Morgunblaðið - 08.06.2003, Side 26

Morgunblaðið - 08.06.2003, Side 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁSTRÍÐUR Alda Sigurðardóttir pí- anóleikari heldur tónleika í Hafnar- borg á mánudag kl. 20. Ástríður Alda er 23ja ára Hafn- firðingur sem seinustu þrjú árin hef- ur stundað nám í einleikaradeild fyr- ir úrvalsnemendur við Indiana University í Bloomington í Banda- ríkjunum. Nú í vor útskrifaðist hún þaðan með hæstu einkunn. Verkin sem Ástríður leikur eru eftir J.S. Bach, Mozart, Chopin og Schumann. Einleikstón- leikar í Hafn- arborg ÞAU Kristjana Stefánsdóttir jass- söngkona, Björn Thoroddsen gítar- leikari og Jón Rafnsson bassaleikari koma fram tónleikum í tengslum við Menningarhátíð Hafnarfjarðar á Veitingahúsinu Café Aroma í kvöld, sunnudagskvöld og hefjast þeir klukkan hálf níu. Þau munu leika þekktar jassperlur, íslensk lög og lög eftir Bítlana í léttum jassútsetning- um. Jass í Hafn- arfirði BANDARÍSKI kórinn Appleton West Singers flytur tónleika í Skál- holtsdómkirkju annan í hvítasunnu, 9. júní, kl. 20.30. Hann mun síðan einnig halda tónleika í Dalvíkur- kirkju miðvikudaginn 11. júní kl. 20.30 og í Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 12. júní kl. 20.30. Meðlimir kórsins eru nemendur frá Appleton West High School. Stjórnandi kórs- ins er Kevin Meidl. Þau munu flytja sérstaka dagskrá sem samanstend- ur af amerískum meistaraverkum sem samin hafa verið fyrir kóra. Þetta er áttunda tónleikaferð kórsins utan Bandaríkjanna en þau hafa farið víða um lönd og flutt þá sérstöku tónlist sem þau leggja áherslu á meðal fólks á ólíkum menningarsvæðum. Meðal þeirra landa sem kórinn hefur heimsótt eru Kanada, Ástralía, Nýja-Sjáland, og flest Evrópulönd, þ.m.t. Eng- land, Skotland, Írland, Holland, Þýskaland, Sviss, Austurríki, Frakkland, Ítalía, Grikkland, Rúss- land og Finnland. Auk þess hefur kórinn sungið víða um Bandaríki Norður-Ameríku. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir eru velkomnir. Bandarísk- ur kór á ferð BJARNI ÞÓR myndlistamaður á Akranesi er listamaður mánaðarins í Galleríi List. Verk Bjarna eru til sýnis í glugg- um gallerísins til 16. júní. Listamaður mánaðarins ÓPERUSTÚDÍÓ Austurlands frumsýnir óperuna Don Giovanni eftir W.A. Mozart á Eiðum á morg- un, mánudag, kl. 16. Sýningin markar upphaf tónlistarhátíð- arinnar Bjartra nátta í júní, sem stendur til 16. júní nk. Óperan verð- ur einnig flutt 10., 12. og 13. júní á Eiðum og hefjast allar sýningar kl. 20. Þá verða tvær sýningar í Borg- arleikhúsinu 15. og 16. júní. Einnig verða hátíðartónleikar í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði 11. júní. Þar verður flutt létt söng- leikjatónlist, óperuaríur og dúett- ar. Leikstjóri, kórstjóri og listrænn stjórnandi Bjartra nátta í júní er sem fyrr Keith Reed, óperusöngv- ari. Hljómsveitarstjóri er Gunn- steinn Ólafsson og framkvæmda- stjóri hátíðarinnar er Ásta B. Schram. Að sögn Ástu koma hartnær hundrað einstaklingar að hátíðinni í ár; einsöngvarar, kór, fullskipuð hljómsveit, sviðssmiðir, leikmuna- og leikmyndasmiðir, matreiðslufólk og fleiri. Hljóðfæraleikararnir, sem eru um 40 talsins, koma víða að af landinu og eru langt komnir nem- endur eða atvinnumenn. Söngvarar eru flestir langt komnir nemendur úr Tónlistarskóla Austur-Héraðs, en einnig eru tveir íslenskir söngv- arar sem eru á endaspretti náms við erlenda tónlistarháskóla. Einsöngvarar í uppfærslunni eru Keith Reed, Xu Wen, Kristín R. Sig- urðardóttir, Ildiko Varga, Marta G. Halldórsdóttir, Manfred Lemke, Herbjörn Þórðarson, Þorsteinn H. Árbjörnsson, Árni Björnsson, Jónas Guðmundsson, Tinna Árnadóttir, Ágúst Ólafsson, Valdimar H. Hilm- arsson, Stefán Arngrímsson og Margrét L. Þórarinsdóttir. Þetta er fimmta tónlistarhátíðin sem Óperustúdíóið stendur fyrir og með flutningi Don Giovannis hafa þær fjórar óperur Mozarts sem Da Ponte samdi texta fyrir verið settar upp á Eiðum. Finna má frekari upplýsingar um Óperustúdíó Austurlands og hátíð- ina Bjartar nætur í júní á heimasíð- unni www.austur.is/opera. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hér eru Kristín R. Sigurðardóttir, Jónas Guðmundsson, Marta G. Halldórsdóttir, Valdimar H. Hilmarsson og Mar- grét L. Þórarinsdóttir í hlutverkum sínum í uppfærslu Óperustúdíós Austurlands á Don Giovanni eftir Mozart. Óperustúdíó Austurlands frumsýnir Don Giovanni Egilsstöðum. Morgunblaðið. Á YFIRSTANDANDI kirkju- listahátíð í Hallgrímskirkju er boð- ið upp á tvenna stóra orgeltónleika og það sem betra er, tónleikarnir eru haldnir hvorir á sitt orgelið. Fyrri tónleikarnir voru haldnir á hið vannýtta barokkorgel Lang- holtskirkju sem mætti gjarna nota betur til að kynna hinn mikla og dýrmæta fjársjóð sem liggur í org- eltónverkum fyrri tíma og þá ekki bara í verkum sem samin eru fyrir 1750 heldur einnig frá klassíska tímanum og fram á 19. öldina sem hæfa þessu orgeli vel sem og nú- tímaverk. Á tónleikum laugardagsins var eingöngu boðið upp á barokktónlist samda á tímabilinu 1627–1750 og virtist verkefnaval Jons Laukvik hæfa hljómgun orgelsins einstak- lega vel. Tabulatorskrift var algeng í orgeltónlist þessa tíma og er eins konar bókstafsskrift í stað venju- legra nótutákna. Þýski organistinn Johann Steigleder samdi og gaf út 1627 í bók sinni Tabulaturbuch das Vatter unser tilbrigði yfir sálma- lagið Faðir vor sem á himnum ert og tónleikarnir hófust á að Laukvik lék 40. og síðasta tilbrigðið sem er tokkata. Eftir skýran og bjartan mixtúruhljóm tokkötunnar um Faðir vorið hljómaði Tokkata í g- moll, „Da sonarsi alla levatione“ eftir Johann J. Froberger, látlaust með mjúkum 8’ principal. Dietrich Buxtehude er einn þeirra sem skrifuðu öll sín orgelverk með áð- urnefndri tabulatorskrift. Eftir hann lék Laukvik Prelúdíu í g-moll BuxWV 163 (ranglega sagt 150 í efnisskrá). Georg Muffat var eina tónskáldið sem ekki er fætt í Þýskalandi, en hann starfaði m.a. í Prag og Austurríki og frá 1690 í Passau. Það sama ár gaf hann út orgelbókina Apparatus musico-org- anisticus sem innihélt auk tveggja minni verka tólf tokkötur, eina ciaconu og eina passacaglíu. Lauk- vik lék sjöundu tokkötuna, sem er sennilega þeirra þekktust. Þeir feðgar Johann Sebastian Bach og Carl Philipp Emanuel Bach áttu síðustu verkin á efnisskránni. Carl Philipp átti mikinn þátt í að þróa sónötuformið fyrir hljómborð og samdi yfir 200 slíkar, m.a. fyrir orgel. Laukvik lék eina þriggja þátta í F-dúr (H 84; Wq 70/3) mjög tignarlega og nýtti sér skemmti- lega andstæður hljómborðanna með góðu raddavali. Frægt er þeg- ar ,,gamli Bach“ spann yfir sálma- lagið An Wasserflüssen Babylon (Við vatnaföllin Babýlon) í hálfa klukkustund við aftansöng í Ham- borg 1720. Orgelkórallinn BWV 653 er með laglínuna í tenór meðan sópran og alt mynda sjálfstæðar raddir sem byggðar eru á upphafs- tónum sópransins og fótspilið leik- ur svokallað basso continuo. Bach samdi nokkrar gerðir af kóralnum en valdi þessa sem hina endanlegu þegar hann bjó hina svokölluðu 18 Leipzig-kórala til prentunar 1750. Undirrituðum fannst áin full- straumhörð og vanta meiri ró og lygnu í flæðið. Síðasta verkið var Tokkata, adagio og fúga í C-dúr BWV 564. Tokkatan var glæsilega leikin og sjaldan hef ég heyrt adag- ioið fallegra og betur útfært, fúgan var glæsileg en var ýtt dálítið áfram í miklum hraða og hefði e.t.v. mátt vera aðeins rólegri og meira fljótandi. Jon Laukvik er mjög góður orgelleikari með næmt eyra fyrir litum orgelsins og hljóm- gun þess í húsinu. Öll mótun stefja og hendinga er mjög skýr og alltaf samkvæm sjálfri sér. Allur ásláttur og leikur er úthugsaður, allar inn- komur í fúgum og annars staðar eru skýrt mótaðar og undirbúnar, sem gerir verkin tignarleg þar sem við á og fallega syngjandi þar sem við á. Orgeltónar frá barokktímanum TÓNLIST Langholtskirkja Jon Laukvik orgelleikari. Laugardagurinn 31. maí kl. 12.00. ORGELTÓNLEIKAR Jón Ólafur Sigurðsson SPÆNSKA myndlistarkonan Marijo Murillo sýnir um þess- ar mundir í Ráðhúsi Reykja- víkur. Marijo lærði við Hand- og myndlistarskólann í Madr- íd og sérhæfði sig í hönnun og myndskreytingum. Marijo hefur búið og starfað í Reykjavík síðan 2001 og hélt í haust sýningu á Café Kulture þar sem hún sótti innblástur mynda sinna til Reykjavíkur og birtunnar á Íslandi. Í sýn- ingu sinni í Ráðhúsinu er Marijo að greina tengslin milli ólíkra forma. Þannig tekur hún útgangspunkt í hringjum og rákum og þróar hvoru tveggja yfir í meiri abstrakt form. Á sama tíma teflir hún upp hlið við hlið köldum, en líflegum fjólubláum, hvítum og svörtum litum í tengslum við heita jarðarliti. Með þessu vill hún eggja áhorfendur til þess að velja milli annars veg- ar köldu og hins vegar heitu myndanna. Sýningin sem var opnuð 24. maí sl. mun standa til 12. júní nk. Verk eftir Marijo Murillo. Marijo Murillo í Ráðhúsinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.