Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ La n d lis t/ E R A N Opið verður 12.00 til 18.00 Holtagarðar, Spöngin, Smáratorg, Kringlan, Hafnarfjörður, Mosó, Reykjanesbær, Selfoss, Borgarnes, Ísafjörður, Akureyri, Egilsstaðir (Allar búðir lokaðar á hvítasunnudag) FULLT AF FRÁBÆRUM TILBOÐUM! II. hvítasunnudag Skynsemin velur Bónus ekkert brudl- „Leyf mér þig að leiða.“ Ráðstefna um fiskiðnað Meiri verðmæti úr aflanum TAFT 2003 er heitialþjóðlegrar ráð-stefnu sem haldin verður á Grand hóteli í Reykjavík 11.–14. júní. Þar verður fjallað um margt sem lýtur að aukinni nýt- ingu og verðmætasköpun í fiskiðnaði og fiskeldi. Guð- rún Ólafsdóttir hjá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðar- ins (Rf) er verkefnisstjóri ráðstefnunnar. „Samtök fiskirann- sóknastofnana í Evrópu, WEFTA, sem Rf er aðili að, halda árlega ráðstefnu. Í þetta sinn er ráðstefnan haldin sameiginlega með systursamtökum í Banda- ríkjunum og Kanada. Ráð- stefnan heitir Trans Atlantic Fisheries Techno- logy Conference, TAFT, og vísar nafnið til þess að fundað er yfir Atlantsála. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefna af þessu tagi er haldin á Íslandi og verður hún miklu stærri í sniðum en árlegir fundir WEFTA eru venjulega.“ Hvað er búist við mörgum þátt- takendum? „Það er búist við um 200 manns og erlendir þátttakendur eru þeg- ar orðnir um 160. Við vonumst til að fá sem flesta Íslendinga og geta þeir enn skráð sig á ráðstefnuna. Við hvetjum fólk úr fiskiðnaðinum til að mæta og nýta sér nýjustu rannsóknaniðurstöður um betri nýtingu á hráefni og aukið verð- mæti afurða.“ Hvað verður til umræðu? „Meðal annars verður fjallað um nýjar aðferðir við meðhöndlun, vinnslu og dreifingu sjávarafurða. Einnig áhrif þeirra á öryggi og gæði fiskafurða. Það er verið að fjalla um nýjar vinnslu- og geymsluaðferðir. Þar á ég t.d. við notkun háþrýstings, stýrðra loft- skilyrða eða bylgna til að varðveita gæði og öryggi vörunnar. Til að ná betri árangri eru stundum notaðar samþættar varðveisluaðferðir, svo sem sérstakar pökkunaraðferðir og mild vinnslutækni til að gæðin haldist sem best. Í fiskeldi er nú lögð áhersla á að geta flakað og unnið fiskinn áður en hann fer í dauðastirðnun en rannsaka þarf hver áhrif þess eru á gæði afurð- arinnar. Einnig verður fjallað um neyt- endur og viðhorf þeirra til fisk- neyslu. Hvernig eru t.d. viðbrögð þeirra við nýjum geymsluaðferð- um og nýjum gerðum umbúða? Haldinn verður fjöldi erinda um áhrif þessara aðferða á örverur sem geta valdið matareitrunum eða skemmt fiskinn. Einnig er allt- af verið að skoða hvernig við get- um mælt gæði og öryggi vörunnar en til þess er bæði notað skynmat og ýmis mælitæki. Iðnaðurinn hef- ur þó lítið notað slík tæki hingað til því auðvelt hefur verið að selja hráefnið vegna þess að það er meiri eftirspurn en framboð. En markaðssetning er ekki sjálfsögð og það er mikilvægt að geta mælt og sannað að gæðin standist ákveðnar kröfur. Ráðstefnan stendur í fjóra daga og hver dag- ur er helgaður ákveðnu viðfangs- efni. Á föstudeginum verður t.d. fjallað um nýja möguleika í fram- leiðslu sem byggjast á rannsókn- um á eiginleikum og stöðugleika próteina, fituefna og ensíma úr fiski. Það er mögulegt að nýta t.d. fiskprótein og omega-3 fitusýrur sem fæðubótarefni til íblöndunar í matvæli. Einnig eru kynntar rann- sóknir á framleiðslu á surimi og öðrum verðmætum afurðum úr hráefni sem ekki gefur mikið af sér eða er lítið nýtt í dag. Nefna má fiskslóg, afskurð og frárennsli. Það fara fram miklar rannsóknir á hvernig nýta má lífefni úr þessu hráefni og búa til verðmætari holl- ar afurðir úr fiskhráefni.“ Hvernig er með fyrirlesara? „Níu erlendum lykilfyrirlesur- um er boðið til ráðstefnunnar. Þetta eru frægir vísindamenn hver á sínu sviði og mikill akkur er í að fá þetta fólk hingað. Auk þeirra er fjöldi íslenskra og er- lendra fyrirlesara. Þeir koma frá háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum. Einnig verða mörg verkefni kynnt á veggspjöld- um.“ Hvernig er að afla fjár til rann- sókna í fiskiðnaði? „Við höfum boðið sérstaklega forsvarsmönnum sjóða, sem veita fé til rannsókna, til að kynna möguleika á rannsóknarfjár- magni. Meðal annars kemur fulltrúi frá Evrópusambandinu til að fjalla um möguleika á styrkveit- ingum. Það ber að nefna að við fengum styrk frá Norræna iðnþró- unarsjóðnum og Rannís til að koma á alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði, svokölluðu „network- ing“. Allir þátttakendur á ráð- stefnunni hafa skráð áhugasvið sín og hugmyndir að nýjum verkefn- um. Þetta er allt aðgengilegt á heimasíðu okkar, www.rf.is. Ráð- stefnan er því vettvang- ur til að koma á sam- skiptaneti þeirra sem stunda rannsóknir í fiskiðnaði beggja vegna Atlantshafsins.“ Hvernig eiga þeir að bera sig að sem langar að sitja ráðstefnuna? „Það er hægt að skrá sig á alla ráðstefnuna eða hluta hennar. Síð- asti skráningardagur er 10. júní. Við viljum hvetja sem flesta úr ís- lenskum fiskiðnaði til að mæta á ráðstefnuna. Dagskrá ráðstefn- unnar er að finna á slóðinni: http:// www.rf.is/taft2003/ og eins upplýs- ingar um skráningu.“ Guðrún Ólafsdóttir  Guðrún Ólafsdóttir, verkefnis- stjóri hjá Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins (Rf), lauk BS-prófi í matvælafræði frá Háskóla Ís- lands árið 1980 og MS-gráðu í sömu grein frá Wisconsin- háskóla í Bandaríkjunum 1985. Hún hóf störf hjá Rf árið 1988 og hefur verið verkefnisstjóri rann- sókna frá 1992. Guðrún hefur tekið þátt í mörgum alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og nefnda- störfum og ritað fjölda fræði- greina, ýmist ein eða í samstarfi við aðra. Hún er gift Magnúsi Sigurðssyni efnaverkfræðingi og eiga þau þrjú börn. Verðmætar afurðir úr ódýru hráefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.