Morgunblaðið - 08.06.2003, Side 11

Morgunblaðið - 08.06.2003, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 11 félaginu og fór að velta því fyrir mér hvort við hefðum gert rétt með því að ákveða að flytjast til Íslands. Efinn um skjótan umbætur varð þó til þess að ég ákvað að halda þessum hug- renningum fyrir sjálfan mig um tíma. Smám saman kom svo í ljós að breyt- ingarnar myndu láta á sér standa. Við ákváðum því að halda okkar striki. Grado var duglegur að senda mér bréf frá Íslandi. Hann sagði mér frá norðurljósunum, veðrabrigðunum og samfélaginu,“ segir Jelena, „og við ákváðum að láta reyna á að búa á Ís- landi. Við vorum bæði staðráðin í því að leggja okkur fram við að læra tungumálið og aðlagast samfélaginu.“ „Við gerðum með okkur þegjandi samkomulag um að flytja til baka ef dvölin á Íslandi yrði ekki árangurs- rík,“ segir Grado og er spurður að því hvað hann eigi við með orðinu „árang- ursrík.“ „Sjáðu nú til – við viljum endilega gera eitthvert alvöru gagn. Ekki bara sjálfum okkur heldur bæði íslensku og júgóslavnesku samfélagi, t.d. með því að leiða saman ólíka menningarheima – byggja brýr – í því skyni að efla tengslin og vekja athygli á því hvað hið ólíka getur verið já- kvætt og spennandi. Við hvetjum því alla sem hafa tök á því að sækja landið okkar heim. Landar okkar eru gest- risnir, menningarlífið í Serbíu er blómstrandi og náttúran hrífandi.“ Kraftmikil íslensk náttúra Jelena fluttist til Íslands 7 mánuð- um á eftir Grado, í aprílmánuði árið 2001. „Áður en ég kom hingað var ár- angurslaust reynt að útvega mér vinnu á leikskóla. Fyrst eftir að ég kom vann ég við ræstingar og í býti- búri á Landspítalanum. Núna er ég búin að fá hjúkrunarmenntunina metna og orðinn sjúkraliði á Landa- koti. Ég geri auðvitað sjúklingunum, sjálfri mér og manninum mínum gagn með vinnu minni á sjúkrahúsinu. Ég er ánægð í vinnunni og starfsandinn er góður. Engu að síður dreymir mig um að geta nýtt uppeldismenntun mína betur til gagns fyrir íslenskt samfélag og helst í enn víðara sam- hengi eins og Grado kom inn á áðan. Ég á við að í Serbíu vann ég ásamt 4 öðrum að heildarstefnumótun fyrir 12 leikskóla með um 1.000 börn í hér- aðinu. Nú nýtast kraftar mínir aðeins á 12 manna deild á sjúkrahúsinu.“ Grado og Jelena segjast bæði hafa hrifist af íslenskri náttúru. „Íslensk náttúra er alveg einstök,“ segir Grado og Jelena tekur í sama streng. „Ég er einhvern veginn í nánari tengslum við náttúruna á Íslandi en í Serbíu,“ segir hún og bætir hugsi við að íslensk nátt- úra gefi sér aukinn kraft. „Við höfum yndi af því að ferðast og skoða okkur um í íslenskri náttúru. Skömmu eftir að við fluttum hingað keyptum við bíl og ferðuðumst töluvert um landið síð- asta sumar. Við ætlum að halda því áfram og taka fleiri myndir næsta sumar. Núna eigum við yfir 500 myndir teknar úti í íslenskri náttúru.“ Grado grípur orðið. „Ég er líka ofsalega hrifinn af því að fara í sund á Íslandi. Ef við flyttum til baka myndi ég örugglega sakna vatnsins, loftsins og hafsins – ekki vindsins.“ Lítil hefð fyrir fjölmenningu Grado og Jelena segja að Íslend- ingar séu opnir og áhugasamir um serbneska menningu. „Við erum oft spurð að því hvaða tungumál við töl- um, hvers vegna við höldum jól og páska tveimur vikum á eftir Íslend- ingum og svoleiðis. Veist þú af hverju?“ segir Grado og lítur spyrj- andi til blaðamanns. „Svarið er ekki trúarlegt eins og margir kunna að halda því að ástæðan fyrir því er ein- faldlega að réttrúnaðarkirkjan miðar trúarhátíðir sínar við eldra tímatal en gert er í Lúterstrú,“ upplýsir hann. Jelena staðfestir að Íslendingar séu duglegir að spyrjast fyrir um serb- neska menningu. „Við höfum boðið Íslendingum til okkar á jólunum og þeim hefur þótt mjög gaman að smakka serbneskan mat. Ég verð þó að viðurkenna að mér sárnaði dálítið að sumir þeirra gleymdu alveg að óska okkur gleðilegra jóla. Ætli liggi ekki beinast við að rekja hugsunar- leysi af þessu tagi til þess að ólíkt Jú- góslövum er reynsla Íslendinga af fjölmenningarlegu samfélagi afar takmörkuð.“ – Eruð þið dugleg að fræðast um ís- lenska menningu hjá Íslendingum? „Við þurfum ekki að spyrja því að Íslendingar hafa svo gaman að því að segja okkur frá sínum eigin venjum og siðum,“ segir Jelena hlæjandi og útskýrir mál sitt frekar. „Fólk gerir sér væntanlega grein fyrir því hversu áhugasöm við erum um íslenska menningu, t.d. finnst okkur mjög gaman að fræðast um íslenska jóla- siði. Almennt séð er íslensk menning afar áhugaverð og gaman að fylgjast með því hvað Íslendingar hafa fast- mótaðar skoðanir á því hvernig eigi að hegða sér við ólík tækifæri. Íslend- ingar borða hamborgarahrygg eða rjúpu á jólunum, grilla á meðan horft er á Evrópusöngvakeppnina, fara í sparifötunum að kjósa… Íslendingar hafa jafn ákveðnar skoðanir á því hvernig Íslendingar séu í raun og veru. „Við erum með kalt blóð í æðum,“ segja þeir alvar- legir í bragði. „Við erum með heitt blóð í æðum,“ segja Júgóslavar jafn staðfastlega. Ég er alveg viss um að ef Íslendingar og Júgóslavar settust niður til að ræða þessar fullyrðingar kæmi fljótt í ljós að munurinn á þjóð- unum væri ekki svo ýkja mikill. Ég fylgdist eins og fleiri með danskri þáttaröð um Júlíu og Nikolaj í sjón- varpinu. Íslendingar sögðu við mig: „Júlía er alveg dæmigerð norræn kona.“ Veistu hvað? Hún hefði alveg eins getað verið frá Júgóslavíu. Fólk áttar sig ekki alltaf á því hvað það margt sameiginlegt.“ Hafið þið orðið fyrir fordómum frá Íslendingum? „Bara einu sinni,“ segir Grado. „Ég stóð hérna fyrir utan húsið og var að reykja um kvöld. Einhver nágrann- anna var með partý og allt heyrði ég að einn gestanna kalla hárri röddu í áttina til mín: „Go back to Russia“ (ísl. þýð.: Farðu aftur til Rússlands). Ég er náttúrulega ekki frá Rússlandi en ég er alveg viss um að ef þessi maður hefði vitað að ég var frá Serbíu hefði hann einfaldlega sagt mér að fara aft- ur til Serbíu. Annars ætla ég að taka fram að ég hef ekki hugmynd um hvort þessi maður var Íslendingur. Hann gæti alveg eins hafa verið frá einhverju öðru landi,“ segir Grado og hristir höfuðið þegar hann er spurður að því hvort hann hafi tekið hróp mannsins nærri sér. „Ég er alveg viss um að ef hann hefði vitað hvað hann var raunverulega að segja hefði hann ekki látið svona.“ Stór og fjölbreyttur vinahópur Grado segir að þau Jelena eigi bæði íslenska og erlenda vini. „Við höfum alltaf átt mikið af vinum frá öðrum löndum. Á meðan við bjuggum í Serb- íu áttum við vini frá jafn ólíkum lönd- um og Grikklandi og Rússlandi. Nú eigum við stóran og jafnvel enn fjöl- breyttari vinahóp. Vinir okkar eru ekki aðeins frá Íslandi og gömlu Júgóslavíu heldur fjölmörgum öðrum löndum. Þjóðernið skiptir ekki máli svo fremi að fólk sé í hjarta sínu tilbú- ið til þess að tengjast annarri mann- eskju. Ef viljinn er fyrir hendi þarf ekki einu sinni tungumál til að fólk geti orðið vinir,“ segir Grado. „Augn- samband eða líkamsbeiting getur líka stundum sagt meira en nokkur orð,“ bætir Jelena við. „Stundum þvælist tungumálið bara fyrir.“ Þau segja að samskipti þeirra við íslenskar stofnanir hafi yfirleitt geng- ið greiðlega fyrir sig. „Einu vandræð- in hafa verið þegar upp hefur komið misskilningur vegna tungumálaerfið- leika. Ef ég hef talað íslensku hefur stundum komið fyrir að ég hef ekki skilið Íslendingana af því að þeir hafa talað of hratt eða notað flókin orð. Ef ég hef talað ensku hefur stundum komið fyrir að Íslendingarnir hafa ekki skilið mig nógu vel. Allt hefur þó farið vel að lokum og yfirleitt hefur okkur gengið ákaflega vel að afla okk- ur allra almennra upplýsinga um ís- lenskt samfélag,“ segir Grado. „Mér hefur líka fundist viðhorf fólks úti í samfélaginu breytast tölu- vert eftir að ég fór að geta tjáð mig á íslensku,“ segir Jelena. „Um leið og ég byrja að tala brosir fólk og vill allt fyrir mig gera.“ Hún er spurð að því hvernig stöðu kvenna í Serbíu sé háttað. „Almennt held ég að serbneskar konur eigi heldur lengra í land en íslenskar kon- ur í að ná fullu jafnrétti á við karla. Erlendar konur segja stundum að ís- lenskar konur séu ekki raunverulegar konur. Ég hlæ bara að því af því að ég er alls ekki sammála þó að ég viti vel hvað þær eiga við. Konur í Serbíu skilgreina sig aðallega út frá eigin- konu-, móður- og húsmóðurhlutverk- inu. Íslenskar konur skilgreina sig ekki svona beint út frá stöðu sinni á heimilinu heldur meira á eigin for- sendum þó að þær eigi oft stærstan þátt í því að halda fjölskyldunni sam- an. Serbneskar konur vilja hafa alla þræði í hendi sér og af því getur hlot- ist töluvert álag. Þær eiga því til að gleyma sjálfum sér, sínum eigin þörf- um og réttindum. Umhverfið er held- ur ekki jafn hliðhollt konum í Serbíu og á Íslandi. Löggjöfin kveður ekki jafn skýrt á um réttindi kvenna, kon- ur eru frekar í hefðbundnum kvenna- störfum en á Íslandi og áfram mætti telja.“ „Allt lífið er pólitík“ Jelena og Grado eru spurð að því hvort þeim finnist að eitthvað mætti betur fara í íslensku samfélagi. „Já,“ segir Jelena ákveðin. „Fyrst langar mig aðeins að segja frá því hvað er já- kvætt við Ísland. Ég get nefnt að öllum er tryggt efnahags- og félagslegt réttlæti sem gerir fólki kleift að skipuleggja líf sitt fram í tímann. Það eru einnig forrétt- indi að geta gengið um göturnar eftir miðnætti án þess að vera stöðugt hræddur um líf sitt svo ég tali nú ekki um að geta leyft sér að gleyma að læsa bílnum eða húsinu. Þið eruð með mjög vel skipulagt heilbrigðiskerfi sem fer ekki í manngreinarálit og all- ur aðbúnaður hvað varðar börn er til fyrirmyndar. Þá á ég við allt það já- kvæða starf sem unnið er með börn- um bæði í leik- og grunnskólum. Það sem gleður mig og fær mig til að brosa er að Íslendingar verða svo hamingjusamir í sólinni. Lífið og til- veran fær á sig annan og skemmti- legri blæ. Þú spurðir að því hvað okkur finnst að mætti betur fara. Mér finnst að stjórnvöld ættu að styðja betur við bakið á ungu fólki, t.d. með því að auð- velda ungu fólki utan af landsbyggð- inni að sækja nám til Reykjavíkur. Ég er með sama hætti sannfærð um að full þörf er á að gera stórátak í barátt- unni gegn vímuefnanotkun ung- menna. Íslendingar eru að missa allt- of mikið af ungu fólki í klærnar á vímuefnum. Almennt get ég heldur ekki leynt því að mér finnst að Íslend- ingar mættu vera svolítið meðvitaðri um umhverfi sitt. Íslendingar hafa til- hneigingu til að gera bara eins og þeim er sagt í vinnunni og tjá sig ekki þó að þeir hafi ef til vill aðra skoðun á því hvernig eigi að vinna ákveðin verk. Fólk mætti líka vera aðeins meðvitaðra í víðara samhengi, þ.e. pólitískara. Allt lífið er pólitík. Hvern- ig stendur á því að ekkert almennilegt pólitískt tímarit er til á Íslandi? Hvernig stendur á því að í útvarpinu hljómar alltaf sama lagið – ekki rök- ræður um þróun samfélagsins? Þegar Írakstríðið hófst var ég viss um að fólk myndi þeysa út á göturnar til að mótmæla en mótmælin voru svona hálf máttleysisleg.“ Hvað er slæmt og gott í Serbíu? „Í Serbíu eru alls ekki nægileg tækifæri fyrir ungt fólk,“ byrjar Jel- ena. „Annars er efnahagsástandið að skána,“ bætir Grado við. „Æ fleiri eru að fara út í eigin atvinnurekstur. Rík- isfyrirtæki í Serbíu og Svartfjalla- landi hafa verið einkavædd og fjár- festingar erlendra ríkja á borð við Breta og Þjóðverja að aukast. Ekki má heldur gleyma því að eftir morðið á Zoran Djindjic hefur verið gert stórátak í að leysa upp glæpaklíkur,“ segir hann. Jelena segir gott að þrátt fyrir þrengingarnar hafi fólk ekki glatað húmornum. „Við erum með mjög sér- stakan húmor og eigum auðvelt með að gera grín að okkur sjálfum. Sem betur fer höfum við ekki glatað því í öllum þrengingunum síðustu árin. Grado, við megum heldur ekki gleyma því að minnast á menn- inguna.“ „Já,“ segir Grado. „Í Serbíu er blómstrandi menningarlíf, t.d. á sviði tónlistar. Ef þú myndir spyrja mig hvers ég saknaði mest frá Serbíu myndi ég segja Radio Jazz-útvarps- þáttarins á Belgrad 202 á þriðjudags- kvöldum kl. 9. Dásamleg tónlist!“ Morgunblaðið/Árni Torfason „Ég er ánægð í vinnunni og starfsandinn er góður,“ segir Jelena um vinnuna á Landakoti. Hér hún ásamt samstarfskonu sinni Ingibjörgu Helgadóttur. Morgunblaðið/Sverrir „Ég hlakka alltaf til að fara í vinnuna á hverjum degi því að ég veit að mín bíða alltaf einhver skemmtileg og uppbyggileg verkefni í þessum frábæra hópi,“ segir Grado um vinnuna og samstarfshópinn á Seljaborg. ago@mbl.is  Serbía var áður hluti af gömlu Júgóslavíu. Hin lýðveldin voru Slóvenía, Bosnía, Króatía, Makedónía og Svartfjallaland. Að auki töldust Kosovo og Vojvodina til sjálfsstjórnarsvæða.  Serbar eru um 12 milljónir og tilheyra langflestir rétttrúnaðarkirkjunni. Menntunarstig í Serbíu er hátt og ólæsi nánast óþekkt.  Ýmist er talað um að Serbar tali serbó-króatísku eða serbnesku. Afar lít- ill munur er á serbnesku og króatísku ef frá er talið að serbneska er skrifuð með kyríllísku-letri eins og rússneska og búlgarska.  Langvarandi stríðsástand hefur valdið því að stór hluti serbnesku þjóð- arinnar býr við kröpp kjör og atvinnuleysi er áberandi.  Eftir langvarandi baráttu stjórnarandstöðunnar var Slobodan Milosevic steypt af stóli 5. október árið 2000. Nú standa yfir réttarhöld yfir hon- um við stríðsglæpadómstólinn í Haag.  Íslendingar hafa tekið á móti 141 flóttamanni frá Serbíu frá árinu 1996. Af þeim hafa 47 þegar fengið íslenskan ríkisborgararétt og 23 til við- bótar fá íslenskan ríkisborgararétt 20. júní næstkomandi.  537 manns með ríkisborgararétt í Serbíu eða Svartfjallalandi bjuggu á Íslandi 31. desember árið 2002. Vissir þú að...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.