Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR af áhrifamestumönnum í bandarískumfjölmiðlum og aðalrit-stjórar The New YorkTimes, Howell Raines og Gerald M. Boyd, sögðu af sér á fimmtudag og blaðið gengur nú í gegnum mikinn hreinsunareld. Und- irmenn ritstjóranna saka þá um að hafa sýnt ofríki og ótti hafi ríkt á skrifstofum blaðsins við að segja eða gera eitthvað sem ef til vill þóknaðist ekki æðstu mönnum. Óánægðir starfsmenn kölluðu sín á milli Raines og Boyd og tryggustu liðsmenn tvíeykisins „talibanana“, að því er keppinautar blaðsins hafa nú eftir nafngreindum og nafnlausum starfs- mönnum The New York Times. Blaðið fjallaði um málið í leiðara á föstudag og sagði þar að blaða- mennska gæti aldrei orðið fullkomin fremur en önnur mannanna verk. Mestu skipti þó að reyna stöðugt að bæta vinnubrögðin og stefna á full- komnun. Nú hefðu aðstæður þvingað blaðið til að hefja ærlega sjálfsrann- sókn sem myndi reynast gagnleg þegar upp væri staðið. Minnt var á að á ritstjóraferli Raines og Boyds hefðu verið unnir miklir sigrar „en ef til vill hafa þeir gert okkur of sjálfs- örugg, of sannfærð um að framtíðin myndi einfaldlega færa okkur enn fleiri slíka“. Lítil áhrif? Uppsagnirnar og aðdragandi þeirra eru mjög til umfjöllunar í fjöl- miðlum. En hver verða áhrifin til langframa og er um reiðarslag að ræða fyrir The New York Times? Ekki segja fjármálasérfræðingar, þeir benda á að verð á hlutabréfum í útgáfufyrirtækinu hafi lítið breyst og auglýsendur virðist yfirleitt ekki hafa miklar áhyggjur. „Þeir einu sem hafa tapað sér út af þessu eru fjölmiðlarnir sjálfir,“ segir Jon Mandel sem rekur auglýsingamiðl- unina MediaCom. „Fjölmiðlarnir detta alltaf öðru hverju í það að út- deila sjálfum sér svipuhöggum með þessum hætti.“ Tíminn mun leiða í ljós hvort Mandel og starfsbræður hans hafa rétt fyrir sér. En þeir Raines og Bo- yd hafa legið undir þungu ámæli eft- ir að upp komst um ritstuld og blekk- ingar ungs blaðamanns, Jaysons Blairs sem hlaut skyndilegan frama í skjóli ritstjóranna tveggja. Hann reyndist hafa spunnið upp viðtöl við fólk sem hann hafði aldrei hitt og notað sér efni sem hann fann í öðrum fjölmiðlum. Grunsemdir og viðvar- anir annarra blaðamanna og jafnvel fréttastjóra vegna aðferða Blairs voru hunsaðar þar til bólan sprakk er annað blað kom loks upp um hann. Blair var látinn fjúka í lok apríl en nú hafa æðstu yfirmenn hans á rit- stjórninni axlað ábyrgð á gerðum hans. Raines tók við stjórnartaumunum nokkrum dögum áður en hryðju- verkamenn réðust á New York og Washington 11. september 2001 og gerði Boyd að sinni hægri hönd og næstráðanda á ritstjórninni, að sögn The Los Angeles Times. Frásagnir N. Y. Times af þeim hörmungar- atburðum og eftirleiknum þóttu sýna að snjallir og duglegir menn væru teknir við starfinu. Í ritstjóra- tíð þeirra hefur blaðið átta sinnum fengið hin eftirsóttu Pulitzer-verð- laun fyrir góða fréttamennsku, flest vegna frétta í tengslum við 11. sept- ember. Gamalt í hettunni Stórblaðið The New York Times er 152 ára gamalt dagblað. Það er yfirleitt talið eitt virðulegasta blað landsins og leggur línurnar fyrir fréttaflutning í Bandaríkjunum af helstu þjóðmálum og tíðindum á alþjóðavettvangi þótt önnur blöð hafi meiri útbreiðslu. Hvort sem er í milljónaborgunum eða sveitahéruð- um vita þeir sem fylgjast með innan- landsatburðum og alþjóðamálum að The New York Times fer ekki með eitthvert fleipur. Eða það hafa menn a.m.k. talið sig geta fullyrt með nokkurri vissu. Dyggir repúblikanar hafa þó lengi haft horn í síðu blaðsins og sagt það hallt undir demókrata, sumir hinna fyrrnefndu opna aldrei The New York Times og eru sannfærðir um að þar sé allt litað af róttækum sjónar- miðum 68-kynslóðarinnar og jafnvel enn verra fólks. The New York Tim- es var heldur andvígt stríðinu í Írak og varð sú afstaða til þess að efla raddir sem sögðu ritstjórana ekki vera nægilega þjóðholla. Þeir græfu undan samheldni þjóðarinnar á ör- lagastundu. Andstæðingar blaðsins á hægri vængnum segja nú að áföllin síðustu vikurnar séu bein afleiðing af hroka, öfgafullri vinstristefnu og mis- heppnuðum tilraunum stjórnend- anna til að tryggja að á blaðinu sé þess gætt að mismuna fólki ekki eftir hörundslit eða kyni. Blair og Boyd eru báðir blökkumenn og Boyd ritaði á sínum tíma frægan greinaflokk um hlutskipti svartra Bandaríkjamanna í samfélaginu. Raines er hins vegar hvítur og Suðurríkjamaður að uppruna. Hann neitar því að hafa ráðið menn í störf vegna litaraftsins, hæfileikarnir, meintir eða raunverulegir, hafi ráðið valinu. Á starfsmannafundi fyrir skömmu var rætt um Blair og þá sagði Raines hins vegar: „Þið hafið fullan rétt á að spyrja hvort ég, sem hvítur maður frá Alabama, með mín- ar eindregnu skoðanir [á kynþátta- málum], hafi gefið honum of mörg tækifæri. Þegar ég spyr sjálfan mig í einlægni er svarið játandi.“ Sjálfur segist Blair mjög mæddur yfir því að ritstjórarnir hafi orðið að hætta vegna þess sem hann gerði. Raines hefur lagt áherslu á skel- egga fréttamennsku og sagði á fimmtudag að Times myndi ekki hvika frá stefnu þar sem sannleik- urinn væri leiddur vægðarlaust í ljós. Sama ætti við um þá stefnu að reyna með mannaráðningum að tryggja að liðsafli ritstjórnarinnar væri fjölskrúðugur með tilliti til kyns, þjóðernis og kynþáttar. Þá væru meiri líkur á að dregin væri upp heimsmynd sem væri í samræmi við veruleikann en ekki í anda gagn- rýnenda blaðsins. „Fjölbreytni er ekki eitthvað sem okkur finnst notalegt að sjá heldur er hún okkur nauðsynleg,“ sagði hann. Boyd var líklega áhrifameiri en nokkur annar blökkumaður i blaðaheiminum vestra og brotthvarf hans því áfall fyrir blökkumenn vestra. Formaður samtaka svartra blaðamanna gagnrýndi aðgerðir blaðsins og sagði margra svarta blaðamenn velta því fyrir sér hvort Times hefði nú gengið of langt í til- raunum sínum til þess að bæta orð- sporið. Reyndir fréttamenn benda einnig á að Times, The Washington Post og fleiri virtir fjölmiðlar hafi ekki bein- línis þotið upp til handa og fóta síð- ustu áratugina og ráðið blökkumenn, fólk frá Rómönsku Ameríku eða kon- ur til að vinna við fréttamennsku. Arthur Sulzberger, stjórnar- formaður útgáfufyrirtækisins, mun fyrir nokkrum dögum hafa gert sér grein fyrir því að ef blaðið ætti að halda trúverðugleika sínum yrðu rit- stjórarnir að fá reisupassann. Þetta hafi orðið niðurstaða hans eftir að hafa sjálfur rætt við nokkra hátt- setta menn á ritstjórninni á þriðju- dag. Ljóst er að þeir vörðu ekki rit- stjórana tvo og Sulzberger áttaði sig á því að ekki yrði hægt að bæta and- ann á blaðinu nema mennirnir tveir hyrfu á braut. Tilraunir Raines og Boyds til að halda fundi með starfs- mönnum og finna lausn mistókust al- gerlega. Stuðningurinn við þá var nær enginn. Sakaðir um ofstýringu Raines er sextugur en Boyd 52 ára. Þótt ritstjórarnir tveir hafi náð miklum árangri var hranalegur stjórnunarstíll þeirra afar umdeildur og einkum fannst reyndum frétta- stjórum erfitt að sætta sig við að að stöðugt væri horft yfir öxlina á þeim. Mörgum blaðamönnum gramdist auk þess mjög að ritstjórarnir skyldu ekki útskýra hvers vegna Blair, sem er 27 ára, var hækkaður í tign og látinn skrifa um mikilvæg efni þrátt fyrir að fréttastjórar mæltu eindregið gegn því. Hann var þegar búinn að fá kröftuga áminn- ingu vegna vafasamra vinnubragða frá æðstu mönnum en þeir ákváðu að fyrirgefa honum. Blair var afkastamikill en alræmd- ur fyrir fljótfærni og ónákvæmni, margir töldu á hinn bóginn að hann væri gæddur þeim nauðsynlega eig- inleika blaðamanns að vera með svo- kallað fréttanef. Aðrir eru kuldalegri í umsögn sinni, segja að hann hafi verið slyngur að koma sér í mjúkinn hjá mönnum og ávallt gætt þess að hlæja að bröndurum ritstjóranna. Einn fréttastjóranna, Jonathan Landman, var orðinn langþreyttur í fyrra og sendi ritstjórunum þá tölvu- skeyti: „Það verður að láta Jayson hætta að skrifa í Times. Strax.“ En ekkert gerðist og Blair hélt áfram að feta sig upp metorðastigann. Eftir að ljóstrað var upp um að- ferðir Blairs urðu menn æ djarfari í að gagnrýna yfirboðara sína, einnig senda þeir hver öðrum tölvuskeyti með hvössum og stundum háðsleg- um ummælum. Rætt var um það bak við tjöldin hvað Raines væri reig- ingslegur, oft eitraður í aðfinnslum sínum, hann dekraði við suma undir- menn en hefði hrakið á brott nokkra hæfa blaðamenn. Fleiri deilumál komu upp en Blair- málið. Nokkrum vikum eftir að skýrt var frá því í langri og opinskárri grein í blaðinu að Blair væri hættur kom í ljós að landsþekktur og verð- launaður fréttaritari á blaðinu, Rick Bragg, hafði skrifað af mikilli inn- lifun um málefni rækjusjómanns í Suðurríkjunum án þess að hafa nokkurn tíma stigið um borð í bát mannsins. Bragg fékk annan mann á staðnum til að afla efnis sem hann setti síðan eigin nafn við. Bragg full- yrti að aðferðir af þessu tagi væru al- þekktar og fjölmargir blaðamenn notuðu þær. Þessi vörn hans fór aft- ur á móti fyrir brjóstið á vinnufélög- unum og Bragg, sem Raines dáði mjög, var að lokum látinn fara. Stjórnaði leiðaradeildinni Raines hóf störf á Times 1978 og var árum saman fréttaritari í Wash- ington en stjórnaði síðan deild er annast leiðara og greinar þar sem menn tjá viðhorf sín til þjóðmála. Hann hafði því litla reynslu af frétta- skrifum síðustu árin áður en hann tók við nýja starfinu en þótti ekki sýna mikla tillitssemi. „Þú hlustar ekki, þú ógnar, þú hampar sumum á kostnað annarra,“ sagði fréttamaður sem reyndi að vara Raines við í byrj- un maí. Dæmi um ofríki Raines er að hann bannaði tvisvar sinnum pistlahöf- undi á íþróttadeild að segja skoðun sína á máli golfklúbbs sem reyndist sekur um karlkrembu. Konum var úthýst í klúbbnum. Pistlahöfundur- inn var ekki sammála þeirri stefnu Raines að beita blaðinu af alefli í málinu og knýja í gegn umbætur í anda jafnréttis kynjanna. Þurfti að hrista upp? Aðrir sem til þekkja taka upp hanskann fyrir Raines og segja óum- deilt að hann sé mikill hæfileika- maður. Enn þeirra, Peter Kilborn, segir að Raines sé snillingur sem oft hafi vísað mönnum rétta leið í skrif- unum með einni afburða setningu. „Honum fannst að hann væri að taka við stjórn blaðs sem væri staðnað og menn yrðu að hrista upp í starfsem- inni. Og kannski var það ekki svo staðnað og kannski gekk hann of hart fram,“ segir Kilborn. Harold Evans, sem á sínum tíma var ritstjóri The Sunday Times og The Times í London, skrifaði um rit- stjóramálið í breska blaðið The Gu- ardian á fimmtudag. Evans er höf- undur bókarinnar „The American Century“ og býr í New York. Hann sagði í greininni að afsögnin væri álíka áhrifamikil vestra og afsögn drottningar myndi vera í Bretlandi, svo mikilvægur þáttur væri The New York Times í bandarískri fjöl- miðlun og þjóðlífinu öllu. Raines væri vissulega mikill hæfileikamað- ur en hann sæist oft ekki fyrir þegar honum væri mikið niðri fyrir og fréttamat hans litaðist þá af skoð- unum hans á einstökum málum. Hlutlægnin færi forgörðum. En vandinn væri að þegar í tíð for- vera Raines, Joseph Lelyvelds, sem nú tekur við ritstjórninni til bráða- birgða, hefðu menn byrjað að slaka á ákveðnum kröfum. „Einu sinni myndi blaðið ekki hafa birt nema með tvímælalausu sam- þykki ritstjóra lítillækkandi ummæli um einstaklinga, höfð eftir nafnlaus- um heimildarmönnum. Þessi vinnu- brögð hafa orðið æ algengari og jafn- framt hneigðin til að líta svo á að gott slúður sé góð blaðamennska, til að rugla saman illgirni og einlægni. Menn eru komnir á hálan ís, fyrst vitna menn í nafnlausa heimildar- menn og síðan fara þeir að skrökva upp ummælum,“ segir Evans. Hann hvetur Lelyveld til þess að snúa nú við blaðinu á The New York Times. Stórblað hreinsar til í eigin ranni AP Arthur Sulzberger (lengst t.v.), formaður stjórnar útgáfufélags The New York Times, ásamt ritstjórunum Howell Raines og Gerald Boyd (lengts t.h.) á leið til fundar með starfsmönnum ritstjórnarinnar í maí. Þar var m.a. fjallað um mál Jayson Blairs, blaðmanns sem varð uppvís að ritstuldi og öðrum blekkingum. Aðalritstjórar The New York Times höfðu glatað trausti undirmanna sinna þegar þeir þurftu á því að halda Jayson Blair ’ Þú hlustar ekki,þú ógnar, þú hampar sumum á kostnað annarra, sagði fréttamaður sem reyndi að vara Raines við í byrjun maí. ‘ KÖRFUKNATTLEIKS- LIÐIÐ New Jersey Nets jafn- aði metin í úrslitarimmu NBA- deildarinnar við San Antonio Spurs aðfaranótt gærdagsins. Leikurinn fór 87-85 fyrir New Jersey, en San Antonio, sem var á heimavelli, hefði get- að náð sigri með þriggja stiga skoti á lokasekúndunum eftir að hafa verið undir nánast allan leikinn. Hvort lið hefur nú unn- ið einn leik, en það lið verður meistari, sem verður fyrra til að vinna fjóra leiki. Hetja New Jersey var bak- vörðurinn Jason Kidd, sem sýndi snilldartilþrif eftir slaka frammistöðu í fyrsta leiknum. Akkillesarhæll San Antonio reyndist vítaskotin. Liðið hitti aðeins úr 14 vítaskotum af 25 og missti boltann 22 sinnum. Þriðji leikurinn verður í dag, en næstu þrír leikir verða á heimavelli New Jersey Nets. New Jersey jafnaði metin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.