Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 21
hjá fáum aðilum og á því geta orðið einhverjar sveiflur milli ára.“ Fram kemur að Íslendingar hafa náð afburðaárangri í sókn innan 4. og 5. rannsóknaáætlana ESB. Eru Ís- lendingar nú þegar aðilar að sam- þykktum verkefnum sem væntan- lega fela í sér styrki að upphæð rúmlega 1,8 milljarða króna á fjórum árum í 5. rannsóknaráætluninni. „Hefur nærri 40% innsendra um- sókna með aðild Íslands hlotið stuðn- ing,“ segir í skýrslunni, en þar kemur einnig fram að nú eru blikur á lofti varðandi skipulag 6. rannsóknar- áætlunarinnar, sem var hleypt af stokkunum í nóvember á síðasta ári. „Þar er stefnt að mun stærri og sam- þættari verkefnum en tíðkast hafa í rannsóknum. Íslendingar hafa tak- markað bolmagn og reynslu til að hafa frumkvæði um verkefni á þeim forsendum.“ En Íslendingar hafa ekki eingöngu fengið styrki frá ESB. Vísindasjóður Bandaríkjanna og Heilbrigðisstofn- un Bandaríkjanna hafa veitt háar upphæðir til verkefna sem unnin eru hér á landi af íslenskum vísinda- mönnum. Árið 2001 voru 115 verkefni unnin í samvinnu íslenskra og banda- rískra eða kanadískra vísindamanna. 41 þeirra naut fjárhagslegs stuðnings úr bandarískum eða kanadískum sjóðum. Þá segir Rannís að nú sjáist þess merki að áhugi á norrænu vís- indasamstarfi fari aftur vaxandi. Meistaranám hér á landi Rannís bendir á að vísindamennt- un og rannsóknatengt framhaldsnám sé snar þáttur í þróun þekkingar- þjóðfélagsins og rannsóknastarfsemi hér á landi. Á örfáum árum hefur fjöldi meistaranámsverkefna hér á landi margfaldast. Áður fór allt meistaranám Íslendinga fram er- lendis. Umsóknafjöldinn um styrki hjá rannsóknanámssjóði Rannís, sem styrkir fólk til framhaldsnáms hér og erlendis, hefur tvöfaldast á tíu árum. Ekki hefur verið hægt að verða við nema hluta af umsóknunum. Rannís telur eflingu sjóðsins mikilvæga og segir koma til álita að styrkja erlenda stúdenta til rannsóknanáms hér á landi, enda styrki það alþjóðavæð- ingu íslensks rannsóknasamfélags. Reyndar hefur sókn erlendra stúd- enta í nám hér á landi aukist ört, með stuðningi Erasmus-áætlunar ESB og Nordplus-áætlunar Norðurlanda- ráðs og nú er svo komið að fleiri er- lendir stúdentar koma til Háskóla Ís- lands á styrkjum úr þessum áætlunum en fara til evrópskra og norrænna háskóla. Rannís segir að þótt ekki hafi tek- ist að sýna fram á leiðir til að bein- tengja framlög til rannsókna og þró- unar við hagvöxt í þjóðhagslíkönum fari áhrifin til lengri tíma ekki á milli mála. „Taka má einstök dæmi sem sýna samhengið, en tímakvarði áhrif- anna er lengri en haglíkön sem notuð eru við hagstjórn gera ráð fyrir. Fjöl- mörg hérlend reynsludæmi liggja nú fyrir sem benda til þess að tími frá fyrstu fjárfestingu í rannsóknum með hagnýtu markmiði þar til ný fyr- irtæki fara að skila hagnaði og vaxa óstudd sé um 10–15 ár. Gott dæmi er þróunarsaga Marel ehf. sem er eitt fyrsta dæmið um íslenskt sprotafyr- irtæki og sprottið er úr háskólarann- sóknum. Hugmyndin að rafeinda- stýrðri vog fyrir fiskvinnsluiðnaðinn var kynnt á fyrsta ársfundi Rann- sóknaráðs ríkisins árið 1978. Fyrir- tækið fór ekki að vaxa öruglega og að ráði fyrr en eftir 1990. Svipaða sögu má segja um mörg önnur tæknifyr- irtæki sem í upphafi hafa notið stuðn- ings úr sjóðum Rannsóknarráðs.“ Rannís nefnir nokkur atriði, sem breyttu forsendum nýsköpunar á Ís- landi með afgerandi hætti: Breytt efnahagsstefna, vaxandi frjálsræði á fjármálamarkaði, áhættufjármagn var laðað fram og fjárfestar með áhuga á nýrri tækniþekkingu gáfu sig að nýjum hugmyndum. „Skilyrði til nýsköpunar gerbreyttust á skömmum tíma. Áætlanir um rann- sóknir og þróunarstarf urðu nú mið- lægur þáttur í stefnu flestra fram- sækinna fyrirtækja. Nýleg lækkun á tekjuskatti fyrirtækja ætti að ýta frekar undir rannsóknir og nýsköpun í starfandi fyrirtækjum.“ Áhættufjármagn þurrausið Rannís tekur fram að framboð á áhættufé hafi dregist verulega sam- an á síðustu tveimur árum. „Aðilum á þeim markaði hefur fækkað úr 23 ár- ið 1999–2000 í þrjá á yfirstandandi ári og lausafé þeirra til nýfjárfestinga er nánast þurrausið þegar þetta er skrifað. Þetta er verulegt áhyggju- efni, sérstaklega fyrir stofnsetningu og fyrstu fjármögnun sprotafyrir- tækja sem byggja á nýrri tækniþekk- ingu.“ Fjármagn það sem Rannsóknaráð hefur haft til umráða er mjög tak- markað miðað við eftirspurn og þarf- ir, segir í skýrslunni. Of háu hlutfalli þeirra umsókna sem metnar eru vel hæfar er nú hafnað og veittir styrkir eru of lágir. Mörg fyrirtæki hafa gef- ist upp á viðskiptum við sjóði Rannís, þar sem forsvarsmönnum þeirra þykir sóknarkostnaður við umsóknir of hár miðað við það sem úthlutað er. Umsóknum hefur því fækkað frá því sem var fyrir einum áratug. „Árið 1987 var hlutfall styrkja Vísindasjóðs og Rannsóknasjóðs (síðar Tækni- sjóðs) um 11–12% af heildarfjár- magni til rannsókna og þróunar á Ís- landi. Nú er þetta hlutfall nálægt 3% af heild. Árið 1993 var því lýst yfir af þáverandi ríkisstjórn að auka ætti hlutfall samkeppnissjóða í 25% af heildarumsvifum rannsókna. Þróun- in hefur því gengið í öfuga átt. Á móti hefur að hluta komið samkeppnis- bundið fé úr rammaáætlun ESB og að nokkru úr Lýðveldissjóði og Kristnihátíðarsjóði til verkefna á tak- mörkuðum sviðum rannsókna.“ Í niðurlagi skýrslu sinnar ítrekar Rannís að hlutur hins opinbera í fjár- mögnun rannsókna á Íslandi sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu sé vissulega með því hæsta sem gerist meðal OECD-þjóða. Ýmsum spurn- ingum er velt upp, m.a. um raunhæfa möguleika á því að auka opinber framlög til rannsókna í takt við hrað- vaxandi framlög úr einkageiranum. Ljóst sé að rannsóknir og þróunar- starf skili sér með svo áþreifanlegum hætti hér á landi að það eitt réttlæti aukin opinber framlög á þessu sviði. Þeir auknu fjármunir ættu þó tví- mælalaust að fara í gegnum sam- keppnissjóði. „Það er því mikilvægt verkefni nýs vísinda- og tækniráðs að móta stefnu um fyrirkomulag á fjár- mögnun rannsókna á Íslandi og hlut- verk samkeppnissjóða í því efni.“ a, en fé skortir                ! "" #$$%&'((# )               !  "  # $   %    &  & '  (    &  # & )$ *   &  +    &  #       '+ %    rsv@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.