Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ . . . . . . . . . . 12. júní 1993: „Nýlokið er í Reykjavík alþjóðlegri ráð- stefnu sérfræðinga í lækna- vísindum um hæggengar veirusýkingar í mið- taugakerfinu og verk dr. Björns Sigurðssonar læknis, fyrsta forstöðumanns Til- raunastöðvar háskólans í meinafræðum á Keldum. Dr. Robert C. Gallo, heims- kunnur alnæmissérfræð- ingur og annar tveggja vís- indamanna sem uppgötvuðu HIV-veiruna sem veldur al- næmissjúkdómnum, komst svo að orði um dr. Björn í við- tali við Morgunblaðið: „Hugmyndir hans skýrðu að minnsta kosti hluta af hegðun sjúkdómsins alnæmis og ann- arra veira, sem við uppgötv- uðum á síðari hluta áttunda áratugarins og í byrjun þess níunda. Björn var frum- kvöðull og verk hans mjög mikilvæg og ef við hefðum kynnt okkur þau nánar hefð- um við getað uppgötvað fyrr ýmislegt sem við höfum vitn- eskju um í dag...“ . . . . . . . . . . 5. júní 1983: „Þau þáttaskil urðu í umræðum um íslensk utanríkismál þegar ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar settist að völdum 1. september 1978, að Alþýðubandalagið tók sæti í ríkisstjórn sem hafði það ekki að markmiði sínu að rifta varnarsamstarfinu við Bandaríkin. Tvisvar sinnum áður frá því að varnarsamn- ingurinn var gerður, 1956 og 1971, hafði Alþýðubandalagið átt ráðherra í ríkisstjórnum og höfðu þær báðar ákvæði um það í sáttmála sínum að rifta bæri varnarsamstarfinu. Í hvorugt skiptið náðu þau áform fram að ganga. Í árs- byrjun 1974, áður en hin síð- ari þessara stjórna hrökkl- aðist frá, var efnt til sögulegrar undirskriftasöfn- unar undir kjörorðinu Varið land, þar sem 55.522 kjós- endur mótmæltu ótímabær- um áformum stjórnarinnar í varnarmálum og andmæltu þannig með undirskrift sinni stefnu Alþýðubandalagsins.“ 9. júní 1973: „Fregnir sem berast frá Brüssel, benda til þess, að æðstu forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins vinni nú ötullega að því að fá Breta til þess að hverfa á brott með flota sinn af Ís- landsmiðum. Vitað er, að Jos- eph Luns, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur mjög beitt sér í málinu síðustu daga með marg- víslegum hætti og talið er, að hann muni næstu daga eiga mikilvægar viðræður við háttsetta stjórnmálamenn í aðildarríkjum bandalagsins í því skyni að skapa skilyrði til lausnar landhelgisdeilunni. Ljóst er, að í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins rík- ir skilningur á stöðu Íslands í landhelgismálinu og vilji til þess að reyna að leysa deil- una.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LÆKIR LIFANDI VATNS Á hvítasunnu er þess minnst aðheilögum anda var úthellt yfirlærisveinana í Jerúsalem forð- um daga. Andanum sem líkt hefur verið við vatn, olíu og eld. Aðstæður lærisveinanna forðum, daginn fyrir hvítasunnudag, voru ekki þær ákjósanlegustu frá mannlegu sjón- arhorni séð. Meistari þeirra, Jesús Kristur, hafði verið handtekinn og líf- látinn rúmum sjö vikum áður. Eftir upp- risuna hafði hann birst þeim og síðan horfið til himins. Á kveðjustundinni gaf hann fyrirheit um að vinir hans skyldu bíða fyrirheitsins um andann heilaga; kraft frá hæðum til að boða ríki hans allt til endimarka jarðar. Jesús hafði oft rætt um heilagan anda og meðal annars líkt honum við lifandi vatn: „„Sá sem trúir á mig, frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir.“ Þarna átti hann við andann, er þeir skyldu hljóta, sem á hann trúa.“ Á hvítasunnudag var biðin á enda. Lækir lifandi vatns og andans kraftur sem kristin kirkja fékk í fæðingargjöf hefur verið aflgjafi hennar síðan. Enn hlýða karlar og konur kalli meistarans um að fara út og boða fagnaðarerindið, knúin af kraftinum frá hæðum til að veita líkn í nauðum og huggun í harmi. Einn þeirra sem hlýtt hafa kallinu er Helgi Hróbjartsson kristniboði sem unnið hefur að hjálparstarfi og kristni- boði í Eþíópíu í þrjá áratugi. Helgi hef- ur einkum starfað meðal múslima. Í grein um Helga, sem birtist í Morgun- blaðinu á Þorláksmessu 2001, segir að múslimunum þyki vænt um hann og séu þeir orðnir háðir vináttu hans. „Boðun hans er ekki mikið í orði, en hann nýtur mikillar virðingar vegna verka sinna. Múslimarnir við landamæri Sómalíu kalla hann einfaldlega „númer þrjú“. Allah er fyrstur og fremstur, þá kemur Múhameð og því næst Helgi. Íslending- urinn Helgi Hróbjartsson er sá eini sýnilegi í þessari þrenningu og dags- daglega hafa þeir sterkust tengsl við hann.“ Hjálparstarf kirkjunnar hefur í vor staðið fyrir fjársöfnun undir yfirskrift- inni „Hjálpum Helga til að hjálpa“. Eþí- ópía hefur enn komist í heimsfréttirnar vegna aðsteðjandi neyðar. Langvarandi þurrkar hafa valdið uppskerubresti og í vor var talið að meira en 14 milljónir Eþíópa þyrftu á neyðarhjálp að halda á árinu. Hallærið hefur neytt fólk til að selja búsmala og aðrar eignir fyrir brot af raunvirði. Eitt hörmungarsvæðanna heitir El Kere, þar sultur hrjáir menn og skepnur og börnin deyja. Helgi Hró- bjartsson fékk það hlutverk að vera að- alskipuleggjandi neyðarhjálpar í hér- aðinu. Hann starfar á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar í samvinnu við Alþjóðaneyðarhjálp kirkna, yfirvöld og lúthersku kirkjuna í landinu. Helgi flýg- ur á milli svæða á fjögurra sæta flugvél, sem hann fékk á Íslandi, og stýrir dreif- ingu á hjálpargögnum sem meðal ann- ars eru keypt fyrir söfnunarfé héðan. Ein birtingarmynd kraftarins frá hæðum er í blómlegu lista- og menning- arlífi innan kirkjunnar. Nú líður að lok- um Kirkjulistahátíðar sem hófst hinn 29. maí og lýkur á morgun. Að þessu sinni var hátíðin haldin undir yfirskrift- inni: „Ég ætla að gefa regn á jörð.“ Til- vitnunin er sótt í Fyrri Konungabók Gamla testamentisins þar sem segir frá spámanninum Elía. Aðalverk hátíðar- innar var einmitt óratórían Elía eftir Mendelssohn. Í kynningarorðum um hátíðina segir um það val: „Með því er minnt á hlutverk listarinnar í því að gera jarðveg trúar og kirkju frjóan og uppskera með listinni von og auðga trúarlíf. Fjölbreytni, nýsköpun og gæði eru einkunnarorð hátíðarinnar.“ Dr. Sigurður Árni Þórðarson flutti bæn í tónlistarandakt Kirkjulistahátíð- ar í Hallgrímskirkju hinn 3. júní síðast- liðinn. Þar sagði meðal annars: „Þér munuð með fögnuði vatni ausa úr lindum hjálpræðisins. Þú, sem gefur vatn af himni, vatn í jörðu, haf, kemur svo sjálfur með lífsins vatn. Þú ert vatnsveitan eina – lindin lífs. Þegar geimarnir gliðna, heimurinn fer hamförum, mennirnir æða og sálin engist, þá gefur þú gott vatn. Þorstinn er minn en þú ert lind lífsvatnsins.“ Ómurinn frá fyrsta hvítasunnudegi hefur ekki hljóðnað, kraftur andans knýr fólk til góðra verka enn í dag hvort sem er á sviði skapandi lista eða líkn- arstarfa. Morgunblaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegrar hvítasunnuhátíðar. O G hvað snertir efnislega frá- sögn mína af atburðum stríðsins hef ég gert það að grundvallaratriði að skrifa ekki niður fyrstu söguna, sem varð á vegi mínum, og láta ekki einu sinni stjórn- ast af mínum eigin almennu tilfinningum; annað hvort var ég sjálfur viðstadd- ur þá atburði, sem ég hef lýst, eða þá að ég hef heyrt af þeim frá sjónarvottum og reynt að sann- reyna frásagnir þeirra af eins mikilli nákvæmni og unnt er. Ekki þannig að jafnvel með þeim hætti hafi verið auðvelt að finna sannleikann: mismun- andi sjónarvottar greina á ólíkan hátt frá sömu at- burðum, tala af hlutdrægni í þágu eins aðilans eða annars eða þá að minni þeirra er gloppótt.“ Þessi orð hljóma eins og þau séu ný af nálinni, en þau voru skrifuð fyrir rúmlega 2.400 árum. Gríski sagnaritarinn Þúkidídes er þarna að lýsa í inn- gangi vinnubrögðum sínum við að skrá Sögu Pel- opsskagastríðsins, sem stóð frá 431 til 404 fyrir Krist. Með þessum örfáu orðum lýsir Þúkidídes í hnotskurn þeim vanda, sem þeir standa fyrir, sem þurfa að gera atburðum líðandi stundar skil, og setur fram kröfur, sem hljóta að vera skilyrði þess að frásögn glati ekki trúverðugleika. Orð hans gætu rétt eins átt við um það hvernig fjalla eigi um stríðið í Írak eins og átök Aþeninga og Spart- verja til forna. Blaðamenn og sagnfræðingar nú- tímans eru að glíma við sömu vandamál og Þúkidí- des þótt ekki setji allir markið jafnhátt: „Verk mitt er ekki skrifað með það fyrir augum að koma til móts við minn nánasta almenning, heldur var í það ráðist til að það entist að eilífu.“ Blaðamenn eru ekki hlutlausar verur, sem geta sagt skilið við tilfinningar sínar og öll þau áhrif, sem hafa mótað þá, þegar þeir taka til við vinnu sína. En til þeirra er hægt að gera þá kröfu að þeir geri sér grein fyrir umhverfi sínu og annmörkum og reyni að segja frá samkvæmt bestu vitund. Fréttamenn skammaðir Í liðnum mánuði birt- ist grein eftir Michael Massing í tímaritinu New York Review of Books þar sem hann lýsir reynslu sinni af því að fylgjast með átökunum í Írak. Þar kemur fram hversu erfitt var að nálgast upplýsingar og fá staðfestingu á frásögnum, sem bárust af vígvell- inum. Á meðan á átökunum stóð var sett upp blaða- mannamiðstöð í Saliyah-herstöðinni skammt frá Doha í Katar og þar voru skráðir um 700 blaða- menn. Massing skrifar að í blaðamannamiðstöð- inni hafi menn verið svo nískir á upplýsingar að oft hafi verið meira að græða á spurningunum en svörunum. „Spurningar, sem evrópskir og arab- ískir blaðamenn spurðu höfðu tilhneigingu til að vera beittari og meira leitandi en þær, sem Bandaríkjamennirnir settu fram,“ segir hann í greininni. „Evrópumennirnir og arabarnir spurðu um nákvæmni bandarískra flugskeyta, notkun vopna með skertu úrani og umfang manntjóns í röðum almennra borgara. Bandaríkjamennirnir spurðu spurninga á borð við: „Hvers vegna er ekki búið að stöðva útsendingar Íraka?“ „Nota Írakar vopn, sem Sameinuðu þjóðirnar banna?“ og „Gætum við fengið meiri upplýsingar um björgun Jessicu Lynch?“ Einn fréttamaður bandarískrar sjónvarpsstöðvar sagði mér að hún hefði áhyggjur af því að hætt yrði að hleypa sér að ef hún væri of ýtin. Jim Wilkinson [sem stjórnaði fjölmiðlamiðstöðinni] átti það til að skamma fréttamenn, sem hann taldi að styddu stríðið ekki nægilega í fréttaflutningi sínum og varaði einn fréttamann við því að hann væri kominn á „lista“ ásamt tveimur öðrum blaðamönnum á sama dag- blaði.“ Sérhönnuð fréttaþjónusta fyrir Banda- ríkjamenn Athyglisvert er að lesa frásögn Massings af því hvernig sjónvarps- fréttastöðin CNN hag- aði umfjöllun sinni um stríðið í Írak. Hann lýsir undrun sinni þeg- ar hann komst að því að talsverður munur var á fréttaflutningnum í Bandaríkjunum annars vegar og annars staðar í heiminum hins vegar. Alþjóð- lega útgáfan hafi verið mun alvarlegri og upplýst- ari en bandaríska útgáfan. Hann segir að þessi munur hafi ekki verið tilviljun. Sex mánuðum áð- ur en átökin hófust hafi stjórnendur í höfuðstöðv- um CNN í Atlanta í Bandaríkjunum byrjað að halda reglulega fundi til að skipuleggja sitt hvora útsendinguna fyrir Bandaríkin annars vegar og önnur lönd hins vegar. Þeir hefðu gert sér grein fyrir því að það, sem gengi í Bandaríkjunum myndi ekki falla í kramið hjá Bretum, Frökkum og Þjóðverjum og þaðan af síður Egyptum og Tyrkjum og því hefði sjónvarpsstöðin lagt út í það með ærnum tilkostnaði að láta tvö aðskilin frétta- teymi fylgjast með stríðinu samtímis. „Reyndar skaraðist fréttaflutningurinn talsvert, sérstak- lega í fréttum af vettvangi og í notkun upplýstra blaðamanna á borð við Christiane Amanpour, en alþjóðlega útgáfan var blessunarlega laus við sjálfhælinn tóninn í útgáfunni fyrir heimamark- aðinn,“ skrifar Massing og bætir við síðar: „Al- þjóðlega útgáfan af CNN líktist frekar BBC, en útgáfunni heima fyrir og sá munur sýndi hve miklu markaðurinn ræður um tón og innihald út- sendinganna. Að mestu leyti reyndu bandarískir fjölmiðlar að sýna Bandaríkjamönnum það, sem þeir héldu að Bandaríkjamenn vildu sjá.“ Það er erfitt að samræma stríðsrekstur og upp- lýsingagjöf og auðvitað hafa þeir, sem standa í átökum, tilhneigingu til þess að vilja stjórna fréttaflutningnum. Eðlilega er ekki hægt að ætl- ast til þess að yfirvöld láti af hendi upplýsingar, sem gætu stefnt herafla í hættu eða gefið and- stæðingnum kost á því að komast á snoðir um hernaðaráætlanir. Öðru máli gegnir hins vegar um villandi upplýsingar, sem jafnvel þjóna engum hernaðarlegum tilgangi. Um þessar mundir bein- ast sjónir manna hins vegar ekki svo mjög að upp- lýsingastreymi meðan á stríðinu í Írak stóð, held- ur snýst umræðan öllu fremur um aðdragandann þegar verið var að færa rök að því að brýn ástæða væri til þess að ráðast inn í Írak og steypa harð- stjóranum Saddam Hussein af stóli. Þegar Bagd- ad var í þann mund að falla spurði Geoff Meade, fréttamaður bresku sjónvarpsstöðvarinnar Sky „hvort þetta stríð myndi komast á spjöld sögunn- ar fyrir að vera fyrsta stríðið, sem lyki án þess að ástæðan fyrir því hefði fundist“. Hvar eru gereyðingar- vopnin? Ástæðan er ekki fund- in enn. Í aðdraganda stríðsins var fullyrt að Írakar réðu yfir ger- eyðingarvopnum og af þeim stafaði bráð hætta. Nú finnast þessi vopn hins vegar hvergi og er bandarískum og breskum ráðmönnum legið á hálsi fyrir að hafa verið fullyfirlýsingaglaðir. Þeir hafi sagt meira en þeir gátu staðið við og nið- urstöður þeirra hafi verið reistar á ályktunum fremur en sönnunum. Undanfarna daga hafa ráðamenn bæði í Bandaríkjunum og á Bretlandi séð ástæðu til að svara fyrir sig. George Bush Bandaríkjaforseti, Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og George Tenet, yfirmað- ur bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hafa lýst yfir því að stjórnin hafi byggt á traustum upplýs- ingum til að réttlæta innrásina í Írak. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, gerði slíkt hið sama þegar hann svaraði þingmönnum, sem kröfðust þess að gerð yrði óháð rannsókn á þeim upplýs- ingum, sem breska leyniþjónustan lagði fram um Írak. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, skipaði sérstakan hóp til þess að fara yf- ir upplýsingar, sem hinar ýmsu leyniþjónustur landsins safna saman. Þessi hópur var undir stjórn Douglas Feith aðstoðarvarnarmálaráð- herra og var honum ætlað að finna tengsl á milli hryðjuverkamanna og Íraks og annarra landa eft- ir hryðjuverkin 11. september 2001. Því hefur ver- ið haldið fram að þessi hópur hafi sett upp pólitísk gleraugu til að túlka upplýsingar þannig að rétt- læta mætti stríð gegn Írökum. Rumsfeld hefur lýst yfir því að hann sé þess fullviss að gereyðingarvopn muni finnast, þótt hann hafi í seinni tíð látið að því liggja að verið geti að einhverjum birgðum hafi verið eytt fyrir stríðið eða að Írakar gætu hafa falið framleiðslutækin í verksmiðjum, sem þjónuðu öðrum tilgangi. Varn- armálaráðherrann svaraði í hálfkæringi þegar hann var spurður um ófinnanlegu vopnin fyrir helgi og spurði brosandi á móti hvort sú staðreynd að Saddam Hussein hefði ekki fundist eftir stríðið gæfi til kynna að hann hefði ekki verið til. Blaða- mönnunum virtist finnast þetta gott tilsvar, í það minnsta heyrðist Rumsfeld segja í hljóðnemann: „Mér finnst þetta líka góður punktur.“ Svör af þessu tagi munu ekki duga til þess að svæfa málið. Ýmsir innan Bandaríkjastjórnar virðast reiðubúnir að viðra óánægju sína vegna þess hvernig upplýsingar hafi verið notaðar af æðstu ráðamönnum. Vikuritið Newsweek vitnar í þessari viku í Greg Thielman, sem vann við það hjá utanríkisráðuneytinu að meta ógnina af Írak, en er nýlega sestur í helgan stein. Thielman held- ur því fram við tímaritið að margir embættismenn séu bæði hryggir og reiðir yfir því með hvaða hætti upplýsingar hafi verið misnotaðar: „Maður fær sterklega á tilfinninguna að stjórnin hafi talið að almenningur yrði ekki hrifinn af hugmyndinni um stríð ef allir þessir fyrirvarar fylgdu.“ Í blaðinu eru rakin nokkur dæmi um vafasama
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.