Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRAMLÖG til rannsókna ogþróunar hér á landi hafaaukist hratt ár frá ári, eða13% að meðaltali frá árinu1985. Árið 2001 var svo komið, að framlögin náðu 3% af vergri þjóðarframleiðslu, en það er það viðmið sem Evrópusambandið hefur sett aðildarþjóðum sínum að ná fyrir árið 2010. Framlög til rann- sókna á Íslandi hafa aukist hraðar en í flestum OECD ríkjum, að Finnlandi og Svíþjóð undanskildum. Í saman- burði, sem framkvæmdastjórn ESB gerði á frammistöðu Evrópuríkja í nýsköpun, borið saman við Bandarík- in og Japan, var Ísland í þriðja sæti, á eftir Svíþjóð og Finnlandi. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu Rannsóknarráðs Íslands til menntamálaráðherra. En þar kemur einnig fram að ýmsar blikur eru á lofti. Framboð á áhættufé hefur til dæmis dregist verulega saman á síð- ustu tveimur árum. „Þetta er veru- legt áhyggjuefni, sérstaklega fyrir stofnsetningu og fyrstu fjármögnun sprotafyrirtækja sem byggja á nýrri tækniþekkingu,“ segir í skýrslunni. Dregið hefur verið úr opinberum framlögum til rannsóknarstofnana atvinnuveganna, að Hafrannsókna- stofnun undanskilinni, sem hefur gert flestum þeirra erfitt að endur- nýja kjarnasvið þekkingar sinnar og bregðast við nýjum ögrunum. Þá er einnig bent á, að um þessar mundir fá aðeins um 20% af nýjum, styrkhæf- um verkefnum stuðning úr Vísinda- sjóði og meðalstyrkur er aðeins 1,3 milljónir króna. „Nú er svo komið að hafa verður verulegar áhyggjur af þessum takmörkunum fyrir fram- vindu vísinda á Íslandi. Hætta er á að bestu vísindamenn okkar komi ekki fram með sínar framsæknustu og áræðnustu hugmyndir vegna þess hve fjármunir eru naumt skammtaðir til hvers verkefnis og til lítils að sækja. Þá þarf að hafa í huga að inn- lent rannsóknarfé er í flestum tilvik- um grundvöllur þess að sækjast eftir fjármagni erlendis frá,“ segir í skýrslunni. Framúrskarandi árangur Eitt af helstu markmiðum núver- andi ríkisstjórnar, að því er fram kemur í stefnuyfirlýsingu hennar, er að styrkja rannsóknar- og þróunar- starf, m.a. með því að auðvelda fyr- irtækjum að leggja fé til þess og örva þannig frumkvöðlastarfsemi. Í sam- ræmi við ný lög um Vísinda- og tækniráð verði unnið að markvissri uppbyggingu rannsóknastarfsemi og nýsköpun á sem flestum sviðum. Í skýrslu Rannsóknarráðs Íslands til menntamálaráðherra er bent á að fjárfesting Íslendinga í rannsóknum og þróunarstarfi á undanförnum ár- um hafi skilað framúrskarandi ár- angri í vísindalegum afrakstri og góðri frammistöðu íslenskra vísinda- manna í alþjóðasamstarfi á sviði vís- inda. Árangurinn birtist jafnframt í öflugri nýsköpun í atvinnulífi með fjölgandi störfum og vaxandi útflutn- ingi á vörum og þjónustu sem byggja á sérhæfðri þekkingu og reynslu, einkum á sviði sjávarútvegs og mat- vælavinnslu, heilbrigðismála, þjón- ustu og stjórnunar. „Vísindaleg þekking og sérhæfð reynsla er orðin sjálfstæð og öflug uppspretta verð- mætasköpunar og hagvaxtar hér á landi,“ segir í inngangsorðum Hafliða P. Gíslasonar, formanns Rannís, og Vilhjálms Lúðvíkssonar fram- kvæmdastjóra. Einn meginstyrkur íslensks vís- inda- og tæknisamfélags, að mati skýrsluhöfunda, er stuttar boðleiðir milli heims vísinda og tækni annars vegar og atvinnulífs og samfélags hinsvegar, sem skapa frjósamt um- hverfi til nýsköpunar, flýta fyrir nýt- um hlut atvinnulífsins fylgir umtals- verð breyting á áherslum í rannsókn- um hér á landi. Hlutur frumgreina atvinnulífsins, fiskveiða, landbúnaðar og orkuvinnslu, hefur dregist hratt saman en þáttur úrvinnsluiðnaðar og heilbrigðisþjónustu hefur vaxið að sama skapi svo og hlutur rannsókna í þágu félags-, menningar- og mennta- mála. Sem dæmi má nefna að árið 2001 runnu 3,2% allra framlaga til rannsóknar og þróunar til verkefna á sviði landbúnaðar og 7,4% til rann- sókna á sviði fiskveiða. Á hinn bóginn runnu 38,6% til rannsókna á sviði heilbrigðismála og 12,3% til tölvu- og hugbúnaðargeirans. Vísindagreinar og einkaleyfi Allar þessar rannsóknir skila m.a. fjölda vísindagreina, sem íslenskir vísindamenn fá birtar í viðurkennd- um vísindaritum. Íslendingar eru nú meðal þeirra þjóða sem birta flestar vísindagreinar miðað við fólksfjölda. Frá 1997 til 2001 fjölgaði fræðigrein- um íslenskra vísindamanna um 66%. Árið 2001 voru yfir 40% birtra greina í alþjóðlegum ritum á sviði heilbrigð- isvísinda, lyf- og læknisfræði, um 14% voru á sviði haf- og landbúnaðar- vísinda, 10% á sviði jarðvísinda, 10% á sviði líftækni og lífvísinda, 5% á sviði umhverfisrannsókna og 5% á sviði verkfræði og tækni. „Frammi- staðan á sviði heilbrigðisvísinda vek- ur athygli,“ segja skýrsluhöfundar, „en það er einmitt sú grein sem Ís- lendingar leggja hlutfallslega mesta fjármuni í til rannsókna um þessar mundir.“ Í beinu framhaldi af rannsóknun- um og vísindagreinunum hafa Íslend- ingar í vaxandi mæli sótt um einka- leyfi, bæði hjá Einkaleyfastofunni á Íslandi og hjá bandarísku og evr- ópsku einkaleyfastofunum. Á árun- um 1994–1997 voru skráningar inn- lendra umsókna hjá Einka- leyfastofunni á Íslandi um 20 ár hvert, en árið 2002 voru umsóknirnar orðnar 71. Hjá Einkaleyfastofu Góður árangur vísindann             !"# $ % & '(  & & !                   ) *  +  Atvinnufyrirtæki leggja sífellt meira af mörkum til rannsókna og þróunar, en hlutur rann- sóknastofnana hins opinbera hefur fallið úr 70% niður í 20% á aldarfjórðungi. Ragnhildur Sverrisdóttir kynnti sér skýrslu Rannís, en þar segir að rannsóknir og þróunarstarf skili sér með svo áþreifanlegum hætti hér á landi að það eitt réttlæti aukin opinber framlög. ingu á nýrri þekkingu og draga úr kostnaði við rannsóknir og þróunar- vinnu. En fámenni, lítið fjárhagslegt bolmagn og dreifing starfskrafta á margar litlar stofnanir og fyrirtæki takmarkar að sama skapi val við- fangsefna og alþjóðlegan áhrifamátt. Í skýrslunni er fyrst rakið hve ört framlög til rannsókna og þróunar hér á landi hafa vaxið, eða 13% að með- altali á ári frá 1985 til 2001. Árið 1997 voru framlögin 1,7% af vergri þjóð- arframleiðslu, en voru komin í 3% ár- ið 2001. Á árinu 2001 vörðu Íslend- ingar um 22,5 milljörðum króna og um 2.700 ársverkum í rannsóknir og þróun. Tæpir 2⁄3 voru á vegum fyr- irtækja en rúmur þriðjungur á veg- um hins opinbera. Í skýrslunni segir að eitt fyrirtæki hafi á árinu 2001 staðið undir svipuðu umfangi í rann- sóknum og íslenska ríkið allt, en þar munu skýrsluhöfundar vera að vísa til Íslenskrar erfðagreiningar. Þeir taka fram, að þetta fyrirtæki hafi síð- an dregið nokkuð saman seglin og heildarframlög gætu því hafa dregist hlutfallslega saman eftir 2001. Breytt verkaskipting Heimur rannsókna og þróunar hefur breyst verulega á Íslandi síð- astliðna áratugi. Verkaskipting opin- bera geirans og einkageirans hefur breyst svo um munar. Árið 1975 stóðu rannsóknarstofnanir hins opin- bera fyrir 70% allra rannsókna á landinu, en aldarfjórðungi síðar var hlutur ríkisins kominn niður í 20%. Háskólar hafa haldið sínum hlut bet- ur, hann var um 20% 2001, var um 25% árið 1975, en fór að vísu upp í 30% árið 1985. Atvinnufyrirtæki hafa hins vegar aukið sinn hlut jafnt og þétt, úr örfáum hundraðshlutum árið 1975 í tæp 60% aldarfjórðungi síðar. Breyttri verkaskiptingu og aukn- Bandaríkjanna fjölgaði veittum einkaleyfum til Íslendinga úr 3 árið 1997 í 19 árið 2001. Á sama tíma fjölg- aði umsóknum úr 8 í 39. „Einkaleyfin endurspegla vel þá þróun sem orðið hefur í þekkingarfrekum atvinnu- greinum hér á landi og sýna vaxandi fjölbreytni,“ segir í skýrslunni. „Við- fangsefni umsókna hefur breyst frá uppfinningum hugvitsmanna til um- sókna sem byggðar eru á vísinda- rannsóknum og tækniþróun. Þar má nefna einkaleyfi á sviði stýritækni, myndgreiningar, lyfjaframleiðslu, sameindalíffræði (líftækni), tækja til vinnslu, pökkunar og flutninga á mat- vælum (fiski og kjöti), gervilima- smíði, veiða og húsdýrahalds, skurð- aðgerða og tónsmíða.“ Fyrirtækjum sem byggja á háþró- aðri þekkingu fjölgar og útflutnings- tekjur af þekkingarfrekri vöru og þjónustu fer ört vaxandi og afla nú tæplega 20 milljarða, eða nærri 10% gjaldeyristekna. „Störfum í fyrir- tækjum sem stunda rannsóknir og byggja á háþróaðri þekkingu fjölgaði óðum fram til ársins 2000. Nokkuð hefur dregið úr fjölgun þeirra síðan, einkum hjá fyrirtækjum á sviði upp- lýsingatækni, og verðmæti útflutn- ings staðið í stað síðustu tvö árin nema útflutningur lyfja og lækninga- tækja. Gengisþróun á síðasta ári hafði hér nokkur áhrif.“ 21,3% af rannsóknarfé kemur að utan Þá kemur fram að alþjóðasamstarf í vísindum og tækni sé ört vaxandi þáttur í mótun rannsóknarstarfsem- innar hér á landi og alþjóðlegt rann- sóknarfé leiti til Íslands í vaxandi mæli. Nú nemi það um 21,3% af rann- sóknarfé landsmanna. „Verulegur hluti þess er vegna rannsóknarsamn- inga og áhættufjáröflunar erlendis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.