessum mestu framkvæmdum Íslands- sögunnar? Og hvernig er hægt að hafa skoðun án þess að hafa komið á staðinn? Nú veit ég hverju er fórnað og tíminn leiðir í ljós hver hafði rétt fyrir sér, bóndinn, verkfræðingurinn eða náttúruverndarsinninn. Morgunblaðið/Pétur Blöndal Í fyrsta skipti að Kárahnjúkum SKISSA Pétur Blön- dal ók upp á hálendið HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karl- mann í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Áttu brotin sér stað í júlí árið 2001. Ákærða var gefið að sök að hafa gert tilraun til að hafa samræði við stúlkuna sem hún gat ekki spornað við vegna svefndrunga og ölvunar- ástands. Með dómi sínum staðfesti Hæsti- réttur dóm Héraðsdóms Reykja- ness og var vísað til forsendna hans. Í héraðsdómi var talið hafið yfir allan skynsamlegan vafa að ákærði hefði misnotað dóttur sína sem þá var nýorðin 16 ára. Hún þótti staðföst í vitnisburði sínum að mati dómsins og greindi frá atburðum á einkar trúverðugan hátt. Ákærði var ekki talinn eiga sér neinar málsbætur Ákærði var ekki talinn eiga sér neinar málsbætur og ekki þótti fært að skilorðsbinda refsingu hans vegna alvarleika brotsins, aldurs hans og sakaferils. Dóm Hæstaréttar kváðu upp hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason, Haraldur Henrysson, Hrafn Braga- son og Pétur Kr. Hafstein. Verjandi ákærða var Kristján Stefánsson hrl. Málið sótti Sigríður Jósefsdóttir, saksóknari hjá ríkisskaksóknara. 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot GRÓÐUR hefur verið mjög snemma á ferðinni í ár og frjó- kornin sem honum fylgja því líka um tveimur til þremur vik- um á undan meðalári. Búast má við að grasfrjó mælist fljótlega, en þau eru einn helsti valdur frjókornaofnæmis. „Allt er mun fyrr á ferðinni en venjulega og mun meira af frjókornum,“ segir Margrét Hallsdóttir jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, sem hef- ur haldið utan um mælingar á frjókornum. Venjulega hefjast mælingar 1. maí en að þessu sinni hófust þær 15. apríl. „Það var allt komið í gang þá, eins og er venjulega í kringum 10. maí,“ segir Margrét. Yfirleitt nær tíðni á grasfrjói hámarki í júlí en nú telur Mar- grét að líklegt sé að það nái há- marki í vikunni. „Þetta fer mik- ið eftir tíðarfari hverju sinni, þegar veður er þurrt eru skil- yrði fyrir frjókornin til að dreif- ast.“ Líklegt er að mikið verði um frjókorn ef þurrkur verður. Frjókorn um mánuði fyrr á ferð- inni í ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.