Morgunblaðið - 08.06.2003, Side 14

Morgunblaðið - 08.06.2003, Side 14
14 SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ REYNSLUHEIMURINNhefur skapað mörg mál-tæki á íslensku – og í öðr-um samfélögum – semsegja hve hendur eru nauðsynlegar til að komast af, svo sem að hafa eitthvað á hendi eða sjá um eitthvað og vera önnur hönd ein- hvers og þá hjálparhella. Það er þetta sem sagt hefur verið að liggi að baki þeim skelfilega verknaði sem komið hefur upp í uppreisnum og átökum í sumum Afríkuríkjum. Að með því að höggva af hendur sé manneskjan gerð ófær um að sjá um sjálfa sig og annast sína eða halda yf- ir þeim verndarhendi. Hvað þá bera hönd fyrir höfuð sér og verða að ganga í hendur andstæðingsins, vera á valdi hans. Hvernig sem þessi skelfing er upprunnin þá mun meg- intilgangur ribbaldaflokkanna í átök- unum í Sierra Leone með því að höggva hendur og fætur af saklaus- um borgurum, fullorðnum og börn- um, hafa verið að valda algerri skelf- ingu. Enginn veit hve margir misstu þannig útlimi í ellefu ára stríðsróst- um í landinu, en fjölþjóðasamtökin Handicap International og frönsku læknasamtökin Médecins Sans Frontiéres áætla að útlimir hafi markvisst verið höggnir af 4.000 ein- staklingum, sem ekki hafi þó allir lif- að það af. Ófáir dóu af sýkingum í sárum og öðrum afleiðingum, enda engin læknishjálp. Þessar aflimuðu manneskjur setja nú svip sinn á lífið í landinu. Ein- hverjir eru enn í sínum heimabyggð- um eða þar sem þeir voru niður komnir í stríðslok, en stærsti hluti þessa bjargarlausa fólks hefur safn- ast saman í kömpum í höfuðborginni. Þar búa handa- og fótalausir með fjölskyldur sínar. Í kampi aflimaðra Við Aberdeen-götu skammt frá hóteli mínu í Freetown má lesa á skilti Amputee Camp. Að baki skín í hverfi úr upphrófluðum hreysum, þar sem sjá má handalausu og fóta- lausu fólki bregða fyrir. Virðist ekki vekja sérstaka eftirtekt. En ég var feimin við að nálgast þetta fólk. Hrædd um að verða enginn aufúsu- gestur ef ég kæmi þar vaðandi með myndavél. En var sagt að ég gæti óhikað gengið þar inn. Spyrja bara eftir einum þeirra, sem misst hafði báða handleggi og hefði verið valinn til að hafa orð fyrir þeim. Sá er að vísu ekki við þegar mig ber að garði, en engu að síður er mér tekið ljúflega en án allrar ágengni. Brátt hafa nokkrir einfættir menn með hækjur eða með stubba í handa stað safnast í kring um mig til að greiða úr spurn- ingum mínum og ganga með mér um kampinn. Og forvitnir, litlir strákar með afhöggna limi standa feimnis- lega álengdar. Einn litli drengurinn er með ein- hvers konar ófullburða hylki uppi á stubbnum og staur niður úr til að ganga á. Fjögurra ára bróðir hans dó af sams konar lemstrun. Annar ein- fættur jafnaldri hans segir að engin leið sé að vera með þennan úbúnað í 32 stiga hitanum. Hylkið sé svo heitt að rennsvitni undir því. Þeir sýna mér þetta og ég skil ekki hvernig hægt er nota slíkan útbúnað. Verður hugsað til þess fína úbúnaðar sem stolt okkar Íslendinga, hjálpartækja- fyrirtækið Össur, framleiðir og dreif- ir um heimsbyggðina. Óskandi að þessir sem standa þarna í kring um mig geti fengið að njóta slíkra dýr- gripa? Það voru 50 svona börn hérna, úskýra þeir, þau yngstu 5 ára, en sum eru farin. Hvert? Víst til Am- eríku! Fólk sem kom hér í kampinn komst við af því að sjá þessar öm- urlegu aðstæður og tók þau með sér. Ætlaði að sjá fyrir þeim. En mörg eru eftir – og alltaf bætast börn í hóp- inn, því þessir útlimalausu, bjargar- lausu heimilisfeður eiga sumir fjölda barna. – Ég á átta börn, segir einn sem vantar báðar hendur frá miðjum handlegg. Á manninn við hliðina á honum vantar báða handleggi frá öxl og annan fótinn. Bara stubbar eftir. Hvernig misstu þeir limina og jafnvel eyrun? Það komu bara ribb- aldar í flokkum, miðuðu á þá byssum og hjuggu af útlimina. Í þessu landi eru engar tryggingar eða lífeyrir þótt þeim hafi verið lofað allri hjálp þegar friður var saminn. Á hverju lifa þeir þá? Gjöfum og betli! Kona situr fyrir framan hreysið sitt með nokkra lauka og eitthvað slíkt á bakka, sem hún er að selja. Hana vantar aðra hendina frá olnboga og mann hennar hendi og fót. Hún fer fótgangandi inn í bæinn á morgnana, nokkurra kílómetra leið, og betlar. Þegar hún hefur fengið einhvern skilding kaupir hún þetta smáræði og reynir að drýgja tekjurnar með því að selja það aftur. Þau eiga líka mörg börn, sem leika sér þarna í kringum þau á rykugri leirgötunni. Þetta hlýtur að verða eitt svað þegar regntíminn byrjar. Tvær konur eru líka að reyna að selja eldivið, hafa Haltir og handalausir Að vera alveg handalaus táknar á íslensku að geta ekkert gert. Það eru örlög þeirra sem höggnar voru af hendur og fætur í langvinnum stríðsátökum í Sierra Leone og Elín Pálmadóttir hitti í kampi af- limaðra. Þeim höfðu fallist hendur, þ.e. standa nú úrræðalaus, og án læknihjálpar, sem tókst þó örlít- ið að bæta úr. Morgunblaðið/Elín Pálmadóttir Þeir deila allir sömu örlögum, missi útlima í grimmilegum stríðsátökum. Hún ætlaði að kjósa, og þeir hjuggu framan af hendi hennar. Við Aberdeen-götu má sjá skilti við innganginn að Kampi aflimaðra. Þótt hendur vanti er stutt í brosið hjá þessu fólki, sem ræddi af ljúfmennsku við gestinn. Þessar saklausu stúlkur eru fórnarlömb stríðsglæpa. Morgunblaðið/Elín Pálmadóttir Ribbaldar léku þessa feðga grátt. Hjuggu fót af drengnum og báðar hendur af föðurnum. Enginn veit hve margir misstu útlimi í stríðsróstunum í landinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.