Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 19
þess er að dreifa upplýsingum til aðildarríkja Evrópska efnahags- svæðisins. Þegar hættuleg vara finnst á markaði í einu aðildarríkj- anna er tilkynning send til annarra ríkja innan EES. Kerfið skiptist í tvo hluta, annar hlutinn er ætlaður fyrir matvæli og hinn hlutinn er ætlaður fyrir allar aðrar vörur en matvæli. Í hverju landi er einn tengiliður fyrir hvorn flokk. Hér- lendis er Umhverfisstofnun tengi- liður fyrir matvælin. Tilkynningar um hættuleg mat- væli berast daglega til stofnunar- innar, flestar aðeins til upplýsingar en sumar þess eðlis að skylt er að kanna hvort varan sé á markaði hérlendis. Allar tilkynningar um fisk og fiskafurðir eru sendar Fiskistofu, sem hefur eftirlit með sjávarafurðum. Allar tilkynningar um kjöt, kjötafurðir, egg, mjólk og mjólkurafurðir eru sendar Emb- ætti yfirdýralæknis sem hefur eft- irlit með innflutningi þessara. Aðra matvöruflokka, svo og er- indi er varða hættulega efnavöru, kannar Umhverfisstofnun með því að athuga, með sérstöku leyfi tolla- yfirvalda, hvort vara undir viðkom- andi tollskrárnúmeri og frá við- komandi landi hafi verið flutt inn í landið. Finnist varan á markaði hér á landi er hún stöðvuð í dreifingu og innkölluð. Vörunni er síðan fargað. Slíkar aðgerðir eru unnar í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna. Umhverfisstofn- un sendir Eftirlitsstofnun EFTA allar upplýsingar um aðgerðir og sendir út tilkynningar í gegnum kerfið ef hættuleg matvara finnst á íslenskum markaði, sem gæti hugs- anlega verið í dreifingu í öðrum löndum innan EES. Davíð segir að allar reglur, sem settar eru um framleiðslu og inn- flutning á matvælum eða öðrum neysluvörum, séu í eðli sínu haml- andi. „Um leið og við setjum skorð- ur við frelsi á grundvelli öryggis og verndar fyrir neytendur er mik- ilvægt að samræmi sé í reglunum og þeim sé alls staðar framfylgt með sama hætti.“ Hugmyndir að baki íslenskri lög- gjöf í umhverfismálum eiga að mestu leyti rætur að rekja til meg- inlands Evrópu, þar sem slík lög- gjöf hefur víðast verið lengi í gildi, að sögn Davíðs. „Okkar lög og reglur byggjast í raun á reynslu þeirra sem búa í milljónasamfélög- um í stórum löndum, þar sem nátt- úrufræðistofnanir hafa starfað mjög lengi. Við tókum þetta upp miklu síðar og skortir grunnþekk- ingu á ýmsum málum sem er fyr- irliggjandi annars staðar. Þetta hefur komið fram til dæmis í sam- bandi við virkjanamál, þar sem mikill kraftur fer í að afla grunn- upplýsinga áður en hægt er að svara spurningum um t.d. umhverf- isáhrif á skipulagðan og rökrænan hátt. Við getum ekki sótt okkur þekkingu til starfsbræðra í Evrópu að þessu leyti, því upplýsingar um einstök svæði í íslenskri náttúru er auðvitað eingöngu hægt að nálgast hér. Við verðum að afla allra gagna og þar skortir enn töluvert upp á.“ Davíð segir öflun gagna nauð- synlega til að Umhverfisstofnun geti fært góð rök fyrir máli sínu. Hann vísar þar í drög að nátt- úruverndaráætlun til ársins 2008, sem var send til umsagnaraðila um miðjan maí, eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu. Samkvæmt drög- unum eru gerðar tillögur um þrjá nýja þjóðgarða og 77 friðlýst svæði, þar af átta sem ekki hafa verið á náttúruminjaskrá. „Náttúruverndaráætlun byggist á sjónarmiðum um vernd og nýt- ingu. Ef friða á tiltekið landsvæði er um leið ljóst að það dregur úr möguleikum annarra til að nýta það. Þá getur komið upp ágrein- ingur. Við lögðum mikla áherslu á að setja náttúruverndaráætlunina fram með skipulögðum hætti og rökstyðja vel hvaða svæði ber að vernda. Slík vinnubrögð skipta miklu máli og við þurfum að ná sátt um aðferðafræðina og verklag- ið. Við verðum að leggja alla okkar þekkingu á borðið og taka rök- réttar ákvarðanir í framhaldinu. Að öðrum kosti geta rök okkar verið hrakin og alls konar ágreiningur risið um þau svæði sem við leggj- um mesta áherslu á að vernda.“ Náttúruverndaráætlun fer til umsagnar allra sveitarfélaga og fjölmargra fræðistofnana, svo dæmi séu tekin. Þá er áætlunin einnig birt á heimasíðu Umhverf- isstofnunar, www.ust.is, og þar get- ur almenningur kynnt sér hana og komið athugasemdum á framfæri. „Frestur til að skila athugasemd- um er fram í miðjan júní. Við vinnum svo úr athugasemdunum og sendum tillögur okkar til um- hverfisráðuneytisins. Ráðuneytið metur hvað það leggur fyrir svo- kallað umhverfisþing og á haust- mánuðum leggur umhverfisráð- herra endanlega náttúruverndar- áætlun fyrir Alþingi.“ Davíð telur að það skipti ákaf- lega miklu að áætlunin fái þinglega meðferð og sambærilegan sess varðandi skipulag og nýtingaráætl- anir svo sem samgönguáætlun. Eitt stærsta verkefni Umhverf- isstofnunar, að mati forstjórans, er að gera upplýsingar um umhverf- ismál aðgengilegar öllum almenn- ingi. „Við ætlum að leggja mikla áherslu á að heimasíða stofnunar- innar geymi ávallt sem bestar og nýjastar upplýsingar. Sem dæmi má nefna upplýsingar um loftgæði, sem eru unnar í samstarfi við Reykjavíkurborg. Við erum að hrinda úr vör ýmiss konar upplýs- ingakerfum, en allt er þetta bæði tímafrekt og dýrt. Við búum yfir ýmsum upplýsingum um umhverf- ismál, sem við viljum gjarnan koma á framfæri við almenning. Þetta er nauðsynlegt til að stjórnvöld og al- menningur hafi tilfinningu fyrir því hvort við erum á réttri leið í þeim málaflokkum sem stofnunin sér um. Á vefnum er þegar ýmislegt að finna um umhverfis- og matvæla- öryggismál. Raunar er vefurinn mjög stór og ég hvet fólk til að kynna sér hann.“ Þjóðgörðum mun fjölga Annað stórt verkefni lýtur að rekstri þjóðgarða. „Á Þingvöllum, sem heyra raunar ekki undir Um- hverfisstofnun, geta gestir nálgast upplýsingar um þjóðgarðinn í mjög skemmtilegri gestastofu. Í Skafta- felli er einnig gestastofa, en engin slík í hinum þjóðgörðunum tveim- ur, Snæfellsjökulsþjóðgarði og þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum. Þetta er mjög bagalegt, því ekki hefur verið hægt að kynna fyrir fólki hvers vegna svæðið er þjóð- garður, hver eru helstu sérkenni hvers svæðis og hvað er helst að skoða. Núna höfum við að vísu gengið frá langtíma leigusamningi á Hellnum á Snæfellsnesi og þar verður rekin gestastofa. Ætlunin er að hún komist í gagnið síðsum- ars. Þar verður hægt að ganga að öllum upplýsingum um þjóðgarðinn og þar með hefur skapast grund- völlur fyrir að hann nái tilgangi sínum. Hugmyndir eru um að reisa aðra gestastofu á Hellissandi, en það er síðari tíma mál.“ Davíð segist hafa trú á að þjóð- görðum muni fjölga hér á landi. Í drögum að náttúruverndaráætlun leggur Umhverfisstofnun til þrjá nýja þjóðgarða, sem ná til Vatna- jökuls, Heklu og nágrennis og Látrabjargs og Rauðasands. Einn- ig leggur stofnunin til að friðland Þjórsárvera verði stækkað veru- lega sem og þjóðgarðarnir á Þing- völlum og í Jökulsárgljúfrum. „Eitt af því sem skapar Íslandi sérstöðu er hve stór hluti landsins er enn ósnortinn. Ísland er í raun jarð- fræðisafn og eins er lífríkið á margan hátt ákaflega sérstakt og við eigum að kappkosta að vernda þessa einstöku náttúru. Þessi verð- mæti á að nýta, en það getum við ekki gert nema með verndun. Ég er líka þeirrar skoðunar, að við eig- um að færa ábyrgð á þjóðgörð- unum og öðrum friðlýstum svæðum til heimamanna í ríkari mæli, svo þeir sjái sér fjárhagslegan hag í að standa vel að verki. Sem dæmi má nefna að við gerðum samning við Ísafjarðarbæ um að bærinn hefði eftirlit með friðlandinu á Horn- ströndum. Heimamenn eiga að fá tækifæri til að byggja upp atvinnu í tengslum við friðuð svæði, án þess að ganga á gæði þeirra.“ Davíð segist vonast eftir góðum undirtektum við drögum að nátt- úruverndaráætlun. „Ég tel ástæðu- laust að einblína á einstaka svæði, sem fjallað er um í áætluninni. Það er miklu mikilvægara að ná al- mennri samstöðu um hvers vegna staðir teljast þess virði að vernda. Af hverju er Álftanesið til dæmis mikilvægt? Það er mikilvægt vegna þess að þar eru margar fuglateg- undir, fjöldi plantna og sérstakar jarðmyndanir. Ef við náum sam- stöðu um að slík svæði beri að vernda er hálfur sigur unninn. Í mörgum tilvikum þarf að ná samn- ingum við eigendur, eigi að friða landið og takmarka þar með nýt- ingu þess, en við tökum ekki af- stöðu til slíks í drögum að nátt- úruverndaráætlun. Okkar hlutverk er að meta hvaða svæði skipta máli, út frá tilteknum forsendum. Verndunin, sem lögð er til, er mis- mikil. Sum svæði eru lýst nátt- úruvætti, önnur friðuð, svo eru fólkvangar en æðsta stig vernd- unar eru þjóðgarðarnir. Friðlýsing þýðir ekki endilega að öll starfsemi sé bönnuð, til dæmis getur hefð- bundinn búskapur verið stundaður á friðuðu landi, en friðunin kemur þá í veg fyrir stórtækar breytingar og rask.“ Heilnæm lífsskilyrði Þótt verkefni Umhverfisstofnun- ar séu ærin frá degi til dags ber henni einnig að móta framtíðar- stefnu í umhverfismálum. „Stofn- unin starfar innan ákveðins laga- ramma og núna erum við önnum kafin við að setja stofnuninni deili- markmið, því við viljum stefna að ákveðnum árangri innan t.d. eins árs, þriggja ára og svo framvegis. En framtíðarsýn okkar er sú, að landsmenn búi við heilnæm lífsskil- yrði, ómengað umhverfi, örugg matvæli, örugga efna- og nauð- synjavöru, fái að njóta þess sem er sérstakt eða sögulegt í náttúrunni og að íslensk náttúra þróist eftir föngum samkvæmt eigin lögmálum. Umhverfisstofnun vill vera leiðandi afl í að knýja á um og samþætta nauðsynlegar aðgerðir landsmanna í umhverfis- og matvælamálum til að ná þessu markmiði. Við vinnum út frá því sjónarmiði að umhverfis- og matvælaöryggismál varði alla. Myndun Umhverfisstofnunar, ef við berum gæfu til að vinna skipu- lega að því marki, gerir það verk mun auðveldara en ella,“ segir Davíð Egilson, forstjóri Umhverf- isstofnunar. rsv@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 19 Parketslípun-parketlögn Þjónusta í 16 ár Lökkum vax-olíuberum og bæsum viðargólf. Notum aðeins gæðalökk og -olíur. Gerum föst verðtilboð Beykir ehf., Sími 892 8656 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 49.950 Flug, gisting í 6 nætur, skattar, Hotel Quality. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til þessar fegurstu borgar Evrópu, sem skartar á sumrin sínu fegursta. Þetta er besti tíminn til að upplifa hið einstaka mannlíf sem borgin hefur að bjóða og kynnast sögufrægum stöðum og byggingum. Beint leiguflug og þú nýtur þjónustu far- arstjóra Heimsferða allan tímann. 29. júlí – 4. ágúst Munið Mastercard ferðaávísunina Verslunarmannahelgin í Prag 29. júlí frá kr. 39.950 Kynnisferðir · Gamla borgin · Kastalahverfið · Karlovy Vary · Karlstejn · Sigling á Moldá Verð kr. 39.950 Flug og skattar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.