Morgunblaðið - 08.06.2003, Page 22

Morgunblaðið - 08.06.2003, Page 22
22 SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ LÍKUR eru á því að uppfinn-ing Egils Jónssonar tann-læknis á Akureyri – ný-stárlegur bor sem hægt erað stýra utan munns sjúk- lingsins – verði tilbúin í haust til próf- unar og þá fái nokkrir tannlæknar, bæði íslenskir og erlendir, tækið í hendur til þess að reyna það á sjúk- lingum. Gangi þær „klínísku“ prófan- ir vel, gæti sala á tækinu hafist um mitt næsta ár, að sögn Geirs A. Gunn- laugssonar, stjórnarformanns Globo- dent, fyrirtækis sem stofnað var vegna verkefnisins. Ekki hefur verið hægt að sýna mynd af væntanlegu tæki eða ræða nákvæmlega um það opinberlega, fyrr en nú þegar ljóst þykir að það teljist einkaleyfishæft, en þegar hefur verið sótt um einkaleyfi í löndum þar sem markaður þykir vænlegur. Hér er um að ræða tæki sem á að gera það jafn einfalt og fljótlegt fyrir tannlækni að nota staðlaða postulíns- fyllingu eins og amalgam-(„silfur“) eða plastfyllingar. Samið var við danska fyrirtækið Pinol A/S um smíði á tækinu, en postulínsfyllingarnar verða væntan- lega framleiddar á Akureyri og þar verður einnig aðsetur Globodent; þekkingarfyrirtækis þar sem fram fari hönnun á frekari tækjum á þessu sviði. „Globodent sjálft er stóra málið, það verður þekkingarfyrirtæki þar sem tannlæknar og tæknimenn koma til með að vinna við að þróa núverandi tæki og nýjar vörur,“ segir Geir. Margir vinna að málinu Starfandi hefur verið rýnihópur nokkurra tannlækna sem gefið hefur fagleg ráð vegna verkefnisins. Eru það allt starfandi tannlæknar sem einnig kenna eða hafa kennt við tann- læknaháskóla. Auk Iðntæknistofnun- ar, sem hefur bæði komið að hönnun tækisins og fyllinganna, hafa unnið að verkefninu fyrirtæki í Danmörku, á Ítalíu og í Bandaríkjunum. Umrætt tæki verður framleitt af danska fyrirtækinu og stendur það al- gjörlega straum af eigin kostnaði við þátttöku í verkefninu, þar á meðal kostnaði við smíði frumgerða tækis- ins. „Flókin nákvæmnisvinna á tæki er ekki eitthvað sem sprotafyrirtæki ætti að spreyta sig á – enda ekki nema lítill partur af tekjunum sem í fram- tíðinni kemur inn vegna sölu tækis- ins,“ segir Sigurður. Geir, Sigurður og samherjar þeirra hafa unnið í kyrrþey undanfarin miss- eri, ef svo má að orði komast; segja marga hafa spurt frétta undanfarið, hvort verkefnið sé jafnvel úr sögunni. Svo er sem sagt alls ekki. „Verkefninu hefur miðað ágætlega áfram á undanförnum mánuðum en stundum er betra að vinna að svona verkefnum í ró og næði. Það hefur verið unnið eftir ákveðinni áætlun, en staðreyndin er reyndar sú að öll svona verkefni taka langan tíma; miklu lengri tíma en margir halda í upphafi,“ segir Geir. Þeir leggja áherslu á mikilvægi þess að hægt verði að fullyrða með nokkurri vissu að tæknilega gangi verkefnið upp, áð- ur en tækið sé sýnt hugsanlegum not- endum. Þess vegna hefur verið unnið við það undanfarið að bora með þeirri frumgerð af tækinu sem nú er tilbúin; „til þess að athuga hvort hægt sé að bora holur með nægilegri nákvæmni í tennur.“ Á grundvelli þessara próf- ana er reiknað með því annars vegar að þróa endanlega útgáfu af tækinu og fara með þá útgáfu af tækinu í gegnum „klíniskar prófanir og hins vegar teljum við okkur nú í aðstöðu til að kynna þessa tækni fyrir fyrirtækj- um sem selja tæki og búnað til tann- lækna bæði hérlendis og erlendis og kanna þannig viðbrögð markaðarins,“ segir Geir. Sigurður bætir því við að ná- kvæmni frumgerðar tækisins hafi næstum því komið á óvart. „Þegar verkefnið hófst með Dönunum fyrir rúmu ári voru þeir efins um að hægt væri að ná þessari nákvæmni í mek- aníkinni, en eru nú mjög kátir með niðurstöður prófananna.“ Tæknilega virðist því fátt því til fyrirstöðu að tækið komist á markað. „Móttökur dreififyrirtækja og tannlækna skera svo úr um það hvort Globodent aðferðin nær útbreiðslu.“ Skiptar skoðanir Noti tannlæknir hina nýju tækni breytast í fyrsta lagi þær aðferðir sem notaðar hafa verið, vinnuaðstaða læknisins sjálfs breytist einnig tals- vert, og þeir Sigurður og Geir segja mjög eðlilegt að ekki séu allir sam- mála um slíkar breytingar. Vitað er að skiptar skoðanir er um hina nýju tækni meðal tannlækna á Íslandi. „Þetta er vissulega umdeilt meðal þeirra. Sumir segja þetta ekki hægt, að ekkert vit sé í þessu en aðrir eru jákvæðir. Þess vegna teljum við mjög æskilegt að kynna þetta nú fyrir tannlæknum sem ekki hafa verið þátttakendur í umræðunni til þessa og fá viðbrögð þeirra,“ segir Geir. Hann segir hugmynd sem þessa gjarnan vera umdeilda í því umhverfi þar sem hún verður til. „Oft fæst hlut- lausara mat ef farið er út fyrir það svið og talað við aðila sem aldrei hafa séð fyrirbærið en þekkja markaðinn, og að kynna það fyrir tannlæknum sem ekki hafa heyrt af því eða séð.“ Sigurður leggur áherslu á að ekki séu allir íslenskir tannlæknir nei- kvæðir gagnvart nýju aðferðinni, t.d. sé u.þ.b. tugur þeirra hluthafar í Globodent í gegnum Prokarius, um 5% allra tannlækna landsins. „Það er jákvæður stuðningur og þessi um- ræða er eðlileg; það er eðlilegt að fólk hafi misjafnar skoðanir og nálgist svona nýjung með varkárni og var- færni. Íslenskir tannlæknar verða að fá að skoða tækið á sínum eigin for- sendum þegar það verður kynnt.“ Geir segir: „Í dag gerir tannlækn- irinn holu í tönnina fríhendis og reyn- ir að takmarka hana við þá skemmd sem þar er. Það er eiginlega engin fylling eins í neinni tönn en ef farin er þessi leið er valin stöðluð fylling sem passar við skemmd sem er fyrir hendi, síðan boruð nákvæm hola, með aðstoð þessa tækis, sem passar fyrir fyllinguna.“ Hann segir að borunin sjálf gæti tekið skemmri tíma en í dag, en und- irbúningstíminn gæti aftur á móti verið lengri; að velja stærð fyllingar, koma tækinu fyrir og þar fram eftir götunum. Samanlagt eigi aðgerðin að taka jafn langan tíma og nú. „Við ættum ef til vill ekki að segja of mikið um þessa hlið málsins því við erum ekki tannlæknar, en kjarni málsins er sá að verið er að tala um breytingar á vinnuaðferð og jafn- framt vinnuaðstöðu,“ segir Geir. Sigurður bætir við að sumir sem komið hafi að málinu telji það einmitt stærsta ávinninginn hversu vinnuað- staða tannlæknisins batni. „Í samtöl- um mínum við tannlæknana í rýni- hópnum hefur komið fram sterkur áhugi á þessari hlið málsins; að loks- ins sé eitthvað að koma fram á sjón- arsviðið sem tekur á því vandamáli þeirra, að þurfa að bogra mikið við vinnu sína. Því fylgja eymsli í öxlum, herðum og hálsi – en með þessari nýju tækni er verið að færa vinnuna út úr munninum að verulegu leyti og þar með verður vinnuaðstaða tann- læknisins allt önnur. Þetta er þáttur sem okkur hættir stundum til að gleyma en gæti orðið mjög mikilvæg- ur. Geir bætir við að segja megi að hér sé aðeins um fyrsta skrefið að ræða. „Í dag er gert ráð fyrir því að tækið sé handstýrt en við getum séð fyrir okkur að í framtíðinni verði það tölvustýrt.“ Sambærilegt verð Líklega kysu allir, segir Geir, að fá hvíta postulínsfyllingu, væri verið að gera við skemmda tönn á annað borð. En hvers vegna er svo ekki? „Vegna þess að í dag eru þær mun dýrari en aðrar fyllingar og tekur lengri tíma að koma þeim fyrir. Við vitum ekki endanlegt verð á þessum stöðluðu fyllingum en stefnt er að því að það verði sambærilegt og ef not- aðar eru hefðbundnar amalgam- eða plastfyllingar. Auk þess munu þær hugsanlega endast lengur.“ Almennt er talið að plastfyllingar endist skemur en postulínsfyllingar. „Ókostirnir við þessa nýju aðferð kunna að verða einhverjir, það á eftir að koma betur í ljós, en kostirnir eru að minnsta kosti þeir að hægt verður að fá postulínsfyllingar fyrir sam- bærilegt verð og fólk fær amalgam- eða plastfyllingu í dag.“ Neytandinn þarf nú, segir Sigurð- ur, að fara að minnsta kosti tvær ferð- ir til tannlæknis í því skyni að fá postulínsfyllingu. „Fyrst til þess að Borað í tennur með nýstárlegum hætti Morgunblaðið/Jim Smart Geir A. Gunnlaugsson: „Við horfum á þetta sem nýsköpunarverkefni sem hefur marga jákvæða og áhugaverða kosti. “ Síðasta útfærsla uppfinn- ingar Egils Jónssonar, tann- læknis á Akureyri; tannbor- inn sem vonast er til að verði kominn á markað á næsta ári. EGILL Jónsson fékk fyrstu verð- laun í samkeppni Nýsköpunarsjóðs árið 2000 fyrir viðskiptaáætlun sína og síðan hefur verið unnið að þróun hugmyndarinnar, með Iðn- tæknistofnun og fleirum, hérlendis og erlendis. Hluthafar í Globodent eru auk Egils og fjölskyldu hans Akureyr- arbær, Sjóvá-Almennar, Nýsköp- unarsjóður og Design Group Italia, sem er ítalskt iðnhönnunarfyr- irtæki sem að hluta til er í eigu Ís- lendings, og Prokarius, sem er fé- lag í eigu 60 einstaklinga og fyrirtækja; þar eru m.a. nokkrir tannlæknar, starfsmenn Iðn- tæknistofnunar. Morgunblaðið/Kristján Egill Jónsson tannlæknir að störfum á tannlæknastofu sinni á Akureyri. Egill og Globodent Nú styttist í að nýstárlegur tannbor, uppfinning Egils Jónssonar tannlæknis á Akureyri, geti orðið að veruleika. Skapti Hallgrímsson rabbaði við Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformann Globodent, fyrirtækisins sem stofnað var vegna verk- efnisins, og Sigurð Harðarson, starfsmann KPMG Ráðgjafar, sem er verkefnisstjóri. Morgunblaðið/Arnaldur Sigurður Harðarson: „Þegar verkefnið hófst með Dönunum fyrir rúmu ári voru þeir til dæmis efins um að hægt væri að ná þessari nákvæmni í mekaníkinni .“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.