Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ PABBI og mamma voru áferðalagi þegar ég fæddistí bænum Krusevac í Serb-íu. Eftir að ég varð fullorð-in hefur stundum hvarflað að mér að þar hafi komið fram fyrsta vísbendingin um að ég yrði flökku- kind með aldrinum,“ segir Jelena Arsenijevic glaðlega og býður serb- neskt kaffi á heimili sínu og eigin- manns síns Grado á Framnesvegi í Vesturbæ Reykjavíkur. „Við segjum reyndar tyrkneskt kaffi,“ bætir hún við afsakandi og út- skýrir að í rauninni sé aðeins aðferðin komin frá Júgóslavíu fyrrverandi því að kaffið sé keypt í íslensku hverf- isbúðinni. Við höldum áfram að spjalla þar til kaffið er farið að bulla í tyrknesku kaffikönnunni á eldavél- inni. Jelena og Grado tala ágæta ís- lensku þó þau hafi aðeins búið á Ís- landi í ríflega tvö ár. Eftir að rennt hefur verið í bollana inni í stofu kemur í ljós að Grado átti heima í Króatíu þar til hann var 11 ára. „Fjölskyldan bjó í Króatíu því að pabbi var foringi í sambandsher gömlu Júgóslavíu. Eftir að við fluttum til Serbíu bjuggum við í Cacak og síð- an í heimabæ Jelenu í Kragujevac. Við kynntumst samt ekki fyrr en á há- skólaárunum í Belgrad.“ Rekin vegna skoðana sinna „Ég hafði lært hjúkrunarfræði í menntaskóla,“ heldur Jelena áfram og útskýrir að hjúkrunarfræði sé kennd á framhaldsskólastigi í Serbíu eins og tíðkast hafi á Íslandi fyrir nokkrum áratugum. „Eftir mennta- skóla gat ég ekki hugsað mér að fara að vinna á sjúkrahúsi og ákvað að fara í uppeldisfræði. Ég kynntist Grado í boði hjá vinum mínum í Belgrad. Ég man vel eftir augnablikinu þegar ég sá hann fyrst undir ljósi í íbúðinni. Ég var að leita að manni fyrir vinkonu mína og datt í hug að hann gæti verið sá rétti,“ segir Jelena. „sem var auð- vitað algjör misskilningur því hann var sá rétti fyrir mig sjálfa!“ Jelena segir að eftir háskólapróf hafi þau flutt saman til Kragujevac. „Ég stundaði áfram nám frá Kraguj- evac á MS-stigi í uppeldisfræði með áherslu á þróun uppeldisaðferða í gömlu Júgóslavíu. Ég lauk reyndar ekki gráðunni því ég lagði námið á hilluna eftir að NATO gerði árás á Júgóslavíu árið 1999.“ Jelena stundaði námið með fullri vinnu. „Eftir að ég flutti til baka var ég lengst af umsjónarkennari, sál- fræðikennari og uppeldisfræðingur við menntaskóla í Kragujevac. Eina vandamálið var að skólastjórinn var gjarn á að blanda stjórnmálaskoðun- um sínum inn í skólastarfið en hann var mjög virkur í flokksstarfi sósíal- istaflokks Slobodans Milosevic. Hann hafði horn í síðu minni af því að ég að- hylltist ekki sömu skoðanir og hann. Ég hafði sjálf gengið í grunnskóla þar sem hann kenndi og því þekktumst við þegar ég fékk stöðuna við þennan menntaskóla. Skilyrðið fyrir því að verða skólastjóri á þessum tíma var að vera flokksbundinn í flokki Miru Markovic sem hét Jul eða Sósíalista- flokks Slobo. Steininn tók loks úr í samskiptum okkar þegar menntaskólakrakkarnir efndu til mótmæla gegn uppeldis- og kennslustefnu stjórnvalda í Serbíu. Hann hreytti því út úr sér við mig hvers konar vitleysisgangur væri eig- inlega í krökkunum. Ég svaraði hon- um hreint út að menntaskólakrakk- arnir væru einmitt að mótmæla af því að þeir vissu sínu viti. Þeir væru í rauninni að senda skýr skilaboð til stjórnvalda um menntun án afskipta sósíalistaflokksins. Hann rak mig á staðnum og enda þótt honum snerist hugur seinna ákvað ég að hætta að kenna í skólanum.“ – Þið hafið væntanlega ekki fylgt Milosevic að málum? „Nei, hvorugt,“ svarar Jelena að bragði. „Við vorum bæði algjörlega á móti stríðsrekstrinum og tókum oft þátt í mótmælaaðgerðum gegn stefnu flokksins sem var farin að lita allt samfélagið. Ég var heldur ekki ein um að semja ekki við skólastjórann í menntaskólanum. Hann var á endan- um rekinn og annar látinn taka við stjórn skólans eftir að Slobodan Mil- osevic féll 5. október árið 2000. Ég fór sjálf að vinna við mótun leikskóla- stefnu í Kragujevac og svo vann ég að tveimur öðrum verkefnum í sjálf- boðaliðavinnu, þ.e. kynningu á rétt- indum barna í samvinnu við norsk hjálparsamtök í gamla menntaskól- anum mínum og stofnun fyrstu kven- réttindasamtakanna á svæðinu, „Al- ternative Circle“, ásamt nokkrum vinkonum mínum í byrjun ársins 2001.“ Fá verðug verkefni Grado var sögukennari við grunn- og framhaldsskóla og safnfræðingur á minjasafni í Kragujevac. „Ég sér- hæfði mig í menningarsögu og lagði áherslu á á safna- og menningarsögu Sumadíu í háskólanum. Eftir sagn- fræðiprófið tók ég kennslufræði og lauk sérfræðiréttindum fyrir safn- verði. Með kennslunni vann ég á minjasafninu í Kragujevac og skrifaði greinar um sagnfræði í tímarit.“ Á sama tíma segir Grado að efna- hag landsins hafi farið hrakandi. „Starfsfólk safnsins hafði sífellt minni peninga á milli handanna til að setja upp sýningar og sinna ýmis konar samstarfsverkefnum með öðrum söfnum,“ segir hann og bætir við að fá verðug verkefni hafi verið í sjónmáli á safninu. „Ég fór að líta í kringum mig eftir nýjum tækifærum og ákvað að spyrja Irenu Kojic, kjörræðismann Serbíu og Svartfjallalands á Íslandi, um möguleikana á að fá vinnu á Ís- landi og hvort hún gæti hjálpað okkur – sem hún og gerði. En við höfum þekkst frá barnæsku vegna vinskapar fjölskyldna okkar. Það að vita af vini á Íslandi veitti mér nægan styrk og ör- yggiskennd til þess að hefja nýtt líf í öðru landi.“ Ekki eins og á Mars Hvernig leist þér á hugmyndina Jelena? „Vel, ekki spurning. Ég fór strax að sjá fyrir mér sjálfa mig renna fyrir fisk á Íslandi, uppi á jökli og svoleið- is,“ segir hún glettin í bragði. „Nei, í alvöru talað. Alveg frá því að ég var 18 ára hafði ég velt því fyrir mér að flytja til annars lands. Eina ástæðan fyrir því að ekkert hafði orðið úr því fyrr var að ég hafði ákveðið að áður skyldi ég afla mér menntunar og láta reyna á að byggja upp framtíð mína í Serbíu. Eftir NATO-árásina fór ég að spá betur í líf mitt og komst að því að í rauninni hafði ríkt kyrrstaða í því í ein 10 ár. Ég hafði reyndar nóg að gera og fékk sæmileg laun fyrir störf mín. Engu að síður var ekki útlit fyrir að við Grado hefðum tök á því að stofna okkar eigið heimili, halda áfram námi eða einfaldlega víkka sjóndeildar- hring okkar í Serbíu næstu árin,“ seg- ir hún. „Við höfðum áhuga á því að kynnast nýju fólki og menningu og sáum að hvort tveggja gætum við gert með því að flytja til lands eins og Íslands.“ Grado kom til Íslands í lok sept- ember árið 2000. „Fólk hafði sagt við mig að Ísland væri svo langt í burtu að umhverfið hlyti að minna á Mars. Ég vissi auðvitað betur því að ég hafði lesið og heyrt frá fjölskyldu Irenu mjög mikið um land og þjóð alveg frá því að ég var lítill strákur. Ég get í raun ekki sagt að eitthvað hafi komið mér á óvart hér. Íslendingar virðast lifa ósköp svipuðu lífi og aðrar Evr- ópuþjóðir. Með góðri aðstoð frá syni Irenu var ég heldur ekki lengi að komast í gegnum nauðsynlega papp- írsvinnu í upphafi. Ég kom til landsins um hádegi, náði að stofna banka- reikning, fá kennitölu og hitta vinnu- veitanda minn sama dag,“ segir Grado og upplýsir að daginn eftir hafi hann byrjað í byggingarvinnu. „Seinna vann ég í Kassagerðinni í eitt og hálft ár. Núna er ég leiðbeinandi á leikskólanum Seljaborg. Vonandi fæ ég menntun mína metna til að öðlast réttindi sem leikskólakennari næsta haust. Bæði börnin og starfsfólkið á leikskólanum hafa tekið mér mjög vel. Ég hlakka alltaf til að fara í vinn- una á hverjum degi því að ég veit að mín bíða alltaf einhver skemmtileg og uppbyggileg verkefni í þessum frá- bæra hópi.“ „Alvöru“ gagn Þú hlýtur að hafa verið spennt að heyra frá Grado eftir að hann kom til Íslands? „Já, hvort ég var…,“ segir Jelena. „Á sama tíma var ég örlítið tvístígandi því að um svipað leyti og Grado fór til Íslands var efnt til kosninga í Serbíu. Eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir smitaðist ég af bjartsýninni í sam- Við viljum byggja brýr Morgunblaðið/Kristinn „Íslendingar verða svo hamingjusamir í sólinni,“ segir Jelena og tekur utan um Grado. „Lífið og tilveran fær á sig annan og skemmtilegri blæ.“ Dýrmætt framlag Grado og Jelena Arsenijevic ákváðu að flytja frá Serbíu til að freista gæfunnar á Íslandi fyrir ríflega tveimur árum. Anna G. Ólafsdóttir fékk þau til að líta um farinn veg og beina gestsauga sínu að íslensku samfélagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.