Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 23
láta bora, þá fær viðkomandi bráða- birgðafyllingu en tekið er mát af hol- unni. Svo er smíðuð fylling sérstak- lega og í seinni ferðinni er bráðabirgðafyllingin tekin úr og postulínsfyllingin sett í. Þetta er dýrt enda fylgir því mikil vinna. Fari sjúk- lingur til tannlæknis og sé sagt að því miður þurfi að bora er með Globodent aðferðinni hægt að bjóða upp á hvers konar fyllingu sem hann vill – postu- líns-, plast- eða silfur, aðgerðin er framkvæmd strax, tekur álíka langan tíma og venjuleg aðgerð í dag og kostnaðurinn er sambærilegur. Hér er því um að ræða raunverulegan val- kost fyrir neytandann.“ Geir minnir á að þeir séu ekki sér- fræðingar í tannlækningum, en segir: „En ég er hins vegar neytandi hjá tannlækni og ef ég gæti fengið hvítar fyllingar fyrir sambærilegt verð og þær grá-svörtu myndi ég velja þessar hvítu. Það getur verið að þarna séu einhverjir ókostir en það er nokkuð sem markaðurinn kemur til með að þurfa að meta.“ Ekki mikið fé til nýsköpunar Unnið er að því að fá aukið fjár- magn til verkefnisins. Geir segir að þrátt fyrir allt tal um stuðning við ný- sköpun í landinu sé það staðreynd að í hana fari allt of lítið fé í dag. „Fyrir fimm árum lögðu fjárfestar mikið fé til nýsköpunar. Þá voru stofnuð fyrirtæki sem fjárfestu í ný- sköpun og mjög mikið fé var sett í sprotafyrirtæki. Síðan kom í ljós að margt af því sem fjárfest var í reynd- ist ekki standa undir væntingum og það tók mun lengri tíma og þurfti meira fé en gert var ráð fyrir til að gera þessar hugmyndir að veruleika. Þegar menn áttuðu sig á þessu er eins og þeir hafi brennt sig; menn kippa að sér höndum.“ Nú er mikill skortur á fé til nýsköp- unarfyrirtækja, segir hann. Geir seg- ir t.d. Nýsköpunarsjóð, sem hafi verið mjög gott framtak á sínum tíma, ekki hafa úr miklu fé að spila nú orðið og fjölmargir aðilar sem hafi lagt fé í sprotafyrirtæki á liðnum árum hafi nú hætt því. „Það er nauðsynlegt að meira fé sé sett í nýsköpunarfyrir- tæki, álver og nýting orkulindanna er vissulega mikilvægt fyrir aukna hag- sæld hér á landi á næstu árum en einnig og ekki síður mikilvægt er að haldið sé áfram að byggja upp þekk- ingariðnaðinn í landinu, við þurfum fleiri fyrirtæki eins og Marel og Öss- ur. Það gerist ekki nema einhverjir leggi áhættufé í sprotafyrirtæki.“ Tekjumyndun áhugaverð Geir ítrekar að þeir félagar geti ekki lagt mat á tannlæknaþátt verk- efnisins. „Við horfum á þetta sem ný- sköpunarverkefni sem hefur marga jákvæða og áhugaverða kosti. Um er að ræða þekkingarfyrirtæki sem á að geta vaxið og verið vettvangur frekari þróunar og fleiri vara fyrir heilbrigð- isiðnaðinn. Þá er tekjumyndun fyrir- tækisins einkar áhugaverð. Salan á tækjunum er aðeins lítill hluti tekn- anna, meginhluti teknanna, um 80%, kemur vegna sölu fyllinga sem seljast jafnt og þétt eftir að tækið er selt. Minnir vissulega á tölvuprentarann; við kaupum okkur prentara, síðan kaupum við stöðugt fyllingar og á einu ári kaupum við þær fyrir marg- falt verð prentarans.“ Talið er að í hinum vestræna heimi sé um ein milljón tannlækna og Geir segir að þ.a.l. þurfi menn ekki stóra markaðshlutdeild til þess að Globo- dent geti orðið að góðu fyrirtæki. skapti@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 23 Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 13 94 06 /2 00 3 Úrval-Úts‡n b‡›ur glæsilegar fer›ir undir forystu og lei›sögn einvala li›s fararstjóra. Kynntu flér máli› á urvalutsyn.is e›a ná›u flér í bæklinginn Sérfer›ir 2003. Nokkur sæti laus í eftirtaldar fer›ir: Ítalska Menningarreisan 5. ágúst í 2 vikur Fararstjóri: Gu›mundur V. Karlsson Sigling um Eyjahaf og dvöl á Krít 18. ágúst í 2 vikur Fararstjóri: fióra Valsteinsdóttir Sigling um Mi›jar›arhaf og dvöl í Barcelona 30. ágúst í 2 vikur Fararstjóri: Erla Erlendsdóttir Krít og Santorini 15. sept. - uppselt Aukafer› 1. sept. í 2 vikur Fararstjóri: Fri›rik G. Fri›riksson Kúba 3. nóv. - uppselt Aukafer› 12. nóv. í viku Fararstjórar: Erla Erlendsdóttir o.fl. Sikiley Beint leiguflug 6. okt. í eina viku Fararstjórar: Kristinn R. Ólafsson o.fl. Su›ur-Spánn 3. sept. í eina viku Fararstjóri: Kristinn R. Ólafsson Víetnam 31. okt. í 19 daga Fararstjóri: Sigmundur Andrésson Afríka - Kilimanjaro 2. sept. í 13 daga Fararstjóri: Helgi Benediktsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.